Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Page 25
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. 33 Ást f 1 sædýra- safni Háhyrningar eru blíðlyndar skepnur og alls ekki eins ógnvekjandi og stærð þeirra gefur til kynna. Þetta ást- fangna hvalapar býr í sædýrasafninu í Orlando á Flórída. Hún heitir Kandu og vegur 2,2 tonn og er rúmir fimm metrar á lengd. Karlinn, Shamu, sem vegur hátt i 5 tonn, er metra lengri en frúin. Kálfurinn, sem er tæp 600 kíló, virðist hálfruglaður á atlotum foreldranna og vill líka smá athygli og blíðu. Afmælis bamið Mike ( Tyson Sviðsljós Leikkonan Zsa Zsa Gabor hefur nú‘veriö ákærö fjTÍr aö beija löggu sem bókaöi hana fyrir að alca am meö útrunna númers- plötu. Ömrur ákæruatriði eru: að hindra lögregiu í starfi, óend- urnýjað ökuskírteini, að geyma opna afengisflösku í bilnum og ólögleg númersplata. Ef Gabor verður fúndin sek um öll ákæruatriöin hlýtur hún fang- elsisdóm í tvö ár og sekt upp á rúmar 200 þúsund krónur. Hún heimtar hins vegar aö lög- regfan biðji sig afsökunar á óþæg- indum og meiðslum undan hand- jámum. Ekki segist frúin, sem stendur nú á sjötugu, ætla í mái við yfirvöld, afsökun af þeirra hálfu nægi alveg. Zsa Zsa Gabor stendur í nokk- urs konar krossferð um þessar mundir og segist berjast fyrir all- ar bandarískar konur sem lenda í ómjúkum höndum lögreghmn- ar. Hún segir lögguna ekki gera greinannun á meöferö fílefldra glæpamanna og viökvæmra kvenna. Hundurinn Bosco situr í stól borgarstjóra í smá- bænum Sunol í Kalifomíu. Þar tíðkast ekki pólitískt kjörnir fiúl- trúar og öll stjórnmálaumræða gjörsamlega farin í hundana. Bosco hefur setið átta ár á valda- stóli og virðist ekkert lát á vin- sældum hans. Þó einhveijum þyki sitthvaö loðið við þetta fyrir- komulag eru íbúamir hæstán- ægðir og finnst öll gagnrýni tík- arlegt nöldur. íslenskir kjósend- ur ættu ef til viU að íhuga þennan valkost nú þegar himdahcdd hef- ur verið leyft í Reykjavík. Ólyginn sagði... Eddie Murphy situr í súpunni þessa dagana. Leikkonan Michael Michelle hef- ur stefnt honum fyrir rétt og kraf- ist 75 milljóna dollara í skaðabæt- ur. Hún fullyrðir að Murphy hafi látið reka hana frá mynd, sem hann leikstýrir, fyrir að vilja ekki þýðast hann. Murphy, sem er sagður eftirsóttasti skrokkur í Hollywood, er öskuvondur og vís- ar kærunni til móðurhúsanna. Hann fullyrðir að þessu hafi verið þveröfugt farið því hann hafi þurft að verja hendur sínar fyrir linnulausri ásókn leikkonunnar. Roseanne situr líka í súpuskál því fyrrver- andi eiginmaður hennar hefur krafist þess að hún verði dæmd óhæf móðir og hann fái umráða- rétt yfir þremur börnum þeirra. Þau hjónin hafa ákveðið að slíta samvistum eftir 15 ára hjónaband svo leikkonan hnellna geti ein- beitt sér að ástarsambandi sínu við gamanleikarann Tom Arnold. Klögumálin ganga á víxl og bæöi ásaka hitt um andlega grimmd og vanrækslu í uppeldi bam- anna. Roseanne dvaidi um hríð á geðsjúkrahúsi fyrir nokkrum árum og nú hefur Jessica, elsta dóttir þeirra hjóna, verið sett bak við lás og slá í bólstraðan klefa. Hnefaleikakappinn Mike Tyson hélt upp á 23 ára aimæli sitt 30. júní. Vinir hans tærðu honum þessa geysistóru tertu í afmælisgjöf og óþekktarormurinn gat ekki stillt sig um að pota svolítið í hana á undan gestunum. Tertuskreyting- in minnir á hnefaleikasal og efst trónir hringurínn með bardagamenn innanborðs. Símamynd Reuter Eins og hundur og köttur Sambúð hunds og kattar er oft á tiðum mjög stormasöm eins og myndin sannar. Hér hefur hvutti komist yfir vopn í baráttunni og sprautar úr sótavatnsflöskunni án afláts. Kettinum er greinilega mikið brugðið enda á hann ekkert svar við slikum baráttuaðferðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.