Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. 57 Andlát Rannveig Rögnvaldsdóttir, Hólavegi 12, Sauðárkróki, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 14. júlí. Ingimunda Þorbjörg Geirsdóttir, Austurtúni 2, Hólmavík, andaðist fimmtudaginn 13. júlí. Tilkyimingar Aukasýning á „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ Vegna mikillar aðsóknar mun leikhópur- inn Virginia verða með aukasýningu á leikritinu „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ sunnudaginn 16. júlí kl. 20.30 i Iðnó. Hópurinn hefúr sýnt þetta verk í Iðnó nú um mánaðartíma við góða að- sókn og blaðadóma. Vegna misskilnings, sem aðstendendur sýningarinnar hafa orðið varir við, er rétt að taka skýrt fram að sýningar á verkinu verða ekki teknar upp á kdmandi hausti. Leikendur í sýn- ingunni eru Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert A. Ingimundarson. Leikstjóri er Amór Benónýsson. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag. Kl. 14 frjálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Málverkasýning að Dalbraut Málverkasýning veröur haldin að Dal- braut 18 (bláu húsin) milli kl. 14 og 18 laugardag og sunnudag. Þar sýnir Jónina Sísí Bender oliumálverk, Þórarinn Stef- ánsson oliumálverk og Ófeigur Ólafsson sýnir vatnslitamyndir. Allir eru vel- komnir á sýninguna. Unglingar í ÍS-safari Á vegum samtaka félagsmiðstöðva á fs- landi (SAM-FÉS) munu 20 unglingar víðs vegar af Norðurlöndunum fara um há- lendi íslands. Markmið fararinnar er að kynna Norðurlandabúum íslenska nátt- úru og menningu en jafnframt styrkja norrænt samstarf. Þetta er í fyrsta sinn sem unglingar ffá félagsmiðstöðvum á Norðurlöndum hittast á íslandi með það að marki að ganga um íslenska hálendið. Hópurinn hittist í félagsmiðstöðinni Þróttheimum laugardaginn 15. júll þar sem leiðin og aðstæður á hálendinu verða kynntar rækilega. Daginn eftir verður haldið í Bláa lónið og þaðan austur í Skaftafell. Næsta dag velja unglingahóp- amir sér gönguleiðir um Skaftafell. Næstu daga verður gengið yfir Fimm- vörðuháls og upp á hálendið. Laugardag- inn 22. júli verður ekið til Reykjavíkur og áð við Gullfoss, Geysi, Laugarvatn, Ljósafoss, Nesjavelh og Þingvelli. Átta þátttakendur eru frá íslandi, sex frá Dan- mörku, þrír ffá Svíþjóð, tveir frá Noregi og einn frá Finnlandi. Auk þess verða sjö starfsmenn með í forum. Gönguferð um Seltjarnarnes Náttúruverndarfélag Suðvesturlands stendur fyrir náttúruskoðunar- og sögu- ferö um Seltjamames á sunnudagsmorg- un, 16. júli. Gangan hefst á Valhúsahæö kl. 10 meö því að lesin verður gömul lýs- ing á útsýninu ffá Valhúsahæð um alda- mótin eftir einn þekktasta náttúrufræð- ing okkar. Þessi lýsing verður svo borin saman við það sem blasir við í dag. Aö þessu loknu verður gengið niöur að Nes- stofu og áfram út undir Gróttu. Til baka verður haldið með fiömnni og upp á Valhúsahæð. Þangað verður komið um kl. 12. Sjávarfréttir 2. tbl. 1989 er komið út. Meðal efnis er viðtal við Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra um fiskveiðistefnuna. Hreiðar Júliusson, sem er nýkominn heim eftir tíu ára starf í fiskvinnslu á Nýfundnalandi, ber saman íslenskan og kanadiskan sjávarútveg. Dregin er upp mynd af hlut íslendinga í veiðum og við- skiptum með fisk í heiminum og rætt við forsfióra SH og SÍF um stöðu okkar í harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir á þessu sviði. Sérffæðingar á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins fialla um vinnslu- tækni um borð í verksmiðjuskipum í nútíð og framtíð. Að venju er blaðauki um fiskeldi. Ritstjóri Sjávarfrétta er Guð- jón Einarsson, útgefandi Fijálst framtak hf. Hjálpræðisherinn Samkoma á sunnudag kl. 20.30, ofursti/lt. Guöfmna Jóhannesdóttir stjómar og tal- ar. Alhr velkomnir. Óskar Páls sýnir í Eden Óskar Pálsson, listamaður úr Keflavík, sýnir olíumálverk í Eden í Hveragerði. A sýningunni er 21 málverk, flest máluö á þessu ári. Þetta er önnur einkasýning hans en hann hefur fengist við málara- listina í ein Qórtán ár og notið hand- leiðslu Eiríks Smith. Leikhús Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru í Tjamarbíói við Tjörnina í Reykjavik (Tjamargötu 10E). Sýningarkvöld em fiögur í viku, fimmtu- dags-, fostudags-, laugardags- og sunpu- dagskvöld. Sýningamar hefiast kl. 21 og lýkur kl. 23. Light Nigth sýningamar em sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönn- um. Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku. Meðal efnis má nefna: Þjóðsögur af hul- dufólki, tröhum og draugum, gamlar gamanffásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Þetta er 20. sumariö sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýning- um á Light Nights í Reykjavík. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagur 16. júlí kl. 13: Tóarstígur. Létt ganga um nær óþekkta gönguleið í Afstapahrauni. Leið- in hggur um sjö gróðurvinjar. Mann- vistarleyfar, jarðfaU, gróskumikiU gróð- ur. Seltóarstígur - Brunavegur. Verð kr. 800. Brottfór í ferðimar frá BSÍ, bensín- sölu. Engin dagsferð í Þórsmörk sunnu- daginn 16. júh en farið verður í Þórsmörk miðvikudaginn 19. júh kl. 8, bæði dags- ferð og fyrir sumardvöl. Kvöldferð í StrompaheUa á miðvikudagskvöld kl. 20. Helgarferðir í Þórsmörk og Veiðivötn, útílegumannahreysið, 21.-23. júh. Helgarferðir 14.-16. júlí: 1. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Básum. Skipulagðar gönguferðir viö aUra hæfi. 2. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar. Gist í Básum. Gengið frá Skógum yfir Fimm- vörðuháls í Bása á laugardag. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 16. júlí: Kl. 8: Hveravellir, dagsferð. Einstakt tæk- ifæri fyrir dagsferð um Kjöl að Hvera- vöUum. Verð 2,000. Kl. 8: Þórsmörk, dagsferð og sumarleyfis- farþegar. Ferðafélagið veitir sumarleyfis- gestum í Þórsmörk afslátt. Kynnið ykkur tUboðsverð FÍ fyrir þá sem gista fleiri nætur en tvær. Kl. 10: Háifoss - Stöng - Þjórsárdalur. Gengið að Háafossi, komið við í gjánni og bærinn á Stöng skoðaður. Verð kr. 1500. Kl. 13: Kambabrún - NúpafiaU. Ekið að Hurðarási, gengiö eftir brún NúpafiaUs, komið niður hjá Hjalla í Ölfusi. Verö kr. 800. Miðvikudaginn 19. júlí: Kl. 8: Þórsmörk, dagsferð. Verð 2.000. Kl. 20: BúrfeUsgjá - Kaldársel. Ekið að HjöUum, gengið um BúrfeUsgjá og áfram að KaldárseU. Verð kr. 600. Brottfór í ferðimar er frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bU. Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir af I-bitum einnig lítið útlitsgallaða stálklæðningu. Garðasmiðjan Galax Lyngási 15, Garðabæ Sími 53511 Menning Kristbergur Pétursson: „Án titils“ A tólfæringi - um sýningu tólfmenninga í Hafnarborg Undirritaður lagði á dögunum leið sína til Hafnarfjarðar og haföi þá ekki drepiö þar niður tá í hart- nær tvö ár. Og þvílík umskipti! í hjarta miðbæjarins er risin stórglæsileg menningarmiðstöð með björtum og rúmgóðum sýning- arsölum ásamt vinnuaðstöðu fyrir listamenn og tii stendur að gera meira af slíku í útjaðri bæjarins að Straumi. Hin nýja Hafnarborg þeirra Hafnfirðinga stendur að sjálfsögðu við höfnina og nálægð hafsins eykur til muna á seiðmagn þessa staðar. Hafnfirðingar eru þekktir sjósóknarar og því var það hreint ekki út í hött að nefna sýn- ingu þeirra tólf íslensku lista- manna, sem nú stendur uppi í söl- um Hafnarborgar, „Á tólfæringi". Listamennirnir eru að vísu mis- mikið sjóaðir en enginn alger land- krabbi. Sýningin hefur enga yfir- skrift fremur en sundurleysi dags- ins í dag, því sjálfsagt vilja listiðk- endur nútímans, ekki síður en aðr- ir, fría sig hvers konar ábyrgð, sigla sinn sjó án yfirskriftar - og hver er kominn tÚ að banna þeim það? En látum allt ábyrgðarkvabb lönd og leið um sinn og lítum á sjóið. Björg Örvar er málsvari fiskanna á þessari sýningu. Hrifnæmur og litaglaður stíll hennar er ekki auð- veldur bó að sumu leyti haldi hann sig á grunnsævi. Það er orðin býsna velkt tugga meðal síðnaumra og nýrúmra málara að para verk sín í eitt stórt og annað lítið við kinn- unginn. Verk Bjargar þurfa ekkert sérstaklega á slíkum stuðningi að halda, því styrkur þeirra er óút- reiknanleikinn. Þeir mörlandar sem sótt hafa í westurhafa margir tekið upp skrúðugan Utaskala og grófa pensla. Björg er þar enginn eftirbátur. Litir hennar eru kannski dáhtið bolsíulegir en birt- an frá hafinu gerir myndir númer 31 og 32 að sannköUuðum „vor- sendingum". BorghUdur Óskarsdóttir sýnir vísa að húsgögnum úr leir og gleri. Undirritaður skrifaði um einka- sýningu hennar á Nýhöfn í október síðastUðnum og hefur Utlu við það að bæta. Kostur við verk Borg- hUdar eru hin óvæntu sjónarhom. Þau væm hins vegar ekki óvænt nema vegna þess hve tUvísunin í hversdagsleikann er sterk. Jón Axel Björnsson sýnist í fljótu bragði vera á svipuðu róli sem fyrr í niðurbútun og afmyndun manns- likamans. En ef að er gætt má sjá að mannfólkið í myndum hans er svo að segja búið að missa aUan persónuleika. Eftir standa dauða- grímur með gínuUmi innan um hreina fleti sem virðast í þann mund að taka völdin. VatnaskU em því orðin greinUegri en áður hjá Jóni Axel. Myndlist Ólafur Engilbertsson Kristbergur Pétursson hefur tU þessa aðaUega einbeitt sér að grafík og framlag hans á þessa sýningu er fjórar ætingar. Myndir hans virka kannski dálítið drungalegar í miðsumarsólinni. En þær búa yfir ljóðrænum krafti sem minnir gott ef ekki á þjóðsögur af tröllum sem döguðu uppi í morgunskímunni og breyttust í stein. Magnús Kjartansson sýnir að þessu sinni afrakstur kynna sinna af pastel. Hann hefur á síðustu ár- un nær eingöngu sýnt málverk unnin með hjálp ljósmyndatækni, en undirritaðan rámar ekki í aö hafa augum Utið pasteldrætti eftír Magnús áður. Myndir hans eru samspil barnslegra teikninga og myndflata sem eru á mörkum hlut- veruleikans og þjóna e.t.v. fremur hlutverki ramma en myndefnis. Hvað sem því Uður þá gefa mynd- fletirnir teikningunum nauðsyn- lega fjarlægð og stundum aukna dýpt eins og t.a.m. í hinni stór- skemmtilegu mynd „Séra HaU- grímur". Margrét Jónsdóttír fjatíar líkt og Kristbergur um steinrunninn heim. Sýn hennar er þó öUu kald- hæðnislegri. í „ónefnu" númer þrjú gefur að líta steindrang sem minnir einna helst á sambland af iðjuhöldi og engU. Hann virðist vera nýbúinn að mynnast við eins konar sólarholdgerving. Hug- myndaheimur Margrétar er eins' konar leikhús fáránleika. Þar getur aUt gerst þegar ljósin hafa verið slökkt. Sigurður Örlygsson hefur nýver- ið sýnt bæði á Kjarvalsstöðum og í FÍM-salnum stór og mikU verk. A Kjarvalsstöðum var mikið um að- skotahluti í verkunum, en í FÍM var úrvinnslan orðin eiUtið meira í ætt við kUppimynd. í Hafnarborg er sitt af hverju. Sé Utíð svo á að Margrét Jónsdóttir túlki hugar- heim kvenna þá má örugglega slá því fostu að Sigurður túlki heim karlmennskunnar. Myndir hans eru óður til athafnamannsins; hús- byggingar og virkjunarfram- kvæmdir eru eins sjálfsagðar og mjólk og brauð. En það er líka húmorinn sem ber hugmyndir Sig- urðar uppi. Sóley Eiríksdóttir tígnar hreyf- ingar mannslíkamans ámóta og látbragösleikari myndi ugglaust gera, þekktí hann til myndmótun- ar. Sóley rissar upp erkistelUgnar og sníður af aUan óþarfa. Hug- myndirnar eru einfaldar og margar snjallar. Líkt og Jón Axel virðist Sóley vera að hneigjast til einföld- unar og niðurskurðar. Er vonandi að þaö sé ekki tákn um samdrátt í hugarflugi. Steinunn Þórarinsdóttír brýst upp úr gólfinu málmi slegin. Hún er látbragðsleikari og búktalari eins og Sóley en á flngerðari og ljóðrænni nótum. Andstæðurnar málmur og Ukami eru Steinunni greinilega hugleiknar og verkin hennar tvö virka eins og eins konar sáttargjörð hennar við málminn. Hann hlýtur líka að muna eftir slíkum bUðuhótum. Steinþór Steingrímsson er með þrjú málverk á þessari samsýningu í Hafnarborg og hefur þeim af ein- hverjum ástæðum öUum veriö komið fyrir í einu homi kaffistof- unnar. Steinþór er e.t.v. sigldastí sýnandinn (samanber sýningar- skrá) en myndir hans hefðu annaö tveggja átt að fá mun betra rými á sýningunni eða aUs ekkert. Raunar er myndlist Steinþórs á aUt öðrum grunni en annarra sýnenda. Hann er ómenntaður í Ust sinni og höfuö- vopn hans er húmorinn, svo sem í portrettmu af Sverri Ólafssyni. Steinþór er þó greinilega engrnn nævisti. Kannski síðbúinn sept- embermaður. Sverrir Ólafsson tætir af sér brandarana strax við innganginn. Þar stendur heUög þrenning á stalU. Hún er með augu í hnakkan- um og eins og nývöknuð teikni- mynd á svipinn. í efri sal eru hins vegar fremur hæglát og yfirlætis- laus verk á Sverris mælikvarða, enda heitir annað þeirra.„Þei þei“. Á sýningu Sverris á Kjarvalsstöð- um sl. haust máttí þó sjá greinUega að yfirlætisleysið í myndunum er ekkert annað en uppgerð. Sverrir getur ekki verið alvarlegur út heila sýningu. Lifi karnivaUð! Að lokum- er það Valgerður Bergsdóttir sem sýnir í Hafnarborg að þessu sinni. Líkt og margir koll- egar hennar á sýningunni hefur hún áhuga á steUingum og þanþoU mannslíkamans. En ólíkt þeim öll- um kýs hún að teikna líkamana í hópum og jafnvel samofna. Teikn- igaröðin „Skref - eða á miUi lína“ finst mér t.d. skemmtíleg vegna þessa margítrekaða stefs - te&n- ingarnar mynda eins konar fléttu. Stærri verkin þykja mér síðri, enda nýtur strokaðferð Valgerðar sín sjálfsagt best í smáu formi. Ég vU eindregið hvetja lesendur þessa pistíls til að Uta inn í Hafnar- borg fyrir 7. ágúst nk„ því þá lýkur tólfæringnum. Svo er upplagt að fara á Sjóminjasafnið eftir á og leggjast undir árar. Ólafur EngUbertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.