Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989.
7
Viðskipti
Dráttarbraut Kef lavíkur hf.
út af sporinu og gjaldþrota
Það eru hremmingar í atvinnulíf-
inu á Suðumesjum þessa dagana.
Hiö gamalgróna og kunna fyrirtæki,
Dráttarbraut Keflavíkur hf„ er gjald-
þrota og Vélsmiðja 01 Olsen hefur
fengið greiðslustöðvun. Þá var
rækjuvinnslan Skelver hf. í Garði
lýst gjaldþrota fyrir nokkrum dög-
um.
Það var miðvikudaginn 22. mars,
daginn fyrir páskaleyfið, sem for-
ráðamenn Dráttarbrautar Keflavík-
ur, gengu á fund bæjarfógetans í
Keflavík og óskuðu eftir að fyrirtæk-
ið yrði lýst gjaldþrota. Fjármagns-
kostnaður fór með reksturinn.
Gjaldþrotið er tahð nema á þriðja
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverötryggð
Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-17 Vb
6mán.uppsögn 11-19 Vb
12mán. uppsögn 11-14,5 Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán.uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán með sérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8,5-9 Ib.Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4,75-5,5 Sb.Ab
Danskarkrónur 6,75-7,25 Bb.Sp,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 23-27 Úb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18-29,5 Úb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,75-9,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 20-29,5 Úb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýskmörk 7.75-8 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
överötr. mars 89 16.1
Verötr. mars 89 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 2394 stig
Byggingavisitala mars 424 stig
Byggingavísitala mars 132,5 stig
Húsaleiguvísitala Hækkarlapri
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi þréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,656
Einingabréf 2 2,046
Einingabréf 3 2,389
Skammtimabréf 1,264
Lifeyrisbréf 1,838
Gengisbréf 1,667
Kjarabréf 3,681
Markbréf 1,953
Tekjubréf 1,626
Skyndibréf 1,122
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,779
Sjóðsbréf 2 1,458
Sjóðsbréf 3 1,259
Sjóðsbréf 4 1,044
Vaxtasjóðsbréf 1,2484
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
Iðnaðarbankinn 179 kr.
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
- og Vélsmiöja 01 Olsen með greiðslustöðvun
tug milljóna króna. Dótturfyrirtæki einnig gjaldþrota og reiknast það inn Gjaldþrot Varar hf. var rúmlega 8
Dráttarbrautarinnar, Vör hf., er í gjaldþrot Dráttarbrautarinnar. milljónir króna.
Frá höfninni í Njarðvík þar sem 01 Olsen er með aðsetur.
Barátta gegn tölvuvírusum:
Ekki alia diska inn
fyrir dyr fyrirtækja
Tölvuvírus er forrit sem fer huldu
höfði í tölvum, tekur sér þar bólfestu
og lifir þar sjálfstæðu lífi, tímgast og
gerir svo oftast vart við sig með því
að þurrka út efni úr diskageymslum.
Tölvuvírusinn er algengastur í ein-
menningstölvum. Fróðleg grein er
um tölvuvírusinn í nýjasta tölublaði
fréttablaðs Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar, Skýrr. í henni
er sagt frá því að nokkur fyrirtæki
hafl tekið upp þá reglu í baráttunni
við tölvuvírusinn að leyfa einungis
að diskar frá viðurkenndum söluað-
ilum komi inn fyrir dyr fyrirtækj-
anna.
„Notendur einmenningstölva
hugsa oft htið um öryggi í gögnum
og kerfum eða hversu áreiðanlegt
stýrikerfið sé. Þá hafa menn tíðkað
mjög frjálsleg samskipti á þessu
sviði, svo sem með því að lána forrit
á diskum út og suður. Shkt eykur
líkumar á útbreiðslu vírusa," segja
höfundamir, Douglas A. Brotchie,
framkvæmdastjóri tæknisviðs
Skýrr, og Óttar Kjartansson, að-
gangssljóri Skýrr.
Tölvuvírusar eru algengastir í ein-
menningstölvum.
Enn fremur segir að oft megi
þekkja vímsa í einmenningstölvum
með því að fylgjast grannt með stærð
á ákveðnum algengum kerfisskrám.
„Nokkrir vírusar haga sér þannig að
þeir lauma sér inn í tiltekna skrá og
stækka hana þar með alltaf jafn-
mikiö, sem er þá einkenni viökom-
andi víruss."
Og áfram: „Öruggasta leiðin til að
komast hjá því að sitja uppi með vír-
us í einmenningstölvu er að kaupa
hugbúnað einungis frá viðurkennd-
um söluaðilum en fá hann ekki að
láni frá óábyrgum aðila.“
Fyrirtæki eru vöruð viö því að taka
á móti hugbúnaði um símahnur frá
aðilum sem ekki eru of áreiðanlegir.
„Það er aldrei að vita hvort forrit,
sem fengið er með þeim hætti, er í
lagi eða bráðsmitandi.“
Menn eru loks hvattir til að taka
ávallt öryggisafrit af diskum með
reglulegu milhbili. „Sé það gert-er
ætíð leið út úr ógöngunum ef „allt
fer í steik“. Því miður sjá menn oft
ekki fyrr en í óefni er komiö hve -
regluleg afritun diska í öryggisskyni
skiptir miklu máh.“
-JGH
Hildur og Sig-
urjón komin í
stjórn Spron
Siguijón Pétursson, borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, og Hildur Pet-
ersen, framkvæmdastjóri Hans Pet-
ersen, eru nýir stjómarmenn í stjórn
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn-
is, Spron. Borgarstjóm kaus þau í
stjóm Spron á fundi sínum 16, mars.
Þeir Jón G. Tómasson borgarritari,
Gunnar Snædal læknir og Hjalti Geir
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Kristjáns Siggeirssonar hf„ vom síð-
an endurkosnir í stjórn Spron á aðal-
fundi hans daginn eftir, 17. mars.
Rekstrarhagnaður Spron á síðasta
ári fyrir skatta var um 60 milljónir
króna. -JGH
Ný stjórn Spron. Hjalti Geir Kristjánsson, Baldvin.Tryggvason, sparisjóðs-
stjóri og er ekki í stjórninni, Hildur Petersen, Jón G. Tómasson, Gunnlaug-
ur Snædal og Sigurjón Pétursson.
Að sögn Þorsteins Péturssonar,
skiptaráðanda í Keflavík, var ekki
mikið um fjárnám í Dráttarbrautinni
þannig að forráðamenn hennar
komu tiltölulega snemma þegar í
óefni var komið. Fyrirtækið reyndi
ekki greiðslustöðvun.
Magnús Axelsson var aöaleigandi
fyrirtækisins. Hann lést á síöasta
ári. Hann keypti fyrirtækið fyrir um
25 ámm.
Vélsmiðja 01 Olsen hf. fékk hinn
9. mars greiðslutöðvun til þriggja
mánaða. Þar er lausaíjárstaðan slæm
eins og hjá svo mörgum öörum fyrir-
tækjum hérlendis.
01 Olsen hf. er þekkt fyrir fram-
leiðslu sína á Olsens-gálganum sem
er sjálfvirkur sleppibúnaður.
Skelver hf„ Gauksstööum í Garðin-
um, var rækjuvinnsla. Fyrirtækið
sagði starfsmönnum sínum, um 40
talsins, upp í október síðasfiiönum.
Það var svo 29. mars sem fyrirtækið
var lýst gjaldþrota.
-JGH
FlutDingar til íslands:
ypSðfll"
send-
ingar
eru
bylting"
Merk nýjung verður í is-
lensku viðskiptalífi 1. apríl þeg-
ar safnsendingar til landsins
hefjast og munu þær stórlækka
flutningskostnaö innflytjenda.
Safnsendingar ganga út á að
mörgum pökkum er safnaö
saman í einn stóran pakka úti
og hann sendur til landsins á
einu farmbréfi með undirfarm-
bréfum. Svo dæmi sé tekiö þá
flytur einn aðih inn safnpakka
upp á 1 tonn í stað þess að 20
innflytjendur seu að fá 50 kílóa
pakka hver með kannski 5 sinn-
um hærri kostnaði.
„Safnsendingar eru bylting
sem á eftir að stórlækka flutn-
ingskostnað innflytjenda ogþar
með vöruverð í landinu,“ segir
Steinn Sveinsson, fram-
kvæmdasfjóri Flutningsmiöl-
unarinnar hf„ en fyrirtækiö
mun bjóða upp á safnsendingar
til landsins.
Samstarfsfyrirtæki Flutning-
smiðlunarinnar hf. erlendis
safiia frakt í einn pakka og
senda hann til landsins. „Safn-
sendingar hafa tlökast erlendis
lengi en loksins eru þær að
verða staðreynd hérlendis eftir
aö íjármálaráðunejdiö gaf út
reglugerð sem heimilar undir-
farmbréf frá og meö 1. apríl.“
Þess má geta að Flutning-
smiðlunin hf. undirritaði sam-
starfssamning viö bandaríska
stórfyrirtækið Federal Express
1. mars síöasthðinn en það
keypti risafyrirtækið Flying Ti-
gers á dögunum.
-JGH