Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 30
LAUGARÐAGUE 15. JOLÍ 1989. '42 Sviösljós Bill Wyman í hjónaband - sonurinn býr með tengdamóðurinni Bill Wyman, meðlimur hljómsveit- arinnar Rolling Stones, gekk í það heilaga á dögunum. Brúðurin, Mandy Smith, er aðeins nítján ára gömul en brúðguminn er 52 ára. Þau hittust fyrir 5 árum og hafa haldið af og til sambandi. Á sínum tíma olli samband þeirra miklu hneyksli en eftir brúðkaúpið hefur dregið úr vandlætingaröddunum. Nú eru það aðrir fjölskyldumeð- hmir sem valda hneyksh og eru á milU tanna fólks. Sonur Bills, Step- hen 25 ára, og móðir Mandyar, Patsy 40 ára, hafa átt í ástarsambandi um sex mánaða skeið. Flókið, segja sum- ir - ekkert mál, segja hjónaleysin. Stephen og Patsy hittust fyrst fyrir fimm árum en sáust sjaldan í nokkur ár. Síðustu mánuði hittust þau æ oft- ar og búa nú saman í íbúð í London. Og menn spyrja sig: Verður tengda- móðir Bills tengdadóttir hans og þá sonurinn stjúpi eiginkonunnar? Eða verður stjúpsonur Mandyar stjúp- faðir hennar og Mandy þá stjúp- tengdamóðir mömmu sinnar? Fjöl- skyldumái gerast víst ekki flóknari. Tengdamamma með þeim nýgiftu, Bill og Mandy. Nú eru líkur á því að tengdamamma verði tengdadóttir Bills. '.V Sonur Bills Wyman, Stephen, og tengdamamman, Patsy, búa nú saman í London. Getum ekki sofið fyrir hamingju - segja nýbakaðir foreldrar, Janni Spies og Christian Kjaer Nýbakaðir foreldrar sem varla geta sofið fyrir hamingju. Janni Spies og Christian Kjaer með litlu dótturina. „Hún er svo stórkostleg og takið eftir fallega sýarta hárbrúskinum," sagði Janni Spies við ljósmyndarana þegar Utla dóttirin sást fyrst opin- berlega. Faðirinn, Christian Kjaer, var allur á hjólum kringum mæðg- urnar og sönglaði: „Ég á fallegustu dóttur í heimi.“ Litla dóttirin með svarta hárið og stóru bláu augun fæddist 11. júní. Hún er fyrsta barn Janniar en fyrir á Christian einn son. „Hún er einn yndislegur draumur," sagði Janni, „og ég get varla sofiö fyrir hamingju." Janni heilsast mjög vel og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Þrátt fyrir alla hamingjuna ber einn skugga á - fólk í þeirra stöðu þarf að vera á varðbergi gagnvart barna- ræningjum og öðrum sem vilja gera fólki illt. Því víkja lífverðir ekki frá litlu prinsessunni og faðirinn hefur gert sérstakar ráðstafanir henni til verndar. Litla stúlkan hefur enn ekki hlotið nafn en margar tillögur hafa komið fram. Simone er eitt og þá auðvitað í höfuðið á fyrri.manni Janniar, Sim- on Spies. Ánnað nafn er Emma en það er nafn móöur Simon Spies. Yvonne eða Karen Elisabeth þykja hins vegar líklegustu nöfnin - Yvonne er móðuramma bamsins en Karen Elizabeth er föðuramma. Senrtilega fer skímin fram í sömu kirkju og Janni og Christian voru gefm saman í þann 20. ágúst í fyrra. Ef marka má orð Janniar veröur sú htla ekki lengi einkabarn. „Þetta verður mitt fyrsta en ekki síð- asta barn. Ég vil eignast mörg til við- bótar.“ Janni Spies meö sitt fyrsta barn en ekki það síðasta, segir hún sjálf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.