Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. 19 Glenn Close, sem nú er 41 árs, er nýorðin móðir og ekki af baki dottin. Glenn Close ekki af baki dottin Það má segja að Glenn Close hafi aldeilis vakið á sér athygli er hún fór með hlutverk hinnar snargeggjuðu Alex í „Fatal attraction". Fannst mörgum hún sýna snilldarleik í þeirri mynd og áttu ekki von á slíku frá leikkonunni á næstunni. Hún endurtók þó leikinn í myndinni „Dangerous Liaisons" sem sýnd hef- ur verið við góða aðsókn um aflán heim. Þykir Glenn vera óborganleg í hlutverki sínu og ótrúlegt að aðeins sjö vikum áður en tökur hófust á myndinni hafði hún fætt barn. Nú vinnur hún að mynd með James Woods er ber heitið „Immediate fam- iiy“- Glenn er nú orðin 41 árs og býr með barnsföður sínum, framleiðand- anum John Starke. Glenn óttast þó ekki aldurinn og segist bara vona að áhorfendur leyfi henni að eldast því við lærum af reynslunni og því eldri sem við verðum, því betri verðum við. Hún telur einnig að fleiri hlut- verk bjóðist sínum aldurshópi nú en oft áður, ef til vill vegna þess að hlut- verkin eru sköpuð með ákveðna leik- ara í huga. Einn aðalkeppinautur Glenn er leikkonan og óskarverðlaunahafinn Meryl Streep. Glenn reynir þó að láta samkeppnina ekki hafa áhrif á sig og hefur hugfast gamalt ráð sem ensk leikkona gaf henni, hún mætti aldrei bera sig saman við einhvern annan. Glenn játar að það sé erfitt, sérstaklega á þessu sviði þar sem öllum er hafnað eða þeir mega þola vafa og óöryggi einhvern tíma á ævinni. Hún segir að það besta sem hún geti gert fyrir sjálfa sig sé að halda áfram að velja hlutverk svipuð þeim sem hún hefur tekið sér á hend- ur hingað til. Um leið og hún fari að spyrja sjálfa sig hvort almenningi muni líka það eða hvort hún muni græða, sé hún komin út á hálan ís. Glenn tekur að sér hlutverkin ef per- sónurnar eru óvenjulegar á einhvern hátt og það muni verða viss áskorun að takast á við þær. Glenn var fremur smávaxin sem krakki og alltaf sú sem var lægst í loftinu í bekknum. En hún bætti sér það upp með því að vera frá á fæti. Hún var dauðfeimin og segir að margir vinir sínir sem séu leikarar séu einnig feimnir. Leiklistin geti verið þeirra leið til að losna við feimnina. Einnig las hún allt það sem hún náði í og hafði ákaflega fjörugt ímyndunarafi. Glenn átti það líka til að hneggja eins og hross og stökkva yfir kassa svo að hún fékk sigg á hnén. Leikkonan er tvífráskilin og giftist fyrst þegar hún var 21 árs. Eftir því sem hún segir sjálf var hún óttalegt barn á þeim tíma og það hefði ekki komið til greina að vera í sambandi við karlmann án þess að vera gift honum. Hún hefði gert allt sem hann vildi en á sama tíma liðið mjög illa. Að reyna að gera öllum til geðs hefði aðeins komið henni í vandræöi. Hún kynntist John Starke fyrst við upp- tökur á myndinni „The World Ac- cording to Garp“ og þau voru saman um tímá. Síðan skildu leiðir, en fjór- um árum síðar hittust þau aftur og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Dóttirin, Annie Maude, hefur kennt Glenn að gera minni kröfur, en áður hafði hún verið haldin þeirri áráttu að vilja hafa allt fullkomið. Segir hún að ef hún hefði lært þetta fyrr hefði hún getað fengið meira út úr lífinu. í hlutverki sinu í „Dangerous Liaisons" sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu. Kossar hafa mismunandi þýð- ingu, jafnt fyrir þá sem gefa þá og þiggja. Sumir eru síkyssandi alla í kringum sig, smellandi kossum á kinnar kunningjanna í tíma og ótíma. Aðrir cru sparari á kossa- gjafir, finnst ekkert viðeigandi að vera meö sífellt kossaflens. Það er einnig mjög raisjafnt eftir þjóðfélögum hvaða merking er lögð í kossa, hve oft þeir eru geftar og hverjum. Sums staðar þykir sjálf- sagt að fólk kyssi þær manneskjur, Járnfrúin Margrét Thatcher vlrðisl sem verið er að kynna fyrir því, og ekkert alltof hrifin af þessum kossi þáhelstábáðarklnnar.Enkossinn sem eiginmaðurinn er að reyna gengurviðhinarólíkustuaðstæður að smeila á hana. Það lítur ekki og tilefni; hann er líka gefinn af út fyrir annað en að hún sé að mismunandi hlýju og innileik. reyna að komast undan honum Hér gefur að líta heimsins fræg- þessum. Enda má manngreyið ustu kossa... nánast þola að kyssa loftið. Hann þykir mjög svo kjaftstór á Það er engu líkara en hún sé að tennisveflinum þessi og oft verið gleypa hann. Hún hefur nú löngum kallaður „kjafturinn". En eiginkona verið fyrir þá sem ganga með þykk Johns McEnroe, Tatum O’Neil, seðlabúnt í veskinu sinu. Ætli hún virðist kunna vel að meta munninn sé að athuga veskið með hinni á honum. hendinni? Með furðulegri kossum þessi. Roilingurinn Ronnie Wood sýnir hér mikl- ar tilfæringar við kossagjöfina. ;ú<-. Af mikium myndugleik smellir fyrrum Bandaríkjaforseti kossi á frú sína. Hann undirstrikar þýðingu kossins með því að grípa þéttingsfast um handlegg hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.