Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
■■■ Frjálst. óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11.105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Álagavefurínn
Loðdýraævintýrið, sem stjórnvöld og stofnanir land-
búnaðarins skipulögðu að ofan, er orðið að martröð. Á
þessu ári hyggst ríkið verja 521 milljón króna í ýmsa
fyrirgreiðslu í þágu atvinnugreinar, sem reiknað er
með, að selji skinn til útlanda fyrir 140 milljónir króna.
Aðstoðin nemur nærri fjórfóldum tekjum greinarinn-
ar. Ódýrara er því að senda hverjum loðdýrabónda
launaávísunina beint, en þá með því skilyrði, að skatt-
greiðendur væru ekki ónáðaðir frekar af atvinnugrein-
inni. Loðdýrabændum væri borgað fyrir að gera ekkert.
Þannig er loðdýrarækt komin í hóp hefðbundinna
búgreina. Einkenni þeirra er, að reksturinn er svo dýr,
að einfaldara er fyrir ríkið og skattgreiðendur að senda
bændum launin beint, en láta alla aðra aðstoð eiga sig.
Einkenni þeirra er, að peningum er brennt til einskis.
Loðdýraræktin hefur í einu vetfangi stokkið og sokk-
ið í dý, sem kartöflurækt, eggjaframleiðsla og kjúkhnga-
eldi hafa verið að síga í á mörgum árum. Landbúnaðar-
fenið í heild kostar skattgreiðendur meira en sjö millj-
arða króna í beinhörðum útgjöldum á þessu ári.
Fyrir mánuði var tahð, að tap ársins næmi sex og
hálfum mihjarði. Síðan hefur að venju komið í ljós, að
upphæðin er vanmetin. Ríkið neyðist til að veija um
300 milljónum til viðbótar í uppbætur og um 300 milljón-
um í niðurgreiðslur. Dæmið fer því yfir sjö milljarða.
Dulbúna atvinnuleysið í landbúnaði kostar líka er-
lendan gjaldeyri. Aðfóng landbúnaðar eru mikil, einkum
oha og áburður. Með verulegum sarndrætti í land-
búnaði mundi sparast mikih gjaldeyrir, sem nota mætti
th að kaupa erlenda búvöru og lækka vöruverð í landi.
Ef þjóðfélagið létti landbúnaðarbyrðinni af baki sér,
mundu sparast margir mihjarðar til að bæta lífskjör
þjóðarinnar og snúa kreppunni í þenslu. Þess vegna er
brýnt, að ríkið veiti verzlunarfrelsi í búvöru og hætti
fjárhagslegum afskiptum sínum af landbúnaði.
Ef 4.200 bændur og 800 starfsmenn vinnslustöðva
fengju sendar 50.000 krónur í pósti mánaðarlega í nokk-
ur ár th að auðvelda þessa aðlögun, mundi ríkið ekki
missa th baka nema þijá mhljarða af sjö mhljörðum,
sem nú fara í súginn. Það yrði því töluverður afgangur.
í staðinn er unnt að benda fólki á, að th eru búgrein-
ar, sem ekki hggja uppi á ríkinu. Þar eru fremstar í
flokki ferðaþjónusta bænda og hrossarækt. Ennfremur
þarf þjóðfélagið að fá bændur í skógrækt. Loks er eðli-
legt að ríkið bjóði bændum haldgóða endurmenntun.
Ótalinn er svo hagnaðurinn, sem hlytist af friðun
afrétta. Ef ofangreindar aðgerðir minnkuðu sauðfjár-
rækt um meira en helming, væri unnt að alfriða víðáttu-
miklar afréttir á móbergssvæðinu og snúa loksins vörn
í sókn í baráttunni gegn aldagamalh landeyðingu.
Árum saman hefur verið brýnt, að kjósendur átti sig
á, að þjóðfélagið er bundið í álög ríkisrekstrar á land-
búnaði. En nú er fíárhag heimha, atvinnufyrirtækja og
ríkisins sjálfs svo hörmulega komið, að ekki verður leng-
ur undan vikizt að reka ófögnuðinn af höndum sér.
Þegar kjósendur rísa loksins upp, dugar ekki minna
en að skipta að mestu leyti um stjórnmálamenn og
-flokka. Þeir, sem hingað th hafa skipzt á um að fara
með völdin, eru allir sekir um að hafa ofið álögin. Þeir
vhja hvorki leysa þjóðina úr álögunum né geta það.
Lausnin felst í að senda bændum tékkinn beint og
neita öhum öðrum fjárhagslegum afskiptum af land-
búnaði, svo og verndun hans gegn ódýrum matvörum.
Jónas Kristjánsson
Sífellt fjölgar stúdentum. — Árið 1901 voru þeir 16, árið 1960 207 og árið 1984 voru þeir 1591.
Framhaldsskóli:
Til hvers og
fyrir hverja?
Á tímum samdráttar og spamað-
ar vakna þær spurningar tíl hvers
framhaldsskólinn sé; er honum
ætlað að stuðla að framforum þjóð-
félaginu til heilla, halda tmgu fólki
frá götunni þar sem atvinnuvegim-
ir geta ekki tekið við því strax
eða/og skapa atvinnu handa kenn-
urum og öðm starfsfólki?
Mjög algeng er sú skoðun manna
á meðal að skólinn sé meira og
minna geymslustaður fyrir böm
og unglinga og allir getí kennt.
Þessi viðhorf, að allir séu færir
um að kenna, gera það að verkum
að ekki er litið á kennslu sem sér-
hæft starf sem þurfi sérmenntunar
við og launin eru náttúrlega í sam-
ræmi við það. Þegar kennara vant-
ar (þetta á sérstaklega við um dreif-
býlið) er nánast hver sem er tekinn
því allt er hey í harðindum. Að
sjálfsögðu eiga þessi viðhorf ekki
við nú á tímum en vom kannski
eðliieg þegar menn sáu ekki sam-
hengið milli menntunar og fram-
fara.
Þróunin
Ef við lítum snöggvast á þróunina
í skólamálum frá fyrstu ámm þess-
arar aldar hefur brautskráðum
stúdentum fjölgað úr 16 árið 1901 í
207 árið 1960 og 1984 voru þeir 1591.
Fyrsta starfsár Háskóla íslands
1911-1912 voru 45 stúdentar innrit-
aðir, árið 1960 var íjöldi innritaðra
790 og um áramótin 1985-86 rúm-
lega 4500. Fjöldi brautskráðra stúd-
enta og innritaðra í Háskólann hef-
ur um það bil hundraðfaldast á
meðan mannfjöldi hér á landi hefur
um það bil þrefaldast.
Er eitthvert samband á milli
meiri skólagöngu og aukinnar hag-
sældar og framfara? Erfitt er að
svara þessari spumingu því ekki
er gott að sjá hvað er orsök og hvað
afleiðing. Flestir myndu líklega
segja að aukin velmegun okkar
væri til komin vegna gifurlegrar
aukningar á sjávarafla sem sífellt
færri nú en áður draga á land.
Líklega er það rétt en hvemig
hefur þessi aukning orðið til. Ekki
vegna þess að fleiri sækja sjóinn
heldur vegna tækniframfara og
tækninni fleygir sífelit fram vegna
meiri þekkingar.
En samt er þaö nú svo að fæstir
gera sér grein fyrir því aö þekking
geti verið framleiðniskapandi,
flestir hagfræöingar líta einnig
fram hjá þessari staöreynd, með
örfáum undantekningum þó. Hag-
fræðingur hjá bandaríska við-
skiptaráöuneytínu, Edward Deni-
son að nafni, hefur gert könnun þar
sem hann athugar þá þætti sem
hafa átt hvað mestan þátt í hag-
Kjallaiinn
Sigurður Þór
Jónsson
félagsfræðingur, kennari við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti
vextí frá 1948-1978. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að % af hagvexti
væru til komnir vegna aukinnar
menntunar og þekkingar.
Ef þetta er rétt hlýtur það sama
að eiga við hér á landi. Menntun
er sem sagt arðbær, þeir peningar
sem yfirvöld láta til menntamála
eru ekki aðeins kostnaður sem
helst þyrfti að hafa sem lægstan
heldur nauðsynleg forsenda betra
lífs og vonandi hamingjusamara.
Ekki sami skólinn
Nú, þegar ríkisvaldið á í samn-
ingaviðræðum viö kennara í fram-
haldsskólum og sýnir engan vilja
til samninga, geta kennarar ekki
varist þeirri hugsun að þama sýni
yfirvöld svo sannarlega hug sinn
til menntunar í verki.
Kennarar í Hinu íslenska kenn-
arafélagi, sem hafa veriö án samn-
ings í meira en ár, mega víst þakka
fyrir það smánarkaup sem ríkið
býður en byijunarlaun framhalds-
skólakennara eftir fjögura ára há-
skólanám eru um 58.000 kr. á mán-
uði.
Það sér hver heilvita maður að
þetta gengur ekki lengur og ríkið
verður að fara að borga starfsfólki
sínu lífvænieg laun, já, laun fyrir
dagvinnu sem möguleiki er aö lifa
af. Um leiö og kaupmáttur launa
minnkar sífellt eru gerðar auknar
kröfur til framhaldsskólakennara.
Samkvæmt lögum um framhalds-
skóla, sem loksins sáu dagsins ljós
í fyrravor, stendur til að allir sem
lokið hafa grunnskólaprófi (engin
lágmarkseinkunn tilgreind enda á
að leggja niður samræmdu prófln)
eigi rétt á að hefja nám í fram-
haldsskóla. Þetta þýðir það að nem-
endum mun að öllum líkindum
flölga verulega því 20-25% hafa
fallið undanfarin ár á samræmdu
prófunum. Að hleypa að öllum í
framhaldsskóla án tillits til ein-
kunna mun breyta eðli og mark-
miðum skólans og kennslunni
verður að haga samkvæmt því.
Framhaldsskólinn í dag er ekki
sá sami og menntaskólar upp úr
1960, hvað þá Lærði skólinn í byrj-
un þessarar aldar þegar örfáir nutu
skólagöngu.
Skiptir meira máli
Framhaldsskólinn er fyrir alla,
það á að koma öllum tii nokkurs
þroska. Þessar nýju aðstæður kalla
á minni bekki og fámennari hópa
en í spamaðartillögum yfirvalda á
að fara þveröfuga leið.
Nú er svo komið að í helstu iðn-
ríkjum heims hefur ólæsi farið vax-
andi og talið er að í Bandaríkjunum
séu „stafrænt ólæsir" (functional
illiterates) á bilinu 18-64 milljónir
og 300 stærstu fyrirtækin þar í
landi eru með kennslu í grundvall-
aratriöum reiknings og í móður-
málinu fyrir tilvonandi starfs-
menn.
Það er aldrei að vita nema þessi
óheillavænlega þróun eigi eftir að
skeDa yfir okkur.
í rauninni er ekkert sem bendir
til annars. Böm alast nú upp fyrir
framan sjónvarpstækið og mynd-
bandstækiö og lestur bóka heyrir
brátt sögunni til. Við aðstæður sem
þessar skiptir skólinn enn meira
máli en áöur.
Það er tími til kominn að yfirvöld
hér á landi geri sér grein fyrir mik-
ilvægi skóla og menntunar og hætti
að beija höfðinu (þursa) við stein-
inn
Sigurður Þór Jónsson
„Er eitthvert samband á milli meiri
skólagöngu og aukinnar hagsældar og
framfara?“