Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
13
„Hvalræði“ á íslandi
Styrbjörn skrifar:
Góðir íslenskumenn með þjálfun í
réttritun frá þeim tíma er slíkt þótti
dyggð munu sjá að fyrirsögnin er
vitlaust stafsett, ef hún ætti að
merkja illa líðan, andlega og/eða lík-
amlega. - Hvalræði, skrifað með hv
hefur þó ekki fyrst og fremst ofan-
greinda merkingu heldur er hér á
ferðinni nýyrði um ákveðna tegund
stjómarfars, sbr. einræði eða þing-
ræði, en auðvitað getur „hvalræði"
verið hreinasta kvalræði.
í hvalræðisríki er æðsti maðurinn
„hvalræðisherra" og allir helstu ráð-
gjafar hans erti „hvalfræðingar", að
vísu með margvíslega sérþekkingu
sem nýst getur í þágu „hvalfræðinn-
ar“. Fjölmargir hvaifræðinga eru
„stjórnmálamenn" af öllum stærð-
um og gerðum sem hafa lagt fyrir sig
hvalfræði vegna kjósendahræðslu og
ótta við þjóðrembu hópsálarinnar.
Fréttamenn innanlands eru sömu-
leiðis mikhr hvalfræðingar, enda
keppa þeir ákaft um hylli þjóðarsál-
arinnar. Fréttamenn erlendis eru
hins vegar óhæfir hvalfræðingar og
hvalræðisherranum oft hinir óþörf-
ustu með því að trufla eldmóð þjóðar-
sálarinnar. Hin sanna trú á „hval-
ræðisstefnuna" er lífsseig innan-
lands; erlendis trúir hvort sem er
ekki nokkur maður á stefnu hval-
ræðisríkisins.
Lögfræðingar, tungumálamenn og
alls konar sendiboðar eru mikið á
ferðinni fyrir hvalræðisherra, enda
almennir „ambassadorar" yfirleitt
búnir að vera of lengi erlendis til að
trúa á hvalræðisstefnuna. Aðalatrið-
ið er að sendiboðcurúr komi heim
með „góðar fréttir“. Þótt þær reynist
tóm vitleysa síðar meir þá gerir það
minna til!
Hvalfræðingar með einhvers konar
líffræðimenntun eru mjög nauðsyn-
legir vegna þess að hvalræðisstefnan
verður að hafa á sér vísindalegt yfir-
bragð. Þó að 95% líffræðinga heima
og erlendis séu andsnúnir kenning-
um „lífhvalfræðinganna" má alltaf
segja að það sé bara öfund og illar
hvatir.
Loks má ekki gleyma hinum mikla
herskara pistlahöfunda, sjónvarps-
myndara og útvarpsþáttasíma-
manna sem eiga sinn stóra þátt í
skoðanamynduninni heima fyrir.
Erlendis skiptir auðvitað enginn um
skoöun þeirra vegna.
Þegar sefjun „hvalræðisins" er
komin á nógu hátt stig þarf engin rök
lengur til að tala fyrir málstaðnum.
Þá nægir að benda á að höfuðóvin-
imir skilji engin rök og noti óvönduð
vinnubrögð. Þá er réttlætanlegt að
nota sömu meðul í baráttunni og
hliðstæðar rökleysur. Skömm og
heiður hvalræðisríkisins skiptir þá
engu máli. Engar efnahagslegar
fórnir em of stórar. Framtíðin skipt-
ir engu máli, bara ef „hvalræðis-
stefnunni" er haldið til streitu að
nafninu til. Þá er gaman að vera
hvalræðisherra á íslandi og gleyma
öllum búsorgum.
„Engan má ég hundinn missa og
éttu hvahnn, Styrbjörn," sagði karl-
inn forðum og skipaði ómaganum að
prófa heilnæmi hvalrekans.
Verðhækkanir velta ríkisstjórninm:
Hvers vegna var öllu
sleppt lausu?
Björn skrifar: og eitthvað sem þeir éta eför klók- hefði átt að flokka undir aðgerðir
Sjaldan hafa augljóslega veriö um kaupmönnum sem hafa fundiö sem koma hjólunum til að fara að
gerð eins raikil pólitisk mistök hér upp þetta orðatiltæki til aö slá ryki snúast um allt land. Þess í stað
á landi og þegar ríkisstjórnin í augu sömu stjómmálamanna og lætui' stjómin það viðgangast að
sleppti öllu verðlagi á vörum og ráðherra. sleppa öllu lausu meö þeim afleið-
þjónustu lausu um mánaðarmótin Á þessu tíniabili hafa engar verö- ingum að nú hleypur hún um allt
febr.-mars sl. Þaö er ekki bara það hækkanir oröiö erlendis, aöeins á sokkaleistunum til að leita sam-
aö allir hafi notfært sér heimildina gengisfelling innanlands. En þaö komulags við hvem launþegahóp-
til að hækka verðlag, heldur hafa þarf ekki að þýða að kaupmenn, inn á fætur öðmm, svo hún megi
stjómvöld ekki séð fyrir þau raiklu innflytjendur eða aðrir hafi þurft á halda velli í óákveðinn tíma.
mistök sem þetta á eftír að leiða einhverri hækkun að halda um- Stjórnin áttar sig kannski ekki
af sér. fram aðra landsmenn og þá einkum enn á því að það sem launafólk er
Sú staðreynd aö verðhækkanir almennt launafólk. Eða hvers helst að óska eftir er verðstöðvim,
vom ekki leyfðar um nokkurra vegna eiga kaupmenn, innflytjend- þ.m.t. launastöðvun, eftír að ein-
mánaöa skeið þarf ekki endilega ur eða bændur að fá bætur strax hverjarkjarabæturhafanáðsteftir
að þýða að einhverjar hækkanir en ekki aðrir landsmenn? að ríkisstjórnin slepptí öllu lausu í
hafi „safhast saman í pípunum“ Það hefði verið ríkisstjóminni í verðlagningu og það alveg að
eins og sumir stjómmálamenn lófa lagið að framlengja verðstöðv- óþörfu.
orða þaö. Það er bara tilbúningur unina meö góðum fyrirvara og
Fordæmi vaxtalækkun
Sigurður skrifar:
Nú er enn einu sinni verið að tala
um að lækka vexti eftir að ný lög um
Seðlabankann hafa tekið gildi og er
talið að ráðherrar geti beitt þeim á
bankana og gegn sparifjáreigendum.
Ég las einkennilega frétt í Alþýöu-
blaðinu í fyrri viku um vaxtalækkun.
Þar var vitnað til samtala við við-
skiptaráðherra og forsætisráðherra,
þar sem þeir neita báðir að það standi
til aö beita ákvæðum nýju Seðla-
bankalaganna til aö þrýsta niður
vöxtum með því sem kallað hefur
verið „handafli". Segjast þó ekki úti-
loka þann möguleika heldur!
Viðskiptaráðhema segist ekki
skilja þetta „handaflshugtak“ og
varpar skilgreiningunni til þeirra er
það hugtak nota og vill ekki gera því
skóna, eins og hann tekur til orða að
í vaxtamálunum þurfi að láta reyna
á einhverja valdstjóm. Forsætisráð-
herra slær svo úr og í líkt og oft áöur
og segir að ef þaö gangi ekki upp að
lækka vexti í samningum við lífeyr-
issjóði, banka og aðra slíka, þá verði
auðvitað að grípa til þessara nýju
heimilda sem finna megi í lögum um
Seðlabankann.
Allt virðist því stefna í þá átt að
ríkisstjórnin ætíi að lækka vexti með
„handafli“ ef ekki vill betur og pína
þannig spariíjáreigendur með illu til
að láta af hendi fjármuni sem þeir
hafa geymt á reikningum hinna
hálfopinbera stofnanna, banka og
sparisjóða.
Ef það hins vegar verður ofan á aö
ríkisstjórninni takist að blekkja
launafólk með því að lofa því lækk-
uðum vöxtum á kostnað sparifiáreig-
enda, þá verður engum öðrum að
mæta en sparifiáreigendum sem
munu taka fé sitt út úr bönkunum
og koma því fyrir eftir eigin höfði
sem verður líklega á ýmsan hátt en
þó ekki þann sem ríkisstjómin ætlar.
Prófessorar í háskólum:
Mismunandi kröfur
Kristbjörg hringdi:
Nú er mikið rætt um kennara, laun
þeirra og aðstöðu. Eflaust eru þeir
ekkert ofhaldnir af sínum kjömm.
En það eru líka fleiri en kennarar
sem eru vaniaunaðir hér á landi. En
hvað á að gera? - Kannski er tíma-
bært að greiöa kennurum og enn
fleiri launþegum í þjóðfélaginu eftir
afköstum eða árangri. Þetta verða
sjómenn að búa við, einnig fiöldi
fólks í fiskvinnu (sbr. bónuskerfið),
framreiðslufólk á veitingastööum,
leigubílstjórar o.fl., o.fl.
Eg hef það fyrir satt að í erlendum
háskólum sé árangur af starfi próf-
essora metinn eftir því hve fáir nem-
endur falla á prófi í viðkomandi fóg-
um. Ef margir nemendur falla sé htið
á prófessorinn með vanþóknun og
hann færður til í starfi eða launum.
Áht prófessorsins minnkar og hann
tahnn vanhæfur, ekki nemendurnir.
Hér á landi hefur það verið haft til
marks um góðan prófessor (oft al-
menna kennara líka) að því fleiri
nemendur sem falla hjá honum á
prófum þeim mun betri kennari
hljóti hann að vera! Það er gjarnan
sagt sem svo: „hann er svo strangur
að hann bara fehir óspart". Að mínu
mati nær góður kennari ávallt ár-
angri. í háskóla t.d. em þreytt inn-
tökupróf í mörgum greinum sem eru
þau sömu fyrir alla þannig að nem-
endur ættu að standa á svipuðum
granni.
Nú vill kannski enginn kannast við
þessa kenningu en ég held að hér á
landi sé í mörgum greinummjög ein-
kennileg viðhorf og gjöróhk jpví sem
gerist í hinum siðvæddu löndum
„aht í kringum okkur" eins og marg-
ir leikir og lærðir taka til orða (þótt
engin séu löndin í kringum okkur,
aðeins beggja vegna hafsins, austan
og vestan).
Lesendur
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skólastjóri. - „Öll él birtir upp um síðir
Sjöfn situr
ekki í súpunni
F.J. hringdi:
Nú hafa aöstæður í þjóðfélaginu
breyst verulega frá því sem áður
var. Ekki þykir lengur nein van-
sæmd að því að fara á hausinn eins
og það er kahað, hvorki persónulega
eða með fyrirtæki sín. Það eru birtir
langir hstar yfir vanskilamenn og
eignir þeirra í dagblöðum dag hvern
og flest er þetta fólk sem kærir sig
kollótt um það þótt aðrir þegnar
þjóðfélagsins þurfi að greiða þeim
mun hærri skatta. Ríkið verður að
fá sitt og það er ekkert gefið eftir hjá
þeim sem standa í skhum ár eftir ár.
Eins er það með þá sem lenda í
útistöðum við kerfið á öðrum svið-
um. Þeir eru lukkunnar pamfilar og
standa uppi margefldir að fé og orð-
stír eftir viðureignina. - Þannig var
í Sturlumálinu sællar minningar.
Þar stóð upp sá sem lagður var og
hann endurskírður og ausinn fé og
frama.
í því máh sem nú ber hæst og er
flokkað undir póhtískar ofsóknir af
sumum er að vænta álíka lausnar
og í svo mörgum öðrum. Þegar hið
opinbera hefur fengið nægju sína af
ofsóknum og hinn ofsótti þolað nóg
af meintum rógsherferðum, þá fer
hann einfaldlega í mál við ríkiö og
krefst viðunandi úrlausna í formi
fiár og frama.
Að vísu þarf aö skipta um ríkis-
stjórn fyrst og bíða eftir nýjum
menntamálaráðherra. En að því
loknu, er ekkert þvi til fyrirstöðu að
hinn ofsótti fái viðunandi lausn
sinna mála.
Það er því óþarfi að vorkenna
skólastjóra Ölduselsskóla, þótt ekki
blási byrlega í seghn í augnablikinu.
Öh él birtir upp um síðir og það verð-
ur því engan veginn sagt um Sjöfn
skólastjóra aö hún sitji í súpunni
hvað uppreisn æru varðar. En sem
sé; Fyrst nýja ríkisstjóm og nýjan
menntamálaráðherra!
SENDLAR ÓSKAST
á afgreiðsiu DV strax
á mánudögum og þriðjudögum.
Upplýsingar í síma 27022.
KENNARAR FORELDRAR
fimmti fundur menntamálaráð-
herra um skólamál verður í Ár-
bæjarskóla í kvöld, 4. apríl, kl.
20.30.
Notið tækifærið
til að hafa áhrif.
Fundurinn er fyrir foreldra og
starfsfólk eftirtalinna skóla:
Árbæjarskóla, Ártúnsskóla,
Foldaskóla, Selásskóla.
Menntamálaráðuneytið.