Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Fréttir
MikiJl samdráttur í útlánum bankakerflsins á fyrstu tveimur mánuöum ársins:
Útlán banka 2,7
mllljörðum minni
Heildarútlán bankakerfisins stóðu
í stað frá lokum desember til loka
febrúar. Á sama tíma hækkaði láns-
kjaravísitalan um 3 prósent. Heildar-
útlán bankanna lækkuðu því að
raunvirði um 2,9 prósent. Miðað við
útlán bankanna í desember jafngildir
þetta um 2.680 milljón króna sam-
drætti í útlánum.
Á sama tíma í fyrra hækkuðu
heildarlán bankcikerfisins um 5,4
prósent. Þegar tillit hefur verið tekið
til hækkunar lánskjaravísitölunnar
hækkuðu útlánin um 2,3 prósent. Á
núvirði jafngildir það um 1.920 millj-
ónum.
Þau umskipti sem átt hafa sér stað
í eftirspurn eftir útlánum í banka-
kerfinu jafngilda því um 4,6 milljörð-
um króna.
Frá miðju síðasta ári hafa útlán
bankakerfisins vaxið mun hægar en
á sama tíma árið á undan. Það varð
þó ekki fyrr en á fyrstu tveimur
mánuðum þessa árs að útlánin hættu
að vaxa og drógust í raun saman
þegar tillit er tekið til veröbreytinga.
Eiríkur Guðnason, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, sagði ástæðu
þess að dregið hefði úr útlánum
liggja meðal annars í því að eftir-
spurn hefði minnkað í kjölfar þess
að uppgjör á söluskatti hefði verið
fært fram yfir mánaðamót. Auk þess
mætti ætla að bankarnir hefðu dreg-
ið úr útlánum til að bæta lausafjár-
stöðuna.
Á sama tíma og dregið hefur úr
útlánum hafa innlán bankanna vax-
ið. Eiríkur sagði skýringuna á því
meöal annars felast í aö sala á ríkis-
skírteinum hefði gengið illa. Meira
hefði verið innleyst af þeim en nam
sölu á nýjum bréfum og því mætti
ætla að bankarnir nytu góðs af því.
Auk þess hafa lífeyrissjóðimir verið
tregari að kaupa skuldabréf af ríkinu
og hafa því lagt féð inn í bankana.
Afleiðing þessa hefur verið sú að
lausafjárstaða bankanna hefur batn-
að.
- En leiða minni útlán og vaxandi
innlán ekki til vaxtalækkunar?
„Það er ef til vill of snemmt að segja
til um það. Ástæður fyrir þessari
þróun á fyrstu tveimur mánuðum
ársins geta verið tímabundnar. En
ef þessi þróun heldur áfram má bú-
ast við að hún leiði til vaxtalækkun-
ar. Reyndar eru nú þegar merki um
vaxtalækkun; bæði fyrirætlun
stjórnvalda um lækkun vaxta á ríkis-
skuldabréfum og eins hafa vextir far-
ið lækkandi á Verðbréfaþingi ís-
lands,“ sagði Eiríkur Guðnason.
-gse
Kassaröð númer 77 á Fiskmark-
aðnum í Hafnarfirði í gær.
DV-mynd BG
Hafnarfj aröarmarkaður:
Metdagur í gær
þegar seld
voru 404 tonn
„Viö höfum aldrei selt jafn-
mikið magn á einum degi frá því
að markaðurinn var opnaður,"
sagöi Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðarins í
Hafnarfirði, í samtali við DV gær.
Þá voru seldar 404 lestir af fiski
fyrir samtals 14,5 milljónir króna.
Mjög gott verð fékkst fyrir
þorskinn. Seldar voru 120 lestir
af slægðum þorski og var meðal-
veröið 44,99 krónur fyrir kílóið.
Þá voru seldar 20 lestir af óslægö-
um þorski og var meðalverðið
45,53 krónur fyrir kílóið. Meðal-
verð fyrir 68 lestir af ýsu var 51,03
krónur, fyrir 78 lestir af ufsa 18,97
krónur og fyrir 104 tonn af karfa
23,37 krónur fyrir kílóið.
Frá áramótum hafa veriö seldar
3.565 lestir af fiski á markaðnum
í Hafnarfirði fyrir 157 milljónir
króna. Þar af voru seldar 2.123
lestir í mars og segir það mikið
um ógæftimar fyrstu tvo mánuði
ársins. Fyrstu 3 mánuðina í fyrra
voru seldar 4.585 lestir á mark-
aðnum fyrir samtals 159 milljónir
króna. S.dór
Úr 2 milljarða vexti í
200 milljóna samdrátt
- ör vöxtur kaupleiguíyrirtækjanna hefur stöðvast
Frá miðju síðasta ári og til ára-
móta dróst saman heildarverðmæti
útistandandi kaupleigusamninga um
tæpar 200 milljónir á verðlagi des-
embermánaðar eða um 3,1 prósent. Á
sama tíma árið á undan jókst raun-
gildi þessara samninga um 66 pró-
sent eða um 2.040 milljónir á verðlagi
sama mánaðar.
Það er því ljóst að umtalsverð um-
skipti hafa átt sér stað hjá kaupleigu-
fyrirtækjunum. Á einu ári hafa þau
þurft að skipta úr 2 milljarða vexti á
sex mánuðum í 200 mílljón króna
samdrátt á sama tímabili.
Fram eftir síðasta ári óx heildar-
verðmæti útistandi kaupleigusamn-
inga. Frá upphafi ársins fram til loka
ágústs óx það um 1,1 milljarð á des-
emberverðlagi síðasta árs eða um
21,4 prósent. Þá dró saman og í nóv-
ember hafði heildarverðmætið lækk-
að um 267 milljónir eða um 4,3 pró-
sent. í desember hækkaði verðmæti
þessara samninga um 74 milljónir.
Samdrátturinn frá lokum ágústmán-
aðar til áramóta nam um 3,1 prósenti.
Stefán Amarson, starfsmaður
Seðlabankans, sagði ljóst af þeim
gögnum, sem lægju fyrir um þróun-
ina á þessu ári, að kaupleigumar
stæðu frammi fyrir áframhaldandi
samdrætti.
-gse
Ungfrú Austur-
land valin
Ungfrú Austurland var valin
úr hópi fimm austfirskra yngis-
meyja á laugardagskvöld. Titil-
inn hreppti Oddný Ragna Sigurð-
ardóttir, 20 ára, frá Fáskrúðs-
firði. Hún var einnig valin besta
ljósmyndafyrirsætan. Vinsæl-
asta stúlkan var valin meðal
keppenda sjálfra, Ragnheiður
Gísladóttir frá Seyðisfirði.
Fór keppnin fram fyrir troð-
fulluhúsiíEgils -hlh
í dag mælir Dagfari
Aldrei fór það svo að ekki væri
hægt að koma illu til leiðar milli
ráðherranna í ríkisstjóminni.
Þetta hefur verið fullmikið bræðra-
lag og vinskapur og það er varla
að nokkur ráðherranna hafi haft
tilefni til að skattyrðast út i kollega
sína. Rétt kannske einhver pirring-
ur milli Jóns Sigurðssonar og
Steingríms vegna vaxtanna, en allt
hefur það verið kurteisishjal og
undir rós, þannig að venjulegur og
viðeigandi orðaforði íslenskra
stjómmálamanna hefur ekki veriö
brúkaður að neinu ráði.
Menn héldu að þetta yrði einn
samfellt halelúja, enda hefur kær-
leikurinn milli Jóns Baldvins og
Steingríms annars vegar og Jóns
Baldvins og Ólafs Ragnars hins
vegar verið opinberaður í trúlofun-
tun og gjafaskiptum á rauðu Ijósi
og á landsfundum, þannig að ekki
hefur gengið hnífurinn á milli.
En Svavar Gestsson er ekki trú-
lofaður neinum ráðherra og hann
hefur beðið þolinmóður færis á því
að reka rýtinginn í bakið á ein-
hveijum hinna ráðherranna eða
koma illu af stað. Og Svavar fann
tilefnið.
Nánast upp úr þurru og öllum á
óvart gaf menntamálaráðuneytið
ur aðalatriði málsins. Hitt er mest
spennandi hvemig skiptum þeirra
Svavars og Jóns Baldvins reiðir af
enda getur þessi ríkisstjóm ekki
talist í lagi, nema einhveijir ráð-
herrar geti gefið hvor öðmm á
kjaftinn og komið höggi á hver
annan. Þá fyrst er ástandið orðið
normal í stjómarherbúðunum. Það
er að vísu leitt að Sjöfn Sigur-
bjömsdóttir skuli verða blórabög-
gullinn, en hvað gera ekki virðu-
legir ráðherrar þegar starfsheiður
þeirra er í húfi og flokksmennimir
þurfa aö fá sönnun fyrir því að
þeirra menn standi undir ábyrgð-
inni af því að vera ráðherrar.
Það er enginn ráðherra maður
með mnönnum, nema sá sem rekur
og rífur kjaft og svarar fyrir sig í
fjölmiðlum og kemur öðrum ráð-
herrum úr jafnvægi. Þannig eiga
góðar ríkisstjómir aö vera. Annars
em þær leiðinlegar.
Stjórnarflokkamir mældust í
litlu sem engu fylgi í nýjustu skoð-
anakönnuninni. Þetta sjafnaryndi
milli Jóns Baldvins og Svavars
ætti að geta hjálpað upp á sakim-
ar. Það er hreint ótrúlegt hvað al-
mennilegt skítkast getur komið
góðu til leiðar.
Dagfari
Sjafnaryndi
út tilkynningu í síðustu viku þess
efnis að Sjöfn Sigtirbjömsdóttir,
skólastjóri í Ölduselsskóla í
Reykjavík, heíði verið rekin úr
starfi. Bara sisona og enginn vissi
hvaðan á sig stóð veðrið. Það hefur
að vísu gustað eitthvað um Sjöfn
þessa eftir að hún var ráðin að
undirlagi fyrrverandi ráðherra og
þó einkum fyrir tilstilli borgar-
stjóra, sem er í sérstöku vinfengi
við Sjöfn eftir að hún var borgar-
fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á sín-
um tíma og eyðilagöi samstarf
vinstri flokkanna, íhaldinu til
ómældrar gleði.
Nú væri það sosum í lagi að ráð-
herra ræki eitt stykki skólastjóra
ef þessi sami skólastjóri væri
venjulegur skólastjóri sem öllum
flokkum væri sama um. En Sjöfn
er enginn venjulegur skólastjóri og
ekkert venjulegt fómardýr. Hún er
krati í vöggugjöf og sérlegur banda-
maður Jóns Baldvins - löggiltur
flokkseigandi og einn af örfáum
kjósendum landsins sem kemur til
með að kjósa Alþýðuflokkinn fram
í andlátið. Alþýðuflokkurinn lítur
á uppsögn hennar sem storkun við
veldi sitt, enda er Jón Baldvin fljót-
ur að taka upp hanskann fyrir
Sjöfn og segir aðfarir Svavars Htil-
mannlegar og hefur í hótunum.
Stríðsyfirlýsingu Jóns Baldvins
skilur Svavar eins og hann á að
skilja hana og segir hana lýsa litlu
jafnvægi hjá flokksformanninum
og hyggur á hefndir. Má því búast
við að klögumálin gangi á víxl og
aldrei að vita nema Jón Baldvin
leiti uppi einhvem allaballa í kerf-
inu sem fær að fjúka í staðinn fyrir
Sjöfn. Ef Jón Baldvin er kominn
úr jafnvægi er eins gott að hann
komi Svavari úr jafnvægi svo þaö
verði jafnvægi í ójafnvæginu. Þeir
verða báðir ráðherramir að kom-
ast í ham, svo það verði almenni-
lega gaman að þessu rifrildi þegar
fram í sækir.
Hvort Sjöfn er góður eöa slæmur
skólastjóri kemur þessu máli ekk-
ert viö. Hvort hún hefur verið rek-
in með réttu eða röngu er ekki leng-