Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. JULÍ 1989. Kvikmyndir Það má færa sterk rök fyrir því aö ef handrit að kvikmynd er ekki í lagi, þá eru litlar líkur á því að myndin geti orðið góð. Að vísu eru til undantekningar, t.d. þegar beitt er miklum tæknibrellum svo áhorfendur gleyma því um hvað myndin snýst, eins og í mörgum þeim myndum sem eiga að gerast í framtíðinni. Það viðurkenna flestir, sem vinna viö kvikmyndagerð, aö erfitt er að fá frumsamið kvikmynda- handrit sem er vel unnið og gefur góða möguleika á myndrænni út- færslu. Það er enginn hægöarleik- ur að halda athygh áhorfandans vel vakandi á sama tíma og verið er að spinna söguþráð sem eitt- hvert vit er í. En margir gera þetta vel eins og fjölmörg dæmi sýna. En það eru þó fleiri sem láta sér nægja að sækja söguþráðinn til bókar sem síðan er sniðin að fonni kvikmyndarinnar sem byggir á hraðri atburðarás þar sem ekki eru leyfð löng samtöl eða gefin nein tækifæri til að byggja upp söguper- sónurnar í rólegheitum. Það er því ekki óalgengt að lesa að hin eða þessi kvikmynd hafi verið byggð á bók einhvers rithöfundar. Það er alltaf erfitt að sjá kvik- mynd ef viðkomandi hefur lesið bókina áður því kvikmyndahand- ritið fylgir aldrei bókinni vel eftir og því fá kvikmyndaáhorfendur það á tilfinninguna að það vanti eitthvað. Sama gildir um þá sem lesa bókina eftir að hafa séð mynd- ina, þvi þeim firrnst einnig eitthvað vanta. Það er hægt að nefna mý- mörg dæmi um myndir sem byggð- ar eru á góðri bók en reynast alger- lega mislukkaðar. Má þar nefna mynd eins og The Magus (1968) sem byggð var á hinni frábæru bók John Fowles með þeim Anthony Quinn, Candice Bergen og Michael Caine í aðalhlutverkum. Hins veg- ar má einnig nefna góðar myndir eins og The Godfather sem byggð París að næturlagi ur engan tíma til að sinna. Hún á einnig einlægan karlkynsaðdáenda sem hún lítur niður á. Á sama tíma stendur Clara í stríði við fyrrver- andi viðskiptafélaga eiginmanns síns sem hefur tapað öllu og reynir nú að kúga fé út úr henni. Svo má ekki gleyma Wallace, ungum, bráðgáfuðum og myndarlegum manni sem hún hittir og fellur fyr- ir. Það er því ekki nema von að * Clara reynist erfitt að uppfylla hug- sjón sína um að vera ábyrg gerða sinna. Enda missir hún algerlega stjóm á lífi sínu þegar hún er send til Parísar fyrir flokkinn til að taka þátt í stjómmálaþingi. Teningun- um er kastað og hringurinn þreng- ist sem endar með morði. Stjómmál. Það má lýsa Paris By Night sem spennumynd með þjóð- félagslegan undirtón. Það tók Hare um fjögur ár að fjármagna og gera þessa mynd. Clare er frekar frá- hrindandi persóna, ágeng, ráðrík og skapstór sem gerir ýmsa hluti sem hæfa ekki hennar stöðu í þjóð- félaginu. Því reyndust framleiö- endur tregir til aö fjármagna myndina því þeir vom aö leita eftir persónuleika á borð við Melanie Griffith í myndinni Working Girl sem nýlega var sýnd hérlendis. Hún endaði á toppnum í lok mynd- arinnar eftir að hafa sýnt hvað í henni bjó á gamla góða bandaríska mátann. Hinn stjórnmálalegi bakgrunnur getur heldur varla talist upplífg- andi. Hara ætlaði sér að kvik- mynda í París, Strasbourg og Bmssel til að ná andrúmslofti Efnahagsbandalagsins. Hann gafst þó upp á Strasbourg sem honum fannst einstaklega niðurdrepandi og lítt myndræn borg. „Efnahags- bandalagið er mjög spennandi bak- gmnnur. Þar er mikiö um dýrðir, peninga, tísku, lúxusbíla og svo risnureikninga. Þú sérð alltaf Bar- böru Castle á tali við hóp fólks sem yfirleitt veit aldrei um hvað hún er að tala.“ Þetta eru orð sem höfð voru eftir Hara nýlega í bresku tímariti. Kvenfólk virðist alltaf fara með stór hlutverk í verkum Hara. Hann hefur oft átt í útistöðum við þeirra Breta niðri við Thames. Fyr- ir þá sem vilja forvitnast meira um verk Hare má nefna að hann hefur skrifað leikritin Pravda (með How- ard Brenton), Plenty, The Bay At Nice og Wrecked Eggs ásamt því að skrifa handritið að myndunum Dreams Of Leaving, Licking Hitler, Wetherby og svo Saigon. Kvíkmyndir Baldur Hjaltason Stjómmál í myndinni Paris By Night fjallar Hare um konur, ást og stjórnmál. Söguhetjan er Clara, sem leikin er af Charlotte Rampling. Hún er ung og upprennandi stjarna innan breska íhaldsflokksins sem hefur verið ahn upp undir stjórnmálaleg- um áhrifum Thatcher. Hún er nokkurs konar aukaafurð Thatc- her-stefnunnar sem heldur því fram að fólk eigi að hjálpa sér sjálft og vera ábyrgt gerða sinna. En hlutirnir eru ekki svona einfaldir. Clara er gift drykkfelldum þing- manni sem hún fyrirlítur og saman eiga þau sjúkan son sem Clara hef- kvenréttindakonur sem ekki eru alltaf sammála hvernig hann setur fram hlutverk kynsystra sinna. „Já, ég fór illa út úr þeirri viður- eign,“ hefur verið haft eftir honum. „Eg gat ekki unnið þá baráttu. Ef þú skrifaðir handrit þar sem engin kvenhlutverk voru varstu skam- maður. Ef þú skrifaðir handrit þar sem allar aðalpersónurnar voru kvenkyns varstu einnig skammað- ur vegna þess að þú varst karlmað- ur.“ Einn góður leikritahöfundur gerði líka góölátlegt grín að Hara þegar hann sagði: „í verkum Os- borne eru þaö karlmenn sem hrópa á konur en í verkum David eru það konur sem hrópa á menn.“ Það má rekja þessa áráttu David Hare allt aftur til 1970 þegar hann skrifaöi Slag þar sem hann fjallaði um skólaár sín. Þungamiðjan í verkinu voru þrjár illkvittnar og leiðar konur. Síðan komu verkin sem á færibandi. Það sem gerir Paris By Night ef til vill frábrugðna öðrum verkum Hara er tilraun hans til að skrifa um stefnu Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands. Hann er einnig hissa á hve fáir rit- höfundar hafi látið í sér heyra mið- að við hve Thatcher hefur rekið stefnu sína af mikilli einurð og krafti. Má því líta á Paris By Night sem ákveðið innlegg Hara í þessa umræðu. Leikritaskáldið, rithöfundurinn og leikstjórinn David Hare. um leikverkiö til kynningar og nær einnig til mun fleiri áhorfenda en leiksýning. Hér má nefna sem dæmi myndir á borð við Annie (1982) og Oklahoma (1955) eftir samnefndum Broadway-söngleikj- um og svo af nýlegri myndum Ag- nes Of God (1985) þar sem þær Jane Fonda og Anne Bancroft hlutu báð- ar útnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Hins vegar telst það mjög sjaldgæft að leikrit, sem er unnið upp úr kvikmyndahandriti, sé sett á svið. Tveir miðlar. Það er einnig frekar óalgengt að sami maður skrifi bók og kvikmyndahandritiö síðan í framhaldi af því. Rithöfundar eru oft á tiðum titlaðir sem ráðgjafar kvikmyndahandritahöfunda eða jafnvel sem aðstoðarhandritahöf- undar en í raun fá þeir að ráða litlu þótt tillit sé tekið til ábendinga þeirra. En þó eru til rithöfundar sem eru jafnskrifandi sem bókar- höfundar eða kvikmyndahandrita- höfundar. Og ekki sakar þaö ef rit- höfundurinn getur líka tekið að sér leikstjóm eins og Bretinn David Hare hefur sýnt að hægt er að gera með góðu móti. Samtímis og nýjasta mynd David Hare, sem ber nafnið Paris By Night, var frumsýnd í London í vor, var verið að sýna leikritið The Secret Rapture 1 þjóðleikhúsi Það er Charlotte Rampling sem fer með aðalhlutverkið i Paris By Night. var á verðlaunabók Mario Puzo. Hér spilar náttúrlega margt inn í. í fyrsta lagi vom leikaramir frá- bærir með Marlon Brando í aðal- hlutverki en auk þess var Ford Coppola að sýna sig og sanna sem leikstjóri. En kvikmyndahandritahöfundar leita fanga hjá fleiri en rithöfund- um bóka. Þeir notfæra sér einnig leikritin. Ef leikrit slær í gegn má telja líklegt að þaö verði fyrr eöa síðar fært yfir á hvíta tjaldið. Kvik- myndin getur notfært sér umtalið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.