Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 10
10 (LAUGARDAGL’R ,30. DESEMBER 1989. Erlend bóksjá Morð í Dallas John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í borginni Dallas í Texas 22. nóv- ember 1963. Ungur maður, Lee Harvey Oswald, var handtekinn fyrir drápið en var sjálfur drep- inn af Jack Ruby, eiganda nætur- klúbbs í borginni, fyrir framan myndavélar sjónvarpsmanna áð- ur en skriður komst á rannsókn málsins. Alla tíð síðan hafa menn deilt um morðið á Kennedy. Margar kenningar hafa verið á lofti í óteljandi bókum sem samd- ar hafa verið um málið síðasta aldaríjórðunginn. Libra er ólík öðrum bókum um Kennedymorðið að því leyti að um er að ræða skáldsögu. DeLillo fer höndum skáldsins um Os- wald, móður hans, eiginkonu og aðra þá einstaklinga sem komu við sögu. Slík vinnubrögð eru auðvitað algeng ■ í sögulegum skáldsögum en það er sjaldgæft að höfundar leggi með þessum hætti til atlögu við tiltölulega nýliðna atburði og jafnvél per- sónur sem enn á lífl. ÐeLiilo nær góðum tökum á þessu erfiða viðfangsefni. Libra er forvitnileg og spennandi til- raun til að varpa Ijósi á tilfinn- ingalíf Oswalds og skýra hvernig launmorðingi verður til en jafn- framt eru þræðir samsæra og svika raktir til enda. LIBRA. Höfundur: Don DeLillo. Penguin Books, 1989. Browning Úrval ljóða annars helsta ljóð- skálds Viktoríutímans á Eng- landi, Robert Brownings, er nýj-' asta viðbótin í ljóðasafn það sem Penguin hefur gefið út á undan- fórnum misserum. Browning, sem fæddist árið 1812 og lést 1889, var náinn vinur Tennysons en orti meö öðrum hætti. Hann fór sínar eigin leiðir, reis gjarnan gegn heíðum í ljóða- gerð og hlaut þar af leiðandi mis- jafna dóma samtímamanna. Líklega náði Browning lengst sem ljóðskáld í sumum einræð- um sögufrægra persóna sem hon- um voru hugleiknar. Ágæt dæmi þar um eru í þessu safni. Hér er einnig ljóðið skemmtilega um miðilinn Sludge, en fyrirmyndin var kunnur amerískur miöill sem Browning taldi sig hafa afhjúpaö sem svikara. Holl lesning fyrir andatrúarþjóðina. BROWNING: SELECTED POETRY. Rltstjóri: Daniel Karlin. Penguin Books, 1989. Kiljur ársins 1989 Það er auðvitað út í hött að benda á fáeinar pappírskiljur, sem komið hafa út á enskri tungu á því ári sem nú er á næstsíðasta degi, og segja að þær séu bestu kiljur ársins: Bæði vegna þess hvílíkur aragrúi slíkra bóka er gefmn út á hverju ári og hins að margar þeirra eru hin ágætustu verk. Hér veröur því aðeins leitast við að minna á nokkrar kiljur sem komu út á vegum enskra forlaga á þessu ári og hljóta að teljast með þeim bestu. Fjallað hefur verið um sumar þeirra í Erlendri bóksjá á árinu. Skáldverk Nokkur skáldverk nóbelsverð- launahafa í bókmenntum eru meðal forvitnilegustu pappírskilja ársins. Má þar nefna Love in the Time of Cholera eftir Gabriel Garcia Mar- ques, mágnaða sögu um ást sem lifir þrátt fyrir hrörnun og eymd. Einnig tvær sögur eftir Saul Bellow: More Die of Heartbreak, þar sem skortur á ástúö mótar líf persónanna, og The Bellarosa Connection um gyðing sem vill þakka bjargvætti sínum fyrir björgun úr lífsháska nasismans en fær það ekki og er ekki samur maður af þeim sökum. Nokkrar skáldsögur eftir banda- ríska og breska rithöfunda er ástæða til að nefna í sömu andránni: The Bonfire of the Vanities er sam- bland Tom Wolfes af hörkuspenn- andi reyfara og beinskeyttri og fynd- inni samfélagslýsingu úr viðskipta- og flölmiðlaheimi New York-borgar. í Empire heldur Gore Vidal áfram -að sngjá stjómffiálaaögu Bandaríkj- anna í skáldsöguformi og fjallar um Teddy Roosevelt og blaðakónginn Hearst og fyrstu skref Bandaríkj- anna á heimsveldisbrautinni. David Lodge leiðir saman fulltrúa gjörólíkra heima - forstjóra iðnfyrir- tækis og háskólakennara í enskum bókmenntum - í Nice Work sem er bráðskemmtileg skáldsaga um segul- magn þess sem framandi er. Þá er rétt að minna á skáldsögurn- ar. Oscar and Lucinda eftir Peter Carey en sú fékk Booker-verðlaunin árið 1988, Leader of the Band eftir Fay Weldon, The High Road eftir Edna O’Brien og Quinn’s Book eftir William Kennedy - en þetta eru allt eftirminnilegar skáldsögur snjallra rithöfunda. Ævisögur Margar forvitnilegar ævisögur komu út í enskum kiljum á árinu. Af sjálfsævisögum er The Magic Lantern eftir sænska kvikmynda- leikstjórann Ingmar Bergman einna merkust en þar hleypir höfundurinn lesandanum nærri tilflnninga- þrungnum kjarna lífs síns. Ævisögur þekktra listamanna vöktu nokkra athygli á árinu. Meí- vyn Bragg varpaði að ýmsu leyti nýju ljósi á Richard Burton í frá- bærri æVisögu, Rich, en Arianna Stassinopoulos Huffington tók einn umdeildasta listamann aldarinnar til bæna, einkum fyrir að hafa verið vondur við konur, í Picasso: Creator and Destroyer. A.N. Wilson fór næmum höndum um sérstæðan skáldsnilling í verð- launaðri ævisögu, Tolstoy, og Peter Qáy. eegnumlýsti ævisturf! áíínáfs1 sniilings í Freud: A Life for Our Time. Þá gaf Julia Briggs nærgöng- ula mynd af ensku skáldkonunni E. Nesbit í A Woman of Passion og Brenda Maddox svipti hulunni af eig- inkonu stílbyltingarmannsins James Joyce í Nora: A Biography of Nora Joyce. Ein forvitnilegasta ævisagan, sem kom út í pappírskilju á árinu, er þó tvímælalaust The Secret Lives of Trebitsch Lincoln um lygilegan feril þess ævintýramanns. Stórveldi og þjóðarbrot Umtalaðasta sagnfræðikilja ársins er án efa The Rise and Fall of the Great Powers en þar reynir Paul Kennedy að skilgreina forsendur stórvelda með því að skoða sögu efnahagsþróunar, stjórnmálaátaka og hernaðarbrölts síðustu flmm ald- irnar og draga af þeirri reynslu lær- dóma fyrir framtíðina. Antonia Fraser dregur hlut kvenna í hernaðarátökum fram í dagsljósið i The Warrior Queens og Christiane Desbordes-Noblecourt vekur þrjú þúsund ára gamlan faraóa til nokk- urs lífs í Tutankhamen. Aðrir leita að furðum veraldar í nútímanum. Fáir hafa gert slíkum leiðangri jafngóð skil og Redmond O’Hanlon, sem segir frá heimsókn til sérstæðra indíána í frumskógum Amazóns í In Trouble Again, og Paul Theroux sem lýsir ferð sinni þvert yfir Kína í Riding the Iron Rooster. Þetta eru nokkrar þeirra ensku pappírskilja sem ástæða er til að staldra vij á árirm. Þar gem úrvaiið er'mikið og smekkur manna misjafn er ástæðulaust að segja þetta bestu kiljurnar. En þær svíkja engan sem nýtur þess að lesa góðar bækur. Gabríel Garcia Marques: Love in the Leo Tolstoy: ný ævisaga eftir A.N. Saul Bellow: More Die of Heartbreak Time of Cholera. Wilson. og The Bellarosa Connection. -------->—----------------------- --------------------------------------- Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur; 1. Dlck Francls: THE EDGE. 2. D. Adams: THE LONG DARK TEATIME OF THE SOUL. 3. Grant Naylor: RED DWARF. 4. Len Deighton: SPY HOOK. 5. Terry Pratchett: WYRD SISTERS. 6. Mary Stewart: THORNYHOLD. 7. Bruce Chatwin: UTZ. 8. Ben Elton: STARK. 9. Jeffrey Archer: A TWIST IN THE TALE. 10. Phlllppa Gregory; THE FAVOURED CHILD. Rit almenns eðlis: 1. Giles: GILES CARTOONS. 2. THE BEST OF SUNDAY SPORT. 3. Lenny Henry: LENNY HENRY’S WELL-HARD PAPERBACK. 4. Stephcn Pile: THE RETURN OF HEROIC FAIL- URES. 5. Terry Pratchett: THE UNADULTERATED CAT. 6. P. Gambaccini: GUINNESS BOOK OF BRITISH HIT SINGLES. 7. lan Hislop: SALMONELLA BORDES’ SATIRIC VERSES. 8. Anton Mosimann: COOKING WITH MOSIMANN. 9. Keith Floyd: FLOYD’S AMERICAN PIE. 10. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Sidney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 2. Rosamunde Pilcher: THE SHELL SEEKERS. 3. Lawrence Sanders: STOLEN BLESSINGS. 4. Johanna Líndsey: SAVAGE THUNDER. 5. Tony Hillerman: A THIEF OF TIME. 6. Mary Stewart: THORNYHOLD. 7. Jack Higgíns: A SEASON IN HELL. 8. Margaret Atwood: CAPS EYE. 9. Dean R. Koontz: MIDNIGHT. 10. Larry McMurtry: ANYTHtNG FOR BILLY. 11. Julia Ecklar: THE KOBAYASHI MARU. 12. Jeffrey Archer: A TWIST IN THE TALE. 13. Tom Clancy: THE CARDINAL OF THE KRELML- IN. 14. Anne Tyler: BREATHING LESSONS. 15. Anne Rivers Siddons: PEACHTREE ROAD. 16. Dana Fuller Ross: OREGON LEGACY. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum; ALL f REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 3. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. 4. Ann Rule: SMALL SACRIFICES. 5. Grace Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 6. George Bums: GRACIE. 7. Joe McGlnniss: BLIND FAITH. 8. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 9. Joseph Campbell/Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 10. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. (Byggt á Now York Times Book Revicw) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Launráð gegn Lenin Þegar valdaskipti urðu í Rússl- andi snemma árs 1917 í svokall- aðri febrúarbyltingu var leiðtogi bolsévikka, Lenin, í útlegð í Sviss. Fyrri heimsstyrjöldin var í al- gleymingi og því vandséð hvernig Lenin ætti að komast til Péturs- borgar. Þá gerði hann samning við þýsku keisarastjórnina sem lét flytja Lenin um Þýskaland í lokaðri lest. Þannig komst bylt- ingarforinginn til heimalands síns og gat knúið fram valdatöku bolsévikka 1917. í spennusögunni Seven Days to Petrograd notar Tom Hyman staðreyndir sem fyrir liggja um þessa ferð Lenins um Þýskaland sem baksvið fyrir eigin söguþráð um vestrænan útsendara sem fær það hlutverk að ráða Lenin af dögum á meðan lokaða lestin er áþýskri grund. Sögupersónurnar eru jöfnum höndum stjórnmála- og embættismenn margra landa árið 19i7 og persónur sem hann býr til sjálfur. Sagan er einkum áhugaverð fyrir þá sem hafa gaman af pólit- ískum skáldsögum, en það dregur óneitanlega úr möguleikum Hy- mans til að skapa virkilega spennu í frásögninni að lesend- um er öllum ljóst frá upphafi að Lenin komst á áfangastað. SEVEN DAYS TO PETROGRAD. Höfundur: Tom Hyman. Penguin Books, 1989. Haugfé faraóa Það var í nóvember árið 1922 að leiðangur undir stjórn tveggja Breta, Carnarvons lávarðar og fornleifafræðingsins Howard Carters, fann gröf egypska faraó- ans Tutankhamens við Þebu í Dal konunganna. Gröfin, sem þá hafði verið falin í 3.265 ár, hafði að geyma dýrlegri fjársjóð en nokkurn hafði órað fyrir. Fyrir aldarfjóröungi kom út merk bók um fjársjóðinn glæsta sem fannst í gröf Tutankhamens og um faraóann sjálfan. Textann samdi franskur sérfræðingur í egypskri fornsögu, Christiane Desroches-Noblecourt en með fylgdu á þriðja hundrað myndir af gripunum fógru, þar af fjöldi litmynda. Þessi úttekt á Tutankhamen og haugfé hans, og þeim trúar- og menningarheimi sem þessi faraói lifði í, hefur nú verið gefin út í fagurlega myndskreyttri pappír- skilju sem gefur innsýn í glæsi- leika, lífsviðhorf og auðlegð egyp- skra konunga fyrir þrjú þúsund árum. Tutankhamen: Höfundur: Christiane Desroches- Noblecourt. Penguin books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.