Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Fréttir
Sjópróf vegna áreksturs Brimness og Heklu:
Stýrimaðurinn
að stilla útvarpið
- stjómandi Brimness í símanum
Siguijón M. Egilsson, DV, Patreksfiröi;
„Ég sá Brimnesið í ratar þegar það
átti 1,2 sjómílur i okkur. Þegar ein
míla var á milli okkar taldi ég öruggt
að það færi aftan við okkur í öruggri
fjarlægð," sagði Þórhallur Ottesen,
yfirstýrimaður á strandferðaskipinu
Heklu, við sjópróf í gær.
Þórhallur var einn í brú Heklu síð-
ustu klukkustundina fyrir árekstur-
inn. Þrátt fyrir að sól byrgði honum
sýn taldi hann ástæðulaust að kalla
annan skipverja sér til aðstoðar. Eft-
ir að Þórhallur fullvissaði sig um að
ekki væri hætta á árekstri fór hann
frá stjórntækjum skipsins til að stilla
útvarpið. Hann hafði ekki lokið því
verki er Brimnes og Hekla skullu
saman á fullri ferð. Ekki liðu nema
um átta mínútur frá árekstrinum þar
til Brimnes sökk.
Á meðan Þórhallur var að stilla
útvarpiö var Freyr Héðinsson vél-
stjóri á stýrisvakt á Brimnesi en bát-
urinn var á leið í land er óhappið
varð. Skömmu fyrir áreksturinn var
Freyr upptekirin við að tala í síma
og talstöð þar sem hann var að bera
boð á milli manns í landi og skip-
stjóra á Þresti BA en sá bátur eru í
eigu sömu útgerðar og Brimnes.
Freyr er annar aðaleigandi Brimness
ásamt Jóhannesi bróður sínum,
skipstjóra á bátnum.
Freyr hafði séð Heklu á siglingu,
hann taldi víst að Hekla færi til Pat-
reksfjarðar þar sem útgerð Brimness
átti von á beitu frá Bolungarvík með
strandferðaskipi. Þessi fullvissa
Freys reyndist dýrkeypt sem og
áfergja stýrimanns Heklu í útvarps-
fréttir.
Fljótlega eftir áreksturinn þótti
sýnt að Brimnesi yrði ekki bjargað
og var þá lögð áhersla á að bjarga
skipverjunum þremur. Öllum sem
mættu við sjóprófin bar saman um
að björgum mannanna hefði gengið
vel.
Þegar Brimnes var yfirgefið stukku
skipverjar út um lúgu á skut bátsins.
Þeim tókst að komast þurrum í
gúmmíbjörgunarbát sem Jóhannes
Héðinsson skipstóri hafði losað
skömmu áður.
Við sjópróf kom fram aö stefni
Brimness skall í stjórnborðskinnung
Heklu og að Brimnes dróst aftur með
síðu strandferðaskipsins. Mikill leki
kom að Brimnesi og varð ekki við
neitt ráðið.
Veður var mjög gott en sól sem var
lágt á lofti byrgði stýrimanni Hekl-
unnar sýn samkvæmt framburði
hans. Við sjóprófin kom greinilega
fram að Freyr Héðinsson, vélstjóri á
Brimnesi, og Þórhallur Ottesen,
stýrimaður á Heklu, gerðust sekir
um yfirsjónir og brot á siglingaregl-
um sem leiddu til árekstursins.
Dómsformaður við sjóprófin var
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður
á Patreksfirði, og meðdómendur
voru Torfi Jónsson skipstjóri og Atli
Snæbjörnsson hafnarvörður og skip-
stjóri.
Skipverjar á Brimnesinu:
Loftþéttar plastumbúðir létu ekki undan
Sgurjón M. Egflsson, DV, Patreksfirði;
Skipverjunum þremur, sem
komust af er Brimnes BA sökk á
sunnudagskvöld, reyndist erfitt að
ná flotgöllunum úr innbúðunum.
Um borð í bátnum voru þrír flot-
gallar - allir keyptir hjá Landssam-
bandi íslenskra útvegsmanna.
Einn gallanna höfðu skipverjamir
tekið úr umbúðunum því þeir
höfðu notað hann til æfinga.
Þegar Brimnes var að sökkva,
eftir áreksturinn við Heklu, reynd-
ist skipverjunum erfitt að losa tvo
búninga úr þykkum loftþéttum
plastumbúðum. Þrátt fyrir ítarleg-
ar tiiraunir við þessar erfiðu að-
stæður tókst þeim ekki að opna
einn pakkann. Skipstjórinn, Jó-
hannes Héðinsson, komst því aldr-
ei í flotbúning.
Jóhannes skipstjóri og bróðir
hans, Freyr, sem var vélstjóri á
Brimnesi, vöktu báðir athygli á
þessu við sjóprófin. Þess ber að
geta að ábyrgð á flotgöllunum, sem
annars var til fimm ára, fellur úr
gildi ef pakkningarnar utan um
flotgallana eru opnaðar.
Miöstjómarfundur Alþýðubandalagsins:
Fagna þessum fundi
- segir Ólafur Ragnar Grímsson
„Lýðræðisleg umræöa skapar að stjómarmanna yfir því að laun
mínu mati aldrei óþægindi. Hún er verða ekki greidd fyrirfram í þess-
bara eðlilegur þáttur í starfi stjórn- um mánuði. Segja þeir aö þaö sam-
málaflokks. Þess vegna fagna ég rýmistekkistefiiuflokksins.Meðal
þessum fundi,“ sagði Ólafur Ragn- fundarboöenda eru margir helstu
ar Grímsson fiármálaráðherra þeg- andstæðinga Ólafs Ragnars innan
ar hann var spuröur um miðstjórn- Alþýðubandalagsins.
arfundflokksinssemverðurannað Olafur Ragnar sagöist ekki sjá
kvöld. neitt athugavert við það þó aö mið-
Rúmlega 20 miöstjómarmenn stjóm Alþýöubandalagsins færi að
hafa krafist fundar til aö ræða ræða launastefnu stjómarinnar í
launastefnu fiármálaráðherra eins miðri samningsgerð. Það væri bara
og hún hefur birst í saraningavið- hluti af lýöræðislegum skoðana-
ræðum við ríkisstarfsmenn. Er skiptum innan flokksins.
mikil óánægja raeðal þessara mið- -SMJ
Albert hættur á þingi:
Fer á sunnudag til Parísar
Kj arasamningaviðræöur:
Allt í lás á
öllum vígstöðvum
Enn einu sinni hafa kjarasamn-
ingaviðræðumar hlaupið í baklás og
menn standa nú í sömu sporum og
þegar þær hófust.
Samningafundi BSRB og ríkisins,
sem hófst formlega klukkan 20.30 í
gærkveldi, lauk á öðrum tímanum í
nótt og var fátt um kveöjur i lokin.
Fulltrúar ríkisins nefndu 6 til 7 pró-
sent kauphækkun sem BSRB-menn
mátu sem 3.800 króna hækkun á
meðallaun félaga í BSRB á samnings-
tímabili til haustsins.
„Þetta er of lágt, jafnvel þótt menn
séu aðeins að tala um samning til
haustsins," sagði Ögmundur Jónas-
son, formaður BSRB, í morgun. Nýr
fundur hafði ekki verið boðaöur.
„Þeir höfnuðu öllum okkar hug-
myndum. Þeir höfnuðu verðstöðvun,
vaxtalækkun og eru ekki tilbúnir til
að ræða neina kauphækkun. Eftir
fundinn í gær stöndum við í upphafs-
sporunum," sagði Pétur Sigurðsson,
formaður Alþýðusamhands Vest-
fjarða, um fund ASÍ og VSÍ í gær.
„Það er létt verk að bjóða verð-
stöðvun eftir að ríkið hefur hækkað
allt sitt en heldur fyrirtækjunum
áfram niðri. Við erum vissulega
áhugamenn um vaxtalækkun en vilj-
um ekki þvinga hana fram með lög-
um. Varðandi kauphækkun stöndum
við frammi fyrir því að finna leið
fyrir útflutningsfyrirtækin til að lifa
til hausts viö óbreyttar aðstæöur,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, um samninga-
málin.
S.dór
„Ég reikna meö að fara á sunnu-
daginn út til Parísar en skipun mín
er dagsett 31. mars,“ sagði Albert
Guðmundsson sem hætti á Alþingi í
gær en hann er nú að taka við sendi-
herrastöðu í París.
Albert sagöi aö þau Brynhildur
myndu dveljast á hóteli í París fyrst
í stað en töluverður tími fer í það í
upphafi að afhenda embættisskír-
teini í þeim löndum sem sendiherra-
staðan nær yfir. Fyrrverandi sendi-
herra, Haraldur Kröyer, tekur síðan
við sendiherrastöðu í Osló 17. maí.
Albert sagði aö tíkin Lucy færi ekki
með til Parísar enda á 18. ári. Sagði
Albert að Lucy væri orðin ansi sjón-
og heymardauf og svæfi mestallan
daginn. Henni yrði því komiö fyrir
hjá vinum og vandamönnum fyrst
um sinn.
- En er Albert endanlega hættur í
pólitík?
„Ég tel mig nú hafa verið utan
flokka síðan byltingin var gerð í
Borgaraflokknum. Ég er ekki búinn
að brenna allar brýr að baki mér og
hulduherinn er nú enn til,“ sagði
Albert.
-SMJ
Það liðu einungis um átta mínútur frá því að Hekla og Brim-
nes skullu saman uns Brimnesið var sokkið. Strax að loknum
árekstrinum yfirgáfu skipverjar Brimnessins bátinn. Þeir stukku
út um lúgu á skut hans og tókst að komast þurrum í björgunar-
bát sem skipstjóri Brimnessins hafði losað skömmu áður.
DV-myndir Þorgrímur Jónsson