Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Ef Flugieiðir leggja leiguflug niður:
ftntnm InitaA til
WlrHIIII WrliCWi Ul
erlendra aðila
rr *• /*.• *| « j i • / ♦ r* « i *r* i r>
„Viðhöfumalltafáttvöláleigu- sagðist ekki sjá nein afgerandi flug þó aö það hefði verið dýrara. reynd að Flugleiöir voru hér til
flugi með erlendum flugfélögum og áhrif af því þó að Flugleiðir hœttu Hann hafði þó ekki trú á því að staöar hafl oröiö til þess að erlend
þar að auki er Amarflug áfram á leiguflugienhugmyndirþaraölút- þótt Flugleiðir hættu leiguflugi flugfélög buöu lægra,“ sagði Karl
markaðnum þannig að viö þurfúm andi hafa verið kynntar innan fé- hefði þaö áhrif til lækkunar á verði en Pólaris hefúr samning viö Flug-
ekki að örvænta þó að Flugleiðir lagsins. feröaskrifstofanna. leiðir fram á haust.
hætti leiguflugi sínu,“ sagði Karl Karl sagöi að ferðaskrifstofúmar „Þaö getur nú aldrei orðið um -SMJ
Sigurhjartarson hjá Pólaris og for- heföu yfirleitt valiö þann kost að neina verulega lækkun á verði að
maöur Félags feröaskrifstofa. Karl semja við íslenska aðila um leigu- ræða. Það er hugsanlegt að sú staö-
Eldvamaöryggis gætt með hótfun
Húsið að Rettarhálsi 2 endurbyggt:
og að auki traustari eldvamaveggjum
Hús Gúmmívinnustofunnar að Réttarháisi 2. Það brann til grunna í janúar í einum mesta bruna sem orðið hefur
á íslandi. Vonir standa til að starfseml hefjist að fullu í húsinu í september. DV-mynd GVA
„Húsiö að Réttarhálsi var teiknað
á ný og þá með hliðsjón af öryggis-
ráöstöfunum sem taldar voru nægi-
legar. Nú veröa í þvi traustari hólf-
unarveggir og traustari samskeyti
veggja og þaks. Það ætti því ekki að
fara eins illa ef kviknaði í húsinu
aftur. Minni og traustari eldvama-
hólf, meiri reykútloftun upp úr þaki
og fleiri betrumbætt atriði eiga að
tryggja þaðsagöi Gunnar Ólason
hjá Eldvamaeftirlitinu við DV.
Húsiö að Réttarhálsi 2 brann til
gmnna í byijun ársins í einum mesta
bruna sem orðiö hefur á íslandi.
Kviknaði í húsnæði Gúmmívinnu-
stofúnnar og æddi eldurinn stjóm-
laust um allt húsiö. Mikfll dekkjalag-
er var í kjallaranum og var eldhafið
upp úr honum gifurlegt. í umræðum
eftir brunann var frammistaða
slökkviliðs nokkuð til umræðu og
ekki síst lélegar eldvamir í húsinu.
Vom eldvamaveggir ófullnægjandi
og fáir þannig að þetta stóra hús var
eitt risastórt eldhólf sem slökkviliðið
réð engan veginn við. Lék DV því
forvitni á að vita hvort fylgst væri
með eldvömum við endurbyggingu
hússins.
Byggingafulltrúi hefur samþykkt
breytingar á teikningum og þær
munu hafa verið samþykktar hjá
Brunamálastofnun. Þegar endur-
byggingu hússins verður lokiö síðar
í sumar veröur endanleg úttekt gerð
á húsinu með tflliti tfl eldvama.
Gunnar Ólason sagði að dekkjalag-
er yrði leyfður í kjallara hússins en
harm hólfaður betur niður og ein-
angraður frá gólfhæðinni.
Að sögn þeirra hjá Gúmmívinnu-
stofúnni er ætlunin að hefja sólningu
um miðjan ágúst og hefja aðra starf-
semi fyrirtækisins í húsinu skömmu
síðar. -hlh
Evrópumót í bridge:
Svíar eru efstir
en íslendingar
neðarlega
Evrópumótið í bridge hófst í Turku
í Finnlandi síðastliðinn sunnudag.
íslenska liðið, sem skipaö er 6 spilur-
um, byrjaði vel í tveimur fyrstu leikj-
unum og vermdi áttimda sætið af 25
þjóðum eftir fyrsta keppnisdaginn. í
fyrsta leiknum var spilað gegn Vest-
ur Þjóðverjum og vannst þar naum-
ur sigur, 16-14. Síöan kom sigur gegn
Sovétmönnum, 17 'A-12. í fyrri leikn-
um á mánudaginn kom slæmt tap
gegn Hollendingum, 8-22 og datt
landinn við það niður í 17. sæti.
Næstu leikir eru gegn fyrrum
heimsmeisturum ítala, og síðan gegn
írlandi og Tékkóslóvakíu. Að þremur
umferðum loknum er sveit Svía efst
með 62 stig, Hollendingar í öðru sæti
með 61, Austurríkismenn 5714, Tékk-
ar og Bretar með 57 stig. íslendingar
voru með 41 14 stig í 17. sæti. Mótinu
lýkur um miðjan júlímánuð.
í íslenska landsliöinu eru Guð-
mundur Páll Amarson-Þorlákur
Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen-
Ragnar Magnússon og Valur Sig-
urðsson-Jónas P. Erlingsson. Fyrir-
liði án spflamennsku er hinn gamal-
reyndi spflakappi, Hjalti Elíasson.
-ÍS
Húsavík:
Víðförult þrast-
arhreiður
Jóhannes Siguijánsscm, DV, Húsavík;
Þrestir virðast vera með meiri bíla-
dellu en aðrir fuglar. Það var frægt
fyrr í sumar þegar þröstur gerði sér
hreiður í fólksbíl austur í Keldu-
hverfi og umboð viðkomandi bíls
skaffaði eigandanum bifreið tfl af-
nota þar til þrösturinn hefði komið
ungum sínum á legg.
Enn meiri bíladelluþröstur skaut
upp kollinum á Húsavík á dögunum.
Sá hafði gert sér hreiður á grind
undir palli á Volvo-vörubifreiö í eigu
Skipaafgreiöslu Húsavíkur. Og raun-
ar hafði hreiðrið verið á ferð, ef ekki
flugi, því daginn áður en hreiðrið
fannst með fjórum eggjum hafði
umrædd bifreið veriö í notkun.
Þetta virtist ekki hafa haft nokkur
áhrif á útungunartflraunir þrastar-
ins sem lá á eins og ekkert hefði í
skorist þegar að var komið.
Spámenn í útlöndum
Eins og Dagfari gerði að umtals-
efni í gær hefur Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins og núverandi utanríkis-
ráðherra, verið skipaöur formaður
í sérstakri viðræðunefnd EFTA
landanna við Evrópubandalagiö.
Jóni Baldvin er sýnt mikið traust
og hann ætlar að sanna að hann
sé traustsins verður, með því að
helga sig þessu mikflvæga starfi
næstu sex mánuðina. Jón Baldvin
veröur að sækja á milli tuttugu og
þijátíu fundi á hálfu ári. Þessi
fúndaherferð er svosum ekki mikið
mál fyrir Jón Baldvin sem er
fundavanur maður og hélt hundrað
fundi hér um árið þegar hann var
að spyija íslendinga hver ætti
landið.
En hundrað fundir á íslandi eru
ekki það sama og tuttugu fundir í
útlöndum og þess vegna verður Jón
Baldvin að fá sér ráðherra í utan-
ríkisráðuneytiö af því að hann má
ekki sjálfúr vera aö því að vera
ráðherra. Þaö er virðingarvert þeg-
ar ráðherrar viðurkenna fyrir
sjálfum sér og öðrum aö þeir megi
ekki vera að því að vera ráðherrar
og gætu ýmsir aðrir ráðherrar
margt lært af Jóni í þessu sam-
bandi.
Islendingum er mikill heiður aö
því að Jón Baldvin skuli vera settur
í forsæti fyrir EFTA löndunum og
sannast enn einu sinni að enginn
er spámaöur í sínu föðurlandi. Jóni
og Alþýðuflokknum hefur gengiö
erfiðlega að leiöa íslensku þjóðinni
það fyrir sjónir hversu merkflegir
þeir eru. Samkvæmt síðustu skoð-
anakönnunum er fylgi kratanna
komið niður í átta prósent og ríkis-
stjómin, sem þeir mynduðu með
Framsókn og kommum, er óvin-
sælasta ríkisstjóm sem nokkm
sinni hefur setið hér á landi og er
þá langt til jafnaö. En eftir því sem
vinsældunum hrakar á heimavelli,
eykst hróöur þeirra kratanna á
erlendum vettvangi. Annaðhvort
er þjóðin ekki nægflega stór fyrir
Alþýðuflokkinn eða þá að Alþýðu-
flokkurinn er of stór fyrir þjóðina.
Enda hafa þeir alltaf sagt að jafnað-
arstefnan væri alþjóðleg manngild-
ishugsjón sem ætti sér engin landa-
mæri. Þeir spjara sig í útlöndum,
meðan íslenskir kjósendur kunna
ekki gott að meta.
Það er ekki aðeins Jón Baldvin
sem öðlast frama á erlendri grund.
Fráfarandi formenn Alþýðuflokks-
ins hafa allir gert það gott 1 útlönd-
um og miklu betra en hér heima.
Kjartan Jóhannsson hefur verið
settur sem sérstakur fastafulltrúi í
Brassel eftir að hafa verið hrakinn
úr formennskunni í krataflokkn-
um hér upp á ísaköldu landi. Þar
fyrst nýtur Kjartan sín.
Sömu sögu er að segja af Bene-
dikt Gröndal. Effir að kratamir
höfðu sparkað honum og talið hann
hundónýtan formann gerðist Bene-
dikt sendiherrá í Svíþjóð og stóð
sig svo afburðavel aö hann var
gerður sendiherra með aðsetri hér
heima. En þá var hann settur í
ferðabann af Jóni Baldvin og aum-
ingja Benna leiddist -svo rosalega
að vera hér heima innan um alla
Islendingana sem ekki kunna að
meta hann aö svo fór að Benedikt
sagði upp.
Sem betur fer var Jón Baldvin
formaður Alþýðuflokksins þegar
Benedikt sagði upp og Jón sá strax
að hér færi dýrmætur starfskraftur
tfl spillis fyrir umheiminn og snar-
aði sér samstundis heim tfl að skipa
Benedikt sendiherra hjá Samein-
uðu þjóðunum. Þá tók Benni gleði
sína á nýjan leik enda þarf hann
ekki að hanga hér heima á Fróni
og getur nýtt hæfileika sína eins
og Kjartan og Jón Baldvin í útlönd-
um þar sem fólk er ekki að ónotast
út í Alþýðuflokkinn.
Þannig er formennska í Alþýðu-
flokknum augljós trygging fyrir
alþjóðlegum hæfileikum og nú er
bara að vona að Alþýðuflokkurinn
skipti nógu ört um formenn á
næstu árum svo við eignumst fleiri
frammámenn í útlöndum.
Enda þótt alþjóðahyggja jafnaö-
armanna falli í grýttan jarðveg hjá
afskekktri þjóð og fái lítið sem ekk-
ert fylgi er það deginum ljósara að
íslenskir jafnaðarmenn era mis-
skildir og vanvirtir þangað til þeir
komast í útlönd. Við eigum að flytja
þessa menn út en ekki að vera að
ergja þá og þjóðina með því aö hafa
þá í innanlandspólitík sem engum
gerir gagn. Jón Baldvin á það vel
skilið að fá sér ráðherra á meðan
hann má ekki vera að því að vera
ráðherra sjálfur.
Dagfari