Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Page 3
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989. 8 Fréttir Landað úr Snæfugli við bryggju á Reyðarfirði um miðjan október. Togarinn hélt á veiðar 15. október. DV-mynd Sigrún Hæstur á Austfjörðum Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstööum; Snæfugl, Reyðarfirði, er nú aflahæst- ur austfirskra togara, með 2580 tonn frá áramótum. Verðmæti aflans er 171 milljón króna. Snæfugl var á salt- fisksveiðum tfl sautjánda maí en fór þá yflr í frystingu. Upptaka virðisaukaskattsins: Hækkar tekjur ríkissjóðs um 3,1 milljarð króna - þegar tillit hefur verið tekið til hliðarráðstafana Upptaka virðisaukaskatts og til- færslur á niðurgreiðslum í tengslum við hana munu gefa ríkissjóði um 3,1 milljarð í auknar tekjur á næsta ári. Þetta er niðurstaðan þegar tólf mán- aða tímabil söluskatts, núgildandi jöfnunargjalds og niðurgreiðslna ásamt framlagi í jöfnunarsjóð sveit- arfélaga er borið saman við hvernig ríkisstjórnin ætlar að haga þessu á næsta ári. Samhhða upptöku 26 prósent virð- isaukaskatts um áramótin ætlar rík- isstjórnin að greiða niður kindakjöt, nýmjólk, fisk og íslenskt grænmeti í gegnum skattkerfið. Á móti þessu lækkar hún hefðbundnar niður- greiðsiur um 650 miUjónir að raun- virði. Þá lækkar hún einnig jöfnun- argjald á iðnaðarvörur um helming. Framlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sveitarfélaga fellur sömuleiðis út úr söluskattskerfinu og breytist í fram- lag á gjaldahlið. Við það lækkar það að raungildi um 270 milijónir. Ef þetta nýja kerfi er borið saman við óbreytt söluskattslög, óbreyttar niðurgreiðslur að raungildi, og óbreytt lög um jöfnunargjald og jöfn- unarsjóð sveitarfélaga er niðurstað- an sú aö nýja kerfið gefur ríkissjóði um 3,1 milljarð í auknar tekjur. Þannig eru heiidartekjur af virðis- auka um 2,6 milljarði hærri en af söluskattinum þegar endurgreiðslur úr söluskattinum hafa verið dregnar frá. Á móti þessari hækkun kemur um 470 milljón króna lækkun á jöfn- unargjaldi sem lækkar þessa upp- hæð í 2,1 milljarð. Þegar framlag í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefur ver- ið tekiö inn í dæmið hækkar upp- hæðin aftur í 2,4 milljarða. Og enn hækkar hún þegar tillit hefur verið tekið til um 650 milljón króna niður- skurðar á framlagi ríkissjóðs til hefð- bundinna niðurgreiðslna. Að lokum aukast tekjur ríkissjóðs því um 3,1 milljarð af þeim skatta- og útgjalda- breytingum sem fylgja upptöku sölu- skattsins. -gse Skagaíjörður: Bati hjá kaup- félaginu ÞórhaDur Ásmundsson, ÐV, Sauöárkröld: Hvorki meira né minna en 75 millj- óna króna bati hefur orðið á rekstri Kaupfélags Skagfirðinga ef bomir eru saman fyrstu átta mánuðir þessa árs og sami tími í fyrra. Þar af eru 26 milljónir fyrir utan fjármagnsliöi og segir Þórólfur Gíslason kaupfé- lagsstjóri að sparnaður og hagræðing í verslunarrekstrinum geri þar gæfu- muninn. „Við erum vongóðir um að halda okkur réttum megin við strikið út árið. Yfirleitt hefur seinni hluti ársins verið léttari í rekstrinum,“ sagði Þórólfur. Átta mánaða uppgjöriö sýnir fjög- urra milljóna hagnað á rekstri KS og er mjólkursamlagið þar inn í. „Við erum mjög ánægðir með að ná þess- ari útkomu þrátt fyrir að brúttóá- lagning hafi lækkað. Við teljum að sameining verslana hér á Sauðár- króki hafi skilað okkur fyllilega því sem við vonuðumst eftir. Einnig er útkoman á útibúinu í Varmahlíð mun betri en í fyrra, verulegur sparnaður hefur náðst í rekstri úti- búsins á Ketilási en verslunin á Hofs- ósi veldur okkur erfiðleikum. Ytri aðstæður hafa verið hagstæð- ari í ár en í fyrra. Þá er engin vafi á því að við gerðum rétt á síðasta hausti þegar rekstri félagsins var skipt niður í einingar. Þannig náðum við betur utan um rekstur einstakra deilda og samstarf milfi stjórnenda og starfsfólks hefur verið mjög gott. Þar er ómetanlegur þáttur,“ sagði Þórólfur kaupfélagsstjóri. Nýi Bessi á heimleið Siguijón J. Sigurösson, DV, fsafiröi: Bessi ÍS, hinn nýi togari Súðvík- inga, var afhentur eigendum sínum í Flekkefjord í Noregi sl. laugardag. Togarinn fór á þriðjudag til Stavang- er þar sem gerðar voru á honum tog- kraftsprófanir og daginn eftir hélt hann áleiðis til íslands. Að sögn Hall- dórs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá Frosta hf. í Súðavík, er reiknað með aö Bessi komi til Súðavíkur eftir hádegi á sunnudag að öllu forfalla- lausu. ÖRYGGI - ENDING - ÁREIÐANLEIKI Tvær staðreyndir: - Frá 1974 hefur Volvo fengið hvorki meira né minna en 15 alþjóðlegar viðurkenningar fyrir öryggi í bifreiðum sínum- - Af hverjum 10 Volvo bifreiðum framleiddum frá upphafi eru 7 enn í notkun. E/in spurning: - Hvað er dýrmætara en öryggi fjölskyldunnar? Þú átt nú kost á því að eignast þá bifreið sem áunnið hefur sér hvað mest afgerandi orðstýr fyrir öryggi, endingu og áreiðanleika - á hreint frábæru verði. Kr. 1.253.000 stgr. á götuna Volvo - þar sem fjölskyldan fær það sem borgað er fyrir VOLVO Öryggi - ending - áreiðanleiki Brimborg hf. Faxafeni 8 • sími 91-685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.