Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Spumingin
Ertu ánægð(ur) með nið-
urstöðu biskupskjörs?
Sveinjón Jóhannesson húsasmiður:
Já, ég er mjög ánægður niðurstöð-
una. Séra Ólafur er toppmaður.
Margrét Eyjólfsdóttir húsmóðir:
Séra Ólafur er presturinn minn og
ég vil helst ekki missa hanm En ég
er mjög ánægð með niðurstöðuna.
Þorsteinn Kristinsson endurskoð-
andi: Já, alveg eins.
Sigurrós Grétarsdóttir nemi: Já, mér
finnst hún allt í lagi.
Knstín Valdimarsdóttir nemi: Ég
fylgdist ekki með biskupskjöri.
Fríður Garðarsdóttir húsmóðir: Já,
ég er mjög ánægð með þessa niður-
stöðu.
Lesendur
Af veðri,
ófærð og
snjómokstri
Svava Guðmundsdóttir, Görðum,
skrifar:
Nýlega var reglum um snjómokst-
ur breytt á Vesturlandi þannig aö
nú á að moka 5 daga vikunnar norð-
anvert Snæfellsnesiö en 3 daga vik-
unnar á Mýrunum. Þetta er lofsvert
miðað við tveggja daga regluna sem
áður gilti. En hvers eigum við íbúar
í 4 hreppum á sunnanverðu nesinu
að gjalda?
Tveir af þessum hreppum hafa
læknis- og heilbrigðisþjónustu í Ól-
afsvík en sú þjónusta hefur vægast
sagt veriö bágborin seinni hluta
þessa vetrar því að svo undarlega
vill til að aukinn mokstur á norðan-
verðu nesinu virðist þýða minni
mokstur sunnanfjalls og Fróðárheiði
hefur ekki verið opnuð í háa herrans
tiö og óvíst hvenær hún verður rudd
(þegar þetta er skrifaö).
Eftir alla þá ótíö og ófærð sem yfir
hefur dunið í vetur hef ég aðeins einu
sinni heyrt í útvarpi fréttir héðan af
færð, þ.e.a.s. af sunnanverðu Snæ-
fellsnesi. Annars er það látið hggja
piilli hluta og þykir okkur heldur
súrt í brotið að vera tahn annars- eða
þriðjaflokks fólk hvað þetta varðar.
Þó tók steininn úr núna á skírdag
en þá ætluðu hópar fólks frá Ferðafé-
lagi íslands og Utivist í Staöarsveit-
ina og átti aö ganga á jökulinn, ferð-
ast eitthvað um nesið o.þ.h. Þarna
voru á ferðinni eittlivað á annað
hundrað manns í þremur rútum.
Lagt var af stað snemma morguns frá
Reykjavík og ef allir vegir hefðu ver-
ið færir hefði eðlilegur komutími
hingað verið á hádegi.
Þessar fesðir höfðu verið auglýstar
rækilega en auk þess hafði ég hringt
í vegaverkstjóra og ítrekað að þessu
fólki yrði hjálpað þá 50-60 km sem
eru hingað frá Heydalsveginum.
Maður var alltaf aö heyra i útvarpi
af svo og svo mörgum bílum sem
snjóruðningstæki voru að fylgja á
hinum og þessum stöðum á landinu.
Lítið gagn er hins vegar í því að að-
stoða fólk (sem ætlar hingað vestur)
Fróðárheiði í vetrarham.
yfir Mýrarnar og láta það svo lönd
og leið!
Raunin varö hins vegar sú að þetta
fólk barðist áfram í ófærðinni allt að
Vegamótum. Þar gafst það upp og
sneri við að Laugagerðisskóla í
versta veðri og tók það 4 eða 5 tíma
að komast um 25 km leið í skólann.
Þetta var álíka langt og fólkið átti
eftir á áfangastað en þar var veðrið
orðið miklu betra og allt hafði verið
undirbúið til að taka á móti því. En
hingað komst það aldrei.
Þegár þetta er skrifað er allra besta
veöur sem komið hefur lengi og jök-
ullinn skartar sínu fegursta. Eg er
viss um að það hefði orðið fólkinu
ógleymanleg sjón og reynsla að
ganga á jökulinn þennan dag.
Þegar við dreifbýhngarnir erum að
kvarta viö yfirmenn Vegagerðarinn-
ar fáum við iðulega svör eins og: „Þið
eruð nú svo fá þarna.“ Eöa: „Þið get-
ið sjálfum ykkur um kennt, þið veljið
það að búa þarna.“ Og jafnvel: „Þetta
er bara buh, þaö er enginn snjór hjá
ykkur." O.s.frv.
Það skal tekið fram að nóg er til
af snjóruðningstækjum í sveitinni,
svo sem ýtur, hjólaskófla, bhl með
blásturstönn o.fl. sem ekki virðist
vera hægt að nýta sem skyldi. Það
er bæði ósanngjarnt og óþolandi og
getur verið beinlínis hættulegt ef
samskiptaörðugleikar verkstjóra við
eigendur tækjanna bitna á saklaus-
um ferðamönnum og fólki í heilum
byggðarlögum, fólk sem hefur það
eitt til saka unnið að þrjóskast gegn
því að flytja á mölina.
Þar sem Kristnihald undir Jökli
hefur nú verið tekið fyrir sérstaklega
í íjölmiðlum hvernig væri þá að
senda einhvem „UMBA“ til að at-
huga þessi mál nánar?
Mýkra sótavatn
á markaðinn
Tíbetbúar hrópa slagorð fyrir sjálfstæði landsins eftir að Kínverjar settu
herlög í höfuðborginni, Lhasa, í síðasta mánuði.
Málstaöurinn og misréttiö:
Týndist Tíbet?
Björn hringdi:
Ég hef rekist á tvö eða fleiri les-
endabréf í dálkum ykkar um sóta-
vatn sem framleitt er hér á landi og
þar á meðal frá einhveijum sem
kvartaði yfir því að ekki væri hér á
markaðinum „mýkra“ sótavatn en
þaö sem framleitt er hjá Ölgeröinni.
Ég er sammála því að hér hljóti að
vera markaður fyrir mýkra eða mhd-
ara sótavatn eða léttkolsýrt „miner-
al“vatn. Ég veit um marga sem hafa
einmitt kvartað yfir því að fá hvergi
léttara sótavatn en nú býðst og er ég
einnig í þeim hópi. í svari frá Ólgerð
Egils Skahagrímssonar kom fram,
ef ég man rétt, að ekkert væri því til
fyrirstöðu tæknilega að hefja fram-
leiðslu á léttu „mineral“vatni. Ég
skora því á það ágæta fyrirtæki eða
önnur sem eru á gosdrykkjamarkað-
inum að hefiast handa um fram-
leiðslu á því. Það munu margir
kunna aö meta.
Úr því ég er farin að tala um þetta
mál minnist ég þess líka að einhver
var að skrifa um að ekki ætti að
breyta til frá þeirri tegund sem nú
er framleidd, sótavatnið ætti einmitt
aö vera svona „hart“ eins og það er.
Þessu eru ekki ahir sammála og langt
frá því.
Hér var eitt sinn hafin framleiðsla
á svoköhuöu „óblönduöu ölkeldu-
vatni“ en ekki veit ég hvernig sú
framleiðsla var því að ég var ekki svo
heppin aö geta prófað hana. Hér var
einnig á markaðinum ágætis „miner-
Rósa skrifar:
Ég hef lengi ætlað mér að skrifa
og læt loks verða af því. - Ástæðan
er sú að þáttur sá sem ég vil einna
síst missa af í sjónvarpi, „Austurbæ-
ingar" er sýndur á svo óheppilegum
tíma eða kl. 18.30 á fóstudögum.
Þegar maður er með börn og þarf
„Eitt sinn var hafin framleiðsla á
svokölluðu „óblönduðu ölkeldu-
vatni". í myndasafni DV mátti finna
mynd af þeirri framleiðslu.
al“vatn frá Perrier en það fæst ekki
lengur, að ég held. Best væri aö eiga
kost á svona ölkelduvatni eða léttu
sótavatni frá íslenskum framleið-
anda úr því að hægt er að framleiða
það. Vonandi kemur það á markað-
inn sem fyrst. Nóg er fyrir af hinum
dísætu drykkjum - einnig ósætum
sem engan veginn er þó hægt að líkja
við létt kolsýrt „mineral“vatn.
að hugsa um matseld er þetta alveg
ómögulegur tími.
Þess vegna langar mig tiLað mæl-
ast til þess við þá sem stjórna dag-
skrá Sjónvarps að þeir færi þáttinn
aftar í dagskrána. - Og endhega hald-
iö áfram með þessa þætti, þeir eru
alveg frábærir.
L.S. skrifar:
Það hefur ekki vantað hér hags-
munahópana. Ekki bara hópa sem
beijast fyrir heimatilbúnum hags-
munum, hagsmunum stétta og mál-
efna, heldur líka fyrir hagsmunum
fólks í öðrum löndum. Oft er þessi
barátta tilfinningamál mikið og
menn berja sér á brjóst og reyta hár
sitt, rétt eins og maður las um í bibl-
íusögunum í gamla daga.
Þessi umhyggja hefur einnig náð
eyrum stjómmálamanna sem hafa
tekið hana meö sér inn íþingsali og
farið mikinn í málflutningi. Ég minn-
ist t.d. endurtekinna umræðna á Al-
þingi íslendinga um misrétti það sem
hvítir menn eru sagðir beita svarta
í Suöur-Afríku. Ég minnist þing-
mannsins sem stóð í pontu með „Del
Monte“ dósina frá Suður-Afríku og
sagði að svona lagað þyrfti að stöðva
þegar í stað. íslendingar mættu alls
ekki kaupa vörur frá Suður-Afríku.
Og þingheimur játti samstundis og
samþykkti innflutningsbann á vörur
frá hvítum og svörtum syðst í Afríku.
Þeir athuguðu ekki að með því vom
þeir að skerða afkomumöguleika
hinna svörtu í Suöur-Afríku. En það
gerði ekkert til! Og nú eru vinstri
menn og friðarsinnar um allan heim
að krefiast innflutningsbanns frá ís-
landi vegna vondu hvítu mannanna
hér sem veiöa hvalinn. Og enginn
fær gert við því.
í Tíbet fer fram mikh og tilfinn-
ingarík sjálfstæðisbarátta lands-
manna fyrir sjálfstæði sínu. Kín-
verjar (og þeir eru ekki hvítir vondir
menn) vilja ekki sleppa Tíbet frekar
en Danir forðum daga íslandi. Hver
stendur upp á Alþingi íslendinga og
krefst umræðna um málið? Ekki einn
einasti þingmaöur, ekki einu sinni
„Del Monte“ maðurinn sem nú er
orðinn ráðherra. Misréttið er mátt-
ugt en „málsvari" hinna minni mátt-
ar mætir ekki alltaf í ræðustól á Al-
þingi íslendinga.
Betri tíma fyrir
„Austurbæinga“