Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 23 Guðrún Lárusdóttir: Kaupin á Sigurey „íheildvar þettaágættár ogmargteft- irminnilegt. Enlítiég mér nærvoru kaupiná Sigurey, sem við stóðum fyrir, og þau óþarfalæti, semurðu vegna þeirra, það eftirminnilegasta á árinu,“ segir Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður í Hafnarfirði og framkvæmdastjóri Stálskipa hf. Um næsta ár segir Guðrún: „Ég kvíði næsta ári þótt ég sé bjartsýnis- manneskja að eðlisfari. Það er sam- dráttur í kvóta og ýmis teikn á lofti um erfitt ár í sjávarútvegi, eins og vinnudeilur og meiri hækkanir á ol- j?0 „nna bara að við landsmenn berum gæfu til að gera það besta úr því sem við höfum.“ -JGH Steingrímur Hermannsson: Er bjartsýnni „Þaðerauð- vitað margt sem er minn- isstættfrá liðnuári. Ég getekki neit- aðþví að margravikna ogjafnvel mánaðavið- leitni til að styrkja ríkis- stjómina er mér minnisstæð og ég tel að það hafi tekist mjög vel eins og berlega hefur komið í ljós núna á þinginu. Þegar yfir heildina er litið finnst mér hvað ánægjulegast hvað þessar björgunaraðgerðir fyrri og núverandi ríkisstjórnar eru að skila miklum árangri. Þjóðin er að vinna sig jafnt og þétt út úr þessum erf- iðleikum svo að ég er töluvert bjart- sýnni en ég var um síðustu áramót,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. „Ég tel að við höfum miklu betri grundvöll á að byggja en um síðustu áramót. Ef kjarasamningamir verða skynsamlegir þá er ég sannfærður um að þegar á næsta ár líður fari ný framfarasókn að hefjast," sagði Steingrímur. -SMJ Baltasar: Breytingam- ar í Austur- Evrópu eru mikilvægar en vanda- samar „Mér er auðvitaðefstí hugaþær stórkostlegu breytingar sem nú eiga sérstaðí Austur-Evr- ópuogég vona svo sannarlegaað þæreigieftir að takast giftusamlega, ekki bara Austur-Evrópu vegna heldur einnig vegna Evrópu í heild og alls heims- ins,“ sagði Baltasar listmálari. „í Austur-Evrópu búa dugmiklar og merkar þjóðir sem eiga sér glæsi- lega menningarsögu og þvf yrði frels- un þeirra ævintýri líkust. Þá finnst mér sameining Þýskalands sjálfsögð - ekki undir slagorðum Hitiers um einn foringja, einn vilja og eina þjóð heldur undir kjörorðum um nýja, óskipta Evrópu og friðsamlegri heim. Breytingarnar í frjálsræðisátt í Austur-Evrópu hafa orðið miklu ör- ari en menn þorðu að vona en við skulum samt hafa það í huga að þær eru ekki um garð gengnar því þó að breytingar á stjórnarfarinu séu mjög mikilvægar þurfa einnig að koma til breytingar á hugarfari fólksins í þessum löndum. Þær breytingar taka miklu lengri tíma og þeim lýkur ekki endanlega fyrr en með nýrri kynslóð. Þetta þekki ég af eigin raun frá Spáni. En við hljótum samt að vona að þessar breytingar takist því þær eru mikilvægasti prófsteininn á frið- samlegri heim þegar til lengdar læt- ur.“ -KGK Þráinn Bertelsson: Minnisstætt að Magnús fékk til- nefntngar „Úrmínu persónulega lífiermérþað ofarlegaí hugaað myndin mín, Magnús, skulihafa fengiðtvær tilnefningar til Evrópu- verðlaun- anna,“ sagði Þráinn Bertelsson. „Úr heimsmálunum er mér það minnisstæðast að járntjaldið skuli hafa hrunið á þessu ári. Ég vona að manni endist líf og heilsa til að halda áfram að puða og að maður sé hress og geti skemmt fólki í kringum sig.“ -GHK Sigurður Sigurjónsson: Byggði hús „Mér er einnaminnis- stæðastþað semhefur verið að ger- astíEvrópu síðustudaga og vikur,“ sagði Sigurð- ur Sigurjóns- sonleikari. „Égbyggði mér hús á árinu og mér er það einn- ig minnisstætt hvað það voru margar dellur að gerast í íslenskum stjórn- málum svo við höfðum nóg að gera á ’89 á Stöðinni, þ.e.a.s. hvað íslensk póhtík var vingjarnleg að fóðra okk- urmeðefni“ „Ég vænti þess að við megum búa hér í sátt og samlyndi og allt verði með kyrrum kjörum í Evrópu eftir þau átök sem þar hafa átt sér stað. Einnig vænti ég þess að íslenskir stjórnmálamenn láti ekki deigan síga með efnisöflun fyrir okkur á frétta- stofunni," sagði Sigurður að lokum. -GHK Sveinn Einarsson: Tosca næsta verkefni „Þaðerfjöl- margtminn- isstættfrá Mðnu ári sem mér varum margt gott. Pólitískirat- burðirsíð- ustuvikna eiga auðvitað eftir aðhafa heimssögu- lega þýðingu og fáa hefur órað fyrir þvi hve mikið hefur gerst í Austur- Evrópu á örstuttum tíma og með til- lölulega litlu blóðbaði. Þróunin í Sov- étríkjunum sjálfum nú á næstunni hlýtur að skipta sköpum. Sjálfur skipti ég svo um starf á ár- inu en ég hef alltaf haft gaman af að Miimisverðustu atburðir ársins 1989 takast á við ný verkefni. Eftirminni- legasti dagur ársins fyrir mig per- sónulega var svo 17. júní þegar dóttir mín brautskráðist að loknu stúdents- prófi frá MR. Hvað 1990 ber í skauti sínu kann ég ekki að segja enda lítill spámaður. En pólitísk þróun, bæði hér í álfunni og í flarri löndum, hlýtur að fanga hug manns og svo vonar maður stöð- ugt um hver áramót að lítið verði um slysfarir og náttúruhamfarir. Um þessar mundir er ég svo með hugan við óperuna Toscu sem ég ætla að setja upp í byrjun árs í Nor- egi í glæsilegum nýjum húsakynnum sem er af svipuðum toga og tónlistar- húsið okkar er hugsað." -KGK Bjami Dagur Jónsson: Munum læra stjómun efnahags- mála „Sú örlaga- ríka ákvörð- un aðtakaað mér stöðu út- varpsstjóra við Aðalstöð- inaermér minnisstæð- ustfráárinu sem er að líða. Égrakaug- lýsingastofu ásamt öðrum manni en hellti mér út í útvarpsrekstur. Þegar maður hopp- ar úr einni atvinnugrein yfir í aðra þá verða ákveðin taktskipti í lífi manns,“ sagði Bjarni Dagur Jónsson, útvarpsstöri hjá Aðalstöðinni. „Á næsta ári tel ég að heimsmynd- in muni gjörbreytast og að Evrópa veröi með allt öðru sniði en í ár. ís- lendingar munu læra þarfa lexíu í stjórnun efnahagsmála og viðhorf manna eiga eftir að breytast mjög til veraldlegra og andlegra verömæta. Fólk mun endurskoða viðhorf sín til stjórnmálamanna og kenninga í póli- tík - bæði heima og erlendis,” sagði Bjarni Dagur. -ÓTT Ólafur H. Torfason: Páfaheim- sókn minnis- stæðust „Heimsókn páfahingað til lands er mér minnis- stæð. Sérs- taklega er mérhugstætt þegar hann mæltiáís- lenskatungu' á Þingvöllum „Ein lög, einn sið.“ Það fannst mér sérstaklega áhrifamikið," segir Ólafur H. Torfa- son, ritstjóri Þjóðviljans. „Á árinu skipti ég einnig um starf og réðst sem ritstjóri Þjóðviljans. Ég fór tvisvar í fimm daga í hvort skipti upp á Auðkúluheiði að fylgjast með beitartilraunum sem þar var verið að gera. Fyrir mér voru þessir fimm dagar uppi á fjöllum eins og fimm vikur í andlegri endurhæfingu. Ég var nærri búinn að gleyma þvi hversu gott er að vera á fjöllum. Af atburðum á alþjóðavettvangi er þaö þróunin sem hefur verið að eiga sér stað í Austur-Evrópu sem er eftir- minnileg. Hún er gleðilegur vottur þess að réttlætið sígur fram í þessum heimi. Á næsta ári held ég að veðurfar verði milt. Ég er hins vegar svart- sýnn á að spár um stöðugleika á al- þjóðlegum gjaldeyrismörkuðum muni rætast. Þvert á móti tel ég að það verði sviptingar á gjaldeyris- mörkuðunum.” -J.Mar Jón L. Ámason: Einvígið við Margeir „Frelsun Austur-Evr- ópu og sú þró- un, sem átt hefur sér stað ogað það skyldi takast án blóðsút- hellinga, þar tilkomað Rúmeníu, er sáatburðurá árinu sem sker sig úr,“ sagði Jón L. Árnasonstórmeistari. „Hérinnan- lands er það bágborið efnahags- ástand og kollsteypa fyrirtækja sem er mér efst í huga þegar htið er yfir síðastaár. Hvað mig varöar er mér minnis- stæðast einvígið um íslandsmeist- aratitilinn viö Margeir Pétursson. Einvígi sem átti að verða fjórar skák- ir en varð átta. Þá setti ég persónu- tpet met á skákmóti í Finnlandi. Tap- aði sex skákum 1 röð, en þao neiur ekki skeð hjá mér á sautján ára keppnisferli, en ég vil þó geta þess að aðstæður voru þær verstu sem ég hef kynnst. Þá verður að sjálfsögðu góð frammistaða mín á Mallorca nú í lok ársins mér minnisstæð. Hvað varðar næsta ár er takmarkið að safna ELO-stigum, ná upp tapinu á þeim vígvelli sem ég varð fyrir í Finnlandi. Þá verður mikið um að vera hér heima í skáklífinu á næsta ári og ber þar hæst stórveldaslaginn ímars.“ -HK Jóhann Hjartarson: Einvígið við Karpov „Þeirat- burðirsem hafa gerst í Austur-Evr- ópu og eruaö gerast þarog súþróun sem þar hefur átt sérstaðeru minnisstæð- ustu atburðir liðinsárs," sagði Jóhann Hjartarson stórmeist- ari. „Á hðnu skákári er mér minnis- stæðast einvígi mitt við Karpov í Seattle snemma á árinu. Hvað varðar næsta ár ber hæst í augnablikinu stórveldaslaginn sem verður í Reykjavík í mars næstkomandi." Einar Sveinsson: Samruni fyrirtækja „Þær breyt- ingar, sem hafaorðiðí fyrirtækja- rekstri hér- lendis með samrunafyr- irtækja, eru að mínu mati meðþvíeftir- minnilegasta úríslensku viðskiptalífi á árinu. Hvað okkur sjálfa varðar hjá Sjóvá-Almennum er ég ánægður með að okkur skyldi takast að framkvæma þau markmið sem við settum okkur í lok október í fyrra þegar ákveðiö var að sameina Sjóvá og Almennar tryggingar," seg- ir Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá- Almennra. Um næsta ár segir Einar: „Þær miklu sviptingar í Austur-Evrópu, þar sem kommúnisminn hefur hrun- iö eins og spilaborg, eru án efa upp- haf mikilla breytinga í viðskiptum í Evrópu sem eiga eftir að verða mikið í sviðsljósinu á næsta ári. Hins vegar er það hálfdapurt að okkur íslend- ingum skuh ekki enn takast að koma lagi á efnahagsvanda okkar en ég tel hann að mestu vera heimatilbúinn." -JGH Jakob Jakobsson: Frægar deilur um hvala- rannsóknir „Afþví al- mennahlýtur öll þau ósköp sem eru að gerastí Aust- ur-Evrópuaö berahæst. Þarerheil heimsmynd að hrynja. Vegna starfs míns eru hins vegar frægar deilur um hvalarann- sóknir mér hvað minnisstæðastar. Einnig var þaö mér mikil lífsreynsla að stýra í fyrsta sinn fundi alþjóðaha- frannsóknaráðsins sem forseti þess en því embætti gegni ég næstu þrjú árin. Loks tók nokkuð á taugarnar fyrr í vetur þegar dögum saman tókst ekki að finna loðnuna,” segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stotnunai-. Um komandi ár segir Jakob: „Ég sé fram á mikla vinnu. Til dæmis verður hugsanleg ganga þorsks frá Grænlandi spennandi viðfangsefni." -JGH Ögmundur Jónasson: Umbrotin í Austur-Evr- ópu kalla einnig á end- urmat í vestri „Minnis- stæðustuat- burðirársins, sem eraðhða, erutvímæla- laustumbrot- iní Austur- Evrópu. Þar eru núheims- sögulegirat- burðir að ger- astsem koma til með að breyta allri heimsmynd- inni,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Atburðirnir í Kína, þar sem lýð- ræðisöfl voru barin niður í sumar, sýna, svo ekki verður um villst, að þar er það eingöngu spurning um tíma hvenær breytinga er að vænta. Af innlendum vettvangi mun at- buröa,'sem tengjast breyttri heims- mynd, verða minnst frá þessu ári þegar fram líða stundir. Nálgunin við Evrópu, könnunarviðræður Efta- ríkjanna við Evrópubandalagið und- ir forystu íslands, er e.t.v. mikilvæg- ari en margan grunar og ástæða fyr- ir almenning að fylgjast rækilega og gagnrýnið með gangi mála og beita áhrifumsínum. Atburðirnir í austri kalla á endur- mat, ekki aðeins í austri heldur einn- ig í vestri. Hér þurfa menn lika að líta gagnrýnum augum á eigið þjóð- félagskerfí og taka af meiri alvöru en hingað til á þjóðfélagsmeinum á borð við atvinnuleysi og misskipt- ingu lífsgæða. Slagurinn mun því standa, hérna megin eins og hinum megin, um endurmatið. -KGK MINNINGARKORT Sími: 694100 ÍF.mGBJORGUNARSVEITINI Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.