Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. 9 Hafa heilsuræktarstöðvamar tekið við af skemmtistöðunum? - sífellt fleiri hitta makann í leikfiminni Þeim fer fjölgandi sem stunda heilsuræktarstöðvarnir í þeim tilgangi að sýna sig og sjá aðra. Um leið og heilbrigði og hreyfing eru í fyrirrúmi er það tilvalið að líta dálítið í kringum sig. Stelpurnar leggja mikla áherslu á „sexý“ klæðaburð í leikfiminni og piltarnir gera allt hvað þær geta til að ganga í augun á kvenkyninu. DV-mynd Hanna í kjölfar heilsuræktarbylgjunnar, sem farið hefur yfir veröldina síö- ustu ár, hafa heilsuræktarstöðvar sprottið upp eins og gorkúlur. Þeim fjölgar á degi hveijum sem nota sér heilsuræktarstöðvarnar og þá þjón- ustu sem þar er boðið upp á. Leikfimi, eróbik, vaxtarrækt, æf- ingar með lóðum, gufubað, ljósa- bekkir, leiðbeiningar um mataræði; þetta er það helsta sem fólk sækist eftir á þessum stöðvum. En sam- kvæmt erlendum athugunum eru gestirnir ekki síður að leita eftir fé- lagsskap en að rækta líkamann. Að sumra mati hafa heilsuræktarstöðv- amar einnig tekiö að sér hlutverk skemmtistaða og vínbara. Konur og karlar íjölmenna á heilsuræktarstöðvarnar. Þau fá út- rás á leikflmigólfmu í áberandi bún- ingum samkvæmt nýjustu tísku, setjast niður á eftir yfir glasi af app- elsínusafa og rabba við næsta mann. Ekki ólíkt því sem á sér stað á skemmtistöðunum. Þar mætir fólk í sínu fínasta pússi, dansar, labbar um, sest niður með glas í hendi og ræðir við gesti og gangandi. Félagslegi þátturinn vegur þyngra Upphaflegur tilgangur heilsurækt- arstöðvanna var vitaskuld að auka hreysti og heilbrigði fólks en jafnt ómeðvitað sem meðvitað hefur fé- lagslegi þátturinn sífellt vegið þyngra þegar tekin er sú ákvörðun að sækja þessar stöðvar heim. Það er jú hægt að gera ýmsar æfingar á stofugólfinu heima eða fará einn út að hlaupa en þú hittir margt og ólíkt fólk á heilsuræktarstöðvunum. Sumum finnst sem margir leggi of mikið upp úr úthtinu í leikfimisaln- um og segja að fólk sé farið að kepp- ast við að vera sem fallegast klætt þar inni. Margskiptir búningar í öll- um regnbogans litum, úr glansandi og fínum efnum, aðsniðnir og „sexý“; það er það sem gildir. Víði og þægi- legi hlaupagallinn þykir hallærisleg- ur og mikilvægt er að skómir heiti eitthvað sérstakt. Stúlkurnar undir- strika kyn sitt með því að klæðast mjög kvenlegum fatnaði og piltarnir gera sem þeir geta til að axlir þeirra megi sýnast breiðari. Útlitið og búningur- inn skiptir máli Piltar og stúlkur eru komin til að kíkja á hitt kynið; svona um leið og lóðunum er lyft. Það er því ekki háð neinum tilviljunum eða mismunandi kringumstæðum hvernig viökom- andi lítur út þegar í líkamsræktina er komið. Snyrtivörur, sem hvorki renna til né klessast þegar notandinn svitnar, veröa sífellt vinsælli. Ekki er heldur óalgengt að varið sé tölu- verðum tíma í /éttu hárgreiðsluna fyrir leikfimina. Tekið skal fram að það eru ekki síður piltarnir sem huga að þessum hlutum. Þeir eru alveg eins líklegir til að mæta í nýtísku fatnaði og með hárbandið á réttum stað. Réttu vörurnar til að nota eftir æfingamar sjálfa, eru einnig ómiss- andi. Alls kyns burstar, hárþvotta- efni, smyrsl, og ekki síst falieg undir- föt. Meirihluti fólks kemur ekki gagn- gert á heilsuræktarstöðina í þeim til- gangi einum að hitta og kynnast nýju fólki. Flestir koma til að byggja upp og stæla líkamann og margir til að ná af sér nokkrum aukakflóum. í nútímaþjóðfélaginu, þar sem daglegu amstri fylgir mikill hraði og oft álag, þykir afslappandi, en um leið hress- andi, að enda daginn í heilsurækt- inni. Þá er hraustlegt útht fínt og eftirsóknarvert; reyndar hluti af já- kvæðri sjálfsímynd margs fólks. Margir uppanna enda daginn á tenn- is- eða golfvellinum eða annars stað- ar þar sem leikið er tfl sigurs. Þeir fá besta útrás þar sem þeir halda áfram að keppa, líkt og í kröfuharða starfinu sem þeir sinna yfir daginn. Sumir gesta heilsuræktarstöðv- anna sækjast beinlínis eftir þvi að hverfa inn í fjöldann. Þeim þykir gott að geta yfirgefið íjölskylduna eða vinnuna, verið innan um margmenni en þurfa samt ekki að blanda geði við nokkurn mann frekar en þeir vilja. Þeim er mikil afslöppun í að „sprikla" í leikfimi og slaka svo á innan um aha hina í gufubaðinu á eftir. En þeim, sem sækist eftir fé- lágsskap, er kærkomið að hefja sam- ræður einmitt í gufunni og blanda þannig geði við ókunnugt fólk. Að láta góna á sig Ekki eru heldur allir á eitt sáttir við helstu nýjungarnar í innrétting- um heflsuræktarstöðvanna. Nú þyk- ir ekkert annað við hæfi en að láta sjást inn í leikfimisahna þar sem misjafnlega fimir skrokkar eru að hamast. Glerveggir, eða að minnsta kosti „gægjugöt" á veggjunum, eru það nýjasta. Sumir telja að þetta fæh marga frá því að koma í leikfimi því ekki eru allir jafnhrifnir af því að láta aðra góna á sig á meðan lærin og rassinn eru hrist. En aðrir eru á því að glerveggirnir undirstriki ein- ungis þá stemningu sem í gangi er á sumum þessum stöðum. Það er að segja að hluti af ánægjunni sé að láta taka eftir sér, fina forminu og fallega samfestingnum. Ágætis hjónabandsmiðlanir Samkvæmt niðurstöðum kamiana, sem gerðar hafa verið á öðrum Vest- urlöndum, eru heflsuræktarstööv- amar orðnar ágætis hjónabands- miðlanir. Má segja að á því sviði hafi þær tekið að sér hlutverk skemmtistaða og vínbara. Þeim fer ört fjölgandi sem hafa hitt maka sinn í heilsuræktinni. Enda ekki nema eðlilegt þar sem heimsókn í heilsu- ræktina er orðinn mikflvægur þáttur í lífi margra og þeim fer sífeht fiölg- andi sem enda hvem einasta vi.inu- dag þar. -RóG. MUNDU EFTIR FERÐAGETRAUN SIÐASTI SKILADAGUR SIÐASTI SKJLADAGUR Við viljum minna á að skilafrestur í Ferðagetraun DV II, sem birtist í Ferðablaði DV 28. júní, er til 15. júlí. Nisstu ekki af glæstum vinningi. í tílefni 5 ára aímælis síns gefúr Framköllun sf., Lækjargötu 2 og Ármúla 30, fimmtán vinningshöfúm í Ferðagetraun DV II Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að verðgildi 3.500 kr. Framköllun sf. hefúr einnig í tílefni afmælisins tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í plakatstærð á 6 mínútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.