Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 11
LAlíGAflDAGUR 15. JÚLÍ 1989. 11 Breiðsíðan Málar fyrir Spánarkonung „Jú, ég er farinn aö velta fyrir mér myndefninu," svaraöi Baltasar Sam- per listmálari í samtali við Breiðsíð- una, aðspurður hvort hann væri far- inn að vinna að málverkunum sem hann var fenginn til að mála fyrir sjálfan Spánarkonung. Baltasar var eins og kunnugt er fylgdarmaður Spánarkonungs, Juan Carlos og konu hans, Sofiu, í heim- sókn þeirra til landsins í síðustu viku. Áður en konungur hélt frá landi spurði hann Baltasar hvort hann myndi geta málað fyrir sig tvær myndir sem tengdust íslandi á ein- hvem hátt. „Ég var auðvitað alveg til í það og er þetta vitaskuld skemmtilegt tæk- ifæri. Það er alltaf heiður þegar hst manns er sýndur áhugi, hvort sem það er kóngur eða einhver annar sem lætur áhugann í Ijósi,“ sagði Baltasar. List Baltasar er vel kunn í hans heimalandi, Spáni, ekki síður en hér. Hirð Spánarkonungs þekkti til verka hans og skoðaði margt nánasta starfs- fólk konungsins fleiri verk hans hér á landi, þar á meðal veggmyndimar í Víðistaðakirkju. „Þegar-við vomm á Kjarvalsstöðum spurði konungurinn mig svo hvort ég gæti málað fyrir hann 2 myndir og benti á myndir eftir Kjarval sem sýndu þá stærð á verkum sem hann helst kysi. Eins og ég segi þá eiga myndirnar að tengjast íslandi. Á þessu stigi get ég helst ímyndað mér að þær muni lýsa íslensku landslagi eða skírskota til þjóðsagnanna. En ég fæ alveg fijálsar hendur enda erfitt að ætla að segja hstamanni hvað hann eigi að gera. Ég veit að myndimar eiga að vera hhð við hhð en nákvæmlega hvar í höllinni veit ég ekki. Þær munu tilheyra hstaverkasafni hallarinnar," segir Baltasar. Baltasar segir viðkynninguna við konunginn hafa verið mjög ánægju- lega. „Hann er mjög hresshegur maður síns tíma; opinn og spaugsamur. Kon- ungshjónin sýndu íslandi mikinn áhuga og snerti náttúran þau djúpt. Þau virtust hafa mikla tilfmningu fyrir htabrigðum en þau töluðu mikið um fahega hti í landslaginu, mosan- um og hve íslensku hestamir væru skemmthega htir. Þegar hann hafði stund th þá gaf hann sér tíma th að spjaha og spurði mig ýmissa spum- inga varðandi landið og líf mitt hér.“ - Komið þið th með að hittast aftur? „Það var gefið í skyn að svo myndi verða þegar málverkin yrðu thbúin. En drottningin sagði þegar hún kvaddi okkur hjónin að hún myndi sakna okkar...“ -RóG „Það er alltaf heiður þegar list manns er sýndur áhugi, hvort sem það er konungur eða einhver annar sem lætur áhugann í ljósi,“ segir Baltasar Sam- per listmálari sem fenginn hefur verið til að mála tvær myndir fyrir Spánarkonung. DV-mynd Hanna STÖRFEILD LÆKKUN A' VIÐIKIPTAFERÐUn á gullfarrými fyrir aðeins kr. 30.950,- ARNARFLUG Lágmúla 7 Sími: 84477 Austurstræti 22 Sími: 623060 Flugstöö Leifs Eiríkssonar Sími: 92-50300 Viðskiptaferðir eru oftast nokkuó dýrar því þeir sem feróast í slíkum erindum geta yfirleitt ekki notfært sér afsláttarfargjöld flugfélaganna. Þeim fjölgar stöðugt sem gera sér grein fyrir hversu hagkvæmt er að fljúga með Arnarflugi til Amster- dam, hvort sem viöskipti þeirra eru á meginlandinu eöa í fjarlægum heimshornum. Til aö koma til móts viö þennan hóp hefur Arnarflug nú lækkað annafar- gjald sitt stórlega. Þú ferðast á gull- farrými, meö þeirri frábæru þjón- ustu sem í því felst. Og þú hefur aðgang að setustofum í Keflavík og Amsterdam. Meö þessu eru viðskiptaferðirnar orönar bæöi þægilegar og ódýrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.