Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 41
t ( >: ’LÁt/GÁÍtÐÍtólírk W ’Í/feSlk’áéá \989. í m I Afrnæli Guðríður Eiríksdóttir Guðríður Eiríksdóttir húsmóðir, Hafnargötu 77, Keílavík, er áttatíu áraídag. Guðríður er fædd í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi í Flóa en alin upp í Vestukoti í Ólafsvallahverfi á Skeið- um. Eiginmaður Guðríðar er Jóhann Baldvinsson, f. 20.12.1911, bifreiða- stjóri og síðast starfsmaður Flug- leiða. Foreldrar hans voru Baldvin Jónasson, b. að Súluholtshjáleigu í Villingahreppi í Flóa, og Þóra Kjart- ansdóttir. Börn Guðríðar og Jóhanns eru: Björn, f. 24.3.1936, starfsmaður Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, bú- settur í Keflavík, kvæntur Hrönn Sigmundsdóttur, og eiga þau þrjú börn: Sigmar, f. 7.4.1958; Birnu, f. 2.4.1960; og Jóhann, f. 4.1.1966. Sigríður, f. 5.8.1937, húsvörður í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, gift Roy Ólafssyni, hafnsögumanni í Reykjavík, og eru börn þeirra: Jó- hanna Guðríður, f. 7.3.1962, Ólafur Björn, f. 5.9.1964, og Sigríður, f. 22.11.1976. Barnabarnabörn Guðríðar og Jó- hanns erufjögur. Systkini Guðríðar: Jónína, látin, ljósmóðir í Hveragerði, gift Sigur- laugi Jónssyni, látinn, og eignuðust þau einn son, sem nú er látinn, og eina fósturdóttur sem býr í Reykja- vík; Guðmundur, látinn, gullsmiður í Reykjavík, var kvæntur Amalíu Þorleifsdóttur og eignuðust þau tvær dætur; Guðrún, ljósmóðir á Selfossi, var gift Ólafi Kristinssyni, látinn, og á hún fjögur börn; Ás- mundur, b. í Ferjunesi í Flóa, kvæntur Oddnýju Kristjánsdóttur, og eiga þau þijá syni; Bjarnþóra, gift Hallgrími Þorlákssyni, búsett á Guðríður Eiríksdóttir. Selfossi, og eiga þau þrjú börn og einn fósturson; og Ingvar, dó á fyrsta ári. Foreldrar Guðríðar voru Eiríkur Guðmundsson, f. 15.11.1861, d. 1956, b. í Ferjunesi í Flóa, og Ingveldur Jónsdóttir, f. 28.7.1871, d. 1910. Fósturforeldrar Guðríðar voru Björn Guðmundsson, fóðurbróðir hennar, f. 25.5.1870, d. 1.1.1960, og IngibjörgÁsmundsdóttir, f. 1.10. 1864, d. 16.5.1945 frá Stóru-Völlum i Bárðardal, en fluttist með foreldr- um sínum og systkinum að Haga í Gnúpverjahreppi árið 1870 og ólst þar upp. Bjuggu þau hjón að Vestur- koti í Ólafsvallahverfi á Skeiöum þar til þau fluttu til Keflavíkur til Guðríöar og Jóhanns árið 1945. Guðríður verður að heiman á af- mælisdaginn. Til afmælið 90 ára Magnúsína Kristinsdóttir, Dalbraut 25, Reykjavík. Margrét Þórðardóttir, Fjaröarbraut 1, Stöðvarflrði. Ólafur Magnússon, Hnjóti 1, Rauðasandshreppi. 85ára Sigríður Guðmundsdóttir, Hólabraut 20, Akureyri. 75ára Sigurbjörg Eliasdóttir, Sunnugerði 7, Reyðarfirði. 70ára Jóhanna Skúladóttir, Ytri-Tungu 1, Tjömeshreppi. Sigríður Jónsdóttir, Heiðmörk 15, Hveragerði. 60ára Anna Guðmundsdóttir, Rauðumýri22, Akureyri. Ásmundur Þórarinsson, Hafnagötu 27, Höfnum. Elísa Jónsdóttir, Akurgerði 18, Reykjavxk. Hannes Garðarsson, Hvanneyrarbraut 20, Siglufirði. Haraldur Lúðviksson, Álfheimum 25, Reykjavik. 1. janúar Inger Marie N. Stiholt, Fögrubrekku 22. Kopavogi. : V;: Ingvar Breiðfjörð, Laufásvegi 1, Stykkishólmi. Kristján Breiðfjörð, Hraunbæ 66, Reykjavík. Margrét Helena Magnúsdóttir, Hólavegi 34, Sauðárkróki. Pálína Hafsteinsdóttir, Bræðraborgarstíg23A, Reykjavík. Stefán Hallgrímsson, Kringlumýri 2, Akureyri. 50 ára Árni Guðmundsson, Hlaðbrekku 14, Kópavogi. Ingvi Hraunfjörð Ingvason, Breiðvangi 55, Hafnarfirði. Jón Atli Jónsson, Fumgrund 35, Akranesi. Lilja Svanlaug Sigurjónsdóttir, Skarðshlíð 42, Akureyri. Sverrir Már Sverrisson, Reynimel 96, Reykjavík. 40 ára_______________________ Ársæll Friðriksson, Asparfelli 10, Reykjavík. Hafrún Lára Bjarnadóttir, Austurgötu 22B, Hafnarfirði. HallurHelgason, Þórsgötu 29, Reykjavík. Hólmar Magnússon, Vesturgötu 15, Keflavík. John Harris Crawford, Víðigrund 29, Kópavogi. Ólöf Sigriður Jónsdóttir, Frostaslgóh 107, Reykjavík. Þóroddur Árnason, Kolbeinsgötu 48, Vopnafirði. VIRYtiGINGA ÓTUM Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er breytingar á skipulagi sjúkratrygginga innan almannatryggingakerfisins. Þá verða lögð niður öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun rlkisins. Sýslumenn og bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér umboð sjúkratrygginga utan Reykjavlkur, eins og gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga hingað til, en aðalskrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi114 og Tryggvagötu 28 munu annast sjúkratryggingar Reykvlkinga. Miðað er við, að flestallar greiðslur, sem sjúkra- samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram eftir breytinguna I viökomandi umboðum Trygg- ingastofnunar ríkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum eða I útibúum þeirra. Stefnt er að þvl, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar hvers kyns sjúkrabætur I hvaða umboði sem er eða hjá aðalskrifstofunni I Reykjavlk. Þangað til verður það hins vegar meginreglan, að hver og einn haldi sig við það umboð (í Reykjavík aðalskrifstofu Tryggingastofnunar,) þar sem hann á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður fyrir hendi svo §ém tlmabundin dvöl vegna atvinnu eða náms eða annars þess háttar, er I lagi að skipta við annað umboð eða aðalskrif- stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðslur á sjúkra- dagpeningum eða ferðakostnaði innaniands, en þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimili. HVERT ATTU AÐ LEITA? UTAN REYKJAVIKUR í umboðum Tryggingastofnunar ríkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum og mögulegum útibúum þeirra mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til síns sjúkra- samlags, þó ekki afhendingu lyfja- skírteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. Vegna húsnæðiseklu verða bæjarfógetar á nokkrum stöðum á landinu að nýta tímabundið húsnæði sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju starfsemi. Gildir þettaá Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi fyrst um sinn. I umboðunum ferþví fram eftirtaiin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til sjúklinga með lögheimili á svæði umboðsins. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til þeirra, sem eiga lögheimili ásvæði umboðsins. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfræðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Milliganga gagnvart aðalskrif- stofunni á Laugavegi 114 í Reykjavík vegna þeirrar starfsemi, sem eingöngu fer fram þar. IREYKJAVIK 1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til Sjúkra- samlags Reykjavíkur nema afgreiðslu lyfjaskírteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort tveggja verður á Laugavegi 114. I Tryggvagötu fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til Reykvíkinga. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til Reykvíkinga. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfraéðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Val og skráning hjá heimilislæknum í Reykjavík. 2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja áfram þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins og auk þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur- greiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. A Laugavegi fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna. b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem þurfa sérstakt samþykki Trygginga- stofnunar til greiðslu. c) Útgáfa lyfjaskírteina. d) Greiðsla vegna læknismeðferðar erlendis. Þessi starfsemi verður eingöngu að Laugavegi 114 fyrir allt landið. Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskírteinin látin halda gildi sínu þar til sérstök sjúkratryggingaskirteini leysa þau af hólmi. Þá skal áréttað, að framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lífeyris- og slysa- trygginga, sem verður því með óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.