Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 32
F R T T /\ S KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vítneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. F R Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989. Náttfari í Hafnarfírði: Maður játar 11 innbrot Maöur á þrítugsaldri hefur játaö ellefu innbrot í Hafnarfiröi undan- famar tvær vikur. Lögregla á jafnvel von á fleiri játningum í kjölfariö þar sem yfir tuttugu innbrot hafa veriö framin í Firöinum á þessu tímabili. Innbrotin hafa aðallega átt sér stað í norðurbænum, gamla vesturbæn- um og miöbænum. Ekki hefur horfiö mikiö lausafé í innbrotunum en mik- iö veriö rótaö og gramsað. Þjófurinn hefur þó haft nokkur myndbands- tæki og þess háttar upp úr krafsinu. -hlh Akureyri: á 3. hæð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Átján ára piltur slasaöist á höfði er hann féll af svölum fjölbýlishúss við Melasíöu á Akureyri í gær. Pilturinn var aö vinna á svölum á þriöju hæð hússins þegar hann féll fram af þeim. Aö sögn lögreglu gat hann gengið sjálfur í sjúkrabíl sem •'íom á vettvang en var með meiðsli á höföi sem ekki voru talin mjög al- varleg. Heimsbikarmótið í skák: Ljubojevic efstur Ljubojevic komst upp fyrir Jú- súpov á heimsbikarmótinu í skák í Barcelona þegar Beljavski gaf biö- skák sem þeir áttu óteflda í gær. Ljubojevic er nú efstur með þijá og hálfan vinning. Júsúpov kemur næstur með þijá vinninga en Jóhann Hjartarson er þriöji ásamt þremur skákmönnum meö tvo og hálfan vinning. Garrí Kaspa'rov er í íjórt- ánda sæti af sautján meö einn vinn- ‘^Shg og eina skák til góða. -gse Innbrot í Valhúsaskóla Brotist var inn í Valhúsaskóla á Seltjarnanesi um helgina og urinin nokkur skemmdarverk. Voru brotn- ar rúöur til að komast inn í skólann og skrifstofuálmuna. Var farið inn á skrifstofur skólastjóra, yfirkennara og á kennarastofu og til þess brotnar upp huröir. Var kafflsjóöi kennara stolið. Vatni var úðaö yfir parketgólf samkomusalar og mun þaö vera —giýtt. Eins var tæmt úr slökkvitækj- ^urh. Engum skjölum var stohö þar sem gjörningsmennirnir munu aö- eins hafa verið í peningaleit. -hlh Þrjú íslensk útgeröarfyrirtæki: Gera tilboð í loðnu- kvóta Grænlendinga - grænlensk yfirvöld tóku málaleitan okkar vel, segir Jónatan Einarsson í Bolungarvík Þijú íslensk fyrirtæki, Miðnes hf. í Sandgerði, Haraldur Böðvars- son & Co á Akranesi og Einar Guð- finsson hf. í Bolungarvík ætla að sameinast um aö gera tflboð i loðnukvóta Grænlendinga fyrir næstu loðnuvertið sem hefst í júh. Enn er ekki vitað hve stór kvóti Grænlendinga verður en hann var á milli 70 og 80 þúsund lestir á þeirri vertíð sem nú er að Ijúka. „Grænlendingar eiga hvorki loðnuveiöiskip né loðnubræðslur þannig að þeir verða með útboð á sínum kvóta. Við Jón Ath Kristj- ánsson, frá Þróunarfélaginu, fór- um tfl Grænlands fyrir skömmu og ræddum þar við Kaj Egede, sjáv- arútvegsráðherra Grænlands, um máhð. Hann tók málaleitan okkar ákaflega vel. Við vitum að ýmsir fleiri hér á landi hafa áhuga á þessu máh en viö erum fyrstu Islending- arnir sem ræða við grænlensk yfir- völd um að bjóða í loðnukvóta þeirra og vonumst því til að njóta þess forskots," sagði Jónatan Ein- arsson, forstjóri í Bolungarvík, í samtah við DV í morgun. Sem kunnugt er náðist þríhliöa samkomulag í haust milh íslend- inga, Norömanna og Grænlendinga um skiptingu loðnuaflans. I hlut íslendinga komu 78 prósent heild- araflans en Grænlendingar og Norðmenn fengu hvorir sín 11 pró- sentin. Á þeirri loönuvertíö, sem nú er að ljúka, seldu Grænlendingar Norömönnum og Færeyingum kvóta sinn ogfengu 14 aura danska, eöa eina krónu íslenska, fyrir kíló- iö upp úr sjó. Síðan fengu þeir upp- bót miðað við lýsis og mjölverð þannig aö endanlega fengu þeir 15 aura danska fyrir kílóið af loðn- unni. Jónatan sagði að Miðnes hf. og Haraldur Böðvarsson & Co á Akra- nesi heföu yfir aö ráða fimm loðnu- veiðiskipum. Bolvíkingar aftur á raóti eiga loðnubræðslu og hún er styst allra íslenskra verksmiðja frá Grænlandsraiðum. Jónatan sagði að Grænlendingar vildu skipta kvóta sínum mflli íslendinga, Fær- eyinga og Norðmanna. Þess vegna taldi hann að ef tilboði þessara þriggja fyrirtækja hér yröi tekið gætu um 30 þúsund lestir falliö í þeirra hlut og veiðamar hæfust í júh. S.dór Sjópróf vegna áreksturs Brimness og strandferðaskipsins Heklu fóru fram á Patreksfirði í gær. Dómsforseti var sýslumaður Barðstrendinga, Stefán Skarphéðinsson. í sjóprófunum kom fram að áreksturinn mátti rekja til að- gæsluleysis skipstjórnarmanna beggja skipanna. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd GVA Heræfingamar: Koma daginn eftir 17. júní Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, telur það handvömm hjá hernum að hafa ekki upplýst ís> lensk stjórnvöld fyrr og betur um þær heræfingar sem fram undan eru í sumar. Sagði Steingrímur aö herinn heföi haldiö hálfundarlega á þessu máli enda heföi þaö ekki verið fyrr en í fyrradag sem utanríkisráðherra fékk upplýsingar um málið. Þetta kom fram við utandagskrár- umræöu á Alþingi í gær en þaö var Páll Pétursson, þingflokksformaöur framsóknarmanna, sem hóf umræö- una. Páll gagnrýndi heræfingarnar og leitaöi svara hjá utanríkisráð- herra. Umræöan stóð fram til tvö í nótt en þá var henni frestað. Hjá utanríkisráðherra kom fram aö herliöið leggur af staö frá Banda- ríkjunum 18. júní og stendur æfingin yfir í 15 daga. Sagöi Jón Baldvin að fyrstu upplýsingar um æfinguna heföu komið í október 1986 en form- leg tflkynning heföi komið 30. ágúst 1988. Utanríkisráðherra sagði aö það væri algerlega á valdi íslendinga að heimila æfinguna og hefði ekki verið tekin endanleg ákvörðun um þaö ennþá. Á utanríkisráðherra mátti þó heyra aö það yrði gert. -SMJ LOKI Er þá fjallkonan hólpin? Veðrið á morgun: Suðlæg átt um allt land Á morgun er gert ráð fyrir suð- lægri átt á landinu, golu eða kalda. Skúrir eða súld verður með köflum við suður- og austurströndina en annars þurrt að mestu. Hiti verður 3-7 stig. BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.