Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989. Fréttir Ris og fall Kvennalistans: Kvennalistinn minnkar um helming á einu ári - fólk hallar sér aö því sem þaö þekkir, segir starfsmaður listans Fylgi Kvennalistans minnkaði í sjötta skipti í skoðanakönnun DV sem birt var fyrir helgi. Frá því í mars í fyrra hefur fylgi listans fall- ið úr 29,7 prósentum í 14,2 prósent. Það hefur því minnkað um meira en helming á einu ári. Fylgið minnkaði um helming í fyrstu könnunum DV eftir kosn- ingar reyndist fylgi Kvennalistans vera 12,3 prósent eða lítið eitt meira en í kosningunum. í könnun sem gerð var í janúar í fyrra stökk fylg- ið upp í 21,0 prósent. Tveimur mán- uðum síðar var fylgið síðan komið í 29,7 prósent og mældist Kvenna- listinn þá stærsti stjómmálaflokk- urinn. I næstu könnun á eftir tínd- ist þetta fylgi af Kvennalistanum en þó lítiö í hvert sinn. í nóvember var fylgið komið niður í 22,3 prósent. Þá voru bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn stærri en Kvennalistinn. í könnun DV í janúar minnkaði fylgið umtalsvert og féll niður í 15,4 prósent. í lok mars var það síðan komið niður í 14,2 prósent. „Fólk hallarsér að því sem það þekkir“ „Fólk er mjög uggandi núna. Fólk er hrætt við ástandið og þá er eðli- legt að það samþykki ekki eitthvað nýtt sem það þekkir ekki,“ sagði Ingibjörg Hafstað, starfsmaður Kvennalistans. „Fólk hallar sér að hugmynda- fræði sem það þekkir. Það veður ekki út í óvissu á óöruggum tíma. Ein skýringin á því mikla fylgi sem við fengum í fyrra var góðærið. Það var bjartsýni í þjóðfélaginu og ný rödd Kvennalistans höfðaöi til fólks. En á vonlitlum tímum er hæpið að fólk treysti sér til að fara út í eitthvað nýtt.“ „Einhvers konar fjölmiðlabann“ Önnur skýring sem Ingibjörg nefndi var takmarkaðri aðgangur kvennalistakvenna að fjölmiðlum. „Við höfum alltaf státað okkur af því að hafa náð til fólks þótt við höfum ekki málgagn. En það er oröið miklu erfiðara fyrir okkur að komast í fjölmiðla núna. Annað- hvort eigum við ekki jafnmikið upp á pallborðið hjá blaða- og frétta- mönnum eða að við höfum verið orðnar hættulegar og það hafi verið sett á okkur einhvers konar fjöl- miðlabann." „Sjálfstæðisflokkurinn fær óánægjufylgið“ - Telur þú að hluti af skýringunni kunni að liggja í því að þið höfnuð- uð þátttöku í þessari ríkisstjóm? „A tímabili fengum við mikið að heyra það að þetta hafi verið vit- laus ákvörðun. En ég held að það sé að snúast við. Nú heyrum við meira að þetta hafi veriö rétt. Þegar það kemur í Ijós hvað þessi ríkis- stjórn gerir og hvað hún gerir ekki þá sér fólk betur hvað við áttum við,“ sagði Ingibjörg. Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennahstans, nefndi líkar ástæð- ur og Ingibjörg. Hún sagði þing- konur KvennaUstans ekki örvænta þó fylgið reyndist nú 14,2 prósent. Það væri um 40 prósent meira fylgi en þær fengu í kosningunum. „Eg held að þetta sé raunverulegt fylgi. Einhver hluti af þeim mikla stuðningi sem við fengum í fyrra var sjálfsagt lausafylgi eða tilkomið vegna óánægju með aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú fá þetta fylgi til sín,“ sagði Kristín. -gse Akureyri: Snjómoksturinn aldrei Gylfi Kiájánsson, DV, Akureyii „Srtjómokstur á Akureyri hefur kostað um 12 milljónir króna fyrstu 3 mánuði ársins og hefúr að likind- um aldrei veriö dýrait „Þetta er langt yfir þvl sem við höfum átt að venjast og senniiega hefur aldrei kostað jafnmikiö að moka snjó af götum bæjarins fyrstu 3 mánuöi árs,“ sagði Guömundur Guðlaugsson hjá Akureyrarbæ er DV ræddi þetta mál við hann. Samkvæmt fjárhagsáætlun Ak- ureyrarbæjar var áætlað aö spjóm- okstur á árinu myndi kosta 9,5 milljónir króna og er því kostnað- urinn þegar kominn um 2,5 millj- ónir fram úr þeirri áætlun. Guð- mundur Guðlaugsson sagði að það heföi veriö hægt að nota að nokkru leytí. sem viðmiðunarreglu að 2/3 hiutar kostnaöar við snjómokstur væru fyrri hluta ársins en 1/3 á dýrari haustin og fram að áramótum. Það er ljóst aö á næstu vikum mun snjómokstur á götum Akur- eyrar veröa talsverður þótt ekki snjói meira, eftír er að hreinsa göt- ur víða og þegar hlána fer fyrir alvöru verður mikil vinna við að halda götum opnum. Ef snjóþyngsli í haust verða eitt- hvað í lfkingu við það sem verið hefur aö undanfornu er því ekki fjarri lagi að áætla að kostnaður við snjómokstur á árinu verði um 20 milljónir króna, eða rúmlega helmingi meira en gert var ráð fyr- ir í fjárhagsáætlun. „Þaö er i sjálfu sér ekkert við þessu aö gera. Hins vegar held ég að allir bæjarbúar óski þess að þessum peningum væri varið í eitt- hvað annaö en snjómokstur og mér sjálfúm finnst þetta blóöugt,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson. Flestum finnst víst nóg komið af snjónum. Ekki bætti úr skák um helgina þegar spáð var rigningu en hún breyttist í snjó og það mikinn. Hinu verður þó ekki neitað að umhverfið verður fallegt i slikri snjókomu. Myndin var tekin í Fógetagarðinum i Reykjavik þar sem trén svignuðu undan sjnó- þyngslum. DV-myndGVA Iiöur aö útborgun orlofsQár: Otti um að mörg fyrirtæki geti ekki borgað - ríkissjóður er ábyrgur ef greiðslur bregðast I næsta mánuði hefst útborgun orlofsfjár og er víða óróleiki í fólki um að illa stödd fyrirtæki geti ekki greitt orlofsféð út. Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamanna- sambandsins, sagðist víða heyra slík- ar raddir. Fari svo að fyrirtæki geti ekki greitt út orlofsfé er ríkissjóður ábyrgur fyrir greiðslunni og inn- heimtir síðan peningana hjá viökom- andi fyrirtæki. í fyrra var fyrirkomulagi orlofs- greiðslna breytt. Þá hætti Póstgíró- stofan að greiða út orlofsféð. Aðal- reglan varð sú að fyrirtækin sjálf væru ábyrg fyrir greiðslunni. Jafn- framt var gert ráð fyrir að fyrirtækin og verkalýðsfélög viðkomandi starfs- manna gætu samið við bankana um að orlofsféð væri lagt þar inn og bankamir greiddu það síðan út með vöxtum. Ef fyrirtækin aftur á móti halda orlofsfénu hjá sér, verða þau að greiöa það út á þeim dagvinnu- launum sem í gildi eru þegar fólk fer í frí. Hafi verið samið við banka um vörslu orlofsfjár er hann ábyrgur fyrir útborgun þess, jafnvel þótt fyr- irtækið hafi ekki staðið í skilum við bankann. Ef fyrirtækin halda pen- ingunum hjá sér en geta ekki borgað þegar orlof hefst er ríkissjóður ábyrgur. Til þess að ríkið greiði orlofið þarf starfsfólk að hafa alla launaseðla sína við hendina og einnig þarf yfir- lýsingu frá viðkomandi fyrirtæki um aö það geti ekki greitt orlofsféð út. Óskar Hallgrímsson í félagsmála- ráðuneytinu sagði að allmikið hefði verið um að fyrirtæki og verkalýðs- félög heföu samið við bankana um þetta mál, en það væru að sjálfsögðu líka mörg fyrirtæki sem hefðu ekki gert þaö. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á þessum reglum. Þar er gert ráð fyrir að öllum fyrirtækj- um verði gert skylt að semja við banka um vörslu og útborgun orlofs- fjár. Með því væri komið í veg fyrir aö fólk lenti í einhveiju vafstri við að fá orlofsfé sitt á réttum tíma ef fyrirtækið sem það starfar hjá getur ekki borgað. Það var Bjöm Grétar Sveinsson, foimaður Verkalýðsfé- lagsins Jökuls, sem lagði þetta frum- varp fram meðan hann sat á þingi sem varamaður í vetur. S.dór Sandkom dv Nýr klukkna- hljómur RÚV Eftirþvfsem sandkornsrit- ari komst næst munófáumút- varpslilustcnd- um.semenn halda tryggð við gömlu guf- < una þossasem ofternefnd „gamlaog góða“-hafa brugðiöheidur í brún í fyrri viku. Ástæðan var sú að allt í einu kvað við nýj an tón fyrir hádegis- og kvöldfréttir. Klukkna- hijómurmn, sem fyilt hefur eldhús landsmanna frá ómunatíð á þessum stundiun og verið jafn óijúfanlegur hluti af matartímunum og flotið á ýsuna, baföi tekið verulegum breyt- ingum. í stað þess „gamla og góða“ var kominn annar nútiskulegri sem á næsta lí tiö skylt viö ýsu og flot. Mun soðningin hafa farið eitthvað öfugt í margan islendinginn afþess- um sökum. Er mönnum ekkert heil- agt? Halldór Laxness- ungfrú heimur Franskirblaða- mennvoruhér áferðádögun- umogsööiuðu eMíumflöllun á íslensku kvenfólki. Okk- urkemurþað sosumekkertá óvartþarsem viðteljumokk- ureigafegursta kvenfólkí heimi. Frönsku blaðamennimir munu hafa komist að sömu niður- stöðu í aðalatriðum en eitthvað hefur öll þessi fegurð sett þá út af laginu blessaða. Það sem þeim fannst at- hugaverðast eftir athugun sína var ungfrú heimur 1985, Halldór Laxness aönafni. „Ekkerterútilokaðallt..." segirítexta. Þaðskyldi þannigaldrei vera að nóbelsskáldið hafl verið í London á sinum tima, dulbúiö sem HólmfríðurKarlsdóttir ...eðahefur einhver heyrt í Hóf! nýlega? Áfall templara Þegarbjórinn vai-samþykkt- urá síðasta ári fengutemplar- aniánast áfall Sþáðúþeifálls- herjarhnignun samfélagsins þarsombjór- mnyrði hinn ógurlegiör- lagavaldur. Nú, jagja. Fyrsti bjórmánuður er liöinn og ef marka má orð lögreglu, leigubílstjóra, veit- ingamanna og fleiri aðila, sem af- skipti hafa af áfengissvelgjum, virðist ástandið sýnu betra en fyrir B-dag- inn. Fólk er ekki lengur eins ofúröl vi’ og hagar sér sómasamlega. Landinn virðist þá kunna að drekka eftir allt saman! Ofan á bætist síöan að heild- aráfengisneyslan virðist ekki hafa aukist og var ekki mikil fyrir miöað við norræna frændur. Þetta orsakaði annað áfall fyrir andbrennivínssinn- að fólk, verra en hið fyrsta. Drukkiö í vinnunni Danirerumikl- irölþambarar ognotahvert tækifæritilað faséreinnöl. Sumir Danir hakiaþvffram aðþeirhafi aldrei verið fullirívinn- unni.Þvíeroft svaraðum liæl aöþeirhafi heldur aldrei verið edrú. Þannig var íslendingur á ferð þar ytra og sá nokkra þyrsta Dani fá sér ölslurk árla morguns. Hann varð hissa og fannst þeir taka daginn fúli snemma. Samferðamaður hans yppti öxlum og sagði að þeir væru í vkmunni. „Nú! ... Þáskilég,“sagðiLslending- urinn. Umsjón: HaukurL. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.