Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. Bridge EM í Finnlandi: Sætir sigrar og súr töp skiptast á Þegar þetta er skrifaö heílr ís- lenska sveitin á Evrópumótinu í Turku í Finnlandi lagt að velli þijár af þeim þjóðum, sem eru í toppbarát- tunni - Austurríki, Pólland og Dan- mörk. Vissulega athyglisverður ár- angur, en strákarnir hafa orðið að þola mótlæti á milli, s.s. tap gegn Finnlandi, Sviss og Portúgal. Hafa ber þó í huga að enginn leikur á svo sterku móti er unninn fyrirfram og löngu liðin tíð að tala um veiku þjóð- irnar, sem við eigum að vinna. Við skulum líta á leikferil sveitarinnar að 17 umferðum loknum: Þýskaland......................16 Sovétríkin...................17,5 Holland.........................8 Ítalía..........................2 írland.........................12 Tékkóslóvakía..................19 Belgía..........................6 England........................22 Noregur........................18 Austurríki.....................22 Finnland.......................10 Pólland........................18 Tyrkland..................... 16 Sviss......................... 7 Portugal........................8 Danmörk........................22 Bridge Stefán Guðjohnsen Eins og sést á þessari upptalningu, hefir sveitin unnið 9 leiki en tapað 8, sem er ágætt. Sigrarnir hafa hins vegar veriö naumari en töpin og því hefir sveitn ekki náð 50% vinninga. Hún hefir hins vegar tæp 14 stig úr leik að meðaltali og ástæðulaust að örvænta um, að markmið fyrirliðans um að sveitin hafni í miðjum flokki, náist. En við skulum skoða eitt spil frá mótinu. Það kom fyrir í leik íslands við Tyrkland. A/ALLIR * D653 ¥ - ♦ ÁKG85 + 10632 ♦ 97 ¥ ÁG83 ♦ 432 + K874 * G ¥ K10942 ♦ 976 + ÁDG5 ♦ ÁK10842 ¥ D765 ♦ D10 + 9 Með Ragnar Magnússon og Aðalstein Jörgensen á a-v gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður lhjarta 1spaði - pass pass dobl pass 2 spaðar pass 31auf pass 41auf pass pass pass Útspilið var spaöaás, síöan skipt í tígul- tíu, drepið í blindum á ás og laufi svínað. Ragnar grunaði hið versta, þegar nían kom frá suðri. Hann spilaði aftur tígli og eitt vandamálið leystist þegar drottning- in kom frá suðri. Laufi var síðan svínað aftur og legan staðfestist þegar suður lét lítinn-spaða. Ragnar tók nú laufaás, spilaði tigli á gosann og hélt síöan áfram með tíguláttu sem norður gaf. Þegar síðasta tíglinum var spilað var staðan þessi: * 9 ¥ ÁG8 ♦ - + K * - ¥ K1094 ♦ - + 5 ♦ K108 ¥ D7 ♦ ¥ - ♦ 5 Það er sama hvað noröur gerir, Ragnar fær alltaf 10 slagi. Ef hann gefur tígulinn, þá fást tveir slagir á tromp, ef hann trompar og spilar spaða, þá verður spaða- drottningin slagur. Norður trompaöi með laufakóng og spilaði litlu hjarta, en Rapi- ar var vandanum vaxinn og setti kónginn upp. Þar með var spilið unnið, en ekki bjöminn, þvi á hinu borðinu fundu n-s hjarta- samlegima eftir að austur hatði passað í fyrstu hendi. Hjartalegan gerði hins vegar Ðjótt út um spilið og n-s töp- uðu 300. Stefán Guðjohnsen Bikarkeppni: Eurocard og Útsýn Tveimur leikjum úr fyrstu umferð hefur verið frestað þar til um miðjan júlímánuð vegna anna. Það eru leikir Sameindar og Brynjólfs Gestssonar og Sigmars Jónssonar gegn Ásgrími Sigurbjörnssyni. Vegna tafa af þessu tagi er þátttakendum í bikarkeppni Eurovard og Útsýnar bent á að skipuleggja leiki sína í tima og helst innan settra tímamarka. Úrslit hafa borist úr einum leik úr annarri umferð. Sveit Guðlaugs Sveinssonar vann sigur á sveit Huldu Hjálmarsdóttur með 30 impa mun. Guðlaugsmenn náðu að skora 43 impa gegn 8 í annarri lotu leiksins og það bil náðu Hulda Hjálmars- dóttir og félagar ekki að brúa þrátt fyrir góðar tilraunir. Þátttakendur í bikarkeppninni eru vinsamlegast beönir um að tilkynna úrslit leikja hið fyrsta til Bridgesam- bandsins svo hægt sé að tilkynna þau og skipuleggja framhaldið. Stefnt er að því að dregið verði í þriðju umferð 20. júlí og til þess að það verði unnt þarf leikjum úr annarri umferð helst að vera lokið. EM í bridge: SlæmttapgegnSvíum - Pólverjar með 14 stiga forystu íslenska landsliðiö í bridge tapaði illa gegn því sænska, 7-23, í 23. um- ferð Evrópumótsins í Finnlandi. Pól- verjar fengu á sama tíma 16 stig og munar þtfí 14 stigum á tveimur efstu þjóðunum. íslendingar áttu leik gegn Grikkjum í síðari umferð dagsins en Grikkir eru í sjötta sæti. í síðustu umferð, sem spiluð er í dag, fær ís- lenska landsliðiö 18 stig fyrir yflr- setu. Tvær efstu þjóðirnar á EM í bridge vinna sér rétt til að taka þátt í heims- meistarakeppninni í bridge og eins og staðan er núna, þegar tveimur umferðum er ólokið, verður að telj- ast líklegt að Pólverjar og Svíar hreppi hnossið. Staðan á toppnum er þannig að Pólverjar eru með 428 stig, Svíar með 412 stig í öðru sæti og Frakkar í-því þriðja með 402,5 stig. Austurríkismenn, Danir og Grikkir eru allir skammt undan og gætu nælt í hið eftirsótta HM-sæti ef úrsht verða óvænt á toppnum. -ÍS : A3 fþróttapistill Keppni í 1. deild íslandsmótsins er nú hálfnuð og baráttan er í algleymingi. Það verður áreiðanlega mikil spenna í síðari umferðinni enda hefur aldrei verið eins jafnt á með liðum deildarinnar. Toppslaguiinn aldrei eins jafn Nú er keppnin í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu hálfnuð en þessi pistill er skrifaður fyrir leik KR og Vals í gærkvöldi. Það er mál manna að deildin hafi hingað til verið skemmtileg og boltinn verið ágætur í heildina. Línur eru farnar að skýrast í deildinni og þá aðallega bilið á milli topp- og botnliðanna. Það er nokkuð víst að sjaldan eða aldrei hefur mótiö verið eins jafnt og spennandi og nú. Fyrirfram var búist við að Valur og Fram væru með langsterkustu liðin en hin harða barátta á toppnum sýnir að það eru fleiri sterk lið í 1. deildinni og það verður fróðlegt aö fylgjast með seinni umferðinni. Það er því tilvalið að fara aðeins yfir gang mála og spá örlítið í spilin. Þrjú stig skipta sköpum Til marks um hina gífurlegu spennu á toppnum þá voru KR- ingar í 5. sæti 1. deildar fyrir leik- inn gegn Val. Ef KR hefur náð öll- um þremur stigunum í gærkvöldi þá er liðið komið í efsta sætið. Þrjú stig til eða frá muna öllu og það er algert tap aö ná einungis jafntefli. Það má alla vega lítið út af bregða ef lið ætlar að halda sæti sínu. Sex lið í einum hnapp Sex lið hafa búið um sig í efri hluta deildarinnar og eins og stendur eru öll þessi lið í einum hnapp. Valur, Fram, KR, FH, KA og Akranes eru öfl við toppinn og geta blandað sér verulega í baráttuna um titilinn. Hin liðin, Víkingur, Fylkir, Þór og Keflavík eru hins vegar við botninn og þar er líkt og í toppbaráttunni allt í járnum. Aðeins örfá stig skilja þessi lið að og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þetta gífur- lega jafnræði heldur áfram í síðari hluta mótsins. Valur og Fram halda sínu striki Valur og Fram voru eins og áður sagði þau lið sem flestir bjuggust við að yrðu í baráttunni. Islands- meistarar Fram fóru rólega af stað og gekk illa í fyrstu leikjunum. Nú virðast Framarar hins vegar vera komnir á skrið og ætla augljóslega ekki að gefa titilinn eftir. Framarar hafa mjög marga snjalla leikmenn og þrátt fyrir |élega byrjun hefur liðið náð að rífa sig upp og það sýn- ir „karakterinn" í flðinu. Framarar geta því verið hættulegra en oft áður. Valsmenn fengu mikinn liðsstyrk fyrir sumarið og það var því ekki skrítið þó að þeim væri spáð góðu gengi. Öfugt við Framara fóru Valsmenn mjög vel af stað en hafa dalað dáfltið í undanförnum leikj- um en í liðinu eru margir reyndir leikmenn sem eiga eftir að reynast liðinu mikilvægir í leikjunum sem eftir eru. Aðall Valsliðsins hefur verið sterk vörn en liðinu hefur gengið frekar illa að skora. KR-ingar hungraðir í titil Margir gamflr KR-ingar hafa mikla trú á aö sigurstundin sé nú runnin upp og að árið 1989 verði gott og farsælt ár hvað snerir knattspyrn- una. KR-ingar hafa ekki unnið meistaratitilinn í 21 ár eða síðan 1968 og því eru vesturbæingar orðnir hungraðir í titilinn. Vestur- bæjarliðiö er mjög sterkt um þessar mundir og hefur sýnt meiri kraft styrkleika en á undanfórnum árum. Ian Ross er greinilega á réttri leið með flðið og það er því til alls líklegt í sumar. Annað lið, sem sýnt hefur mikinn styrk í sumar, er KA. Akureyrar- liðið er mjög sterkt og þá sérstak- lega á heimavelli sínum þar sem fá lið fara með stig til sinna heima. KA hefur mátt þola að vera í skugga nágranna sinna, Þórsara, þar til í fyrra að KA-menn náðu betri árangri í deildinni. Stóra tæk- ifæri KA-manna er runnið upp og eins og einhver harður aðdáandi, liðsins orðaði það á leik á dögun- um: „Það er nú eða aldrei“. FH-ingar hafa komið mest á óvart Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur sennilegá komið allra liða mest á óvart í sumar. FH-ingar hafa veriö hálfgert jójó lið í gegnum árin og allt frá því að liðið vann sig fyrst upp í 1. deild þá hefur Hafnarfjarð- arliðið mátt vera í botnbaráttunni. Nú virðist ætla að verða breyting á og FH hefur gengið mjög vel það sem af er íslandsmótinu. Það er meira að segja orðið svo gott að hafnfirskir áhorfendur eru farnir að þora að mæta á völlinn. Á sama tíma og stöðugleika er farið að gæta hjá FH-ingum þá hafa Skagamenn átt í erfiðleikum með að ná tveim góðum leikjum í röð. Akurnesingar hafa sýnt skínandi góða knattspyrnu í sumar en þess á milfl dottið niður og tapað illa. Óstöðugleikinn er vandamál liðs- ins og kemur það líklega vegna þess hve ungt liðið er. Margir bráð- efnilegir piltar skipa liðið og eru þeir þegar farnir að láta að sér kveða. Liðið þarf samt dálítið lengri tíma til að mótast en það hefur framtíðina fyrir sér. Skagamenn leika mjög áferðarfallega knatt- spyrnu og leikir liðsins hafa verið með því skemmtilegasta á þessu móti. Botnbaráttan verður hörð Þau fjögur flð sem eftir eru munu að öllum líkindum kljást í botn- baráttunni og þar verður hart bar- ist. Fyrirfram var búist við þessum liðu'm í fallbaráttu og sú er nú raunin. Nýflðar Fylkis fóru þokkalega vel af stað en nú er baráttuandinn sem einkenndi liðið í fyrstu leikjunum horfmn á braut. Liðið hefur fengið þrjá slæma skelfl og það vermir nú botnsætið. Róðurinn verður mjög þungur hjá Árbæjarliðinu en öll nótt er ekki úti enn. í herbúðum Þórsara ríkti mikil óvissa fyrir mótiö. Þór missti marga góða leikmenn og blóötakan var mikil en í staðinn komu tveir Júgóslavar sem hafa verið burðar- ásar liðsins. Þórsurum var spáð erfiðu tímabili og framundan er löng og ströng barátta upp á líf og dauða. Víkingar eru komnir í fallsæti eftir misjafna leiki að undanförnu. Þó má segja að Víkingar hafi verið mjög ólánsamir í mörgum leikjum. Þeir hafa verið síður lakara liðið í mörgum leikjum í sumar en samt sem áður mátt þola að tapa stigum. Liðið hefur góðum einstaklingum á að skipa, s.s. júgóslavneska leik- manninum Goran Micic. Hæðar- garðsliðinu tókst að halda sér uppi í fyrra og það er áreiðanlega á stefnuskrá Rússans, Júrí Sedov, að gera svo einnig í ár. Loks skal minnst á lið Keflvík- inga sem hefur sótt nokkuö á brat- tann í síðustu leikjum. Keflvíking- ar eru með mikið baráttulið sem gefst ekki upp þó á móti blási. Það er mikill kostur fyrir Suðurnesja- flðið og baráttan á örugglega eftir að fleyta Keflvíkingum langt í seinni hlutanum. Það verður spennandi og fróðlegt að fylgjast með næstu umferðum og mörg óvænt úrslit eiga eflaust eftir að flta dagsins ljós. Urslit sem gætu heldur betur breytt gangi mála á toppi jafnt sem botni. -Róbert Róbertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.