Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 12
ii LAUGARDAGUR 30.! DESÉMBER 1989. Otgáfufólag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Rilstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskríftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýtt ár Landsmenn munu brátt fagna nýju ári og þakka fyr- ir hið gamla. Þetta mun verða með hefðbundnu sniði. Margir munu gleðjast um þessa hátíð og gera sér daga- mun, einkum á gamlárskvöld. Miklu skiptir, að þar fari allt vel fram. Fólk verður að varast óhófið. En þegar menn hugsa til gamla ársins, munu margir lítið sakna þess. Því miður bendir flest til þess, að komandi ár verði fólki einnig erfitt. Illu heilli höfum við lent í kreppu, og spár fyrir næsta ár benda ekki til, að við komumst þá út úr kreppunni. Við verðum að bíða lengur. Árið, stm er að líða, hefur hér einkennzt afbasli, gjaldþrotum og annarri óáran, Svo mun einnig verða um nœsta ár, En við verðum að bera gæfu til þess að vera glöð í sinni og flnna hamin^una þrátt fýrir vandkvæöin, Ef litið er til annarra ianda, verður yflrleitt annað uppi á teningnum, Þar hefUr velmegun yflrleitt vaxið, þótt flölmargir búi sem fyrr við sult og seyru, En við höfum á yfirstandandi ári séð merkilega og mjög hag- stæða framvindu máia, einkum í Austur-Evrópu, Nú munu mörg hundruð milijónir geta um ftjálst höfuð strokið, sem þær hafa ekki getað síðan fyrir seinni heimsstyrjöldina. Nú fagna menn því, að árið 1989 hefur fært okkur auknar friðarvonir, Auk þess er bjart yfir efnahagsmálum í heiminum yfirleitt. Spár alþjóðastofn- ana eru flestar á þá lund, að framhald verði á því vaxtar- skeiði, sem hefur staðið frá 1982. Hér heima líður flestum verr en fyrir fáum árum, meðan erlendis hefur margt hagstætt gerzt. Við getum rætt um mögur ár hér heima, en það gildir síður um umheiminn. Við þurfum að líta á stöðuna í efnahagsmálum al- mennt til að gera okkur grein fyrir sumum orsökum þess, að hagur okkar flestra versnaði til muna árið 1989. Árið einkenndist af samdrætti. Framleiðsla í landinu verður 2,5 prósent minni en árið á undan. Tekjur þjóðar- innar hafa minnkað enn meira, eða um 4,5 prósent, vegna verri viðskiptakjara við útlönd. Þetta allt stafar einkum af því, að fiskafli hefur minnkað og verðlag á sjávarafurðum hefur lækkað. Við höfum auðvitað ekki komizt undan því að greiða fyrir þetta. Kaupmáttur atvinnutekna er 6,5 prósent lakari en í fyrra. Við bætist skattbyrðin. Hún veldur því, að kaupmáttur ráðstöfun- artekna eftir skatta er 8 prósent lakari en í fyrra. Á því sjáum við, hver skerðingin hjá okkur hefur verið. Verð- bólga hefur auk þess - og þrátt fyrir samdráttinn - ver- ið 25 prósent. Atvinnuleysi hefur vaxið og verið rétt innan við 2 prósent að jafnaði á árinu. Auk þess hefur viðskiptahallinn við útlönd verið um 7 milljarðar króna. Þegar við lítum á þessar stærðir, skulum við gera okkur ljóst, að margt af því varð ekki umflúið. En margt skrif- ast einnig á reikning stjórnvalda. Við vitum flest, að við höfum þraukað þetta ár undir slæmri ríkisstjórn, sem ekki hefur reynzt vandanum vaxin. Og ekki mun það batna árið 1990. Þá er gert ráð fyr- ir, að atvinnuleysi vaxi og nái til þrjú þúsund manna. Það yrðu um 2,5 prósent af vinnuframboði. Við gerum ráð fyrir minnkun sjávarafla. Enn er gert ráð fyrir, að skerðingin, rýmun kaupmáttar ráðstöfunartekna, verði 5,5 prósent næsta ár til viðbótar því, sem orðið er. Fram- leiðsla í heild og tekjur þjóðarinnar verði einu prósenti minni en í ár. Sérfræðingar vona svo, að úr rætist að loknu næsta ári. Við horfum fram á magurt ár. En við skulum þrauka. DV óskar öllum landsmönnum árs og friðar. Haukur Helgason Breytlng á stjórnarfari úr vald- einokun kommúnistaflokka í stjómmálafrelsi hefur á þessu ári gerst meö næsta friösamlegum hætti í Póllandi, Ungveijalandi, Austur-Þýskalandi, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu. Tilraunir austur- þýskra og tékkóslóvaskra valdhafa til aö beita almenning lögregluof- beldi koðnuðu niður fyrir friö- samlegum ' uppreisnaraögeröum fjöldans. En í Rúmeníu tóku íjörbrot sta- línismans í löndum Austur- og Miö-Evrópu á sig skelfllega mynd í síöustu viku aöventu og um sjálf jólin. Taliö er aö tugir þúsunda liggi i valnum eftir moröárásir einkahers einræöisherrans á óvopnaðftn mftnnflöida víös vegar um lftndið, Fólkið hafði þó betur um síðir eftir aö her isndsins gorði frelsismálstaðinn sð sínum, Aiit fró vaidatöku Nieolae Geam seseu fyrir taepum aidarflórðungi hefur Rúmenia verið sér á parti í hópi Varsjárbandalagsríkje, Þar var hvergi siakað á foringjadýrkun heldur ágerðist hún og var fáránle- gust undir lokin, svo sem á flokks- þingi í vetur, Ceausescu kom sér upp einkaher, öryggislögreglunni Securitate, með sérsveit hund- grimmra persónulífVaröa, stjórnarfarið var sambiand af stalínisma og balkönsku fursta- veldi. Mönnum var sífellt skákaö milli ábyrgðarstaða eða úr þeim í fulia ónáö svo enginn slíkur gæti myndað sér sjálfstæða valdastöðu. Ættingjum einvaldsins og vensla- fólki var komiö fyrir á lykilstöðum í stjórnkerfinu svo tugum skipti, nefndar eru um þann hóp tölur frá þrem tugum upp í hálft hundrað. Rúmenía var laus við sovéska hersetu áður en Ceausescu komst til valda og hann gerði sér frá önd- veröu sérstakt far um að hafna sovésku forræöi. Hann hélt nánu sambandi við stjómendur Kína eft- ir að þeir og Kremlveijar voru komnir í hár saman. Minnt var á tilkall Rúmeníu til Bessarabíu sem Stalín hirti ásamt fleiru samkvæmt leynibókunum meö griöasáttmá- lanum viö Hitler. Ceausescu neit- aöi að senda liö til þátttöku í innrás Varsjárbandalagsríkja undir so- véskri fomstu í Tékkóslóvakíu 1968 og efndi í framhaldi af því til fjölda- fundar í Búkarest þar sem hann lýsti yfir að tekið yröi á móti væri á Rúmeníu ráðist. Eftir þennan at- burö neitaði Ceausescu aö leyfa heræfingar Varsjárbandalagsríkja á rúmensku landi. Vegna ýfinganna við sovétstjórn- ina var Ceausescu um skeið hamp- að verulega á Vesturlöndum. Hann skiptist á heimsóknum við þjóð- höfðingja og Rúmenía naut lengi vel bestu viðskiptakjara af hálfu Bandaríkjanna, eitt Varsjárbanda- lagslanda. Vestrænt lánsfé lá á lausu til framkvæmda í Rúmeníu. En þegar áform um aö gera rúm- enska atvinnuvegi samkeppnis- færa á heimsmarkaði runnu út í sandinn sneri Ceausescu viö blaö- inu. Til þess að veröa ekki háður lánardrottnum á Vesturlöndum frekar en valdhöfum i Kreml ákvað hann aö greiöa aö fullu 12 miHjarða dollara erlenda skuldasúpu Rúme- níu á skömmum tíma. Því var lokiö í vor. Fjár til skuldaskilanna var aflað með því aö þrengja svo hag rúm- ensks almennings aö hann er nú einna verst haldinn í Evrópu þrátt fyrir frjósamt land og aö mörgu gagnauðugt. Matvæli eru flest naumt skömmtuö. Menn hafa ekki fengiö að hita hýbýli sín í vetrar- kuldum nema tvo til þijá klukku- tíma á dag og ýmsa vinnustaöi alls Laszlo Tokes er nú orðinn einn af félögum í bráöabirgðastjórninni sem kallar sig þjóöbjörgunarfylk- ingu og reynir að ná tökum á ástandinu í Rúmeníu eftir tíu daga blóösúthellingar og ringulreiö. Miklu máli skipti, fyrir framvindu atburöa aö þjóð- björgunarfylkingin náöi snemma tökum á aðalstöövum ljósvaka- miðla, útvarps og sjónvarps, og gat þannig haldið sambandi viö al- menning. Hámark átaka í Búkarest var þegar menn Securitate reyndu að ná þessum byggingum á sitt vald. Ein af öryggisráöstöfunum Ceau- sescu til aö hindra aö aðrar upplýs- ingar bærust um landið en hann vildi var nákvæm skráningritvéla og bann við notkun Ijósritunarvéla noma undir ströngu öryggiseftir- liö, Þrótt fyrir þetta tókst sex frrr= um fprustumönnum í kommúnh staflokknum að koma á framfæri í mars opnu bréfl til Geausgsous þar sem gýnt er fram á hvernig stefha hans ieikur þjóð og lanú, 8ex= menningarnir voru tafarlaust sepdir í útlegð og stofufangelsi á afskekktum stööum. Um það leyti sem flokksþingið korn saman í vetur tíl að hylla Cp, ausescu komust í umferð tvö plögg frá hóp sem kallaöi sig þjóðbjörg- unarfylkingu en nöfn voru ekki til- greind. Þar var sýnt fram á brýna þörf Rúmena fyrir stjórnarskipti og stefhubreytíngu. Ætla má að þeir fyrrum forustu- menn úr kommúnistaflokknum, sem skipa nú starfandi þjóðbjörg- unarfylkingu ásamt virtum and- ófsmönnum, komi úr hópnum sem þama lét frá sér heyra. Nefndin hefur boðað frjálsar kosningar í apríl en talsmanni nýstofnaðs Bændaflokks finnst það of snemmt, nýir flokkar þurfi lengri tíma tíl undirbúnings. Lýðræðishefö og lögbundnir stjórnarhættír hafa aldrei náð að festa verulega rætur í Rúmeníu frá því landið hlaut sjálfstæði undan yfirráöum Tyrkja. Þeir sem nú taka við forsjá þjóöar í sárum eftir blóö- bað og eymdarkjör eiga því ærið verk fyrir höndum. Magnús Torfi Ólafsson Sagnfræðlngurlnn Dolnea Cornea er efn af hetjum andófslns gegn ein- valdsstjórnlnnl. Hún hraktlst aldrel úr landl en lentl hvaö eftlr annað i fangelsi. Nú hefur Cornea tekið sætl I Þjóðbjörgunarfylkingunni sem stjórnar landinu. Hér fer hún i gegnum öryggisgæslu I sjónvarpsstöðlnni. Magnús Torfl Ólafsson ekki, Bannað hefúr verið að nota stærri Ijóeaperur en 25 kerta, Jafhframt ákyað Ceausescu að brjóta niöur mikið svmði í miðborg Biikarest, þar á meðal fornar bygg= ingar og fagrar, tii að reisa nýjar og forljótar tii minnismerkis um sjálfan sig, Nú er komið á daginn að jaftiframt voru grafin undir borginni göftg og neðanjarðarbyrgi til afnota fyrir Securitate viö að halda borgarbúum í skeflum ef í odda skærist- Síðasta atlaga Ceausescus að eðli- legu mannlífi í Rúmeníu og menn- ingarverðmætum var ákvörðun um aö setja jarðýtur á þúsundir fornra sveitaþorpa í Transylvaníu vestan Karpataflalla. Fólkinu skyldi hrúgaö saman í hraklega byggð flölbýlishús tíl að stunda iðn- væddan landbúnað til útflutnings. Öðrum þræöi var þessi aðgerð árás á ungverska þjóðernisminnihlu- tann í Rúmeníu sem einkum byggir svæði í Transylvaníu. Upphafið að endalokunum fyrir veldi Ceausescu-flölskyldunnar var svo árás sveita Securitate á mannflölda í borginni Timisoara sem safnast hafði saman til varnar kalvinistaprestinum Laszlo Tokes. Hann hafði gerst sérstakur mál- svari réttinda ungverska minni- hlutans en nú tóku ungverskumæl- andi og rúmenskumælandi borg- arbúar höndum saman í vörn fyrir prest. Rúmenum blæð- ir yið fjörbrot stalínismans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.