Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 3 Fréttir Skuldir ísaf jarðar um 100 milljónir umfram árstekjur Bæjarsjóður ísafjarðar á við gífur- legan íjárhagsvanda að etja. Svo er komið að skuldir bæjarfélagsins verða líklega um næstu áramót um 100 milljónum hærri en áætlaðar tekjur. Langtímaskuldir eru um 230 milljónir og vanskilaskuldir eru um 80 milljónir. Bæjarstjóm ísafjarðar áætlar að taka um 100 milljónir að láni á þessu ári. Því stefnir í að skuld- ir í árslok verði á fimmta hundrað milljónir króna. Gert er ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs í ár verði um 310 milljónir. íbúar á ísafirði hafa ávallt verið meðal tekjuhæstu íbúa landsins. í mörg ár hafa þeir verið hæstu út- svarsgreiðendur. í fyrra drógust þeir eitthvað aftur úr hvað útsvars- greiðslur áhrærir. Ástæðuna fyrir bágri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vilja menn meðal annars rekja til þess hversu illa hefur veriö staöið að flestum áætlunum. Sem dæmi má nefna að á árinu 1987 var fjármagnskostnaður vanáætlaður um nærri 200 prósent. Nú er svo komiö að nær ekkert verður um verklegar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins á næstu áram. Þó verða á milli fimm og sex milljónir settar í sjúkrahúsið og áætlað er að setja um 25 milljónir í íþróttahús. Að öllum líkindum verða þær teknar að láni. Fjárhagsáætlun verður til umræðu á bæjarstjórnarfundi á morgun. Eftir þann fund munu loka- niðurstöður liggja fyrir. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur samþykkt að veita um 40 milljónir til Dvalarheimilisins Hlífar. Þær 40 milljónir vantar í fjár- hagsáætlunina og ef bæjarstjórn Akranes: Opin vika í Fjöl- brautaskólanum Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Dagana 28. febrúar til 3. mars verð- ur svonefnd „opin vika“ í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Þetta er árlegur viðburður í félagslífi nem- enda skólans og dagana, sem hún stendur yfir, er skruddum og skræð- um hent út í horn á meðan unnið er að margvíslegum verkefnum á fjöl- mörgum námskeiðum og í hópum jafnt innan veggja skólans sem utan. Fjöldi fyrirlesara heimsækir skól- ann og fræðir nemendur um allt milli himins og jarðar. Ferðaiög, fjöl- tefli og tónleikar og margt fleira flétt- ast inn í dagskrána. Á meðan opna vikan stendur munu nemendur starfrækja útvarpsstöð- ina Blómið sem verður starfrækt innan veggja skólans. Slíkur út- varpsrekstur hefur verið fastur liður á vikunni undanfarin ár. Sent verður út tíöni FM-91.0 og útvarpað stans- laust frá því kl. 18 mánudaginn 27. febrúar til miðnættis 2. mars. Dag- skrá Blómsins verður útvarpað um Akranes og nágrenni og þar með gefst bæjarbúum jafnt sem sem bændum og fólki á höfuðborgar- svæðinu tækifæri á að fylgjast með uppákomum nemenda. Útvarpsstjóri er Ásgeir Eyþórsson. Siglufjörður fluttur? Guömundur Daviösson, DV, Siglufiröi: í nýútkominni handbók, sem nefn- ist Gula bókin, er Siglufjörður stað- settur á Norðurlandi eystra. Sam- kvæmt upplýsingum frá útgáfu bók- arinnar er sennilegt að þessi mistök megi rekja til þess að svæðisnúmer síma er hið sama á Siglufirði og Ak- ureyri en þó læðist að manni sá grun- ur að ýmsir geti frekar staðsett rétt sólarlandastaði í Suður-Evrópu en mikilvæg sjávarpláss í eigin landi. stendur við loforð sitt munu skuld- irnar aukast sem því nemur. Einn viðmælenda DV sagði að til tals hefði komið að ef ekki rættist verulega úr á næstunni mundi fé- lagsmálaráðuneytið neyðast til að grípa inn í fjárhagsstjórn bæjarfé- lagsins. -sme vildii sveiglanleika Þegar fjárfest er í vélum og tækjum skiptir verulegu máli að sú fjármögnunarléið sem valin er veiti nauðsynlegan sveigjanleika, þannig að fjárfestingin skili þeim arði sem vonast er eftir. Kaupleiga og fjármögnunarleiga Glitnis gefur ótrúlega mikinn sveigjanleika. -Leigugreiðslur geta tekið mið af væntanlegum tekjum t.d. verið lægri á vetuma en hærri á sumrin. -Fjármögnun véla og tækja getur verið 2 til 7 ár og Ijár- mögnunarhlutfall fer að sjálfsögðu eftir ósk- um hvers og eins allt upp í 100%. -Fjármögnunarieiðir Glitnis gefa kost á að velja það tæki sem hagkvæmast ér án t'llits til eigin framlags. Láttu ekki tækifærin framhjá þérfara. Okkar peningar vinna fyrir pig Glitnírhf NEVI - ÐNAÐARBANKINN -SLEIPNER Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: 91- 6810 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.