Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989. 3 dv Fréttir Uppsögn veitustjóra: Skammtaði sjálfum sér ókeypis orku Veitustjóm Selfossveitna sam- þykkti á fundi sínum á föstudag aö segja Jóni Emi Amarssyni veitu- stjóra upp störfum. Skýringin, sem gefin er á þessum brottrekstri, er samskiptaörðugleikar. Þaö sem fyllti mælinn var hins vegar að endurskoðendur sendu stjóminni fyrirspum um hvernig bókfæra ætti hlunnindi Jóns Arnar, en hann hafði fengið ókeypis orku frá veitunum. Stjómin taldi sig hins veg- ar aldrei hafa samþykkt þessi hlunn- indi. Stjómin ákvað því að krefjast uppsagnar veitustjórans og að hann greiddi áætlaða orkunotkun fyrir síöastliðið eitt og hálft ár. Að öðmm kosti hótaði stjómin að reka Jón Örn og höföa opinbert mál á hendur hon- um. Áætlað er að Jón Öm þurfi að greiða um 100 þúsund krónur vegna orkukaupa á umræddu tímabili. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deil- ur skapast vegna starfa Jóns Arnar. Fyrir um tveimur ámm kom í ljós að í sjóðum Selfossveitna var tveim- ur milljónum króna ofaukið. Engar skýringar fengust á þessu. Meirihluti stjómar skrifaði þó upp á ársreikn- inga veitnanna þar sem endurskoð- endur töldu að mikla vinnu þyrfti til að grafast fyrir um hvaðan þessar tvær milljónir væru komnar. Á árinu 1985 var einnig deilt um störf Jóns Amar innan stjórnar Sel- fossveitna. Þá kom í ljós að árið áður liafði hann greitt sjálfum sér hátt í 300 þúsund krónur í vaktaálag sem minnihlutinn taldi enga heimild fyr- ir. Lyktir þessa máls urðu þær að meirihlutinn samþykkti þessar greiðslur á vaktaálagi. -gse Húsavíkurflugvöllur: Leirbað á flugbrautinni Gyffi Knstjánsson, DV, Akureyri: Vandræðaástand hefur verið á Húsavíkurflugvelli að undanförnu vegna þess að efni, sem sett var á flugbrautina haustið 1987, hefur reynst henta mjög illa og hafa Hús- víkingar haft á orði að flugbrautin líktist meira leirböðum en flugbraut. Rúnar Sigmundsson, umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar á Norður- landi, sagði í samtali við DV að efn- ið, sem sett var á brautina 1987, hefði verið tekið á Tjömesi. Vegagerðin heföi rannsakað leirinnihald efnisins fyrir Flugmálastjóm og heföi það verið innan þeirra marka sem kröfur era gerðar um. „Það er oft svo að nýtt efni, sem sett er á flugbrautir, þarf eitt ár til að jafna sig og bindast og við vorum að vona að það myndi gerast þarna en það hefur ekki orðið,“ sagði Rúnar. Hann sagði einnig að eina ráðið, sem myndi duga til frambúðar, væri að setja bundið slitlag á völlinn en það væri ekki á framkvæmdaáætlun á næstunni, sennilega ekki fyrr en árið 1993 eða jafnvel ári síðar. „Við erum að gæla við þá hugmynd að taka hraunsalla úr Aðaldals- hrauni og mala hann saman við efn- ið sem er í brautinni og að þessi hraunsalli myndi binda efnið saman. Þetta er trúlega eina ráðið, því það er ekki um það að ræða að fá neitt slitlagsefni annað þama í nágrenni vallarins." Þegar völlurinn hefur verið lokað- ur vegna drullunnar, sem myndast hefur á brautinni, hefur verið bmgð- ið á það ráð að aka farþegum í veg fyrir flug á Akureyri. Rúnar sagði að ef tíöarfar yrði óstöðugt á næstu vikum mætti búast við frekari vand- ræðum á Húsavíkurflugvelli, en ef tíðarfar lagaðist þá myndi völlurinn jafna sig fljótt. Vegna milliliðalausra magninnkaupa og stórgóöra samninga, getum viö nú boðið Echostar gervihnattadiska, til móttöku á fjölbreyttu sjónvarpsefni fyrir alla aldurshópa, á aðeins 74.500,- kr. eða Við töÍQim veCá móti þér / E VISA ■UNOCANO [choSm Samkort greiöslukjör til allt að 12 mán. Við útvegum öll leyfi og ^ sjáum um uppsetningu SKIPHOLT119 SIMI29800 Umboðsmenn, sem selja Echostar gervihnattadlska: Radíónaust Hegri Kf. Þingeyinga Frístund Stapafeli Akureyri Sauöárkróki Húsavík Njarövík Keflavík Samkaup Straumur Blómsturvellir Stálbúöin Rafvirkinn Vöruhús K.Á. Mosfell Kjarni Njarövík ísafiröi Hellissandi Seyðisfirði Eskifiröi Selfossi Hellu Vestm.eyjum Brimnes Húsiö PC tölvan Eyco Rafvv. Sv.Guöm. Tónspil Kf. Borgfirðinga Eiríkur Guöm.son Vestm.eyjum Stykkishólmi Akramesi Egilsstöðum Egilsstööum Neskaupstaö Borgarnesi Flateyri f'tT' |'H ilTf——yBa— m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.