Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. UtLönd IMótmæla í Auschwitzl Hundruð evrópskra námsraanna af gyðingaættum ætla að efiia til mótmæla á sunnudaginn gegn ka- þólska nunnuklaustrinu í Ausch- witz þar sem útrýraingarbúðir nas- ista voru í suðurhluta Póllands. Mótmælin fara fram viku eftir að pólskir verkamenn misþyrmdu og móðguöu sjö bandaríska gyðinga sem mótmæltu staösetningu klaustursins. Samkvæmt sjónar- vottum horföu fimm lögreglumenn og pólskur prestur á verkamennina sparka í gyðingana í tuttugu mín- útur. Pólska kirkjan haföi lofað leið- togum gyðinga að flytja nunnurnar frá svæði útrýmingarbúðanna, þar sem fjórar milJjónir gyðinga voru sendar í .gasklefana, í síöasta lagi 22. febrúar en þaö hefur enn ekki verið gert. ReuterogTT Rabbíninn Weiss frá New York, ktæddur eins og gyðingur i útrým- ingarbuðum, klifrar yfir girðingu við nunnuklaustrið í Auschwitz. Simamynd Reuter Frændi Bhutto rændur Byssumenn réðust að frænda Benazirs Bhutto, forsætisráðherraPakist- ans, og stálu bifreið hans og andvirði rúmrar hálfrar milljónar íslenskra króna í reiöufé. Lögreglan tilkynnti um ránið í morgun en þaö átti sér stað í gær er frændinn ók í bifreið sinni nálægt bústað forsætisráðherrans í Karachi. Frændinn er sagður eiga margar fasteignir í heimaborg Bhuttos, Lark- anaísuöurhlutaPakistans. Reuter Rannsókn vegna hljómleika Sofandi unglingar á Markúsartorgi i Peneyjum ettir hljómleika Pink Floyd. Þingnefnd kannar aðild Papandreous að fjármálahneyksli Gríska þingiö samþykkti í at- kvæðagreiðslu í gær með 171 atkvæöi gegn 122 aö setja á laggimar sérstaka þingnefnd er hefur þaö hlutverk að kanna meinta aöild fyrrum forsætis- ráöherra landsins, Andreas Pap- andreou, aö fjármálahneyksli. Hneyksliö snýst um 200 milljónir dollara sem „hurfu“ úr Krítarbanka. Sjö þingmenn sátu hjá viö atkvæða- greiðsluna. Ákvöröun þingsins í gær gæti leitt til formlegrar rannsóknar lögreglu- yfirvalda og jafnvel réttarhalda yfir hinum sjötuga Papandreou. Nefndin mun einnig kanna meinta aðild fjögurra háttsettra embætt- ismanna í fyrrum stjóm Papandreo- us. Sósíalistaflokkur Papandreous tapaði í þingkosningunum sem fram fóru í síðasta mánuði. Stjórnin, sem nú er við völd á Grikklandi, hefur það markmið að kanna meinta aðild embættismanna stjómar Papandreo- us að fjármálahneykslinu. Stjórnin mun sitja stutt eða fram í október þegar nýja kosningar fara fram.. Reuter Einn fyrrum ráðherra stjórnar Papandreous, George Petsos, kvaðst í gær ekki hafa átt aðild að fjármálahneyksli því sem átti stóran þátt í falli Pap- andreous. Sérstök þingnefnd kannar nú ásakanir um að Papandreou, Pets- os og þrir aðrir ráðherrar hafi átt aðild að hneykslinu. Simamynd Reuter Aukinn viðskiptahalli í Bandaríkjunum Simamynd Reuter Menningarmálaráðherra Feneyja tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á hvers vegna borgaryfirvöld hefðu gefið rokkhljómsveitinni Pink Floyd leyfi til þess aö halda tónleika í borginni. Um hundrað og fimmtíu þúsund áhorfendur flykktust til borgarinnar í tilefiú tónleikanna á laugar- dagskvöld og var ekki fagurt um aö litast þar á sunnudagsmorgun. Borgaryfirvöld höföu ekki gert viöeigandi ráðstafanir til aö taka á móti þessum fjölda og báðust þau afsökunar í gær en neituðu aö fara frá eins og krafist hafði verið af reiðum borgarbúum. Feneyjabúar lokuöu verslunum sínum og krám í mótmælaskyni á laug- ardaginn og eina íarfuglaheimiliö í borginni lokaði dyrum sínum fyrir unglingunum. Neyddust þeir til að sofa undir berum himni. Ymsir minnisvarðar, sem voru í viögerö, uröu fyrir skemmdum, bæði vegna mannfjöldans og titrings frá tónlistinni. Reuter 16 ára eiturlyfjasmyglarar Tvær sextán ára gamlar danskar stúlkur voru handteknar í Osló í júnf- lok eftir að hafa smyglað eiturlyfjum milli Danmerkur og Noregs. Stúlk- urnar höföu faliö 100 grömm af heróíni á sér. Samkvæmt lögreglunni voru stúlkumar notaðar af eldri mönnum. Á fjórum mánuðum höfðu þær farið sjö sinnum milli Austur- og Vestur- Evrópu. Þær era sagðar hafa smyglaö 27 þúsund heróínskömmtum á nokkrum mánuöum. Mennirnir sem sendu stúlkuraar í srayglferöimar hafa einnig verið handteknir. Stúlkuraar voru að safha peningura til að geta keypt sér tískufatnað. Ritzau Fílabein brennd Damel arap Moi, forseti Kenýa, kveikir í fíiabeini í þjóðgaröinum við Nairobi í gær. Simamynd Reuter Tólf tonn af ffiabeini voru brennd í Kenýa i gær til að hvetja allar þjóð- ir heims til binda enda á viðskipti með ffiabein. Mestallt ffiabeinið sem kveikt var í hafði verið tekiö af veiðiþjófum sera sagðir eru hafa valdið þvi að ffiar í Kenýa eru nú 17 þúsund. Fyrir tíu árum voru þeir 65 þúsund. Reuter Birgir Þórissan, DV, New Yorlc Vöruskiptajöfnuður Bandaríkj- anna versnaði í fyrsta sinn um langt skeið í maímánuði. Hallinn var fimmtungi meiri en í apríl. Menn vona að aðeins sé um tímabundið frávik að ræða en óttast að hækk- andi gengi dollarans hafi valdið var- anlegri stefnubreytingu. Innflutningur jókst, einkum á olíu, en útflutningur dróst saman, aðal- lega á bílum og flugvélum. Bandaríska hagkerflð í heild dróst lítillega saman í maímánuði. Samt eru flestir spámenn heldur bjartsýn- ir á framhaldið, aðallega þar sem vextir fara lækkandi. Verðbréfa- markaöir standa nú hærra en nokkru sinni síðan hrunið varð haustið 1987. Endurskoðuð spá Bandaríkja- stjórnar gerir ráð fyrir minni hag- vexti en fyrri spár, 2,7 prósenta í stað 3,5 prósenta í ár. Spáð er 4 prósenta verðbólgu í ár og á næsta ári. Opin- berar spár hafa verið gagnrýndar fyrir óhóflega bjartsýni. Hagvöxtur og lækkandi vextir eru bráðnauðsynlegir fyrir efnahags- stefnu Bushstjórnarinnar. Hún þver- tekur enn fyrir aö hækka skatta þrátt fyrir að mjótt sé á mununum aö tak- ist að halda íjárlagahallanum fyrir fjárhagsárið 1990 innan við 100 millj- arða dollara éins og lög kveða á um. Ýmsum brögðum er beitt til að halda hallanum niðri. Til dæmis reynir stjórnin að lækka hallann á pappírnum með því að flytja 3 millj- arða af launagreiðslum hersins milli ára með því að flýta útborgunardegi frá fyrsta degi fjárhagsársins 1990 til síðasta dags fjárhagsársins 1989. En slíkar tilraunir verða að engu ef fulltrúadeildinni tekst að koma 50 milljarða dollara kostnaði af því að bjarga bandaríska sparisjóðakerfmu inn í íjárlögin. Innstæður sparisjóð- anna voru ríkistryggðar. Eftir að lög- um um starfsemi sparisjóða var breytt snemma á stjórnarárum Reag- ans til að auka samkeppni leiddust margir sjóðir út í brask sem varð fjölda þeirra að falli. Einum spari- sjóði í Texas tókst að tapa 2 milljörð- um dollara á skuldabréfa- og fast- eignabraski svo dæmi sé tekið. Ekki er vitað hver heildarkostnað- ur ríkisins verður af því að leysa út innstæðurnar. Talað er um allt upp í 500 milljarða dollara. Fjár til þess er aflað með útgáfu á ríkistryggðum skuldabréfum. Forsetakosningar í Póllandi í dag: Jaruzelski líklegur til sigurs Forsetakosningar fara fram i pólska þinginu í dag, miðvikudag. Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi kommúnista, er eini frambjóðandinn í kosningunum bg er því líklegt að hann hljóti kosningu þrátt fyrir and- stöðu innan Samstöðu, hinna frjálsu verkalýðssamtaka. Jaruzelski, sem veriö hefur leiðtogi Póllands, kveðst sjálfur alls ekki sig- urviss. Hann fór fram á við þingið að það styddi framboð Czeslaw Kiszczak innanríkisráðherra til vara. Frambjóðandi þarf hreinan meirihluta á þingi og að minnsta kosti helmingur þingmanna hins rúmlega fimm hundruð sæta þjóðar- þings þarf aö vera viðstaddur. Hershöfðinginn sagði fyrir þremur vikum að hann myndi ekki bjóða sig fram þar sem almenningur tengdi hann of náið herlögum sem sett voru á í Póllandi árið 1981. En taliö er að þrýstingur innan pólska kommúni- staflokksins sem og erlendra leiðtoga hafl fengið hann til að skipta um skoöun. Margir stjómmálamenn í Póllandi telja Jaruzelski rétta forsetaefnið en hlutverk forseta er að tryggja stöðug- leika og áframhald pólitískra og efnahagslegra umbóta í landinu. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur sagst geta stutt framboð Jaruz- elskis. Adam Michnik, háttsettur ráðgjafi Samstöðu, tilkynnti í Póllandi í gær að líkur væru á aö Walesa og Gor- batsjov Sovétforseti hittist fyrir lok þessa árs. Reuter Jaruzelski hershöfðingi og leiðtogi pólskra kommúnista býður sig fram til forseta en kosningar (ara fram í pólska þinginu í dag. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.