Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
11
Utlönd
Lisbet Palme ásamt syni sínum, Mathias, og Sten Andersson, utanrikisráðherra Svíþjóðar, við útför Olofs
Palme. Sterkasta sönnunargagnið gegn þeim situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um morðið á Palme, þykir
vera að Lisbet skuli hafa borið kennsl á hann.
Búist við ákæru
í Palmemálinu
Eftir nokkra daga kemur tilkynn-
ing frá sænskum saksóknurum um
hvort þeir álíti aö þeir hafi sönnun
fyrir því aö maöur sá, sem situr í
gæsluvarðhaldi grunaður um
morðið á Olof Palme, fyrrum for-
sætisráðherra Svíþjóðar, sé hinn
seki.
Þeir sem stjórna rannsókninni
eru þeirrar skoðunar að grunsemd-
irnar gegn gæsluvarðhaldsfangan-
um séu svo sterkar að leggja eigi
fram ákæru. En lögfræðingur
mannsins er ekki jafnviss um hvað
saksóknaramir muni gera.
Fyrir næstkomandi fimmtudag
verða þeir að ákveða sig hvort
leggja skuii fram kæru á hendur
hinum handtekna eða hvort láta
eigi hann lausan. Saksóknaramir
hafa sagt að þeir séu reiðubúnir að
taka ákvörðun í máhnu ef ekki
komi fram nýjar, alvarlegar upp-
lýsingar sem rannsaka þarf fyrir
fimmtudaginn.
Hinn grunaði var gripinn heima
hjá sér þann 14. desember síðastlið-
inn og hefur hann yerið í gæslu-
varöhaldi síðan. Á fimmtudag
rennur gæsluvarðhaldið út í fjórða
sinn.
Erfið ákvörðun
Ákvörðun saksóknaranna verð-
ur ekki auðveld. Nokkrir heimild-
armenn innan lögreglunnar hafa
tjáð TT-fréttastofunni að ekki sé
víst að sönnunargögn þau sem
liggja fyrir nægi til að sakfella.
Jafnframt er þó talið að þrátt fyrir
aUt muni saksóknaramir leggja
fram ákæm. Slík ákvörðun myndi
að minnsta kosti gera rannsóknar-
nefndina ánægða sem viil fá grun-
semdimar prófaöar af dómstól.
Allir þeir sem hafa með málið að
gera munu hittast um miðja vikuna
til þess að ræða niðurstöður rann-
sóknarinnar og þau sönnunargögn
sem fyrir liggja.
Vitnisburður
Sterkasta sönnunargagnið gegn
hinum gmnaða er að Lisbet Palme,
ekkja Olofs Palme, hefur borið
kennsl á hann. Hún segist vera viss
um að hún hafi, við þrjú tilfelli, séð
hinn grunaða morðkvöldið.
Það er ýmislegt sem talar gegn
hinum gmnaða. Það em hins vegar
engar tæknilegar sannanir sem
binda manninn við morðið. Fyrst
og fremst er það vitnisburður
ýmissa aðiia sem þykir benda til
að hann sé morðingi Olofs Palme.
Lögreglan telur það fulisannað
að hann hafi verið fyrir utan Grand
kvikmyndahúsið á Sveavágen þeg-
ar Palmehjónin voru þar kvöldið
sem moröið var framið. Það er í
sjálfu sér engin sönnun fyrir þvi
að hann hafi myrt Palme en sýnir
samt að hann hafi verið nálægt for-
sætisráðherranum umrætt kvöld.
Vitni segist einnig hafa séð mann-
inn ganga á eftir Palmehjónunum
á Sveavágen eftir að bíósýningunni
lauk.
Helsta veikleikamerki rannsókn-
arinnar er að ekkert morövopn
hefur fundist. Þær byssur sem lög-
reglan hefur lagt hald á og rann-
sakaðar hafa verið af sérfræðing-
um í Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi
hafa ekki verið notaðar við morðið.
-TT
BLAÐ
BURÐARFÓLK
Laugarásveg Eiriksgötu
Sunnuveg Barónsstíg 43 — út
Grettisgötu Laugaveg 2-120
Frakkastíg 10 - út Sléttar tölur
Háaleitisbraut 11-54 Leifsgötu
Egilsgötu
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
SIMI 27022
SPREN6IP0TTUR
- næsta laugardag.
, (%
HVERVANN?
1 J87.121 kr.
Vinningsröðin l.apríl:
111 -121 -111 -11X
12 réttir = 1.111.713 kr.
18 voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 61.761 -
11 réttir = 476.408 kr.
301 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 1.582-.
Tilhamingju!
-ekkibaraheppni
Nú eru liöin rúm þrjú ár siðan Olof Palme var veginn á götu i Stokk-
hólmi. Enn hefur enginn verið ákærður fyrir morðið á honum.
VOLKSWAGEN
SKUTJBÍUL.
1989
M. AFLSTÝRl
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
H HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
VERÐFRÁKR.
1.298.000