Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. Áramótamatur íris Erlingsdóttir, ritstjóri Gestgjafans, lumar á mörgu góðgæti og hér getur hún lesendum DV uppskrittir að tveimur góður partíróttum. DV-mynd GVA réttir á gamlárskvöld - að hætti frisar Erlingsdóttur ritstjóra Iris ErMngsdóttir, ritstjóri Gest- gjafans, þurfti ekki að hugsa sig um lengi er helgarblaðið óskaði eftir að hún gæíi lesendum blaðsins uppskriftir að góðum partiréttum fyrir gamlárskvöld. íris snaraði fram tveimur girnilegum og þægi- legum réttum sem tilvalið er að eiga tilbúna þegar haha fer að kvöldi og menn koma aftur inn eft- ir að hafa skotið á loft rakettum og öðru púðri með tilheyrandi galsagangi. Menn geta fagnað nýju ári -1990 - með gómsætum réttum og ekki sakar að lyfta glasi í tilefni dagsins. En hér koma uppskrift- ir írisar en þær ættu engan aö svíkja: Áramótabrauð í þennan rétt má nota afgangana af hamborgarhry ggnum eða hangi- kjötinu. Það verður að nota grænan spergil í réttinn, annars er hann ekkert góður,“ sagöi íris. Rétturinn er ætlaður fyrir 8-10. 2 löng frönsk brauð, skorin í sneiðar 1 lítil dós majónes 1 dós sýrður rjómi 1 dós (250 g) rækjuostur 200 g skinka (afgangur af hamborg- arhrygg, einnig má nota hangikjöt) skorin í litla bita 1 stór dós grænn spergill Hrærið vel saman í stórri skál majónesið, sýrða rjómann og rækjuostinn. Skeriö spergihnn í bita og hrærið honum saman við ásamt skinkunni. Smyrjið ríflega einni matskeið af fylhngu á hverja brauðsneið. Setjiö örk af bökunarpappir á bökunarpiötu. Raðið brauðsneið- ununum á plötuna og bakiö við 200 gráður C í 6-8 mínútur eða þar til fyllingin er farin aö myndast. Borðist á miðnætti með Moet & Chandon Cordon Rouge til drykks. Pepperoni Pitsa „RAY BARI' TU að þurfa ekki að standa í deig- gerö á gamlárskvöld má hnoöa deigið um morguninn og láta það lyfta sér í ísskápnum yfir daginn. Pitsan nægir fyrir 6-8 manns. Deig 25 g pressuger eða ‘A pk. þurrger 2 'A dl ylvolgt vatn 'A tsk. sykur 6 dl hveiti 1 tsk. salt 2 msk. mataroha Fylhng 1 dós Hunt’s „Italian tomato sauce“ 400 g mozzareha ostur, rifinn 1 pakki (u.þ.b. 200 g) pepperoni (Ali er mjög gott) 2 laukar, skornir í þunnar sneiðar 1 hálfdós ananasbitar eða ananaskurl Leysið gerið upp í ylvolgu vatn- inu í stórri skál. Bætið sykrinum í, síðan hveitinu, saltinu og ol- íunni. Hrærið deigið saman í skál- inni, látið það svo lyfta sér á hlýjum stað í 30-40 mínútur. Sláið deigið niður, hnoðið ogflefj- ið þaö út í þrjár stórar þunnar kök- ur eða þannig að þær passi á bök- unarplötu. Setjið bökunarpappír á þrjár bökunarplötur og setjið út- flatt deigið á. Setjið vænan skammt af tómat- sósunni á pitsubotnana og jafnið vel. Stráið rifnum ostinum yfir (gott er aö hafa nokkuð mikinn ost), þá pepperoni-sneiöimum, laukhringiunum og ananasnum. Setjið pitsurnar inn í 250 gráða C heitan ofn og bakið í u.þ.b. 8 mínút- ur. Osturinn á að bráðna vel en hann á ekki að brúnast. Þessu er gott að skola niður með köldum bjór eða rauðvíni. -ELA 11 Aðalfundur Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn þann 7. jan. nk. Fundurinn hefst kl. 14 stundvíslega að Borgartúni 18, kjallara. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf, stjórnarkjör. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Vélstjórafélag íslands Húsavík Sjúkrahúsið á Húsavík Hjúkrunarfræðingar Skurðhjúkrunarfræðingur óskast til starfa frá febrúar eða eftir samkomulagi. Uppl. gefur Aldís Friðriks- dóttir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Eftirtalin númer hlutu vinning í síma- happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1989: 1. vinningur, Saab 9000: nr. 95-36725. 2. vinningur, Saab 900: nr. 97-11389. 3. vinningur, Citroen BX 4x4: nr. 91-641309. 4. -8. vinningur, Citroen AX: nr. 91-21636, 91- 615601, 91-30446, 98-33844, 98-11730. Styrktarfélag lamaóra og fatlaðra FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykja- víkurflugvelli laugardaginn 13. janúar kl. 14.00 ef næg þátttaka fæst. Rétt til þátttöku eiga þeir sem hafa a.m.k. 150 klst. flugtíma og hafa lokið bóklegu námi fyrir atvinnu- flugmannsskírteini og blindflugsréttindi eða eru í slíku námi. Innritun fer fram hjá Flugmálastjórn/loftferðaeftirliti, flugturninum á Reykjavíkurflugvelli, og þar fást frek- ari upplýsingar. Flugmálastjórn Þjóðhátíðarsjóður augjýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1990. Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „aö veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð- mætajands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni i samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita við- bótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun á fypi hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 1990. Eldri umsóknir ber að endurnýja. 'Umsóknareyðublöð liggja frammi I afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Flafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 27. desember 1989 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.