Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Menning
Skemmtilegir
söngtónleikar
Ýmis sönglög:
Flytjendur: Sigurður Bragason bariton-
söngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir.
Ballade: Þorkell Sigurbjörnsson/Bertold
Brecht
Flytjendur: Elisabet F. Eiriksdóttir
sópran, Gunnar Gunnarsson flautuleik-
ari, Páll Eyjólfsson gítarleikari og Kjart-
an M. Kjartansson lágfiðluleikari.
Karin Maansdatters Vaggvisa för
Erik Xiu.
Atli Heimir Sveinsson/Zacharias
Topelius
Flytjendur: Jóhanna V. Þórhallsdóttir
alt, Gunnar Gunnarsson flautuleikari,
Birkir Þór Bragason saxófónleikari,
Páll Eyjólfsson gítarleikari og Eggert
Pálsson slagverksleikari.
Tónlist
Jóhanna V. Arnardóttir
Fimmtu tónleikar íslensku hljóm-
sveitarinnar voru haldnir síöast-
liðið sunnudagskvöld í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi. Efnis-
skráin skiptist í tvennt en verkin
áttu það sameiginlegt að sungið var
í þeim öllum.
Fyrir hlé söng barítonsöngvarinn
Sigurður Bragason nokkur lög við
undirleik Þóru Fríðu Sæmunds-
dóttur. Þetta voru einstaklega vel
valin og skemmtileg lög. Þau byrj-
uðu á tveimur gulifallegum ís-
lenskum lögum, I rökkurró eftir
Björgvin Guðmundsson og Þess
bera menn sár eftir Áma Thor-
steinsson. Þá tóku við Beethoven
og Schubert og loks nokkur ítölsk
lög þar sem Verdi rak lestina. Sem
sagt sitt lítið af hverju.
Sigurður hefur fagra og karl-
mannlega rödd sem nýtur sín eink-
ar vel í ítölsku sönglögunum en
vafalaust getur hann orðið enn
betri. Hann vantar kannski örlít-
inn aga en tilfinningin er greinilega
meðfædd hjá honum. Hana er ekki
hægt að læra.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir lék
vel og örugglega undir og það er
vafalaust þægilegt fyrir söngvar-
ann að hafa svo ákveðinn og örugg-
an píanóleikara sér við hhð.
Eftir hlé var fyrst flutt verkið
Ballade eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Þetta er einhver sú undarleg-
asta ballaða sem undirrituð hefur
heyrt. Ljóð Bertolds Brecht var
mjög fallegt en tónverkið heldur
tilbreytingarlaust og leiðinlegt. Lít-
ið reyndi á hljóðfæraleikarana en
þeim mun meira á söngkonuna,
Elísabetu F. Eiríksdóttur. Hún er
mjög góð tæknilega því að hún skil-
aði söng sínum með prýði og það
hefur sannarlega ekki verið auð-
velt.
Síðasta verkið á tónleikunum var
Vögguvísa Atla Heimis Sveinsson-
Frjálst,óháð dagblaö
Askrifendur
Léttíð blaðberunum störfin og sparið þeim sporin.
Notiö þjónustu DV og kortafyrirtækjanna.
Greiðiöáskriftargjaldiömeðgreiðslukorti. ^
VISA
Með þessum
J boðgreiðslum
vinnstmargt:
j • Þær losa áskrifendur
við ónæði vegna inn-
' • Þær eiu þægilegur
greiðslumátisem
trygglrskiMsar
greiðslurþráttfyrir
annir eða fjarvistir.
• Þær létta blaðberan-
umstórfinenhann
heldurþóóskertum
tekjum.
. • Þæraukaöryggi.
Blaðberarerutil
dæmisoftmeðtólu-
'1$ »>' verðar Qártiæðir sem
getaglatast
Hafið samband
við afgreiðslu DV
jkl. 9-20 virka daga,
laugardaga kl. 9-14
síma 27022
eða við umboðsmenn okkar
ef óskað er nánari
upplýsinga.
Sigurður Bragason barítonsöngvari.
ar, mjög fjörugt og skemmtilegt
verk sem hefur verið mikið leikið,
t.d. í höfuðborgum Norðurlanda og
á menningarhátíðinni Scandinavia
Today í Tokýo. Þama fékk hljóm-
sveitin heldur betur að njóta sín
og sérstaklega var gaman að slag-
verksleiknum hans Eggerts Páls-
sonar. Jóhanna V. Þórhallsdóttir
komst vel frá hlutverki sínu en það
er alltaf ákaflega erfitt að syngja
nútímatónlist. Jóhanna hefur alt-
rödd, sem er mjög failegt raddsvið,
en á köflum var hún eins og besta
messósópran þar sem verkið inni-
hélt marga háa og erfiða tóna fyrir
altrödd.
Þetta voru skemmtilegir söngtón-
leikar hjá íslensku hljómsveitinni
sem tókust vel í alla staði. Fram-
undan eru emir átta tónleikar á
hennar vegum sem sýnir aö aö-
standendur hennar sitja ekki auð-
um höndum enda engin ástæöa til
þess því að við eigum fullt af hæfi-
leikaríku tónlistarfólki sem þarf aö
fá að spreyta sig.,
Nýjar bækur
Dynskógar
Dynskógar, rit Vestur-Skaftfellinga,
fjórða bindi, er nýlega komið út. Það
er að mestu helgað Víkurþorpi en
sem kunnugt er voru árið 1987 eitt
hundrað ár liðin frá því að Vík varð
löggiltur verslunarstaður en það var
2. desember 1887.
Viðamest af greinum þeim sem
birtast í Dynskógum að þessu sinni
er Víkurkauptún 1890-1930 eftir Ei-
rík E. Sverrisson kennara. Þar er
greint frá byggingu allra íbúðarhúsa
í þorpinu frá upphafi og fram til 1927,
svo og hverjir bjuggu þar til þess
tíma.-
Ólafur H. Óskarsson skólastjóri rit-
ar sögu rafmagnsstöðvarinnar í Vík
og er það stórmerk samantekt þar
sem fjallaö er um einn þátt rafvæð-
ingar í Vestur-Skaftafellssýslu en
sem kimnugt er er rafmagnssaga
sýslunnar einn af merkustu þáttum
í tæknisögu íslendinga á 20. öld.
Auk fyrrgreinds efnis eru allmarg-
ir styttri þættir um Vík frá fyrri
árum.
Meðalland, bæjatal og stutt lands-
lagslýsing heitir grein eftir Einar
Siguríinnsson sem lýsir landsháttum
og byggðarþróun 1 Meðallandi
snemma á þessari öld, með viðauk-
um frá sjötta og sjöunda áratugnum.
Jón Jónsson jarðfræðingur frá Kárs-
stöðum og Þórarinn Magnússon frá
Hátúnum leggja saman í lýsingu og
frásögn af hinum sérkennilegu hell-
um í Landbrotshólum.
Það þótti tíðindum sæta þegar
fyrsta kvikmyndin var tekin hér á
landi en það var Hadda Padda eftir
leikriti Guðmundar Kambans, árið
1923. Góðkunnur Víkurbúi, Hákon
Einarsson, lék veigamikið staðgeng-
ilshlutverk í myndinni. Jón Bragi
Björgvinsson ritar langa og ítarlega
grein um kvikmyndina Höddu
Pöddu, aðdraganda hennar og töku
og þátt Hákonar í henni.
Aftast í ritinu eru annálar frá árun-
um 1985 og 1986 úr ölium hreppum
Vestur-Skaftafellssýslu. Ritiö er 350
síður og mjög mikið myndskreytt.
Afgreiðslu til áskrifenda annast
Björgvin Salómonsson, Skeiöarvogi
29,104 Reykjavík, sími 91-681827.
Töflureiknirinn Exel
Hjá fyrirtækinu Tölvutali eru
komnar út tvær bækur fyrir töflu-
reikninn Exel. Önnur bókin er sniðin
fyrir Macintosh tölvur, hin fyrir IBM
og samhæíðar vélar. Höfundar bók-
anna eru Guðjón ísberg og Rafn Sig-
urðsson.
Skipta má Exel forritinu í fjóra
hluta.
1) Töflureikni
2) Gagnasafn
3) Gröf
4) Macro
Bækurnar taka fyrir þrjá fyrstu
hlutana og fjallaö er um þann fjórða.
Bækurnar eru ætlaðar jafnt byrj-
endum sem og þeim sem þegar hafa
kynnst Exel. Fjallað er um allar skip-
anir og verkun þeirra útskýrð með
dæmum. Tekin eru fyrir atriði eins
og töflu- og eyðublaðagerð, uppsetn-
ing og notkun gagnasafna, teiknun
samfelldra fafia, notkun fjármála-
falla, uppsetning reikninga og margt
fleira.
Báðar eru bækumar um 300 bls.
að stærð og fjölritaðar af Stensli hf.
Hönnun kápu annaðist Guöjón Ingi
Hauksson.
r
T? Ttaari»tyrlr»n« TI
OIiFwal