Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGlíIi 15; JÚLl 1989.
Afmæli
Karl Sæmundsson
Karl Sæmundsson, til heimilis að
Ljósafossi, er sjötugur í dag.
Karl fæddist að Krakavöllum í
Fljótum og ólst þar upp. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Siglulfiröi 1941
og er húsgagnasmíðameistari frá
1951. Karl starfaði við þá iðn 1942-60,
var verslunarmaður frá 1961-75 og
stundaði auk þess gæslustörf í Þórs-
mörk á sumrin 1966-76. Hann var
ráösmaður í Ölfusborgum 1976-82
og hefur verið ræstingarmaður við
Sogsvirkjun frá 1983.
Karl kvæntist Katrínu Gamalíels-
dóttur, f. 23.8.1919, d. 11.4.1980, dótt-
ur Gamalíels Sigurjónssonar og
Maríu Rögnvaidsdóttur.
Karl og Katrín bjuggu á Siglufirði
fyrstu búskaparár sín til 1950 en
fluttu þá í Kópavoginn. Þau eignuð-
ust sex börn: Ragna Freyja, f. 8.6.
1940, gift Gísla Ólafi Péturssyni og
eiga þau fjögur börn, Ólaf Frey,
Rögnu Freyju, Freyju Rún og Davíð
Karl; Fanney Magna, f. 17.1.1944,
var gift Karli Vigni Dyrving og eiga
þau fimm börn, Katrínu Valgerði,
Svönu Björk, Unu Særúnu og Krist-
ínu Björgu en uppeldisdóttir er Haf-
dís, bróðurdóttirFanneyjar; Særún
Æsa, f. 20.5.1945, gift Leifi Sigurðs-
syni og eiga þau fjögur börn, Svölu,
Sigurð Inga, Sigurþór og Karl Dúa;
María Valgerður, f. 10.9.1948, var
gift Pétri Guðlaugssyni og eignuðust
þau þrjú börn, Val Karl, Sofííu
Margréti og Guðrúnu Karólínu, en
seinni maður Maríu Valgerðar er
Hersteinn Þráinn Karlsson og eiga
þau tvö böm, Karl og Huldu Katr-
ínu; Sigursveinn Óli, f. 27.3.1954, d.
17.12.1981, var giftur Sveinbjörgu
Lindu Einarsdóttur og eignuðust
þau tvö börn, Huldu írisi og Kristin,
en seinni kona Sigursveins Óla var
Jenný Sigurbjartsdóttir og eignuð-
ust þau tvö börn, Davíð Karl og
Hafdísi; Jón Óttarr, f. 21.3.1956,
kvæntur Ingigerði Torfadóttur og
eiga þau tvö börn, Katrínu og Pétur.
Langafabörn Karls eru nú níu tals-
ins.
Sambýliskona Karls frá 1983 er
Irma Geirsson, f. Hermann, í Þýska-
landi, 25.9.1920.
Foreldrar Karls voru Sæmundur
Dúason, f. í Langhúsum 10.11.1889,
d. 1988, kennari og b. á Krakavöllum
í Fljótum, og kona hans, Guðrún
ValdnýÞorláksdóttir, f. 11.5.1892,
d. 13.5.1980, húsmóðir.
Sæmundur var sonur Dúa Kristj-
áns, b. og smiðs á Krakavöllum,
Grímssonar, græðara yngri, b. í
Reykhúsum og að Minni-Reykjum í
Flókadal, Magnússonar, græöara,
spítala- og klausturhaldara á
_Möðruvöllum í Eyjafirði, Grímsson-
’ar, græöara eldri, b. á Espihóh í
Eyjafirði, Magnússonar. Móðir
Magnúsar á Möðruvöllum var Sig-
’urJ'augOósefsdóttir, b. að Ytra-
Tjarnark'oti, Tómassonar, b. að
Hváss’afelli, ættfóður Hvassafells-
ættarinnar, Tómassonar, hrepp-
stjóra í Kollugerði, ættföður Kollu-
gerðarættarinnar, Sveinssonar.
Jósef var langafi Kristjáns, afa
Hriflu- Jónasar; Johannesar, afa Jó-
hanns Sigurjónssonar skálds; Ingi-
ríðar, langömmu Steins Steinars, og
Finns Jónssonar ráðherra, afa Hall-
gríms Snorrasonar hagstofustjóra.
Bróðir Jósefs var Jónas, afi Jónasar
HaUgrímssonar. Móðir Sigurlaugar
var Ingibjörg, systir Gunnars í Ufs-
um, foður Gunnars í Laufási, afa
Hannesar Hafstein. Móðir Gríms á
Minni-Reykjum var Margrét Bene-
diktsdóttir, vinnumanns á Höfða,
Benediktssonar. Móðir Margrétar
var HaUdóra Sigfúsdóttir, prófasts á
Höfða, Jónssonar. Móðir Dúa Kristj-
áns var Ólöf Ólafsdóttir, b. á Rifkels-
stöðum, Jósefssonar, bróður Sigur-
laugar. Móðir Sæmundar var Eug-
enia Jónsdóttir Norðmanns, prests
á Barði í Fljótum, Jónssonar frá
Fornhaga í Hörgárdal, Guðmunds-
sonar, bróður Vatnsenda-Rósu.
Móðir Jóns Norðmanns var Mar-
grét Jónsdóttir, prests og skálds á
Bægisá, Þorlákssonar.
Guðrún Valdný var dóttir Þorláks,
b. og skipstjóra á Lambanes-Reykj-
um í Fljótum, Þorlákssonar, b. þar
Þorlákssonar, b. á Illugastöðum,
Þorlákssonar, b. þar Björnssonar,
b. þar Þorlákssonar, b. þar Ólafs-
sonar, Þorlákssonar, prests á
Miklabæ, Ólafssonar. Móðir Þor-
láks eldra á Lamba-Reykjum var
Anna Jónsdóttir ríka á Brúnastöð-
um, Jónssonar, skólakennara í Nor-
egi, Jónssonar frá Löngumýri í
Skagafirði, Rafnssonar á Skefils-
Karl Sæmundsson.
stöðum í Laxárdal, Jónssonar,
prests í Hvammi í Laxárdal, Þórðar-
sonar. Móðir Þorláks skipstjóra var
Guðrún Jónsdóttir, b. á Lambanes-
Reykjum, Jónssonar, b. á Lamba-
nesi, Þorfmnssonar, b. á Lambanes-
Reykjum, Magnússonar, b. á Kálfsá
í Ólafsfirði. Móðir Jóns á Lamba-
nesi var Ingibjörg Bjamadóttir.
Móðir Guðrúnar var Sigurlaug Sæ-
mundsdóttir frá Lambanesi. Móðir
Guðrúnar Valdnýjar var Margrét
Halldóra ljósmóðir, systir Dúa
Kristjáns.
Á afmælisdaginn verður Karl
staddur á heimili dóttur sinnar,
Maríu, að Suðurgötu 52, Siglufirði.
Til hamingju með daginn
85 ára 60 ára
Margrét Hannesdóttir, Langholtsvegi 15, Reykjavík. Helgi Unnar Egilsson, Heimavöhum 5, Keflavík. Bjarni R. Sigmarsson, Tjarnarlundi 5G, Akureyri.
80 ára
50 ára
Karl Jónsson, Faxastíg 15, Vestmannaeyjum.
Vívi Kristóbertsdóttir, Dalbraut 8, Laxárdalshreppi. Hrólfur Ragnarsson, Norðurtúni 16, Bessastaðahreppi. Jóhannes Ingólfur Jónsson,
75 ára
ósk Guðjónsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. Sveinbjöm Stefónsson, Lyngási LÁ, Holtahreppi. Hulda Aradóttir, Grettisgötu 39, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns, Starrahólum 9, Reykja- vik, eftir klukkan 14.00 á afmælis- daginn. Ásvallagötu 37, Reykjavík.
40 ára
Heiður Þorsteinsdóttir, Nökkvavogi 39, Reykjavík. Unnur Sveinbjarnardóttir, Skálholtsstíg 2, Reykjavík. Guðmundur H. Hinriksson, Brekastíg 5A, Vestmannaeyjum. Hulda Halldórsdóttir, Laugarásvegi 47, Reykjavík. Ema Aspelund, Dalatanga 2, Mosfehsbæ. Helga Sveinbjamardóttir, Aðalbóli við Starhaga, Reykjavik. Jón Böðvarsson, Syðsta-Ósi, Ytri-Torfustaöahreppi. Þórólfur ólafsson, Hvassaleiti 89, Reykjavík.
70 ára
Matthildur Jónsdóttir, Geitlandi 8, Reykjavík. Guðmundur Ásgeirsson, Sörlaskjóli 70, Reykjavík. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sörlaskjóli 70, Reykjavík.
Hlíf Jóhannsdóttir
Hlíf Jóhannsdóttir verslunarmað-
ur, Austurgerði 3, Reykjvík, er
fimmtug í dag.
Hlíf fæddist á Akranesi og ólst þar
upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akraness og flutti
til Reykjavíkur 1960. Hlíf og maður
hennar keyptu 1976 Heildverslunina
S. Ármann Magnússon og hefur
Hlif starfað við hana síðan, auk þess
sem hún hefur rekið Gardínubúð-
ina, Skipholti 35, síðan 1987.
Hlíf hefur sungið með Skagfirsku
söngsveitinni í sautján ár en þar
hefur hún gegnt ýmsum nefndar-
störfum.
Hlíf griftist 13.4.1963 Sigmari Jóns-
syni stórkaupmanni, f. 25.5.1935,
syni Jóns Dal Þórarinssonar, fyrrv.
b. aö Tunguhlíð í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði, og Sigurveigar
Jóhannesdóttur. Sonur Sigmars er
Jón Páll Sigmarsson.
Böm Hlífar: Ólöf Guðrún Ás-
björnsdóttir, f. 9.9.1959, nemi í Söng-
skólanum í Reykjavík, og er hennar
sonur, Bjarni Már; Sveinn Dal Sig-
marsson, f. 3.1.1963, verslunarmað-
ur í Reykjavík; Sigrún Jóna Sig-
marsdóttir, f. 26.2.1966, gift Hávarði
Bernharðssyni, en þau eru búsett í
Vestmannaeyjum og eiga tvo syni,
Sigmar Þór og Hannes Má; Jóhanna
Sigmarsdóttir, f. 14.9.1975, nemi í
Reykjavík.
Systkini Hlífar em Nanna, f. 20.4.
1936, húsmóðir í Keflavík, gift Gesti
Friðjónssyni; Ester, f. 20.9.1943,
húsmóðir í Kaupmannahöfn, gift
Leifi Rasmussen; Sigrún, f. 3.3.1947,
húsmóðir á Akranesi, gift Magnúsi
Villa Vilhjálmssyni; Rúnar Bjarni,
f. 13.11.1949, búsettur í Hafnarfirði,
kvæntur Ragnheiði Ragnarsdóttur,
og Sigurlaug, f. 18.8.1951, húsmóðir
í Hafnarfirði, gift Sigurjóni Vigfús-
syni.
Foreldrar Hlífar: Jóhann Sigurður
Jóhannsson sjómaður, f. 23.11.1912,
d. 4.7.1972, og kona hans, Ólöf Guð-
rún Bjamadóttir húsmóðir, f. 1.9.
1915.
Jóhann Sigurður var sonur Jó-
hanns, b. á Hóh og í Kelduvík á
Skaga, Jónatanssonar, b. á Reykjar-
hóh í Fljótum, bróður Sigtryggs í
Framnesi. Jónatan var sonur Frið-
finns, b. í Ghjum í Vesturdal, Frið-
finnssonar. Móðir Jónatans var
Margrét Guðmundsdóttir. Móðir
Jóhanns á Hóh var Hólmfríöur
Gunnlaugsdóttir. Móðir Jóhanns
Sigurðar var Hólmfríður, dóttir
Sveins, b. í Ketu, Magnússonar og
Hlíf Jóhannsdóttir.
Sigurlaugar Guðvárðssonar, b. á
Krákustöðum í Hrolleifsdal.
Ólöf Guðrún er dóttir Bjama á
Ólafsvöllum á Akranesi Ólafssonar,
á Ólafsvöhum Jónssonar. Móðir
Bjamavar Guðrún Bjarnadóttir.
Móðir Ólafar Guðrúnar var Guðrún
Eyjólfsdóttir, b. í Arnarholtskoti og
víðar, Jónssonar, b. á Laxfossi, Sig-
hvatssonar. Móðir Eyjólfs var Guð-
rún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar
Eyjólfsdóttur var Karitas Vigfús-
dóttir, b. á Kaðalstöðum í Stafholts-
tungum Hanssonar. Móðir Karitas-
ar var Guðfinna Einarsdóttir.
Hlíf tekur á móti gestum milli
klukkan 16 og 19 á afmælisdaginn í
Drangey, félagsheimhi Skagfirð-
inga, Síðumúla35.
Guðmundur M.
Jónsson
Sigurður Sveinsson
Guðmundur M. Jónsson vélstjóri,
Vogum, er sjötíu og fimm ára í dag
Guðmundur fæddist í Hafnarfirði
en ólst upp frá eins árs aldri í Suður-
koti í Vogum hjá hjónunum Bene-
dikt Péturssyni og Sigríði Brynjólfs-
dóttur og bömum þeirra, Guðrúnu
ogJóni.
Guðmundur var til sjós á sínum
yngri ámm og stundaði síðan vél-
stjóranám sem hann lauk 1941.
Hann var vélgæslumaður við frysti-
hús í Vogum frá 1944-48 og verk-
stjóri á sama stað 1948-67. Þá var
hann vélgæslumaður hjá Vogum hf.
frá 1967 og fram á seinni ár. Guð-
mundur kvæntist 2.10.1943 Guð-
rúnu Sæmundsdóttur húsmóður, f.
7.6.1921, dóttur Sæmundar Klem-
enssonar, útvegsb. frá Minni-Vog-
um, og Aðalbjargar Ingimundar-
dótturhúsmóður.
Böm Guðmundar og Guðrúnar
eru Benedikt Guðmundsson, f. 5.12.
1943, búsettur í Vogum en hann á
þrjú börn, Sigriði, Katrinu og Guð-
mund Rúnar; Aðalbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 1.3.1945, húsmóðir í Vog-
um, gift Einari Bragasyni og er son-
ur þeirra Guðmundur Hjörtur; Jón
M. Guðmundsson, f. 17.4.1949,
kvæntur Margréti Ásgeirsdóttur en
dóttir þeirra er Þóra; Sædís Guð-
mundsdóttir, f. 25.2.1952, húsmóðir
í Keflavík, gift Ólafi M. Ólafssyni
og eru þeirra böm Friðrik Hrannar,
Elvar Þór og Ingiber Freyr.
Systir Guðmundar var Guörún
Jónsdóttir, f. 1910, en hún er látin,
var húsmóðir í Danmörku, gift
dönskum manni, Kaj Larsen, og
eignuðust þau eitt bam. Hálfbróðir
Guðmundar, samfeðra, var Sigur-
mundur Jónsson en hann er látinn.
Foreldrar Guðmundar: Jón Þor-
kelsson frá Flekkuvík á Vatnsleysu-
strönd, netageröarmaður, og Marta
Sigurðardóttir frá Götu á Vatns-
leysuströnd, húsmóðir.
Guðmundur verður að heiman á
afmælisdaginn.
Siguröur Sveinsson, Miðvangi 41,
Hafnarfirði, er sextugur í dag.
Sigurður fæddist í Vestmannaeyj-
um og ólst þar upp til fimmtán ára
aldurs en flutti þá með foreldrum
sínum að Efri-Rotum undir Vestur-
Eyjafjöllum þar sem þau hófu þá
búskap. Sigurður byijaði þrettán
ára th sjós á snurvoð. Fimmtán ára
gamah var hann á togaranum Kópa-
nesi frá Reykjavík, en annars var
hann lengst af á þátum, á sumarsíld-
veiðum og vetrarvertíðum. Sigurð-
ur stundaði sjómennsku að mestu
leyti fram th 1970 og var þá m.a. í
siglingum með Norðmönnum í fjög-
ur ár, 1953-57. Auk sjómennskunn-
ar stundaði hann gjarnan sumar-
vinnu í landi, einkum eftir 1959 er
hann réði sig til Jarðborana ríkis-
ins. Þá stundaði hann búskap að
Efri-Rót á árunum 1964-69. Hann
var í hehsársvinnu hjá Jarðborun-
um frá 1976-86. Eftir það stundaöi
hann skipaviðgerðir og fiskvinnslu
í Hafnarfiröi en er nú húsvörður við
sambýlishús í Hafn^rfirði.
Sigurður á einn son, Svein Andra,
f. 24.4.1967, bílstjóra hjá vertakafyr-
irtæki, sem er búsettur í Hafnar-
firði.
Sigurður er næstelstur sjö barna
foreldrasinna.
Foreldrar Sigurðar voru Ragn-
hildur Jóhannsdóttir, f. 14.8.1904,
d. 5.5.1972, húsfreyja, og Sveinn
Jónasson, f. 9.7.1902, d. 26.12.1981.
Ragnhildur var dóttir Jóhanns
Jónssonar, sjómanns og næturvarð-
ar í Reykjavík, og Jónínu Jónsdótt-
ur frá Grísatungu í Borgarfiröi.
Sveinn var sonur Jónasar, b. á
Kvíhólma í Vesturhreppnum
Sveinssonar, b. á Raufarfelli í Aust-
urhreppnum. Móöir Sveins var
Guðfinna Árnadóttir frá Miðmörk
Sigurður Sveinsson.
undir Vestur-Eyjafjöllum.
Sigurður verður í orlofshúsi
Rangæingarfélagsins að Hamra-
görðum undir Eyjatjöhum um helg-
ina.
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLAÐIÐ
SIMINNER