Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRlL 1989.
5
Fréttir
KBtflVAIlP iS# 4CV AMM MM
Dirgoir auKasi ann oy
verða 3000 tonn í haust
Samkvæmt upplýsingum, sem
fengust frá Búvörudeild Sam-
bandsins, stefnir í að birgöastaða
kindakjöts verði um 3000 tonn í
september. Það þýðir að hækka
veröur útflutningsbætur en sam-
kvæmt fjárlögum 1989 eiga þær að
vera 610 miUjónir króna.
Sú upphajö á að duga til að selja
2050 tonn af kindakjöö úr landi.
Nú er unnið að því aö reikna út
hjá Búvörudeildinni hvað þessi
aukna birgðastaða þýðir milda
hækkun á útflutningsbótum en
eins og kunnugt er hafa stjórnvöld
skuldbundið sig til að koma þessari
umframframleiðslu í verð.
Skilagjald til bænda er um 460
krónur á kíló en aðeins fást um 145
krónur á þehn markaði sem skilar
besta verði. Það er Finnlandsraark-
aður en þar fást um 32% af skila-
verði. Ef miðað er við að þessi aukm
útflutningur fari til Finnlands þart'
380 milljónir í auknar útflutnings-
bætur á árinu. Búast má þó við að
sú upphæð verði verulega hærri þar
eð hæpið er að Finnar geti tekið við
öllu þessu kjöti.
Þessi aukna birgðastaða er tölu-
vert áfall fyrir þá sem standa að
framkvæmd búvörusamninga. í
áætlun framkvæmdanefndar bú-
vörusamnings frá því 'í fyrra var
gert ráð fyrir því að birgöastaöa í
haust yrði um 1800 tonn. Nú telja
menn hins vegar víst aö þær verði
um 3000 tonn og hafa ekki orðið
meiri síðan 1983.
Þess má geta að síðasta haust
voru birgöir kindakjöts um 2400
tonn. Framleiðslan er rúmlega
12.500 tonn en innanlandsneysla er
um 8600 tonn og fer minnkandi.
I sölumálum iiafa spár fram-
kvæmdanefndar búvörusamnings ;
ekki staöist heldur þvi þar var gert
ráð fyrir að iimanlandsneyslan á
síðasta ári yröi um 9300 tonn en
hún varö um 8600 tonn.
40 krónur kílóið
á Japansmarkað
Skilaverð er eins og áður sagði
það verð sem bóndinn fær fyrir
kjötið. Það er um 460 krónur á kíló.
Það er það verö sem ríkið tryggir
honum.
Á þeim mörkuðum sem reynt
hefui' verið að flytja út á að undan-
fórnu hefur fengist mjög misjafnt
verö en þó hvergi nærri fyrir
kostnaðarverði. Því hefur íslenska
ríkið orðið að greiða verðið niður
Skilaverð á útfluttu kindakjöti
til bænda í %
IJapan
[] Svíþjóð
Fínnlend
Fullt skilaverð
20
40
60
80
100%
íöflunni sést hve mikið af skilaverði kindakjöts fæst með því að selja
það úr landi. Bóndinn fasr um 460 krónur fyrir kílóið og ábyrgist is-
lenska ríkið það verð. Hins vegar fást aðeins um 32% af því verði á
þeim mörkuðum sem skila okkur hæsta verði. Verðið dettur híns vegar
altt niður í 9% af skilaverði.
til erlendra neytenda.
Hæsta verðið er í Finnlandi en
þeir greiða um 32% af skilaverði.
Það gerir um 145 kr. köóið. Svipað
verð fæst í Sviþjóð en Færeyingar
greiða 29% af skilaverði. Norð-
menn greiða á milli 22 og 23% af
skilaveröi en lægsta verðið hefur
fengist í Japan. Þeir greiða aðeins
9% af skilaverði eða um 40 krónur
fyrir kílóið. Ekki verður reynt að
selja þangað t ár.
Þá má geta þess að reynt hefur
veriö að afla markaða í Bandarikj-
unum fyrir kindakjöt en þeir vilja
aðeins kaupa besta hluta skrokks-
ins, hrygginn. Þá þarf að vinna
hann sérstaklega þannig að óvíst
er að þaö skili nokkru umfram aðra
markaöi aö flytja þangað þótt þeir
væru ef til vill tilbúnir til að greiða
hærra Mlóverð.
Þá er rétt að geta þess að í öllum
þeim verötölum sem hér hefur ver-
ið getið er miðaö við fob-verð þann-
ig aö flutningskostnaður af kjötinu
er eftir. Hann verður íslenska ríkið
að greiða.
Tahð er að flutningskostnaður sé
um 9 krónur á hvert kfló þannig
að um 20 milljónir kostar að flytja
út þaö kjötmagn sem þegar hefur
veriö selt.
Söluhorfur í ár
Nú þegar hafa veriö seld 200 tonn
til Finnlands og 650 tonn til Sví-
þjóðar. Reiknað er raeð að 650 tonn
verði seld til Færeyja en þegar hafa
verið send þangað rúm 400 tonn.
Þá er búist við sölu upp á 200 tonn
aftur til Finnlands siðar á árinu.
Þá er gert ráð fyrir aö það takist
að selja 350 tonn til Noregs. Þetta
gerir samtals 2050 tonn sem er sú
sala sem gert var ráð fyrir við fjár-
lagagerð. Það virðist vera sprungið
nú. -SMJ
Heiðar Atlason sigurvegari í yngri flokknum.
DV-mynd Ægir
Fáskrúðsfjörður:
Enn einn skák-
sigur Heiðars
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði;
Páskaskákmót Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsfjarðar var
háð í verkalýðshúsinu um páskana.
Teflt var í tveimur flokkum eldri og
yngri skákmanna. í eldri flokknum
voru 5 umferðir en 9 í yngri flokkn-
um.
Sigurvegari í yngri flokki varð
Heiðar Atlason með 8 vinmnga af 9
mögulegum. í öðru sæti var Elís
Grétarsson með 7 v.og þriðji Hjörvar
Högnason meö 6,5 v.
Guðmundur Hallgrímsson sigraði
öllum á óvart í eldri flokknum. Hlaut
4 vinninga. í öðru sæti varð Ragnar
Sigurjónsson með 3,5 v. og þriðji
Hilmar Gunnþórsson með 2,5 v. eftir
spennandi keppni.
Keppt var um veglega bikara sem
VSF gaf. Heiðar Atlason þarf að sigra
á næsta páskamóti til að hijóta til
eignar stóran farandbikar en hann
hefur verið miög sigursæll á skák-
mótum VSF undanfarin ár.
Auknar birgðir kindakjöts:
Svartsýnisspá hjá
búvörudeildinni
- segir formaður Framkvæmdanefndar búvörusamnings
„Við erum að vonast til þess að
þetta sé svartsýnisspá hjá búvöru-
deildinni. Svo virðist sem innan-
landsneyslan sé að aukast á kinda-
kjöti þannig að birgöastaðan verður
vonandi svipuð og í fyrra eða um
2500 til 2600 tonn,“ sagði Guðmundur
Sigþórsson, skrifstofustjóri í land-
búnaðarráöuneytinu og formaður
Framkvæmdanefndar búvörusamn-
ings, þegar hann var spurður um
auknar birgðir kindakjöts í haust.
Guðmundur sagði að enn væri of
snemmt að spá fyrir um hver birgða-
staða kindakjöts yrði í haust. Hann
sagði að þó væri ljóst að hún yrði
meiri en gert var ráð fyrir í spá fram-
kvæmdanefndarinnar en samkvæmt
henni áttu kindakjötsbirgðir að vera
um 1800 tonn haustið 1989. Það staf-
aði af tvennu:
Annars vegar vegna þess aö niður-
skurður á stofninum hefði verið
hraðari en gert var ráð fyrir. Hins
vegna vegna þess að neyslan innan-
lands hefði verið töluvert minni en
gert var ráö fyrir.
Guðmundur sagði að mikið væri
búið að kaupa af framleiðslurétti
þannig að búast mætti við að fram-
leiðslan yrði minni á síðari hluta
þess tima sem búvörusamningurinn
gildir. -SMJ
I "" I ^ IBBII
i/ncnurvcc
LAREDO LIMITED
Opið laugardag
kl. 13-16.
FREMSTUR, EKKI BARA MEÐAL JAFNINGJA
Jeep
EIIMKAUMBOÐ
Á ÍSLAIXIDI
EGILL VILHJALMSSON HF.
Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202