Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 7
7 ■3 LAIjJQAPDApyp.lð-fJÚLiÍ; 1989. DV Fréttir ORYGGISÞJÖNUSTA STOfNSETT mi Fiska- og náttúrugripasafnið 1 Vestmannaeyjum: 23 punda á Devon í Miðflarðará: Stærsti lax sumarsins Hef ur verið starfrækt í tuttugu og fimm ár - 500 tonn af sjó fara í gegnum húsið á sólarhring „Safnið var opnað 5. júní 1964 og er því tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Það var Guðlaugur Gísla- son, fyrrverandi bæjarstjóri og al- þingismaður, sem var upphafsmaður að safninu. Hann fékk Friðrik Jesson til að sjá um uppbyggingu safnsins og veita því forstöðu. Friðrik fór bæði til Noregs og Danmerkur þar sem hann kynnti sér svipuð söfn. Hann var safnvörður allt til ársins 1986. Friðrik er orðinn 83 ára gamall og er enn í hálfu starfi hér,“ sagði Kristján Egilsson safnvörður. Kristján, sem er tengdasonur Frið- riks, hefur verið safnvörður frá 1986. Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyj- um þarf ekki að glíma við sama vanda og flest sambærileg söfn er- lendis, það er að fá hreinan sjó. í Vestmannaeyjum er 30 metra djúp borhola við safnahúsið. Úr borhol- unni er dælt tandurhreinum sjó sem fer í búrin. Alls fara 500 tonn af hreinum sjó í gegnum búrin á hverj- um sólarhring. Á safninu er fjöldi lifandi og uppstoppaðra fiska. Þá eru þar um 500 uppstoppaðir fuglar. Árið 1986 fékk Vestmannaeyjabær að gjöf eitt merkilegasta steinasafn hér á landi. Það voru hjónin Sveinn Guðmundsson og Unnur Pálsdóttir sem gáfu steinasafn sitt. Safnið er varðveitt í Náttúrugripasafninu. Á annað þúsund íslenskra steina er í safninu og er aðeins hluti þeirra til sýnis hverju sinni. Sveinn og Unnur höfðu safnað steinunum í áratugi. - Hvemig hafa allir þessir lifandi fiskar borist til safnsins? „Þetta væri ekki hægt nema vegna þess hversu sjómenn hafa reynst okkur hjálplegir. Það er nóg fyrir okkur að hringja út á sjó og láta vita að okkur vanti tiltekinn fisk. Það bregst ekki að sjómennimir koma með það sem okkur vantar. Eins eru þeir sérstaklega þægilegir með að hirða fyrir okkur alla sjaldgæfa fiska. Það hefur bæst talsvert við af furðufiskum eftir að farið var að stunda fiskveiðar á meira dýpi en áður.“ - Kemur meira af íslendingum en erlendum ferðamönnum hingað? „Það er nokkuð svipað. Það koma hingað margir erlendir náttúruunn- endur. Þeir virðast mjög ánægðir. Skólarnir í Vestmannaeyjum nýta safnið við kennslu og eins koma hingað hópar úr öðrum skólum á vorin. Það kostar 150 krónur að skoða safnið. íslendingum þykir það mjög ódýrt en útlendingum finnst það nokkuð dýrt,“ sagði Kristján Egilsson safnvörður. -sme Kristján Egilsson safnvörður. DV-mynd BG „Þetta var feiknalega fallegur lax og veiddist í Hraunpollum fyrir neð- an Brekkulæk í Miðfjarðará og tók Devon,“ sagði Böðvar Sigvaldasson í gærdag, en áður höfðu veiðst 22 punda á Iðunni og 21 punda í hamra- svæðinu í Hvítá. „Það var erlendur veiðimaður sem veiddi fiskinn, grá- lúsugan og nýkominn í ána. Veiðin gengur hægt og sígandi, og eru 240 laxar komnir á land,“ sagði Böðvar ennfremur. G.Bender 'r' SUMARHtJSASTOING Um helgina höldum við sýningu á sérstaklega fallegu og vönduðu TGF sumarhúsi við Reiðhöllina í Víðidal. Einnig verðaþarglaesileg húsgögnfráLÍNUNNIog kynningáþjófa-og eldvörnumfráVARA. Við lofum engu um veðrið, en það verðurheitt á könnunniog eitthvað óvæntfyrir þörnin. Komið og fáið teikningabækling, eða hringið í síma42255/93-86995 og viðsendum bækling um hæl. Verið velkomin, ókeypis aðgangur. TGF SUMARHÚSASÝNING í Reiðhöllinni í Víðidal laugardag og sunnudag ki. 14.00-18.00. . idf TRÉSMIÐJA GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR Haraldur Böðvarsson & Co Akranesi: Lokað í þrjár vikur Garöar Guöjónsson, DV, Akranesú Stærsta fiskvinnslufyrirtækinu á Akranesi, HB & Co, verður lokað um næstu helgi en vinnsla hefst að nýju 9. ágúst. „Við tókum ákvörðun um það í vetur að láta starfsfólkið allt fara í sumarfrí samtímis og loka fyrirtæk- inu í þrjár vikur. Með þessum hætti vonumst við til þess að geta látið kvótann endast út árið,“ sagði Har- aldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri HB & Co, í samtali við DV. Að sögn Haralds mun fyrirtækið varla grípa til þess ráðs að kaupa kvóta en heildarkvóti skipa HB & Co er 1500-2000 tonnum minni í ár en hann var í fyrra. VERÐ FRÁ KR. FYRIR HVERN FARÞEGA ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUSKRIFSTOFUM OKKAR OG FERÐASKRIFSTOFUNUM. ARNARFLUG Veródæmi þetta míöast við tvo fullorðna á Apex-gjaldi, kr. 21.950, og tvö börn með 50% afslætti. Lágmúla 2, simi 91-84477, Austurstæti 22, 91-623060, Fiugstöð Leifs Eiríkssonar, simi 92-50300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.