Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. 17 íþróttapistiU Stjaman gefur tóninn Á þriðjudaginn var boðaði Stjaman úr Garðabæ ákveðin tímamób í íslenskum handknatt- leik. Stjóm handknattleiksdeildar félagsins kynntí þá sérstaka samn- inga sem hún hefur gert við sína leikmenn og þar með fetað inn á nýjar brautir. Til þessa hefur enginn íslenskur íþróttamaður verið opinberlega samningsbundinn sínu félagi, nema hann hafi gegnt þjálfara- starfi jafnhliða því að æfa og keppa sjálfur. Opinberlega segi ég, þvi eitthvað hefur verið um samninga- gerð, ýmist skriflega eða munn- lega, bakvið tjöldin - bæði í hand- knattleik og knattspyrnu, og í fijálsum íþróttum er afreksmönn- um nú leyft að taka við greiðslum innan ákveðins ramma. Stjörnumenn bundnir sínu félagi En Stjaman hefur fengið sína menn tÚ að skuldbinda sig til að leika handknattleik fyrir félagið. Þeir mega ekki ræða við önnur fé- lög á samningstímanum og Stjam- an hefur einkarétt á að semja við þá að tímabilinu lóknu. ÆtÚ þeir að ganga til hðs við annað félag, setur Stjarnan það skflyrði fyrir félagaskiptunum að greiðsla komi fyrir, sámkvæmt verðskrá sem fé- lagið gerir. Á mótí skuldbindur Stjarnan sig tfl að sjá sínum leikmönnum fyrir fullkominni aðstöðu tfl æfinga og keppni, sem er hið nýja og glæsi- lega íþróttahús í Garðabæ. Einnig að öll meðferð meiðsla sé eins og best verður á kosið. Þá fá ieikmenn Uðsins sérstakar greiðslur ef til- skyldum árangri er náð, og er þar væntanlega átt við verðlaunasæti á íslandsmóti og sigur í bikarkeppn- inni. Áhugamannaregl- umarheimila afreksstyrki Þetta hafa Stjörnumenn soðið saman að erlendri fyrirmynd, án þess að hafa Handknattleikssam- band íslands eða önnur félög með í ráðum. Ólíklegt er að HSÍ hreyfi andmælum, enda er ekki að sjá að Stjörnumenn hafa markað ákveðin tímamót með samningsgerð sinni. neinar reglur séu brotnar. Hvað greiðslur tfl leikmanna varðar, heimfla áhugamannareglur HSÍ ís- lenskum handknattleiksmönnum að veita „afreksstyrkjum" viðtöku. Nú er spumingin hvort önnur félög sjái sér hag í því að feta í fótspor Garðbæinga. Sennflega fæst ekki endanlegt svar við því hvort hér sé um spor í rétta átt að ræða fyrr en að einu keppnistímabili loknu. En í fljótu bragði virðist Stjaman hafa stígið skref í framfaraátt og mótað nýja stefnu, ekki aðeins fyrir hand- knattleiksfélög og leikmenn, held- ur einnig fyrir aðrar íþróttagrein- ar. Atyinnumennska í einhverju formi Margir forráðamenn, bæði hand- knattleiks- og knattspymuliða, hafa lengi gælt við þá hugmynd að koma á fót einhvers konar hálf- atvinnumennsku hér á landi. Til þessa hefur það þó þótt helst til of stór bití að kyngja og bent hefur verið á að nægilegt fiármagn sé ein- faldlega ekki í umferð til að standa undir slíku. Fjársterkir aðilar styrkja reyndar bestu handknatt- leiks- og knattspymuliðin allríf- lega, en meira þaif tfl að hægt verði' að taka upp launagreiðslur til leik- manna í einhverjum mæh. Þó er það opinbert leyndarmál að atvinnumenn eru tfl hér á landi, bæði í handknattleik og knatt- spymu. Leikmenn hafa þegið væn- ar greiðslur fyrir að skipta um fé- lög, eða fyrir að vera um kyrrt, og samkvæmt mínum heimfldum hafa þær jafnvel farið um og yfir eina milljón króna í stöku tilfellum. Oft er líka um ýmiss konar óbeinar greiðslur að ræða, hlunnindi, þægi- lega atvinnu, útvegun bankalána - jafnvel aðstoð við að komast fremst í röðina í úthlutun íbúða! Hér er hins vegar um mjög fáa einstaklinga aö ræða, 1-2 að meðal- tah í sterku 1. deildar flði. í flestum tflvikum eru það leikmenn sem skara fram úr og þeir leika þá jafn- an við hlið manna sem ekkert bera úr býtum annað en ánægjuna af íþróttinni. Beinir Stjaman þróuninni í rétta átt? Samingagerð Stjömunnar kann að beina þróuninni í rétta átt. í þvi tilfelfl er ekki verið að greiða leik- mönnum laun fyrir íþrótt sína, nema þeir nái góðum árangri, og því er vart hægt að tala um eitt- hvert form atvinnumennsku. En slíkir samningar gera stöðu leik- manna, félaga og þjálfara öruggari - leikmennimir skuldbinda sig til að hlíta ákveðnum reglum og aga, og þjálfari getur verið vissari um sinn mannskap. Viðkomandi félag getur um leið byggt upp starfsemi sína á markvissari hátt. Samkomulag um verðskrá? Það sem sennflega er helst eftir er að reyna á, er verðskráin sem Stjömumenn hyggjast setja upp. Til hennar kasta kemur í fyrsta lagi næsta sumar, og þá væri far- sælla að félögin væru öll búin aö komast að einhveiju samkomulagi um þessi mál. Slíka verðskrá er hæpið að setja upp einhflða, hún þarf að falla undir gildandi reglur að öllu leyti og um hana verður að vera samstaða. Ef vel á að vera, þarf að setja upp sérstakan dómstól sem sker úr um upphæðir ef við- komandi félög komast ekki að sam- komulagi - þannig að deilur mflfl félaga bitni ekki á leikmanninum sem vfll breyta tfl, og verði jafnvel tíl þess að hann geti ekki stundað íþrótt sína, eins og dapurleg dæmi á þessu haustí sýna. Atvinnumennska, samninga- gerð, kaup og sölur leikmanna - allt þetta er til staðar hér á landi í einhveijum mæli og það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn og neita því eða setja reglur sem hindra sflkt. Þróunin hér verður að vera í sömu átt og í öðrum lönd- um, þótt hægar fari, annars getum við ekki endalaust gert kröfur til okkar bestu íþróttamanna um ár- angur á heimsmælikvarða. Stjarn- an hefur gefið tóninn að vissu leyti - nú er það í höndum annarra að taka undir. -Víðir Sigurðsson í MYRKRI 0G REGNI eykst áhættan verulega! Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni verður í myrkri. Mörg þeirra i rigningu og á blautum vegum. RÚBUR ÞURFA AÐ VERA HREINAR. yUMFEROAR RÁÐ ■ OPNUM í DAG nýja verslun að Kaplahrauni 5 BÍLDSHÖFÐA 18 - SÍMI 672240 KAPLAHRAUNI 5 - SÍMI 653090 ATHUGIÐ! BREYTTUR OPNUNARTIMI OPIÐ AÐEINS UM HELGAR, LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 13-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.