Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 37 . DV Jón Ásgeirsson: Vonast eftir alþingis- kosningum „Áriðhefur verið við- burðaríkt hvað sjálfan migvarðar. Mérfinnst ég núvera staddurí miðriat- burðarás- inni,“ sagði Jón Ásgeirs- son, fréttastjóri Bylgjunnar. „Austur-Evrópu ber hátt, Mið- Ameríku, Fihppseyjar, Rúmeníu og að Ceausescu hafi loks verið stillt upp við vegg og hann skotinn. Einnig ber ringulreið, óráðsíu og ráðaleysi stjómmálamanna á íslandi hátt - og gjaldþrot, atvinnuleysi og andlegt skipbrot forystumanna. Það er alveg sama hvert litið er í dag, ekkert þrífst - hvort heldur er loðdýrarækt, lax- eldi, verslun, sjávarútvegur eða landbúnaður. En ég er bjartsýnn vatnsberi og kvíði engu með næsta ár. Ýmislegt getur verið til ráða og ég vona að boðað verði til alþingis- kosninga á árinu. Það verður að fá nýja menn til að stjórna, þetta geng- ur ekki svona,“ sagði Jón Ásgeirs- son. -ÓTT Halldór frá Kirkjubóli: Bjórdaginn ber hátt „Bjórdag- innberhátt oghvernig okkur hefur borið af leið til að minnka áfengis- neyslu. Við höfum hra- kistundan. Heilbrigðis- stofnun Sam- einuðu þjóðanna lagði til að neyslan yrði minnkuð um 25 prósent til alda- móta. Á árinu sem er að líða hefur áfengisneysla hins vegar aukist í stað þess að minnka um tvö prósent," sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. „Varðandi næsta ár þá vona ég að þjóðin muni draga lærdóm af erf- iðleikum og samdrætti. Það væri óraunhæft að tala um aukinn kaup- mátt með hækkun á kauptöxtum. En mér sýnast ýmis teikn á lofti benda til að aðrar leiðir verði farnar til að bæta lífskjörin. Jarðvegurinn hefur aldrei verið betri til að taka upp skynsamlega stjórn á efnahagsmál- um,“sagðiHalldór. -ÓTT Gísli B. Árnason: Björgun stúlkunnar minnisstæð Fæðing þriðja sonar okkar hjóna í byijun árs er mér minnis- stæð. Einnig sáatburður er égvarð þeirrar gæfu aðnjótandiað bjarga lífisjö ára gamallar stúlku með því að blása lífi í hana eftir að hún hafði legið á botni sund- laugar á Akranesi í sumar. Auk þess mun mér seint líða úr minni þegar tveir ungir menn fórust í snjóflóði við Óshlíð í fyrravetur - annar mannanna var félagi minn úr lög- reglunni,“ sagði Gísli B. Árnason, lögregluvarðstjóri á ísafirði. „Ég tel að framundan séu bjartar horfur í efnahagslífi þjóðarinnar - sama gildir reyndar ekki um mína starfsgrein. Afbrotum fer fiölgandi og því þarf að mæta með því að efla löggæslu. Það er til lítils að mennta lögreglumenn sem síðan flýja starfs- greinina vegna lélegra launa. Ráða- menn hér virðast ekki gera sér grein fyrir vanþakklátu starfi lögreglu þó svo að kollegar þeirra á Norðurlönd- um hafi opnað augun fyrir þeirri staðreynd," sagði Gísli. -ÓTT Sólon R. Sigurðsson: Bankastjóra- kjöriö „Eféglít mérnæst þá stendur það upp úráár- inuafmörgu eftirminni- leguaðhafa veriðkosinn afbankaráði tilaðgegna starfibanka- stjórahjá Búnaðarbankanum frá og með ára- mótum. Það verður örugglega spenn- andi verkefni að fást við,“ segir Sólon R. Sigurðsson, aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans og bankastjóri bankans frá 1. janúar næstkomandi. Um næsta ár segir Sólon: „Það er erfitt að spá mikluþar um. Um ára- mótin verða þau tíðindi að bönkum fækkar um þrjá við tilkomu íslands- banka. Færri bankar og stærri þýðir eflaust harðari samkeppni. En við í Búnaðarbankanum höldum ró okkar og kvíðum ekki þeirri samkeppni." -JGH Atli Eðvaldsson: Jafnteflið í Moskvu „Jafnteflið gegn Sovét- mönnum í Moskvu er bjartasta minning mín frá árinu 1989. Þaðvoru stórkostleg úrslit," sagði Atli Eðvalds- son, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Afþví neikvæða, situr í mér brjósklosið sem ég átti við að stríða í sumar. Það verður mér lengi minn- isstætt og ég vona að ég eigi aldrei eftir að finna annan eins sársauka og þann sem því fylgdi. Þá flutti ég búferlum á nýjar slóð- ir, til Tyrklands, en það telst þó varla til tíðinda lengur að ég flytji, það hef ég svo oft gert á þeim tíu árum sem ég hef leikið sem atvinnumaður. Að öðrum vettvangi ber hæst það sem gerst hefur í Austur-Evrópu, frá Austur-Þýskalandi til Rúmeníu. Fólk sem hefur verið lokað af í 40-50 ár hefur fengið langþráð frelsi. Þetta eru sögulegir atburðir sem ekki munu gleymast um ókomna fram- tíð.“ -VS Þorvaldur Örlygsson: Fyrsti titill KA „íslands- meistaratitill- inn, sem KA vann í fyrsta skipti.er það minnisstæð- astaafmörgu á árinu 1989,“ sagði Þor- valdurörl- ygssonfrá Akureyri sem var kjörinn knattspyrnumaður árs- ins í íslensku 1. deildinni 1989. „Það var langþráður draumur sem rættist og það var gaman að vera þátttakandi í þessum sigri eftir að Minnisverðustu atburðir ársins 1989 hafa gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu í mörg ár. Hvað sjálfan mig varðar tók ég þá stóru ákvörðun á árinu að gerast atvinnumaður í knattspymu og gerði samning við Nottingham Forest í Englandi. Það er alltaf mikið sem því fylgir að breyta um umhverfi og tak- astáviðnýttstarf. Ef rætt er um það sem ekki tengist knattspyrnunni þykja mér merkileg- astir á árinu þeir atburðir sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem þar hafa orðið þót þær hafi gerst á sorglegan hátt í Rúmeníu nú síðustu daga árs- ins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. -VS Anna Ólafsdóttir Bjömsson: Hörmulegt að fylgjast með Kína „Atburðirn- irí Austur- Evrópu em tvímælalaust þeiratburðir semverða skráðir á spjöld sög- unnarog það varóskaplega spennandi að fylgjastmeð því sem var þar að gerast. Hörmulegt var að fylgjast með því sem gerðist í Kína þegar frelsisraddir voru barð- ar þar niður og þá er ég uggandi yfir því sem hefur verið að gerast í Pa- nama. Af innlendum vettvangi er lang- minnisstæðast vaxandi atvinnuleysi hjá konum. Ég held að það sé rauður þráður sem hefur verið að renna í gegn allt síðasta ár,“ sagði Anna Ól- afsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans. „Þegar litið er til framtíðarinnar fylhst ég bjartsýni og svartsýni í senn. Mér finnst friðartal í heimin- um lofa góðu og mér finnst þetta frið- artal verða að skjóta betur rótum á íslandi. Ég trúi því að það gerist þrátt fyrir að hér séu enn menn sem vilja byggja upp hernaðarmannvirki í stað þess að losa sig við þau,“ sagði Anna. -SMJ Víglundur Þorsteinsson: Stööugt gengi besta nýársgjöfln „Mér eru efst í huga þærþjóðfé- lagsbyltingar sem orðið hafaáárinuí Austur-Evr- ópu.Þettaeru óumdeilan- legamestu breytingar semorðið hafa síðan franska byltingin var gerð fyrir 200 árum,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, í samtali við DV. „Af innlendum málefnum rísa hæst málefni íslands, EFTA og EB. Þetta er stórt og þýðingarmikið mál fyrir okkur og ég vona að þessar við- ræður fái farsæla lausn og við sjáum evrópskt efnahagssvæði verða að veruleika," sagði Víglundur. „1989 hefur verið erfitt ár fyrir ís- lendinga. Óhjákvæmilegraungeng- islækkun varð og gjaldþrotum fiölg- aði nokkuð. Ef ekki kemur til frekari lækkunar á raungengi ættum við aö geta lifað við núverandi ástand og ég vona að verðbólga á nýja árinu verði innan við 10%. Það væri besta nýársgjöf sem þjóðin gæti gefið sjálfri sér.“ Páll Bergþórsson: Veðrið verð- ur milt krafti til að byija með. Starfsemin lognaðist síðan hálfpartinn út af fyrrihluta þessa árs en tók svo aftur kipp þegar skrifstofa G-samtakanna var opnuð 21. ágúst,“ sagði Grétar Kristjánsson, formaður G-samtak- „Egvar skipaðuryfir- maðurþeirr- arstofnunar sem ég hef starfað hjá í meiraen 40 ár ogmér er orð- iðmjöghlýtt til. Og sú hlýjafervax- andi með hveijum mánuðinum sem líður. Þetta er nú það sem mér er hvað minnisstæðast frá árinu sem er að líða,“ segir Páll Berþórsson veður- stofustjóri. Af atburðum sem gerst hafa á al- þjóðavettvangi er mér minnisstæð- ust sú hreingerning sem hefur átt sér stað í Austur-Evrópu svo og vaxandi friðarhorfur í heiminum. Hvað næsta ár ber í skauti sér er erfitt að segja. Ætli ég sé ekki skyld- ugur stöðu minnar vegna að hafa skoðun á því hvernig veðriö verður. Ég tel að þessir kuldar að undan- förnu þurfi ekki að boða nein harð- indi. Ég held að næsta ár verði milt og jafnvel lítill hafís, þrátt fyrir óvenjumikinn ís að undanförnu. Ég spái því ekki hörðu ári.“ -J.Mar Vigdís Grímsdóttir: ÖIl ár meira og minna eins „Þegar maður er spurðurað því hvað manni sé minnisstæð- astfráliðnu áriþáman maðurekki neitt. Jú, ég keypti mér buxurogþær eru mjög sérstæðar. Svo var ég úti í Kaupmannahöfn allan júlímánuð og það var voða gaman,“ segir Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. „Ég man hvern einasta dag af Kaupmannahafnardvöl minni. Ég fékk inni i íbúð hjá vinkonu minni og þar lauk ég við bók mína, Ég heit- i Isbjörg. Ég er ljón. Það var glamp- andi sól allan tímann og ég sat löng- um úti í garði við skriftir. Af öðru því sem mér er minnis- stætt er þegar járntjaldið féll. Mér leið vel þegar ég fékk þær fréttir. Ég held aö næsta ár verði gott og von mín er sú að friður ríki í heimin- um. Annars eru öll ár meira og minna eins. Það eru oftast sömu at- burðirnir sem endurtaka sig aftur og aftur, einungis í ögn breyttum myndum. Þetta er allt saman nokk- urs konar hringrás." -J.Mar Grétar Kristjánsson: Starfsemi G- samtakanna „Það fer ekkiámilli mála að mér finnst starf- semi G-sam- takannavera minnisstæð- ust frá árinu sem er aðlíða. Samtökin voru stofnuð í október1988 og voru starfrækt með nokkrum Grétar nefndi einnig útkomu bókar sinnar fyrir jóhn, Undir hamrinum, sem minnisstæðan atburð. Grétar var allt annað en bjartsýnn varöandi næsta ár og sagði að allt benti til að gjaldþrotin yrðu enn fleiri. Þá væri útlit fyrir að G-samtökin yröu að draga saman seglin vegna fiárskorts þó þörfin á starfi þeirra ykist. Á heimsvísu fannst Grétari atburðina í Austur-Evrópu bera hæst. -hlh Jón Loftsson: Vona ad ég valdi nýja starfinu „Dagurinn, semégvar skipaður skógræktar- stjóriríkisins, er mérminn- isstæðastur fráliðnuári, þóttþað hljóminú kannski eins oghálfgerð naflaskoðun að minnast á það,“ segir JónLoftsson. „Af öðru því sem merkt má telja eru þau tíðindi, sem spurst hafa að austan, en þau eiga eflaust eftir að hafa mun meiri áhrif á gang alþjóða- mála en menn gera sér grein fyrir í dag. Næsta ár verður mikið merkisár hjá Skógræktinni því þann fyrsta janúar fær stofnunin fast aðsetur á Hallormsstað. Það er framundan mikið land- græðsluskógarátak og ég vona að það takist vel og það verði bjartir dagar framundan hjá Skógræktinni. Fyrir sjálfan mig á ég þá von á komandi ári að mér takist að valda þessu nýja starfi sem ég hef tekist á hendur.“ • -J.Mar Júlíus Sólnes: Sálarástand- ið breytist „Þaðfyrsta sem kemur uppíhugann erubreyting- arnar í Aust- ur-Evrópu, sérstaklega vegna þessað ég átti þess kostaðferð- ast þarna um ísumar ogsjá ástandið eins og það var þá með eig- in augum. Nú, ef ég fer mér nær þá er auðvitað myndun nýrrar ríkis- stjórnar, með þátttöku okkar, ein af þeim merkilegri viöburðum sem maður lítur til baka til,“ sagði Júlíus Sólnes hagstofuráðherra. „Ef litið er fram á veginn þá horfi ég nú til þess að okkur takist að koma okkur upp úr þeim öldudal sem þjóð- félagið er í. Það er ekki bara í efna- hagslegu tilliti heldur er sálarástand- ið allt í rusli. Það er eins og það fari saman efnahagslegir erfiðleikar og sálarástandið. Ég er að vona að allt þjóðfélagið rétti úr kútnum og reynd- ar trúi ég því að það verði því öll teikn eru á lofti um það,“ sagði Júl- íus. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.