Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 9 Minnisverðustu atburðir ársins 1989 Guðjón B. Ólafsson: Þrúgandi vandræði í efnahags- lífinu „Hvað starf mitt varðar erumérefstí hugaþeir fjárhagserfið- leikar sem Sambandið hefurgengiðí gegnumog kristallastaf þeim efna- hagsvand- ræðum sem hafa verið í íslensku efnahagslííi síðustu tvö til þijú árin. Ég tel að mestu erfiðleikarnir séu nú að baki og að Sambandið sé nú magr- ara en viðbragðsfljótara fyrirtæki en áður. Það er þrúgandi fyrir fyrir- tækjarekstur í landinu að búa stöð- ugt við mikla verðbólgu og háan fjár- magnskostnað," segir Guöjón B. 01- afsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Umnæstaársegir Guðjón: „Ég held að það verði erfitt en þó sá munur á að fyrirtækjum takist betur að vinna sig út úr vandanum. Þá tel ég að þær sögulegu og miklu breyt- ingar sem hafa orðið að undanfómu í Austur-Evrópu, og gerst hafa hrað- ar en menn áttu von á, bjóði upp á góðar væntingar á næsta ári sem næstuárum." -JGH Hannes Jónsson: Óvinsælasta ríkisstjóm lýðveldis- tímans „Aferlend- um vettvangi ermérminn- isstæðustsú frelsisþróuní Austur-Evr- ópu sem átti sérstaðíkjöl- far hug- myndafræði perestrojku Gorbatsjovs,“ sagði Hannes Jónsson, fyrrum sendi- herra, í samtali við DV. „Af innlendum vettvangi er minn- isstæðust aukin skattpíning og mið- stýring óvinsælustu ríkisstjórnar lýðveldistímans og ógætileg afstaða hennar í EFTA-EB viðræðunum. Allt þetta veldur því að hugsandi kjósendur geta í næstu kosningum einungis valið milli Sjálfstæðisflokks og Kvennalista því enginn stjómar- flokkanna er trausts verður,“ sagði Hannes. „Að því er snertir mitt persónulega líf er mér minnisstæðast að á árinu sótti ég um og fékk lausn frá embætti sendiherra eftir 35 ára feril í utanrík- isþjónustunni. Að því loknu gaf ég út mitt merkasta rit til þessa, íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál frá land- námitilvorradaga. Mitt höfuðverkefni á nýju ári verð- . ur vinna við handrit að nýrri bók sem ég hyggst koma út,“ sagði Hann- es Jónsson að lokum. -Pá Heba Jónsdóttir: Óréttlæti gegn konum „Alltþað óréttlætisem viðgengstí þjóðfélaginu gagnvartkon- umer mér minnisstæð- astfráliðnu ári,“ segir Heba Jóns- dóttir, fyrr- verandi sendiherrafrú. „Konur vinna við hlið karla sömu störfin en fá mun lægra kaup. Þær eru því annars flokks vinnukraftur á vinnumarkaðnum. Það er alveg sama hvað konur leggja sig fram við að inna störf sín samviskusamlega af hendi, þær fá aldrei umbun í sam- ræmi við það. Þetta sárnar mér ákaf- lega. Af öðru því sem mér er minnis- stætt er útkoma bókar minnar, Sendiherrafrúin segir frá. Hún seld- ist vel og var vel tekið af almenmngi. Ég er ekki bjartsýn á árið sem er að ganga í garð. Ég held að það verði litlar breytingar á stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ástæðan er kannski sú að við stöndum ekki nægjanlega vel saman. Við ættum að taka höndum saman og berjast fyrir rétti okkar í stað þess að láta karlmenn stjórna okkur." -J.Mar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Fall múranna „Fráliðnu áriverður mérminnis- stæðastfall Berlínarm- murasem féllilogþará égviðtímari- tiðBleiktog blátt," sagði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræð- ingur, ritstjóri og móðir, í samtali við DV. „Á nýju ári stefni ég að því að vinna minna og njóta lífsins meira. Ég hef áform um að koma mér upp eigin húsnæði og hlúa betur að fjölskyldu minni,“ sagði Jóna Ingibjörg. -Pá Friðrik Sophusson: Gjaldþrot kommún- ismans „Að sleppt- um stjórn- málaatburð- um hér á landiþá finnstmér þróunin í A- Evrópu það merkastasem gersthefurá árinu. Hún sýnirgjald- þrot kommúnismans og segir okkur um leið að frelsi og lýðræði eru ekki sjálfsagðir hiutir heldur eftirsóknar- verð verðmæti. Táknrænt fyrir þetta var auðvitað niðurrif Berlínarmúrs- ins,“ sagði Friðrik Sophusson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi varaformaður. „Á næsta ári verður framvindan í Evrópu mikilvægust fyrir okkur - bæði í A- og V-Evrópu. Þar tel ég ábyrgð okkar V-Evrópubúa mikla en við megum ekki búast við skjótum breytingum til bóta í A-Evrópu. Þró- unin verður hæg en vonandi örugg- lega í átt til lýðræðis og frelsis," sagði Friðrik. -SMJ Guðrún Helgadóttir: Gjörbreyting á störfum Alþingis „Úm þessi áramót erí mér uggur umfram- vindu stjórn- mála í Evrópu áárinu.jafnt íVestur-og Austur-Evr- ópu. Vissu- legaberað fagnaþeim frelsisvindum sem nú blása um aust- urálfuna en svo miklar breytingar á svo skömmum tíma hljóta að vekja ugg um að menn kunni að fara offari og hafi ekki stjórn á atburðarásinni svo af hljótist eitthvað enn verra en það sem var. Þróun mála innan Efna- hagsbandalagsríkjannna hefur einn- ig verið hröð og framvinda þeirra vandasamt mál fyrir okkur íslend- inga,“ sagði Guðrún Helgadóttir, for- seti Sameinaðs Alþingis. „Persónulega hefur þetta ár verið annasamt. Gjörbreyting á skipulagi Alþingis tók mikinn tíma en hefur skilað árangri ogþinghald hefur gengið að óskum. Frumsýning á Óvitunum mínum í Þjóðleikhúsinu var skemmtilegur viðburður. Leikendum sendi ég bestu kveðjur ogþakklæti fyrir allt stritið á árinu. Landsmönnum öllum óska ég innri friðar og sanngirni í dómum um menn og málefni á nýju ári.“ Stefán Valgeirsson: Ríkisstjómin gæti gliðnað „Þærum- breytingar, sem eru í A- Evrópu, standaalger- lega upp úr á því ári sem er að líða. Það er athyglisvert aðþetta byrj- ar í Póllandi en páfinn ferðast þarna austur og eftir fregnum að dæma hefur hann sem Pólverji og páfi haft veruleg áhrif á þá um- breytingu og frelsisbylgju sem reið yfir þessi lönd. Það er undursamlegt að verða vitni að því að þetta skuli gerast víöast án VérUlGgra blGÖSÚ t- hellinga, nema þá í Rúmeníu. Af atburðum innanlands er mér náttúrlega minnisstæð umfjöllun fjölmiðla um ýmis mál. Þar sem fjöl- miðlar hafa mikil áhrif á skoðana- myndun í þjóðfélaginu, ef þeir fara rétt að, þá er mér ekki grunlaust að þeir hafi gengið þáð langt að stór hluti almennings sé hættur að taka mark á þeim,“ sagði Stefán Valgeirs- son, formaður Samtaka um jafnrétti ogfélagshyggju. „Um framtíðina er erfitt að spá en ég hugsa að það verði mjög harðn- andi átök innan ríkisstjórnarinnar í sambandi við EFTA og EB. Slíkt er einnig að koma upp annars staðar á Norðurlöndunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvernig eigi að taka á þeim málum. Ef utanríkis- ráðherra ætlar að koma sínu fram eins og virðist ætla að verða þá kæmi mér ekki á óvart þó að ríkisstjórnin gliðnaði. Þá má búast við að hörð átök verði um varaflugvöllinn sem er í raun ekkert annað en herflug- völlur. Einnig gætu orðið hörð átök í kjaramálum en þá gæti orðið spum- ing hve fast ráðherrarnir halda í stól- ana,“ sagði Stefán. -SMJ Asmundur Stefánsson: Byltingin í Rúmeníu „Mérerefst íhugabylt- inginíRúm- eníuogþau s stórkostlegu umbrot sem gengiðhafa yfirí Austur- Evrópu á þessu ári,‘I sagðiÁs- mundurStef- ánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands. „Ég hef mestar áhyggjur af at- vinnuástandinu á næsta ári sem mér sýnist að geti orðið hættulega slæmt. Ég hef hins vegar þá von að okkur takist að gera samninga sem við get- um sætt okkur við.“ -sme Torfí Ólafsson: Þjóðfélags- breytingar í A-Evrópu „Það sem markverðast veröur að teljafráliðnu ári eru þær þjóðfélags- breytingar semhafaátt sér staði Austur-Evr- ópu á undan- förnumvik- um. Kommúnisminn er að hverfa enda hefur kerfið sýnt og sannað að það hefur ekki dugað," segir Torfi Ólafsson, formaður Félags kaþólskra leikmanna á íslandi. „Kommúnískt þjóðskipulag hefur ekki veitt fólki þá lífshamingju sem ■ það vonaðist eftir enda er nú verið að leggja það niður. Páfaheimsóknin var merkileg en ég á ekki von á aö hún muni breyta miklu fyrir ka- þólsku kirkjuna hér á landi. Athyglin beindist að kirkjunni um hríð og fólk fékk áhuga á henni en ég á ekki von á að heimsóknin muni skipta sköp- um hvað varðar fjölda þeirra sem aðhyllast kaþólsku kirkjuna hér á landi í náinni framtíð. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar á að spá um komandi ár er hvernig þjóöum Austur-Evrópu gengur að mynda ný þjóðfélög. Það verður mikið átak fyrir íbúa þessara landa að læra að hugsa upp á nýtt og koma á laggirnar nýju stjórn- skipulagi. -J.Mar Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar í dag er síðasti dagur flugeldasölunnar og opið til kl. 20. Þú getur valið um fjórar stærðir. Sá minnsti kostar krónur, næsta stærð kostar IMtiMiIB krónur, sá næststærsti kostar Kiuunja krónur og sá stærsti kostar tRiHIiig krónur. OPIÐ til kl. 20. LOKAÐ GAMLÁRSDAG. Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.