Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989.
45
Alþjóðlegt námskeið á Hólum 1 Hjaltadal:
Dómar um ís-
lenska hestinn
samræmdir
í síðustu viku var haldið námskeið
á Hólum í Hjaltadal fyrir hestadóm-
ara frá 8 Evrópuiöndum. Tilgangur-
inn var að samræma störf dómara í
þeim löndum þar sem íslenski hest-
urinn er dæmdur. Einnig var ætlun-
in að reyna að minnka innbyrðisós-
amræmi á milli dómara einstakra
landa og að komast að samkomuiagi
um viðmiðanir fyrir dóma á íslensk-
mn hrossum.
Námskeiðið var haldið á vegum
FEIF, alþjóðasambands eigenda ís-
lenskra hesta. Erlendir þátttakendur
voru 21 dómari og að auki fjórir full-
trúar ræktunarstjórnar FEIF. Full-
trúar íslands voru Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur Búnaðar-
félags íslands, Magnús Lárusson,
kennari á Hólum og skipuleggjandi
námskeiðsins, Kristinn Hugason
ráðunautur, Víkingur Gunnarsson
ráðunautur og Ingimar Sveinsson,
kennari í Bændaskólanum á Hvann-
eyri.
Ósamræmi kom fram
Námskeiðiö hófst með ávarpi Jóns
Bjamasonar, skólastjóra á Hólum.
Þorkell Bjarnason og Kristinn Huga-
son fluttu síðan erindi um dómsstörf.
Að sögn Gísla B. Björnssonar, sem
var fylgdarmaður hópsins, hófst
verklegi þáttur námskeiðsins á því
að dæmd voru fimm mismunandi
hross. Þátttakendum var skipt í
hópa. Fyrst dæmdu þeir saman í
hverjum hópi en síðan sjálfstætt. Þar
kom fram ósamræmi bæði innbyrð-
is og gagnvart íslensku dómurun-
um. Höfðu menn ýmislegt við kerf-
ið að athuga sem síðan var rætt
um.
Síðan fékk hver um sig að vita um
frávikin og dómar hópa frá hveiju
landi fyrir sig kannaðir - hvort frá-
vik væru einstaklingsbundin eða á
milli landa. Um þetta var rætt á op-
inskáan hátt. Seinni daginn voru átta
hestar fulldæmdir. Fyrst voru hest-
arnir byggingardæmdir og síðan
sýndir i reið á velh og hæfileikar
metnir. Mest urðu frávikin í dómum
á brokki og í byggingu á baki, lend
og samræmi.
„Reynsla dómaranna er varla eins
mikil og hérlendra dómara," segir
Gísh. „Þeir dæma kannski innan við
hundrað hross á ári þegar íslenskir
dómarar dæma mörg hundruð. Hest-
arnir voru mjög mismunandi og gott
úrval th að dæma. Mikh vinna var
lögð í að ná í heppheg hross og vel
til undirbúnings vandað - vinnugögn
voru til fyrirmyndar og menn fljótir
að reikna út niðurstöður. Dómararn-
ir vissu ekki um hvaða hesta var að
ræða - var það vissara því margt
þekktra hrossa var verið að dæma.
Fannst þátttakendum viðurgjörning-
ur th fyrirmyndar á Hólum,“ segir
Gísh.
Árangursrík og vel
heppnuðferð
„Á þriðja deginum var farið í skoö-
unarferö á milh helstu ræktunarbúa
í Skagafirði. Þá var komið við í
Neðra-Ási og htið á Sokka frá Kolku-
ósi í girðingu með fiölda hryssna.
Einnig voru stóðhestar og hiyssur
Jóns Friðrikssonar á Vatnsleysu
skoðaðar. Þá var komið við í heima-
högum Oturs, Kjarvals og Hervars
hjá Sveini Guðmundssyni á Sauðár-
króki og hryssur og folöld skoðuð
þar. Því næst var farið th Sigurðar
Ingimarssonar á Flugumýri og th
Jóhanns Þorsteinssonar í Miðsifju
og stóð þeirra skoðuö. Auk þess htu
þátttakendur á endurbættar aðstæð-
ur á Vindheimamelum í Skagafirði
þar sem landsmótiö verður haldið á
næsta ári.
Á leiðinni norður hafði verið komið
við á Báreksstöðum í Borgarfirði og
htið á hross þar. Á leiðinni th Reykja-
víkur var svo komið viö hjá Þorkeh
Bjarnasyni á Laugarvatni, þegnar
veitingar og hross skoöuð hjá hon-
um,“ sagði Gísh B. Bjömsson sem
telur að þessi ferð hafi verið árang-
ursrík og skipuleggjendum til mikils
sóma.
-ÓTT
Þorkell Bjamason:
„Profraun a þekkmgu
erlendu gestanna“
„Námskeiðiö var prófraun á
þekkingu erlendu gestanna. Þátt-
takendur voru sumir býsna vel
inni í þessum efiium, en aðrir síðri,
sem eðhlegt er í 30 manna hópi.
Þarna voru t.d. dýralæknar og svo
aöeins leikmenn sem em þá helst
óklárir á hæfheika hrossanna en
betur aö sér hvað snertir útht“,
sagði Þorkell Bjamason, hrossa-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags-
ins, í samtah við DV um nýlokiö
námskeið á Hólum í Hjaltadal.
„Þetta tókst mjög vel. Það eina
sem er hægt að segja að hafi verið
að er að námskeiðið var kannski 1
styttra lagi. Þetta tókst samt í aha
staði mjög vel. Skipulagið var gott
og því sem ætlast var th var fram-
fylgt í hvívetna. Það var Hólaskóh
og Magnús Lárusson sem sáu um
að skipuleggja námskeiöiö. Viö
svona framkvæmd þarf mannskap
sem kann tíl verka.
Mér heyrist á mörmum aö allir
séu ánægðir. Ég heyrði t.d. á tal
tveggja Svía sem töldu að góður
árangur hafi verið af námskeiöinu.
Þama vora allir af vifja gerðir th
að bæta samskipti og samvinnu um
hestadóma íslenska hestsins.
Ég sá ástæðu th þess að vera já-
kvæður gagnvart þessu átaki. Ég
tel að þetta sé vísir að einhveiju
meira í framtíðinni og tel víst að
eftir 2-4 ár geti svona námskeið
endurtekið sig,“ sagöi Þorkeh.
-ÓTT
Egilsstaðir:
Sveiflan á pappír
DV-mynd Sigrún
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum;
í sambandi við jasshátíö á Egils-
stööum á dögunum hélt Árni Elfar,
hinn góðkunni píanisti og teiknari,
sýningu á því sem hann kallar jass-
myndir og einnig sýndi hann teikn-
ingar frá Egilsstöðum.
Árni var á atvinnusýningunni
Drekanum ’89 um mánaöamótin og
festi andht manna á blað en hann er
snjall andhtsteiknari. Árni Elfar,
sem einnig er básúnuleikari í Sinfó-
níuhljómsveit íslands, hefur áður
haldið einkasýningar í Reykjavík, á
Sauðárkrókí og í New York.
Fréttamaður spurði Árna hvað
jassmynd eiginlega væri og hann
svaraði. „Það vora einhveijir aðrir
en ég sem fundu upp þetta nafn en
ég er að reyna að festa sveifluna í
jassinum á pappír."
Árni Elfar og nokkur andlit kunnra manna.
Fréttir
Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur (með derhúfu) á tali við nokkra
erlenda hestadómara á námskeiðinu á Hólum. DV-mynd GBB
Alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta, FEIF, hélt námskeiðið sem aðilar
á Hólum sáu um að skipuleggja af miklum skörungsskap. Tilgangurinn var
að samræma dóma um íslenska hestinn i þeim löndum sem þeir eru stund-
aðir.
Heimsókn frá Eþíópíu
Nýlega komu hingaðtil lands tveir
fuhtrúar Rauða kross Eþíópíu, Ma-
esa Kitaw, sem sæti á í framkvæmd-
aráði félagsins, og Feleke Abebe, for-
maður Rauða kross dehdar í Gojjam-
héraði í Eþíópíu. Heimsóknin er hð-
ur í samstarfi Rauða kross félaga á
íslandi og í Gojjamhéraði en íslend-
ingar hafa um eins árs skeið unnið
að vemdun vantsbóla í Gojjamhér-
aði.
Á vegum RKI starfa tveir sjálf-
boðahðar í Gojjam ásamt sendifuh-
trúa írska Rauða krossins. Vinna
þeir m.a. meö ungmennum í Goj-
jamdehdinni að því að fræða al-
menning um hehsuvernd og nauðsyn
þess að gæta hreinlætis í meðferð
vatns og matvæla.
Einnig mun Rauði krossinn ætla
að hefja fiskveiðar á vatninu Tana,
stærsta stöðuvatni Eþíópíu. Verður
markmiö fiskveiðanna að auka fjöl-
breytni í fæðuvali og skapa atvinnu.
Er áætlað að veiðar geti hafist eftir
tvotilþrjámánuði. -GHK
Eþíópsku gestirnir ásamt Þórönnu Jónsdóttur (yst til vinstri) og Ingu Mar-
gréti Friðriksdóttur sem eru á förum til Eþiópíu. Fyrir framan þau eru nokkr-
ar af þeim saumavélum sem félagar í ungmennahreyfingu RKÍ hafa safnað
og senda á til Gojjam.
Landsfundur Útvarðar
Landsfundur byggðahreyfingar-
innar Útvarðar, samtaka um jafn-
rétti milli landshluta, var haldinn að
Reykjum í Hrútafirði í byijun júlí.
í frétt frá hreyfingunni segir að
„auk hefðbundinna landsfundar-
starfa, var meginviðfangsefni fund-
arins umræða um starfsemi samtak-
anna höið ár og helstu framtíðar-
verkefni. Framsöguerindi fluttu Vh-
hjálmur Eghsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands, Gunnar
Sæmundsson, formaður Búnaðar-
sambands V-Húnvetninga, og Ólafur
Oddsson, héraðslæknir á Akureyri.
Að loknum framsöguerindum urðu
miklar og málefnalegar umræður.
Áberandi grunntónn fundarins var
einhugur um þaö að leita sem við-
tækastrar samvinnu til aðgerða er
jafni og treysti búsetu og lífskjör um
land allt.“
Á landsfundinum var kosið í sfjórn
Útvarðar. Hlöðver Hlöðversson,
Björgum, S-Þing„ var kosinn for-
maður; Sjöfn Hahdórsdóttir, Hátúni,
Ölf., Ám„ varaformaður; Þórarinn
Mrasson, Skriðuklaustri, N-Múl.,
gjaldkeri; Gunnlaugur Júhusson,
Reykjavjk, ritari, og Magnús B. Jóns-
son, Hvanneyri, Borg., meðstjóm-
andi. -GHK