Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði. . .
Willie Nelson
hinn 55 ára kántrísöngvari er í
hjúskaparhugleiðingum rétt eina
ferðina. Eiginkonan sótti um
skilnað eftir 17 ára hjónaband og
bar fyrir sig kvennaflandur Nel-
sons. Söngvarinn og nýja kærast-
an, Ann Marie, eignuðust son um
síðustu jól og hann bíður nú eftir
því að skilnaðurinn við konuna
verði löglegur og hyggst þá ganga
að eiga barnsmóður sína. En eig-
inkonan hyggst aftm* á móti ekki
láta undan svo auðveldlega og
ætlar sé að hafa hveija krónu af
Nelson áður en yfir lýkur.
Amold
Schwarzenegger
hefur fram til þessa átt misjöfnu
láni að fagna í kvikmyndum.
Myndin um tvíburana, sem sýnd
er um þessar mundir í kvik-
myndahúsi hér á landi, er með
þeim vinsælli. Hann á samt metið
í launagreiðslum í bandaríska
kvikmyndaheiminum því eitt
sinn fékk hann rúmar 200 millj-
ónir króna í laun fyrir eitt hlut-
verk. Það þætti ekki svo ekki
ýkja mikið ef hann hefði unnið
fyrir því - en því miður varð aldr-
ei neitt af töku myndarinnar.
Lisa Marie
Presley
gengur með þann draum r mag-
anum að ófætt bam hennar verði
nýr Elvis Presley. Hún leikur í
síbylju gömlu lögin hans pabba
síns fyrir bamið og notar til þess
hátækni hljómflutningstæki. Það
eina sem gæti komið í veg fyrir
að draumur Lisu Marie rættist
er að bamiö reyndist stúlka. En
það ætti í raun ekki að koma að
sök þá fengi hún bara nafnið Elv-
ira Presley.
Sjötugur stórkaupmaður
Nýlega var Guðmundur Arason
stórkaupmaður sjötugur og héldu
hann og eiginkona hans, Rannveig
Þórðardóttir, vinum og vandamönn-
um veglega veislu í tilefni dagsins.
Guðmundur stundaði íþróttir á ámm
áður og varð meðal annars íslands-
meistari og Reykjavíkurmeistari í
sundknattleik. Síðan hefur hann tek-
ið mikinn þátt í félagsstarfi íþrótta-
hreyfmgarinnar og er í stjórn Glímu-
félags Armanns og formaður bygg-
ingarnefndar. í fyrra var hann gerð-
ur að heiðursfélaga Ármanns á
hundrað ára afmæli félagsins og var
sæmdur gullmerki ÍSÍ 1984. Guð-
mundur var forseti Skáksambands
íslands frá 1966 til 1969 og var gerður
heiðursfélagi þess 1981.
Gunnlaugur Kristjánsson aðstoðarbankastjóri og Gottfreð Árnason forstjóri
á spjalli.
Snjóhúsiö í allri sinni dýrð. Inngangur á miðri mynd.
DV-mynd Örn
Eskimóar við
Eiðavatn?
Sigrún Björgvmsdóttíx, DV, Egflsstöðunu
Dagana 12.-16. mars sl. var svo-
kölluð opin vika í Alþýðuskólanum
á Eiðum. Þá velja nemendur hin
margvislegustu verkefni aö fást við
en venjulegt puð við námið er látið
lönd og leið.
Eitt af því sem nemendur tóku sér
fyrir hendur var að byggja snjóhús
að hætti eskimóa. Var það byggt eftir
kúnstarinnar reglmn og reis við
Eiðavatn. Síðan var húsið vígt nótt-
ina áður en nemar fóru í páskafrí
með því að þar sváfu 8 nemendur.
Veðrið gerði sitt til að ná upp heim-
skautastemmningu því þessa nótt
var frostið 16 stig. Engu að síður létu
gestir vel af dvölinni.
En það var margt fleira tekið fyrir.
Blaðahópur hélt úti dagblaði. Út-
varpshópur starfrækti útvarpsstöð
15 tíma á sólarhring. Önnur verkefni
voru t.d. saumar, smíöar, skreyting-
ar og reyndar starfaði líka náms-
hópur sem „mátti“ vinna aö náminu,
svo sem ritgerðasmíð. Öllum að
óvörum reyndist áhugi mikill á því.
Og svo var það útivistarhópurinn
sem auk þess að smíða snjóhús vann
að netaveiði í Eiðavatni og hafði áður
en lauk veitt nóg í matinn handa
heimilisfólki sem er um 130 manns.
Að vepju var veiðinni skilað flakaöri
í eldhús skólans þar sem eldhús-
hópurinn matreiddi af hst.
KraKKarmr i bandgeroi i maraponaansinum.
uv-myna /tgir Mar
Ægir Már Kárason, DV, Saöumeajvim;
Krakkar í Sandgeröi - í 6., 7. og
8. bekk grunnskólans - söfhuðu 126
þúsund ki'ónum um síðustu helgi
þegar þeir dönsuðu maraþondans
samíleytt í 26 klukkustundir. AUs
tóku 60 krakkar þátt í dansinum
og söfnuðu áheitum frá fyrirtækj-
um og einstaklingum í byggðarlag-
inu til þess að kaupa húsmuni i
félagsmiðstöð sína.
Fjórðungsmót austfirskra
hestamanna á Iðavöllum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
í sumar verður fjórðungsmót aust-
firskra hestamanna haldið á Iðavöll-
um á Héraði, um 15 km innan við
Egilsstaði. Hestamannafélagið Frey-
faxi sér um mótið, sem verður haldiö
dagana 29. júní til 2. júlí. Síðast var
fjórðungsmót á Iðavöllum 1980 en
hestamannafélögin Homfirðingur og
Freyfaxi hafa skipst á að halda mótin
nokkuð lengi.
Freyfaxamenn hafa unnið mikið
undirbúningsstarf á mótssvæðinu.
Búið er að skipta um jarðveg í
hlaupabrautum. Gerðir hafa verið
stallar í áhorfendabrekkuna, þar
sem þúsundir áhorfenda geta setið. í
vor verður byggt hús fyrir snyrtiað-
stöðu og veitingaskálinn verður
stækkaður að mun. Einnig verður
byggð aðstaða fyrir þuli.
Hestamennska og ræktun er í stöð-
ugum vexti á Héraði. Freyfaxi hefur
alltaf verið með góða stóðhesta. Nú
eiga þeir Freyfaxamenn stóðhestinn
Verðanda 957 undan Hlyn 910 og
Hélu 3625. Einnig hefur félagið verið
með leiguhesta. Félagsmenn og
hestaeigendur veijast allra frétta
þegar spurt er um uppvaxandi gæð-
ingsefni. Þeir bara koma sjá og sigra.
Að minnsta kosti þrjár tamninga-
stöðvar eru á Héraði í vetur, fyrir
utan það sem verið er að þjálfa
heima.
Keppni á Iðavöllum á árum áður.
Félagar Guðmundar til margra ára samfögnuðu vini sínum á sjötugsaf-
mælini'. Talið f.v. Jónas Gislason dósent, Björgvin Vilmundarson banka-
stjóri, Daníel Bergmann, fyrrv. útibússstjóri, Magnús Pétursson knattspyrnu-
dómari, afmælisbarnið Guðmundur Arason, Gunnlaugur Kristjánsson að-
stoðarbankastjóri og Hrafnkell Ársælsson framkvæmdastjóri.
Afmælisbarnið, Guðmundur Arason stórkaupmaður, ásamt eiginkonu sinni
Rannveigu Þórðardóttur.