Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. JÚLl 1989. Utanríkisráðherrar frá „Það er enginn dans á rósum að vera í utanríkisþjónustunni. Það er bæði álag á heimilið og fjölskylduna. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir börnin þegar flutt er milli landa á 4-6 ára fresti. Eiginkonan vinnur kaup- laust meiri háttar störf sem seint verða metin að verðleikum.“ Það er Hannes Jónsson sendiherra sem svo mæhr. Hann veit manna best hvað felst í því að starfa í utan- ríkisþjónustunni því þar hefur hann gegnt starfi í liðlega 35 ár. Hann hóf þar störf 1. mars 1954 og hefur gegnt þeim nær óslitið síðan. En hvernig skyldi hafa staðið á því að hann valdi sér þennan starfsvettvang? „Svo einkennilegt sem það kann aö virðast þá hafði aldrei svo mikið sem hvarflað að mér að fara í utan- ríkisþjónustuna. Svo gerðist það dag einn að til mín kom áhrifamikill maður og spurði mig hvort ég myndi ekki vera til í að koma sem fulltrúi í utanríkisráðuneytið, þar vantaði tvo menn. Annað starfið væri í varn- armáladeildinni og það væri ekki mjög áhugavert og ekki th frambúð- ar. Hann kvaðst ekki mæla með því þar sem herinn væri hér til bráða- birgða svo þetta væri ekki framtíðar- starf. Hins vegar sagðist hann mæla með hinu starfmu sem var í hinni almennu utanríkisþjónustu. Þetta kom alveg flatt upp á mig og ég var alls ekki tilbúinn til aö taka þessu því ég var með allt aðra hluti í huga. Ég sagði honum að ég skyldi tala um þetta við konuna mína, Karin Waag, sem ég og gerði. Það var eigin- lega meira hennar ákvörðun heldur en annarra að ég tók starfið því hún sagði sem svo hvort ekki væri rétt að prófa þetta í 2-3 ár. Hún benti mér á að ég hefði aldrei tíma tii að skrifa doktorsritgerðina, sem ég var með í kollinum, hér heima á íslandi en kannski ynnist mér tími til þess erlendis. Svo það varð úr aö ég ákvað aö fara í þetta til bráðabirgða. Og nú er ég búinn að vera hérna í 35 ár. En hitt starfið, sem mér var ráðlagt að taka ekki, varö haldbetra en talið hafði verið því vamarmáladeildin er stærsta deild utanríkisráðuneytisins í dag.“ -Hafðirðu kannski vahö þér annan starfa þegar þetta kom upp á? „Ég var menntaður félagsfræðing- ur, var með bæði BA og MA i félags- fræði sem aðalgrein og hagfræði sem annarri aðalgrein. Eg hafði mjög mikinn áhuga á að fara í kennslu- og fræðistörf á því sviði. Ég þvældist fyrir tilviljun í pólitík og var kosinn í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Kópavogs. En ég hafði aidrei raun- verulegan áhuga á pólitíkinni, mér fannst hún of æsifengin." SeldiVísi Hannes hafði tekið sér ýmislegt fyrir hendur áður en hann hóf störf hjá utanríkisþjónustunni. Hans fyrsta starf var að selja Vísi þegar hann var níu ára og bera út á Hverfisgötu neðri eins og hún var kölluö þá. Síðan varð hann mjólkurpóstur á Korpúlfsstöð- um Thors Jensens. Þá gerðist hann sendill hjá Silla og Valda og í fram- haldi af því útibússtjóri hjá þeim á Vesturgötunni. Hann var aðeins 15 ára þegar þetta var. „Til að fullnægja öllum lögum og reglum höfðu þeir bókhald og fjárreiöur en ég skilaði svo af mér á hverju kvöldi eftir að rekstri lauk.“ Hannes er annars Reykvíkingur í húð og hár, fæddur á Njálsgötu 32. mannvinir fram að J -segir Hannes Jónsson sendiherra í helgarviðtali DV-myndir Hanna Sérkennilegur fræðari „Það var ákaflega fróðlegt að kynn- ast Jónasi frá Hriflu og hann var sérkennilegur fræðari. Hann hafði þann háttinn á að segja sögur og varpa fram spurningum þegar hann vildi láta okkur kryfja málin til mergjar. Einu sinni sagði hann okk- ur til dæmis að það væri töluvert mikill munur á því að vera mann- vinur og góður kaupfélagsstjóri. Þessu til stuðnings nefndi hann tvö dæmi. Hið fyrra var Guðbrandur Magnússon, sem síðar varð forstjóri áfengiseinkasölunnar, og hið síðara var Jón ívarsson sem var hjá gjald- eyrisnefnd. Hann hafði áður verið kaupfélagsstjóri á Höfn í Homafirði. Guðbrandur var fyrst kaupfélags- stjóri á Hallgeirseyri á Rangárvöll- um. Jónas sagði um Guðbrand að hann hefði verið svo mikiil mann- vinur og svo góður við bændurna að hann hefði drepið kaupfélagið til að „Það er engínn dans á rósum að vera í utanríkisþjónustunni." Foreldrar hans, María Hannesdóttir og Jón Guðmundsson, fluttu fljótlega eftir að hann fæddist aö Bakka í Ölf- usi þar sem faðir hans gerðist bóndi. Það átti þó ekki fyrir Hannesi að hggja að vera alinn upp í sveit því faðir hanns dó þegar hann var aðeins 3ja ára. Þá flutti móðir hans með hann og systur hans í Skuggahverfið í'Reykjavík. „Þar bjuggum við í kjall- araholu að Lindargötu 7,“ sagði Hannes þegar hann rifjaði þennan tíma upp. „Móðir mín var þá við fiskvask í Kveldúlfi til að framíleyta okkur systkinunum. Síðar gerðist hún prjónakona og vann fyrir heim- Oinu með pijónaskap. Það var gaman að vera strákur í Reykjavík þá, ég hef alltaf haft óskaplega gaman af því að vinna og byijaði mjög ungur á því enda veitti ekki af því eignirnar voru engar þeg- ar faöir minn dó. Móðir mín stóð ein með okkur systkinin og þá var ekk- ert tryggingakerfi eins og nú.“ Þegar Hannes hafði verið hjá Silla og Valda um tveggja ára skeið ákvað hann að afla sér meiri menntunar. „Þá varð úr að ég fór í læri í prent- smiðjunni Gutenberg og þar með í iðnskólann. Hann tók þá fjóra vetur en ég lauk honum á tveim. Þá var’ prentsmiðjustjórinn i Gutenberg, Steingrímur Guðmundsson, svo vih- samlegur að bjóða mér frí ef ég vildi t.d. taka próf inn í 2. bekk Samvinnu- skólans. Þetta gerði ég og það gekk ágætlega." Hannes settist á skólabekk með ýmsum þeim sem nú eru þjóðþekkt- ir, svo sem Albert Guðmundssyni, núverandi sendiherra, og Alexander Stefánssyni, fyrrverandi félagsmála- ráðherra. hjálpa þeim. Aftur á móti hefði Jón ívarsson verið svo góður kaupfélags- stjóri að hann hefði næstum drepið bænduma til að bjarga kaupfélaginu. Einhverju sinni varpaði Jónas fram þeirri spurningu hvernig á því stæði aö kaupfélögin hefðu ekki náð að festa rætur í bæjunum en náð fót- festu í sveitunum. Hann tók upp marga, þar á meðal mig. Ég varpaði fram þeirri tilgátu hvort það gæti ekki verið vegna þess að verkalýðs- stéttin í bæjunum hefði frekar nýtt sér annað form í kjarabaráttunni því hún hefði ekkert annað að selja en v vinnuna. Bændurnir hefðu þó afurð- irnar til aö selja. „Ehe - sko, þetta er ekkert annað en kommúnismi, Hannes,“ sagði hann þá. Hans kenn- ing var aftur á móti sú að bændumir hefðu haft svo langt um meiri félags- legan þroska heldur en launafólk í bæjunum." Til náms fyrir atbeinaThors Það var svo fyrir atbeina Thors. Thors, sem þá var sendiherra í Was- hington, að Hannes komst til náms í Rider College í Trenton. Þar las hann undir inntökupróf í Rutgersháskól- ann í New Jersey. Þaðan lauk hann svo BA prófi í félagsfræði og hag- fræði og kom heim 1948. Um sumarið starfaði hann sem blaðamaður á Vísi en hélt síðan aftur út til náms, að þessu sinni við Chapel Hill-ríkis- háskólann í North Carolina. Þar lauk hann MA prófi og skrifaði lokarit- gerðina um ísland og samvinnuþró- unina. „Hún hefur aldrei komið út á íslensku því það var ekki áhugi hjá Sambandinu aö koma henni út. Hún hefur líklega þótt nokkuð fræðileg og hiutlaus." Doktorsritgerð sína varði Hannes svo við Vínarháskólann í mars 1980. Hún fjallaði um fiskveiði og utanrík- isstefnu íslands og áhrif þeirra á hafrétti'nn. ffefur sá hfuti hennar, sem varðar þróun hafréttarins, kom- ið út á ensku. Þá er Hannes að skrifa heildarrit um hinn hlutann og á sú bók að heita: „íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál frá landnámi til vorra daga.“ Hún er væntanleg á markað- inn í kringum 10. október. Þá hefur Hannes skrifað fjölmargar bækur á ensku og íslensku, m.a. um land- helgismálið og hagfræðileg- og fé- lagsfræðileg efni. „Þessar bækur eru allar löngu uppseldar en ein þeirra, Lýðræðisleg félagsstörf, kemur aftur út í haust.“ Dreymdi fyrir starfinu En það átti ekki fyrir Hannesi að hggja að helga sig ritstörfum, eins og hugur hans stóð til, því hann valdi ævistarfið, eins og áður sagði, þegar hann tók boðinu um að vinna í utan- ríkisþjónustunni. „Eina vísbending- in sem ég hafði um það sem koma skyldi var draumur sem mig dreymdi. Mér þótti sem ég væri staddur ásamt Thor Thors í skóbúð- inni hjá Stefáni Gunnlaugssyni niðri í Austurstræti. Thor vildi endilega að ég færi að máta þessi ósköp af skóm. Ég lagði það þannig út síðar að þetta hefði verið fyrirboði þess að ég ætti eftir að ferðast mikið - á sjö mílna skónum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.