Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989. 25 LífsstOI Dreifingarstöð fyrir kjúklinga: Á eftrr að yalda greininni stórskaða - segir sjáffstæður kjúklingabóndi „Viö vorum beittir gífurlegum og mér liggur viö aö segja ólýðræðisleg- um þrýstingi til þess aö ganga til liðs viö dreifmgarstöð á kjúklingum,“ sagði Ásgeir Eiríksson, kjúklinga- bóndi á Klettum, í samtali viö DV. Ásgeir rekur kjúklingasláturhús viö Árnes í Gnúpverjahreppi ásamt fleiri kjúkhngabændum austaníjalls og eru afurðir þeirra seldar undir nöfn- unum, Klettakjúkhngar og Sól- skinskjúklingar. „Viö sáum hreint enga ástæðu th þess að taka þátt í dreifmgarstöð- inni„ sagði Ásgeir, „við erum sjálfum okkur nógir á ahan hátt og höfum gott samband við okkar kaupendur og sáum okkur engan hag í að breyta því. Það er mjög mikilvægt í þessum efnum að leiðin frá framleiðanda til neytanda sé sem ahra styst. Við störfum sjálfir að markaðs- setningu og dreifingu Klettakjúkl- inga og Sólskinskjúklinga og ætlum ekki aö hætta því. Aðeins með þessu móti tekst okkur að uppfylla þarfir neytandans. Það hlýtur að vera best fyrir bæði okkur framleiðendur og neytendur að framleiða einungis þar sem neytandinn vill. Skref í átt til hefðbundins iandbúnaðar Ég held að þessi dreifmgarstöð eigi alls ekki eftir að virka eins og eigend- ur hennar hafa reiknað út, því mið- ur. Þetta er skref í átt til hefðbundins landbúnaðar og ég er hræddur um að þetta eigi eftir að valda greininni í heild stórskaða þegar til lengri tíma er htið. Ásgeir sagði að offramleiðsla á kjúkhngum hefði stefnt greininni í voða þegar kvóti var settur á fyrir nokkrum árum. „En maður sér það í dag að það var ákvörðun sem aldrei skyldi verið hafa því það varð okkur ekki th góðs,“ sagði Ásgeir sem í dag annar ekki eftirspum og fuhyrðir að síðan dreifmgarstöð kjúklingabænda tók til starfa hafi eftirspurn til hans auk- ist því svo virðist sem margir vhji hreinlega ekki versla við dreifmgar- stöðina. Hagsmunir neytenda og fram- leiðenda fara saman Ásgeir gagnrýndi Neytendasmtök- in nokkuð fyrir það sem hann kallaði skort á faglegum vinnubrögðum. „Við erum öll neytendur og það er íjóst að framleiðendur og neytendur eiga samleið. Neytendasamtökin em samtök okkar framleiðenda ekki síð- ur en neytenda,“ sagði hann. „Það má segja að við séum ánægð- ir með að hafa ekki tekið þátt í þess- ari dreifmgarstöð kjúklingabænda. Þetta er að mínu viti rangt skref sem þarna hefur verið stigið, miðað við hvernig hefur verið haldið á málum. Við erum sjálfum okkur nógir og ætlum að halda áfram aö vera það,“ sagði Ásgeir Eiríksson að lokum. -Pá Kjötfars Salan minnkaði um helming - er enn í lægð „Salan hrapaöi um að minnsta kosti helming fyrstu vikuna eftir að niðurstöður könnunarinnar voru birtar. Síðan hefur þetta verið að lagast en á langt í land með að ná fyrra magni,“ sagði Jón Magn- ússon, söiustjóri hjá afurðadehd Sambandsins, í samtali við DV um áhrif könnunar Neytendasamtak- anna á gerlainnihaldi í kjötfarsi og hakki sem birt var um miöjan mars. „Ég er vanur að selja 5 kíló á dag fyrstu þrjá daga vikunnar en í vik- unni á eftir var salan tæpt eitt khó á dag. Ég get ekki séð að það hafi mikið lagast enn,“ sagði Gmmar Ingvarsson, kaupmaður í Kiötbúð vesturbæjar á Bræðraborgarstíg, x samtali við DV. Valur Blomsterberg, sölustjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði að miðað við lxálfs raánaðar tíraabh áður en könnunin birtist og hálfan mánuð, sem hðinn er síðan, kæmi í ljós að sala á frosnu kiötfarsi hefði haldist óbreytt en sala á fersku farsi hefði minnkað um helraing. Hann taldi ekki hægt að byggja á þessum niðmstöðum þar sem páskahelgin væri hluti timans sem liðinn síðan og þá drægi ávallt úr söluáfarsi. -Pá Yflrlýsing: Fordæma vinnubrögðin Félag íslenskra kjötiðnaöarmanna fordæmir vinnubrögð Neytendasam- takanna. Félag íslenskra kjötiðnað- armanna áhtur að Neytendasamtök- in hafi unniö iha að sýnatöku á kjöt- farsi og nautahakki. Th þess að hægt sé að finna orsök á mengunarvaldi í fyrrnefndum tegundum, sem og öh- um kjötvörum, verður að taka sýni af ahri meðferð hráefnis frá slátur- húsi th neytendaumbúða. Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna kemur ekki auga á thgang fyrr- nefndrar sýnatöku nema th þess eins að gera þær stéttir sem viökoma matvælum og vinna við matvæh, tor- trygghegar. Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna álítur að Neytendasamtökin séu á rangri braut með svo ófagmannleg- um vinnubrögðum og þau geri sér ekki grein fyrir tilgangi rannsókna í matvælaiðnaði og getum við ekki séð að Neytendasamtökin geti verið hreykin af slíkum vinnubrögðum á 50 ára afmæh sínu. Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna áhtur að forsvarsmenn Neytenda- samtakanna verði að gera greinar- mun á faglegum vinnubrögðum með tilgang og svo aftur á vinnubrögðum eins og æsifréttamennsku og athygl- isþörf. Afurðir sjálfstæðra kjúklingabænda fyrir austan fjall eru seldar undir vöru- merkjunum Klettakjúkiingar og Sólskinskjúklingar. DV-mynd GVA Hagsmunaaðilar að verja sig - vísa gagnrýni á bug, segir Jóhannes Gunnarsson „Ég vísa þessu algjörleega á bug. Við sýnatökuna voru viðhöfð ná- kvæmlega sömu vinnubrögð og venja er þegar hehbrigðisfuhtrúar hta eftir þessum hlutum,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, í samtah við DV um þá gagnrýni sem samtök hags- munaaðila í matvælaiðnaði hafa sett fram á könnun samtakanna á kjöt- farsi og kjöthakki. „Ég skh ekki tal manna um lögghta og ólöggilta sýnatökumenn," sagði Jóhannes, „það var fariö í einu og öhu eftir þeim ráðleggingum sem starfsmaður Hollustuverndar ríkis- ins lét í tér Mér finnst að hagsmunaðaðilar ættu frekar að snúa sér að því að bæta þau vandamál sem niðurstöður könnunarinnar sýna að eru fyrir hendi, frekar en að vekja efasemdir um gildi hennar. Þá væru þeir menn að meiri,“ sagði Jóhannes. Hann vildi og benda á að niðurstöður þess- arar könnunar væru samhljóða fyrri könnunum sem gerðar hefðu verið og bentu ótvírætt til þess að mörgu Jóhannes Gunnarsson vísar gagn- rýni á könnun Neytendasamtakanna algjörlega á bug. væri ábótavant varðandi hreinlæti og eftirht í matvælaiðnaði. -Pá Leiga á bankahólfum: Hækkarum 150-300% á milli ára Leiga á bankahólfum í Búnaðar- un þessi hefði verið ákveðin vegna bankanumn hækkaði í bytjum þess aö leiga fyrir hólfin hefði ekki mars um 150-300% eftir stærð. hækkað um nokkurra ára skeiö. Leiganerinnheimteinusiimiáári „Við erum með þessi mál öh í og er nú kr. 1.000 fyrir minnstu rannsókn en ég get ekki sagt á hólfin, kr. 2.000 fyrir mhlistærð og þessu stigi hvort einhver athuga- kr. 4.000 fyrir stærstu hólfin. 9emd verður gerð viö þessar hækk- Leigan var áður kr. 400 fyrir anir,“ sagði Guðmundur Sigurðs- minnstu hólfin, kr. 650 fyrir milli- son, starfsmaður Verðlagsstofnun- stærð og kr. 1.000 fyrir stærstu ar, í samtali við DV, en hækkanir hólfin. á þjónustu bankanna heyra undir Hjá hagdeild Búnaðarbankans Verðlagsstofhun. fengust þær upplýsingar að hækk- -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.