Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 2
2 tÁÚGÁkÐAGM 30. DESÉMBÉÍí lé8Á Fréttir Embætti húsameistara ríkisins: Menntamálaráðherra vill leggja það niður „Ég vil leggja niöur embætti húsameistara ríkisins og það heföi mátt gera fyrir 10 árum,“ sagöi Svavar Gestsson menntamálaráö- herra en ljóst er aö mikill hönnun- arkostnaöur fylgir endurbótum þeim sem fyrirhugaöar eru á Þjóð- leikhúsinu á næsta ári. Sá kostnað- ur er frá embætti húsameistara ríkisins. »,,Þaö er verulegur hönnunar- kostnaður orðinn og kostnaður húsameistara ríkisins er gífulegur í málinu en ég hef nú séö ýmislegt frá því embætti," sagöi mennta- málaráöherra. Svavar sagðist vilja taka þaö fram aö hann heföi ekki lagt fram neinar tillögur né hugmyndir um viðgerð á Þjóðleikhúsinu upp á 1,5 til 2 milljarða króna. Sagðist hann reyndar hvergi hafa séð þær hug- myndir nema þá í einhverjum gögnum frá húsameistara ríkisins. „Ég hef aöeins verið með eina til- lögu og hún er sú aö það verði ráð- ist í viðgerðir á næsta ári fyrir 250 til 300 milljónir króna. Ég hef ekki viljað lofa því að á árinu 1991 verði tilbúnar í viðbót 250 til 300 milljón- ir króna þó að fjárveitinganefnd hafi gefið í skyn að hún vilji það þá vil ég það ekki. Þannig að ef það er ágreiningur á milli mín og fjár- veitinganefndar þá er hann um að hún vilji samþykkja lagfæringar þarna upp á 600 milljónir króna en ég hef í raun og veru ekki viljað gera það heldur taka þessa lág- markslotu á næsta ári.“ - Þá án skuldbindinga um fram- haldið? „Já, að sjálfsögðu. Við afgreiðum bara fjárlög fyrir eitt ár í einu þannig að það er út í hött að gefa fyrirheit um lengri tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Svavar sagði hins vegar að það hefði verið hans hugmynd að merkja þessar fyrirhuguðu fram- kvæmdir á næsta ári sem 1. áfanga en það fór einmitt mjög fyrir brjóst- ið á fjárveitinganefnd. Enn er því ekki fengin haldgóð skýring á því hvernig þessi tala 1,5 til 2 milljarðar króna, komst inn í umræðuna um viðgerð á Þjóðleik- húsinu. Fjárveitinganefnd hefur bent á menntamálaráðherra og nefnd á hans vegum en ráðherra bendir á embætti húsameistara ríkisins. -SMJ Ólafur Skúlason biskup varð sextugur í gær. Fjöldi gesta heiðraði biskupshjónin með nærveru sinni á afmælinu Hér taka þau hjón, Ólafur og Ebba, á móti gestum. Þeim til aðstoðar eru barnabörnin. DV-mynd GVA Framkvæmdastjóri Þjóðviljans: Ríkisábyrgð sérkennileg frá sjónarhóli annarra fjölmiðla „Við höfum ekki farið fram á slíka fyrirgreiðslu frekar en nokkrir fjöl- miðlar sem mér er kunnugt um. Svona beiðni er sérkennileg frá sjón- arhóli annarra fjölmiöla og það hlýt- ur að hljóma undarlega í eyrum þeirra ef niðurstaðan yrði sú aö rík- isstjórnin yrði við beiðni Stöðvar 2 um ríkisábyrgð,“ sagði Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri útgáfu- félags Þjóðviljans, þegar DV spurði hann álits á beiðni Stöðvar 2 um rík- isábyrgð á erlendu láni upp á allt að 400 milljónir króna. Hallur spurði einnig hvort dagblöð sem ættu í erf- iðleikum með reksturinn gætu ekki farið að dæmi Stöðvarmanna. Hann bætti viö að hann hefði ekki kynnt sér vanda Stöövar 2 og gæti því ekki tjáð sig um hann sérstaklega en ítrekaði orð sín hér að ofan. -hlh Siglingabann í þrjá mánuði Útgerðarfyriræki hefur veriö sett í siglingabann í þrjá mánuði. Það er Landssamband íslenskra útvegs- manna sem hefur sett fyrirtækið í bannið. Sótt haíði veriö um leyfi til sölu á erlendum markaði en forráða- menn fyrirtækisins ákváðu að sigla ekki. Þaö láðist að láta LÍÚ vita af breyttri ákvörðun og því var ekki vitað annað en að skip fyrirtækisins myndi selja á áður ákveðnum degi. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði þetta gert til aö ekki kæmu til þeirra umsóknir um siglingar nema mönnum væri full alvara. Ef ekki væru viðurlög ættu þeir á hættu að fá 106 umsóknir vikulega eöa jafnmargar og togar- arnir eru. -sme Bókalisti DV: Sagan sem ekki mátti segja efst á lista Sagan sem ekki mátti segja, sagan um Björn Sv. Bjömsson eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, er söluhæsta bók- in í jólabókaflóðinu í ár samkvæmt bókalista DV. í öðru sæti er dauöa- lestin eftir Alistair MacNeill og Alistair MacLean og í því þriðja kem- ur Ég og lífið, bókin um Guðrúnu Ásmundsdóttur eftir Ingu Huld Há- konardóttur. í íjórða og fimmta sæti eru unglingabækumar Ég get séð um mig sjálf eftir Lis Berry og Með fiðr- ing í tánum eftir Þorgrím Þráinsson. Að sögn bóksala, sem DV hefur rætt við, var það engin ein bók sem skaraði fram úr í sölu þó Sagan sem ekki mátti segja hafi haft vinninginn. Sala einstakra bóka tók kipp allan desembermánuð og sums staðar seldust einstakar bækur fljótlega upp og fengust ekki aftur fyrir jól. Skil á bókum voru mjög í brenni- depli um síðustu jól en í ár ber bók- sölum saman um að engin ein bók skili sér aftur. Séu skilin lítil en jöfn eins og salan. -hlh Fjármálaráöuneytið hefur sent frá sér reglugerð um hvernig skuli end- urgreiða virðisaukaskatt sem leggst á vinnu manna við byggingu íbúðar- húsnæðis en á þessa vinnu hefur ekki lagst söluskattur hingað til. Ef endurgreiðslan hefði ekki komið til hefði orðið 9% hækkun á byggingar- kostnaði. Gert er ráð fyrir að endurgreiða á tveggja mánaða fresti á grundvelli framlagðra reikninga og verður end- urgreiðslufjárhæðin verðtryggð með lánskjaravísitölu. Jafnframt er gert ráð fyrir endurgreiöslu vegna meiri háttar endurbóta á íbúðarhúsnæði. Það er spá fjármálaráðuneytisins aö með þessu verði tryggt aö upptaka virðisaukaskatts ein og sér ætti ekki að leiöa til meira en 1% hækkunar á byggingarvísitölu á fyrstu mánuðum næsta árs. -SMJ Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar 1. Sagan sem ekki mátti segja 2. Dauðalestin Björn Sv. Björnsson/Nanna Rögnvaldard. Alistair MacNeill/Alistair MacLean 3. Ég og lífið Inga Huld Hákonardóttir 4. Ég get séð um mig sjálf Lis Berry 5. Meöfiðringítánum Þorgrímur Þráinsson 6. Sendiherrafrúin segirfrá Heba Jóndóttir 7. Kjölfar Kriunnar Unnur Jökulsd./Þorbjörn Magnússon 8. Lífsgleðin á tréfæti Stefán Jónsson 9. Frændi Konráðs Vilhjálmur Hjálmarsson 10. Ég heiti ísbjörg VigdísGrímsdóttir 10. Snorri á Húsafelli Þórunn Valdimarsdóttir 10. Sandkorn tímans Sidney Sheldon Aflinn á árinu: Sá minnsti í sex ár mestur samdráttur í loðnu- og þorskveiðum Afli iandsmanna á þessu ári verður sá minnsti í sex ár. Þar munar mest um loðnuna en loðnu- aflinn er 231 þúsund tonnum rainni en í fyrra og sá minnsti á síðustu sex árum. Heildaraflinn er 230 þús- und tonnum lakari en í fyrra. Þorskaflinn á þessu ári er, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lags íslands, 352 þúsund tonn. Það er 24 þúsund tonnum minna en í fyrra. Aukning varð í ýsu- og ufs- afla um 7 þúsund tonn á hvorri tegund. Grálúðuaflinn jókst um 10 þúsund tonn miiii áranna. Minna veiddist af humri og rækju en í fyrra en talsvert meira af hörpudiski. Átta þúsund tonna aukning varð í síldveiðum. Loðnuafli dróst veruiega saman, eða um 231 þúsund tonn. Á vetrar- vertíðinni, frá 1. janúar til 15. apríl, veiddust 622.757 tonn. Á nýliðinni sumar- og haustvertíð veiddust hins vegar aöeins 56 þúsund tonn. Verdmæti aflans Áætlað er aö heildarverðmæti sjávaraflans á þessu ári verói um 37,5 milljarðar. í fyrra var verð- mæti sjávaraflans 30,7 milljarðar. Það er aukning um 22,1 prósent, Taliö í doilurum minnkar verðmæ- tið úr 714 milijónum doliara í 661 milijón, eöa um 7,4 prósent. Miðað við SDR er samdrátturinn 3,2 pró- sent. Miðað er við kaupgengi jan- úar til nóvember. Fiskifélagið áætlar að andvirði útflutnings sjávarafurða 1989 verði 57,5 milljarðar króna. 1988 var verðmæti útflutningsins 45,2 millj- arðar. í doilurum taiið veröur and- virði útflutningsins 1.013 milljónir en var 1.052 í fyrra. Þaö er sam- dráttur upp á 4 prósent. Miöað viö SDR er andvirðiö einu prósenti minna en í fyrra. Þegar þessar tölur eru skoðaðar er rétt að benda á að þær segja ekki alla söguna um verðmæti framleiðslunnar og jafnframt að birgöir sjávarafurða eru nokkru minni í árslok nú en undanfarin ár. Vaskur endurgreiddur til húsbyggjenda: Spáð 1% hækkun byggingarvísitölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.