Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 15
LAUGÁRDAGUR 15. JtjLÍ' 1989. 15 Ser er nú hvert lýðræðið! í gær voru liðin tvö hundruð ár frá því að Parísarmúgurinn réðst á Bastilluna. Sá atburður er talinn upphaf byltingarinnar sem er sögð móðir allra mannréttinda og lýð- ræðis. Lýðræðið var svo mikið að lýðurinn efndi til blóðbaðs sér til skemmtunar. Áður en yfir lauk voru byltingarforingjamir sjálfir leiddir á höggstokkinn. Svo fór einnig um konunginn og reyndar var Napóleon svikinn í tryggðum og allt var þetta afsprengi valda- töku lýðsins. Kannski kann ein- hver að segja að þeim hafi verið fómað í þágu mannréttindanna sem á eftir fylgdu en ansi hefur það tekið langan tíma og énn er hálfur heimurinn að verða sér úti um mannréttindi. Hvað skyldu þeir vera margir sem hafa fómað sér í þágu þeirrar baráttu án þess að hafa fengið umbun fyrir dauða sinn? Franska stjómarbyltingin er lofsungin og vegsömuð í tilefni af- mælisins. Frakkland er í hátíðar- búningi og lýðskrumarar allra landa hamast við að rekja ættir sín- ar og völd til Bastillunnar. Allir vildu Lilju kveðiö hafa. Og gera hosur sínar grænar fyrir lýðræð- inu. En byltingin var engin skraut- sýning meðan hún fór fram. Frakk- arnir eru ennþá með óbragð í munninum. Kannski em hátíðar- höldin að einhveiju leyti uppgjör við samviskuna, nokkurs konar syndajátning gagnvart þeim þús- undum sem leiddar vom á högg- stokkinn til þess eins að svala drápsfýsn og hefndarþorsta. Mér er enn í bamsminni ógeðið sem ég hafði á Dantes, Robespierre, Marat og öllum þeim félögum sem voru forsprakkar frönsku stjómar- byltingarinnar. Það voru áhrifin af sögukennslunni í skólanum og lýsingunum á grimmd skrílsins. Svo fékk maður á sama tíma upp í hendurnar hetjusögur og bíómynd- ir af góðu aðalsmönnunum, rauðu akurliljunni og markgreifunum í .höllunum sem björguðu fallegu stúlkunum og saklausa fólkinu undan blóðþyrstri fallöxinni. Fagnaðarerindið Það er auðvitað ljóst að mannfall- ið í byltingunni var að mestu óþarft ef tilgangurinn var sá að bjarga mannréttindunum. Menn em alltaf að réttlæta afbrot sín með göfugum málstað. Tilgangurinn helgar meðalið, segja frelsaramir í mann- kynssögunni og þvo hendur sínar. Lýðréttindin vom innan seilingar á Frakklandi átjándu aldar, hvort sem aðalsmenn og efnamenn liíðu eða dóu. Það þurfti engan barbar- isma til að knýja kónginn frá völd- um. í Bandaríkjunum höfðu frum- heijamir samið mannréttinda- skrána allmörgum áram áður og Rousseau hafði sáð sínum kenning- um með skrifum og ádeiluritum og það var aðeins tímaspursmál hve- nær Frakkar og raunar aðrir Evr- ópumenn fengju meira frelsi. Athyglisvert er að Rousseau var lærifaðir fleiri heldur en samtíma- manna sinna. Á þriöja áratug þess- arar aldar skrifaði Einar Olgeirs- son mikinn dýrðaróð um Rousseau og heimfærði kenningar hans upp á nýjustu mannréttindabaráttuna sem kennd var við Marx og Lenín. Kommúnisminn fékk sína byltingu í Rússlandi og hefur verið helsta fagnaðarerindi nútímans. Þar var líka verið að bjarga óbreyttum al- múganum undan einveldinu og aðlinum. Færa fólkinu frelsið. í upphafi rússnesku byltingar- innar hefði sönnum kommúnista ekki leyfst að skrifa af slíkri innlif- un um franskan heimspeking nema vegna þess að Kremlarveldið hafði á honum velþóknun. Einar fylgdi línunni eins og sannur félagi og gerði það betur en flestir aðrir, slíkur mælsku- og ritsnillingur sem hann var. Kenningar Rousseau urðu kommúnistum fyrirmynd til að beijast fyrir alræði öreiganna og valdi lýðsins. Hvergi hefur þó Biblíunni verið snúið jafnrækilega upp á andskotann og einmitt í kommúnismanum og hvergi hefur alræði lýðsins verið eins fótum troðið og í Rússíá sem þykist þó vera holdi klædd ímynd allra þeirra hugsjóna sem byltingin í Frakklandi skóp. Skálkaskjól Þannig hefur lýðræðið verið skipulega misnotað til að troða á lýðnum allt frá því að lýðræðið var fundið upp. Þeir em ófáir einræðis- herrarnir og harðstjóramir sem hafa komist til valda í nafni frelsis, jafnréttis og bræðralags. Þegar menn tala um lýðræði og frelsi meina þeir oftast að lýðurinn þurfi að færa þeim sjálfum meiri völd. Því hærra sem ákallið til lýðræðis- ins hljómar því áfiáðari er hróp- andinn í meiri mannaforráð. Því meir sem hann talar um valdið til fólksins þvi meir er hann ofurseld- ur eigin valdafíkn. Lýðræðishug- takið er algengasta skálkaskjól hinna valdasjúku til að hrifsa völd- in frá lýðnum. Ekkert orð, engin hugsjón hefur verið misnotuð jafnrækilega í mannkynssögunni. Og það skrítna er að fólk hefur alltaf fallið íyrir þessum blekkingum, lýðskrumur- um og frelsishetjum sem biðla til almennings í nafni lýðræðisins til að sölsa valdið undir sjálfa sig. Ég þekki engan stjórnmálamann sem tekur lýðræðið sér í munn án þess að meina um leið að hann sjálfur eigi að fá að ráða. Enda eru stjóm- málamenn allra landa og allra tíma uppteknir við að hafa vit fyrir fólk- inu eftir að þeir hafa fengið umboð til að þjóna því. Öfgamar eru vitaskuld meiri í þjóðlöndum þar sem byltingar í nafni hugsjónanna hafa réttlætt fjöldamorð. Robespierre drap í nafni byltingarinnar. Stalín drap í nafni alræðis öreiganna. Hitler drap í nafni hins þjóðlega sósíal- isma. Allir litlu harðstjóramir hér og hvar í heiminum hafa drepið í nafni fólksins og frelsisins. Þetta era öfgarnar. En hinir em líka sekir sem hafa hrifsað til sín völd, ráðið ráðum fjöldans, sölsað undir sig ríkidæmi, embætti og yfirráð í krafti þess áróðurs að það sé fólkinu fyrir bestu. Afskræmingin Hér á íslandi er lýðræðið talið standa föstum fótum. Hér hafa menn ekki verið drepnir í þágu þess. En hér hafa blekkingarnar líka viðgengist. Efnt er til kosninga fiórða hvert ár og fólkinu sagt að það sé liður í lýðræðinu að kjósa sér stjóm. Kosningarétturinn er hins vegar bútaður niður eftir landshlutum og hvert atkvæði hef- ur tvöfalt og jafnvel þrefalt vægi eftir því hvar kjósandinn leyfir sér að búa. í gamla daga fengu hvorki konur né efnalausir sveitarómagar kosningarétt. Lýðræðið var tak- markað eftir kynhormónum og efnahag. Nú á dögum er kosning- arrétturinn hins vegar takmarkað- ur við búsetu. Og svo er kosið í nafni lýðræðisins og þingmenn setjast á þing og spyija hvorki kóng né prest um framhaldið. Eða hve- nær hefur stjómmálaflokkunum komið það við hvort þessi flokkur eða hinn hafi tapað í kosningum? Þeir mynda stjómir eins og þeim sýnist til að sækjast eftir völdun- um. Þeir semja sín í milli, skipta um ráðherrastóla og skipta jafnvel um stjórnarflokka á miðju kjör- tímabúi eins og að drekka vatn. Lýðurinn er aldrei spurður álits. Nú er það raunar nýjasta kenn- ingin í pólitíkinni hér heima að þjóðin þurfi á óvinsælli ríkisstjóm að halda. Það sé henni fyrir bestu að sem fæstir styðji stjórnina! Það er ekki að spyija að lýðræðisást- inni! Hvenær var fólkið spurt áhts þeg- ar Alþýðubandalagið var gert að mesta valdaflokki þjóðarinnar á síðastliðnu hausti? Hvenær var fólkið spurt álits þegar formaður íslenskra aðalverktaka fékk allar milljónirnar í umbun fyrir að gegna formennskunni í þágu þjóð- arinnar? Hvenær er almenningur spurður álits þegar tekist er á um hagsmuni þéttbýlis og dreifbýlis, stöðu atvinnuveganna, sölu Út- vegsbankans, skattlagningu fast- eigna, byggingu ráðhúss eða eyðslu ríkissjóðs langt fram úr fjárlögum? Þó er það s^ðastnefnda brot á stjómarskrá eins og raunar svo margt annað sem kjömir fulltrúar aðhafast í nafni lýðræðisins. Sér er nú hvert lýðræðið! Svo þegar skoðanakannanir benda til að kjósendur hafi lítið sem ekkert álit á Alþingi móðgast for- seti Alþingis og sendir fólkinu tón- inn. Segir að fólk sé „hætt að hugsa og afgreiði störf alþingismanna með heimskulegum athugasemd- um“. Höfum við heyrt þetta áður? Vér einir vitum. Ny heimsmynd Völd felast í svo mörgu. Þau fel- ast í eignarrétti og auðæfum, þau felast í greind og menntun, þau fel- ast í kúgun og ógn. Að nafninu til getur lýðræðið verið í orði, allt slétt og fellt á yfirborðinu og allir jafnir fyrir lögum. En þegar betur er að gáð koma krumpumar í ljós, bæði í orði og á borði. Jafnréttið og frels- ið og bræðralagið, sem fránska stjórnarbyltingin hafði að leiðar- Ijósi, er þymum stráð harmsaga um misheppnaða framkvæmd þessara hugsjóna. Við eigum enn eftir að sjá það fyrirmyndarríki þar sem lýðræðið blómstrar í allri þeirri dýrð sem Rousseau dreymdi um. Nú má enginn halda að undirrit- aður sé að fordæma lýðræðið og frönsku stjómarbyltinguna. Áhrif hennar em mikil og hugmyndir lýðræðisins festu rætur í nýjum stjórnarskrám, auknu frelsi og al- mennum mannréttindum. Heimur- inn tók á sig nýja mynd og ekki er til betri málstaður að lifa fyrir né heldur verðugri hugsjón að deyja fyrir. Hér er heldur ekki verið að lasta lýðræðið heldur er verið að benda á misnotkun þess, takmark- anir þess og hræsnina sem því er samfara. Lýðræðiö er mesti veik- leiki lýðræðisins. Við sjáum að enn er meira en helmingur mannkyns án þessara réttinda, enn eru einræðisherrar að iroða á fólkinu, enn em kjörorð byltingarmannanna í fullu gildi. Fjölmennasta þjóð veraldar var kramin undir skriðdrekum valds- herranna í síðasta mánuði og á morgun verður ný og blóðug bylt- ing framin einhvers staðar í þriðja heiminum. Á þessari stundu, í þessum töluðu orðum, er einhver vitsmunaveran í íslenskum stjóm- málum að segja kjósendum sínum fyrir verkum. Hér er ennþá verk að vinna því lýðskrumarar allra tíma hafa gert það að vana sínum að snobba fyrir lýðræðinu þegar þeir meina minnst með því. Þeir sem hávaðasamastir em í lýðræðisástinni era hættuleg- astir lýðræðinu. Það sannar sagan, það sannar fallöxin í öllum sínum blóðsúthellingum, miskunnarleysi og fyrirlitningu á mannslífum. Lýðræðiskenningar nútímans kunna að vera komnar til ára sinna. En baráttan fyrir þeim er rétt að hefjast. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.