Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. 47 Lífestm snjókomu og mitt í öllum látunum brá svo við aö hár tók að rísa á höfði fólks. Voru teknar myndir af at- burðinum og á þeim sést hvar hárið stendur beinstíft út í loftið. Þeir Ámi og Páll höfðu samband við Veður- stofu íslands og báðu um skýringar á atburðinum en veðurfræðingar gátu engar skýringar gefið. Svo enn er óleyst gátan hvað olli þessum sér- stæða atburði. Sýndist stutt En áfram var haldið á Bárði og hann silaðist upp á jökulbrúnina, það var raunar ákveðið að labba upp fyrstu brekkima sem er allbrött til að létta undir með Bárði en svo var hoppáð um borð. Það sýndist stutt og ekki mjög bratt upp á jökuhnn en brattinn kemur manni á óvart og smátt og smátt meðan sólin hnígur á bak við fjallgarðana í vestri þokumst við nær toppnum og um leið fórum við að horfa ofan á tinda nærhggj- andi fjalla. Við ákveðum að fara ekki alla leið- ina upp á toppinn heldur ganga síð- ustu metrana svona til að komast í betra samband við jökuhnn. Síðasti spottinn er nokkuð brattur og ekki laust við að menn mæðist nokkuð á göngunni. En upp komust við í síð- ustu geislum sólarinnar. Áskíðum Það stóð til að reyna að klífa Mið- þúfuna en þegar þeir sem lögðu af stað voru komnir hálfa leiðina upp ákváðu þeir að snúa við þar sem göngufærið var ekki upp á það ahra besta. Þá var ekki annað að gera en bíða eftir sólaruppkomunni sem var mjög falleg og halda svo áleiðis heim. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Páh ákváðu að renna sér niður jökulinn á skíðum á meðan hinir lull- uðu sér niður eftir á Bárði. Skíöin eru spennt og lagt í hann. Skíðafærið reynist vera eins og best verður ákos- ið og gefur ekki eftir því sem best gerist. Svo er hægt að renna sér hundruð metra niður. Það væri því ef th vih ekki svo vitlaust að bjóða fólki að draga það upp á skíðum eða fara með skíðin með sér svo það geti rennt sér niður. Jöklaferðin tók rúma ijóra tíma, við komum aftur th Ólafsvíkur um klukkan hálffjögur um morguninn en höfðum lagt af stað þaðan upp úr klukkan ehefu. -J.Mar Keilulaga eldfjall Jökulhnn er gamalt kehulaga eld- fiah. í toppi hans er heljarmikill gíg- ur eða öllu heldur lítil askja, að mestu full af jökuhs. Þrír tindar prýða koh jökulsins, hinar svoköll- uðu Þúfur sém eru miklir bergstand- ar á austur- og suðurbrún gígsins. Hæst er Miðþúfan, 1446 metrar á hæð, snarbrött og erfið uppgöngu þegar harðfenni er. Suöaustan í henni er mikið standberg sem oftast er hulið ís og snjó fram á sumar. Norðurþúfan, 1390 metra há, er mjór klettastapi sem er einnig ofast hulinn Það geta leynst jökulsprungur í jöklinum, því borgar sig að fara varlega. snjó. Gígurinn er skeifumyndaður og opinn th norðvesturs en umgirtur snarbröttum jökulveggjum að sunn- an og austan. Það er því vissara að hætta sér ekki of langt í þá áttina; raunar er ekki laust við að mann hálfsundli þegar maður htur niður þessa jökul- veggi. Það er líka vissara að fara að öllii með gát, því eins og á öðrum jöklum geta leynst þar djúpar og hættulegar jökulsprungur. Einkum eru þær áberandi þegar líða fer á sumar. ísi fram á sumar. Vesturþúfan er bunguvaxin og alltaf huhn jökh og Ferðir Það er afbragðs skíðafæri á jöklinum. Páll og Árni, Bárður í baksýn. Osló: Meö nýjustu hugtækniaðferðura og velhðan í stað hræöslu, spennu, á aö vera hægt að sigrast á flug- vanlíðunar og skelfingar. hræðslu fyrir fullt og allt meö ein- Fræðslumiöstöðin Ægir stendur katímum hjá NLP sérfræöingi. fyrir einkatímum af þessu tagi og Fælni svo sem flughræðslu, loft- ábyrgist miðstöðin árangur og end- hræðslu, innilokunarkennd og urgreiðir ef viðkomandi telur sig önnur einkenni ofsahræöslu kvað ekki hafa fengiö bata við flug- vera hægt að afmá og breyta þann- hræðslunni. Leiðbeinandi er Garö- ig að viðkomandi upplifi ánægju arGarðarssonNPLpract. -J.Mar Dýr eða ódyr Samkvæmt upplýsingum í þýska blaðinu Welt am Sonntag er Osló ódýrasta höfuðborg á Norðurlönd- um. Það er til dæmis ódýrara að eyða helgarleyfi þar en Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi. Góður málsverður fyrir tvo á fyrsta flokks matsölustað er ódýrari í Osló en Kaupmannahöfn, Zúrich, Milano, Hong Kong eða New York. Búist er við að verð á gistingu lækki mjög á næsta ári í Osló þar sem gistirými mun aukast um 23 prósent á þessu ári. Því er jafnvel spáð að gisting fyrir mann í tveggja manna herbergi muni kosta um 400 norskar krónur næsta sumar í stað 1000 norskra króna sem ferðalangurinn greiðir í dag. En upplýsingum um Osló ber ekki saman, alþjóðlegt svissneskt fyrir- tæki sem gerir úttekt á ferðakosnaði birti niðurstöður einnar shkrar ekki ahs fyrir löngu og þar á bæ segja menn að Osló sér dýrasta borg Evr- ópu og ef mið sé tekið af öhum stærstu borgum heims þá sé Osló í áttunda sæti. Samkvæmt úttektinni munar ekki miklu á verði að dvelja í Helsingfors eða OeIó en mun ódýrara á að vera að búa í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.