Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Andlát
Guðríður Vigfúsdóttir, Mundakoti,
Eyrarbakka, andaðist laugardaginn
1. apríl.
Helga Proppé er látin.
Sigurlaug Magnúsdóttir andaðist i
Borgarspítalanum 1. apríl.
Ásgerður Andrésdóttir, Bugðulæk 2,
Reykjavík, lést í Landakotsspítala
laugardaginn 1. apríl.
Systir Felicia andaðist á St. Jósefssp-
ítaíanum, Hafnarfirði mánudaginn
3. apríl.
Guðjón Sigurðsson frá Stekk, Gnoð-
arvogi 40, lést laugardaginn 1. apríl.
Valdís Þorgrímsdóttir, til heimilis á
Kleppsvegi 18, lést í Landspítalanum
sunnudaginn 2. apríl.
Daníel Stefánsson múrari, Reykja-
hlíð 14, Reykjavík, lést 1. apríl.
Jarðaxfarir
Ragnar Scheving Jónsson bifvéla-
virki, Elliheimilinu Grund, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 4. apríl, kl. 15.
Sigurður Magnússon fyrrverandi
blaðafulltrúi, Eskihlíð 23, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni miö-
vikudáginn 5. apríl kl. 15.
Snæbjörg Sigríður Aðalmundardótt-
ir, Aðalstræti 76, Akureyri, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag
kl. 13.30.
Agnar Þórir Eliasson verður jarð-
sunginn frá Langholtskirkju í dag,
4. apríl, kl. 15.
Minningarathöfn um Stefaníu Þor-
valdsdóttur, Fossgerði, Berunes-
hreppi, verður í Kópavogskirkju
miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30.
Jarðsungið verður frá Berunes-
kirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.
Sigurvin Einarsson, fyrrverandi al-
þingismaður, verður jarösunginn frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 5.
apríl kl. 13.30.
Jón Áskelsson frá Hrísey, Hraunstíg
5, Hafnarfirði, verður jarösunginn
frá Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudag-
inn 5. apríl kl. 13.30.
Sigurbjörn Sveinsson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 5. apríl kl. 13.30.
Minningarathöfn um Huldu Árdísi
Stefánsdóttur, fyrrverandi skóla-
stjóra, fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl nk.
og hefst kl. 13.30. Útfór hennar verð-
ur gerð frá Þingeyrarkirkju laugar-
daginn 8. apríi og hefst kl. 14.
Fundir
JC Nes
heldur 8. félagsfund starfsársins, sem
jafnframt er kjörfundur, í dag, þriðjudag
4. apríl, kl. 20.30 að Laugavegi 178, 3.
hæð. Félagar eru hvattir til að mæta og
sýna samstöðu með viðtakandi stjóm.
Kvenfélag Seljasóknar
heldur fund í kvöld, 4. apríl, í Kirkjumið-
stöðinni kl. 20.30 fyrir félagskonur og
gesti þeirra. Gestur fundarins verður
Jóna Ingibj örg Jónsdóttir kynfræðingur.
Spilakvöld
SÍBS-deildimar í Reykjavík og Hafnar-
firði og samtök gegn astma og ofnæmi
halda spilakvöld í Múlabæ, Ármúla 34, í
kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Spilaverðlaun
og allir velkomnir.
Tónleikar
Orgeltónleikar í
Dómkirkjunni
í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 mun
organleikarinn Miklos Székely frá Búda-
pest leika á orgel Dómkirkjunnar í
Reykjavík. Á efnisskrá verða verk eftir
Bach, Kodaly, Bartok, Liszt, Boelman og
Hidas.
Einsöngstónleikar
Esther Helga Guðmundsdóttir sópran-
söngkona og David Knowles píanóleikari
halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði,
í kvöld, 4. apríl, kl. 20.30. Meðal höfunda
á efnisskrá em: Grieg, Sibelius, Bem-
stein, Puccini, Verdi. Esther Helga Guð-
mundsdóttir lauk prófi frá Söngskólan-
um í Reykjavík árið 1983. Sl. 4 ár hefur
hún stundað nám í söng og tónlistarfræð-
um við háskólann í Indiana í Bandaríkj-
unum og lauk þaðan prófi í lok sl. árs.
Einnig söng Esther við óperuna þar.
David Knowles lauk prófi í píanóundir-
leik frá Royal Northem College of Music
í Manchester, Englandi árið 1980. Hann
starfar nú sem undirleikari við söngdeild
Tónlistarskóla Garðabæjar og Söngskól-
ann í Reykjavík.
Tónleikar í íslensku
óperunni
Guðbjöm Guðbjömsson tenórsöngvari
og Jónas Ingimundarson píanóleikari
halda tónleika á vegum Styrktarfélags
íslensku óperunnar í kvöld. Þetta verða
„debut" tónleikar Guðbjöms hér á landi.
Tónleikarnir verða í íslensku óperunni
og hefjast kl. 20.30.
t
Maðurinn minn,
Stefán Ögmundsson prentari,
er látinn
Elín Guðmundsdóttir
Kennarar óskast - fríðindi í boði
Nú eru hafnar hinar árlegu auglýs-
ingar um kennarastöður. Mörg
undanfarin ár hafa skólastjórar á
landsbyggðinni mátt auglýsa frá
því í mars og langt fram á haust
eftir kennurum án þess að þaö
bæri árangur. Samhliða hefð-
bundnum auglýsingum mennta-
málaráðuneytisins hafa sveitar-
stjómir auglýst í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi fyrir tugi og stundum
hundruð þúsunda hver skóli.
Stundum skila auglýsingamar ár-
angri og kennarar fást til starfa en
með því er þó ekki öll sagan sögð.
í vaxandi mæli hefur verið opinn
„markaður", þar sem boðið er í
kennara með ýmsum fríðindum og
það er ekki vinnuveitandinn sjálf-
ur, íslenska ríkið, sem býður held-
ur hafa sveitarfélögin lagt á þessa
braut til þess aö freista þess að laða
til sín kennara. Meðal þess sem
boðið er em flutningsstyrkir, nið-
urgreidd húsaleiga, launauppbót,
bamagæsla og fleira. Til eru þau
sveitarfélög sem ekki treysta sér til
þess að taka þátt í þessu kapp-
hlaupi vegna slæmrar íjárhags-
stöðu og eru þá sniðgengin fyrir
bragðið, nema þau séu svo heppin
að eiga gróna borgara sem em
kennarar og halda tryggð við stað-
inn.
Kennarar - leiðbeinendur
Hvemig er svo staðan í kennara-
málum á landsbyggðinni? Hlutfall
kennara með starfsréttindi er frá
um 80% þeirra sem starfa við
kennslu á Suðurlandi, þar sem
ástandið er hvaö best, niður í um
50% á Vestfjöröum, þar sem það
hefur að jafnaði verið verst. Á
Austfjörðum og Norðurlandi
vestra hefur einnig vantað vem-
lega upp á að kennarar fengjust til
starfa. Það dylst engum, sem fær
þessar upplýsingar, að hér er um
alvarlegt ófremdarástand aö ræða,
svo alvarlegt að stjómvöld geta
ekki hundsað þaö lengur sé stefna
þeirra sú að halda landinu í byggð
eins og látiö er í veöri vaka. Til
þess að fólk geti áfram dvalist og
starfað á íslandi annars staðar en
við Faxaflóa verður aö tryggja lág-
marksþjónustu, einkum í menntun
bama og unglinga svo og heilsu-
gæslu, en þar hefur heilmikið
áunnist. Snúum okkur aftur að
„réttindalausum kennurum“ sem
nú hafa starfsheitið „leiðbeinend-
ur“.
Menntun leiðbeinenda
Ef litið er á samanburð, gerðan á
árinu 1986-87 og tekin tvö fræðslu-
umdæmi, Reykjavík annars vegar
KjaUariim
Pétur Bjarnason
fræðslustjóri í
Vestfjarðaumdæmi
mín svo að ég sé að vega að því
fólki sem hefur hlaupið undir
bagga og sinnt kennslustörfum hér.
Sá er ekki tilgangur þessara skrifa
enda hafa margir skólast í störfum
sínum, lært af starfsfélögum sín-
um, sótt námskeið þau sem eru
þeim opin, það em þau alls ekki
öll, og rækt störf sín af alúð og sam-
viskusemi.
Hins vegar hlýtur það að vera
okkur vaxandi áhyggjuefni ef böm-
in okkar fara langleiðina í gegnum
grunnskóla án þess að njóta hand-
leiðslu kennara sem hlotið hafa
sérhæflngu í þessu vandasama
starfi. Þetta ástand hefur nú varaö
svo lengi, án þess að verulegar til-
raunir hafi verið gerðar af hálfu
ríkisvaldsins til að bæta úr því, aö
ekki verður við unaö.
„Stundum skila auglýsingarnar ár- angri og kennarar fást til starfa en með 1
því er ekki ölll sagan sögð.“
1
og Vestfiröir hins vegar, þá eru Aðferðir Norðmanna
starfandi 9 kennarar í fóstu starfi Eg sá auglýsingu frá norskum
í Reykjavík án tilskilinna réttinda, menntamálayfirvöldum varðandi
en 58 á Vestfjörðum. kennaramál í Norður-Noregi þegar
í Reykjavík er menntun leiðbeinendanna sem hér segir:
Með háskólapróf 4eða 44,4% leiöbeinenda
Með stúdentspróf og hluta háskóla- náms 2eða 22,2% "
Með iðn- eða tæknifræöinám leða 11,2% "
Meðfóstumám 2eða 22,2% "
Samtals: 9eöa 100,0% leiðbeinenda
Á Vestfjörðum sama ár eru hliðstæðar tölur þessar:
Með háskólapróf 3eða 5,2% leiðbeinenda
Með stúdentspróf og hluta háskóla-5eöa 8,6%"
náms Með stúdentspróf 18eða 31,0%"
Með iðn- eða tæknifræöinám 2eða 3,5% "
Með fóstumám 3eða 5,2% "
Með lands- gagnfræðapr. eða húsmæðrask. 14 eða 24,1%"
Annað nám 13 eða 22,4% "
Samtals: 58eða 100,0% leiðbeinenda
Þessar tölur breytast lítillega frá
ári til árs en eru þó nokkuð dæmi-
gerðar fyrir þann mismun sem er
á leiðbeinendum á þeim svæðum
sem auðvelt hefur verið aö fá kenn-
ara til starfa og svo hinum sem búa
við stöðugan kennaraskort. Starfs-
heitið „leiðbenandi" er því síður
en svo leiðbeinandi fyrir mat á
menntun þess fólks sem starfar við
kennslu. Nú má enginn skilja orö
ég var þar á ferð ásamt 25 íslensk-
um kennurum á síðasta sumri. Ég
varð mér síðan úti um dreifibréf
ráðuneytisins varðandi þessi mál
til frekari upplýsinga. Auglýsingin
var á þessa leið, í lauslegri þýöingu:
Nú em aðstæður að vísu ekki þær
sömu hér á íslandi og í Norður-
Noregi, nema helst hvað snertir
kennaraskortinn. Má til upplýsing-
ar benda á það að vegalengdin frá
Kristanssand til nyrsta hluta Nor-
egs er svipuð og til Rómar. Auk
þess telja Norðmenn mikla nauð-
syn bera til að halda byggð þar
norður frá, m.a. vegna hernaðar-
sjónarmiða.
Þessar upplýsingar frá frændum
okkar Norðmönnum eru hins veg-
ar umhugsunarefni, einkum vegna
þess að þeir leggja ekki þær kvaðir
á sveitarfélögin að greiða þessar
uppbætur heldur er þar talið eðli-
legt að vinnuveitandinn, ríkið,
leggi fram sinn skerf til að skólarn-
ir geti starfað eðlilega.
Dreifð kennaramenntun
Þá má og nefna aðra leið sem
Norðmenn hafa farið, einnig í norð-
urhéruðunum, en það er dreifð
kennarmenntun (desentralisert al-
mennlæremddanning).
Þuríður Kristjánsdóttir, lektor
við KHI, hefur gert þessu mjög góð
skil í bæklingi sem hún samdi vo-
rið 1988 eftir kynnisferð til Noregs.
í mjög styttu máli er hér um að
ræöa kennaramenntun sem fer
fram á heimaslóðum kennaranem-
ans, krefst mikils heimanáms og
nemandinn sinnir kennslu í hluta-
starfi á meðan á náminu stendur.
í náminu fólst eftirfarandi:
1. Bréfaskóli með
heimaverkefnum.
2. Fréttablað sem kom út alls 12
sinnum.
3. Símtöl milli kennara og nem-
enda.
4. Heimsóknir frá Kennaraháskóla
1-2 á ári.
5. Námskeið, alls 8 vikur á ári í
þrjú ár.
6. Æfingakennsla og handleiðsla
samkennara.
7. Kennsla, helst ekki meira en
hálf staða.
Athygli vekur að til þessa náms
voru fremur valdir heimamenn en
aðfluttir og taldar meiri líkur á
festu í búsetu með þvi móti. Námi
þessu verða ekki gerð frekari skil
hérna, en bent er á fyrrgreindan
bækling Þuríðar sem fá má í KHI
til frekari fróðleiks.
Hvarð er til ráða?
Þetta er nú aö verða alllangt mál
enda ærin efni til lengri skrifa og
ítarlegri. Að lokum er rétt aö velta
fyrir sér til hvaða ráða er hægt að
grípa í þessum efnum. Þar kæmu
ýmsar leiöir til og skal hér bent á
þrjár þeirra:
1. Fara að fordæma Norðmanna,
líta yfir síðasta áratug eða svo
og hvemig menntun kennara
hefur verið háttað víðs vegar um
landið. Þær tölur eru allar fyrir-
liggjandi. Skipta síðan landinu
upp í áherslusvæði og bæta kjör
eða aðstöðu kennara mismun-
andi eftir búsetu. Ef einhver tel-
ur aö hér sé um fordæmisskap-
andi aðgerð að ræða skal bent á
það aö fordæmi þessa er þegar
að finna í Reglugerð um íbúðar-
húsnæði í eigu ríkisins nr.
104/1970, þar sem landinu er
skipt í bústaðasvæöi með gildis-
tölu frá 0,1 upp í 1,0. Hliðstæð
svæði mætti finna af tölum þeim
sem fyrr voru nefndar.
2. Efla Kennaraháskóla íslands og
gera honum kleift að efna til
■'dreifðrar kennaramenntunar á
svipaðan hátt og lýst var fyrr í
þessum pistli. Það réttindanám,
sem nú fer þar fram, er vissulega
skref í rétta átt en dugir hvergi
nærri til. Nám með fjarkennslu-
sniði verður stöðugt fýsilegra
með tilkomu nýrrar tækni og
öflugri miðla. Tölvusamskipti og
videotækni mætti nota í þessu
skyni meira en nú er gert. Innan
KHI er vilji fyrir þessu, en stofn-
unin býr við þröngan kost hvað
fjárhag snertir og því yrði að
ætla fjármuni til þessa verkefn-
is.
3. Stórbæta launa- og starfskjör
kennarastéttaiinnar í heild og
laða þannig til starfa alla þá fjöl-
mörgu kennara sem menntast
hafa til starfa en horfið að öðrum
verkefnum í þjóðfélaginu. Þaö
eru til nægilega margir kennar-
ar á íslandi til að manna allar
stöður við skólana.
Verðugt verkefni
Það mætti vafalaust velta fyrir
sér fleiri leiðum en ein er þó sýnu
vest: aö aðhafast ekkert til úrbóta.
Það er ábyrgðarhluti að loka aug-
unum öllu lengur fyrir þeim vanda
sem menntakerfið stendur frammi
fyrir og hér hefur verið tæpt á. Það
er ekki bara slagorð þegar stað-
hæft er að menntun sé undirstaða
velgengni þjóða. Jafnfrétti þegn-
anna verður hins vegar innantómt
slagorð ef það á ekki að ná til
grunnmenntunar barnanna okkar.
Byggðastefna er ekki nema orðin
tóm ef áfram verður haldið á þess-
ari braut.
Þeir flokkar, sem nú standa aö
ríkisstjórninni, kenna sig við fé-
lagshyggju. Hér er þeim bent á
verðugt verkefni til jöfnunar á lifs-
kjörum á íslandi, í þeirri von að
átaks sé að vænta í þessum málum.
Pétur Bjarnason