Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 1 47 Afmæli Kristinn Reyr Kristinn Reyr, skáld og rithöfund- ur, Bergstaðastræti 50, Reykjavík, er sjötíu og flmm ára í dag. Kristinn fæddist í Grindavík og ólst þar upp fyrstu árin, síðan í Keflavík fram yfir fermingaraldur en missti þá föður sinn og flutti með móður sinni til Reykjavíkur. Hann lauk prófi frá VÍ1935 og stundaði verslunarstörf í Reykjavík 1929^37, var starfsmaður Ferðafé- lags íslands á öræfum sumrin 1938 og 1939, stundaði verslunar- og skrifstofustörf í Keflavík 1940-42, var forstöðumaður Sjúkrasamlags Keflavíkur 1943, kennari við Iðn- skólann í Keflavík 1945^46, stofnaði Bókabúð Keflavíkur 1942 og var eig- andi hennar og framkvæmdastjóri til ársloka 1964. Þá stofnaði hann Keflavíkurútgáfuna 1962. Kristinn var skrifstofumaður Rithöfunda- sambands íslands 1967 en hann hef- ur unnið að ritstörfum í Reykjavík frá 1965. Kristinn var formaður skóla- nefndar Keflavíkur 1946-50 og for- maöur byggingamefndar Barna- skóla Keflavíkur sömu ár. Hann sat í stjórn Málfundafélagsins Faxa og var formaður þess 1951-52 og 1964-65. Þá sat hann í stjórn Útgerð- arfélagsins Rastar 1945-51 og Rot- aryklúbbs Keflavíkur og var forseti hans 1953-54. Hann sat í stjórn Tón- listarfélags Keflavíkur 1957-65, í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur, Sósíalistafélags Keflavíkur og Byggðasafns Keflavíkur 1944-65, í stjórn Félags íslenskra dægurlaga- höfunda og formaður þess 1967-69, í stjórn Staðhverfingafélagsins og formaður þess 1962-63 og í stjórn Félags íslenskra bókaverslana lengst af frá 1951-65. Ennfremur sat hann í stjórn Rithöfundafélags ís- lands 1966-69 og formaður þess 1970-71, í stjórn Rithöfundasam- bands íslands 1965-66 og 1975-81, í stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar 1975-79 og í stjórn Rithöfundasjóðs íslands 1977-80 og formaður hans 1978- 79. Kristinn hlaut viðurkenningu Rit- höfundasjóðs ríkisútvarpsins 1974 og frá Rithöfundasjóði íslands 1976. Hann er heiöursfélagi Málfundafé- lagsins Faxa frá 1965 og Rotary- klúbbs Keflavíkur 1965-68 og 1979- 82. Eftir Kristin liggja eftirtalin leik- rit: Ást og vöruíolsun, 1935; Vetur ogVorbjört, 1947; Vopnahlé, 1967; Að hugsa sér, 1968; Deilt með tveim, 1971; Ó trúboðsdagur dýr, 1974; Æsa brá, 1976; Tilburðir 1978, og Auðnu- spil, 1987. Þá hafa komið út eftir hann eftir- taldar ljóðabækur: Suður með sjó, 1942; Sólgull í skýjum, 1950; Turnar við torg, 1954; Teningum kastað, 1958; Minni og menn, 1961; Mislitar fanir, 1963; Hverfist æ hvað, 1971; Hjalað við strengi, 1974; Vegferð til vors, 1979; Vogsósa glettur, 1981, og Gneistað til griþs, 1985. Þá hefur komið út ritsafn Krist- ins, Leikrit og ljóð, 1969. Kristinn hefur auk þess geflð út fjölda nótna- hefta. Hann hefur setið í ritstjórn og verið ritstjóri ýmissa blaða og tímarita og hann hefur haldið mál- verkasýningar hér heima og í Nor- egi. Kristinn kvæntist 16.11.1940 Margréti Jústu Jónsdóttur, þá saumakonu, f. 24.7.1917, d. 13.2.1969, dóttur Jóns Jónatanssonar, verka* manns í Reykjavík, ogMagðalenu Guðmundsdóttur. Kristinn og Margrét slitu samvistum 1954. Börn Kristins og Margrétar eru Edda Kristinsdóttir, f. 1945, verslun- armaður í Reykjavík, gift Hilmari ívarssyni verslunarmanni og eiga þau fjögur börn, og Pétur Kristins- son, f. 1948, starfsmaður fjármála- ráðuneytisins, var kvæntur Guö- rúnu Alfreðsdóttur og eignuðhst þau einn son, en kona Péturs er Sonja Þórarinsdóttir og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Kristins: Pétur Jónsson, sjómaður í Grindavík og síðar í Kristinn Reyr. Keflavík, og kona hans, Ágústa Árnadóttir húsmóðir og síðast saumakona í Reykjavík. Pétur var sonur Jóns Guðmunds- sonar, formanns og útgerðarmanns í Hópi í Grindavík, og Guðrúnar Guðbrandsdóttur húsmóður. Foreldrar Ágústu voru Vilborg Guðmundsdóttir úr Landeyjum og Árni Jónsson frá Sperðli í Landeyj- um, b. í Krísuvík og síðar útgerðar- maöur í Staðarhverfi. Kristinn verður ekki heima á af- mælisdaginn. Gils H. Guðmundsson Gils Halldór Guðmundsson, rit- höfundurogfyrrv. alþingismaður, Laufásvegi 64, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun, gaml- ársdag. - Giisfæddist að Hjafðárdai innri í Önundarfirði. Hann lauk kennara- prófi frá KÍ1938 og var kennari við skólann aö Haukadal í Biskupstung- um 1938-40 og við unglingaskólann í Garði og Sandgerði 1940-41. Gils var afgreiðslumaður í Sandgerði 1941^3, stundaði einkum blaða- mennsku og ritstörf á árunum 1943-56 og var framkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1956-75. Gils var alþingismaður Reykja- víkur 1953-56 og Reykjaneskjör- dæmis 1963-79. Hann var formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur 1953-54, ritari Þjóðvarnarflokksins 1953-60 og varaformaður hans 1960-62. Þá var hann formaður Rit- höfundasambandsíslands 1957-58 og formaður félagsins ísland - Fær- eyjar. Gils átti sæti í Landsbankanefnd 1956-57, var skipaður formaður stjórnar Minningarsjóðs Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, kosinn 1966 í Íslandshátíðarnefnd 1974, sat í Rannsóknaráði ríkisins 1967-71, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og nátt- úruvernd, skipaður í fiskveiðilaga- nefnd 1971 og var formaður hennar, sat í Norðurlandaráði 1971-74, sat í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar frá!972 og í Þingvalla- nefnd frá 1972. Hann sat í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1974 Og 75-Sat á AP.-hoGorþihýi SÞ1970 og á hafréttarráðstefnu SÞ1974-75. Gils hefur samið fjölda sagnfræði- legra rita og skrifað sögu ýmissa stéttarfélaga. Má þar helst nefna Skútuöldina, Togaraöldina og Vest- flrska sagnaþætti. Þá hefur hann ritstýrt tímaritum og bókum, m.a. annast ritstjórn bókanna Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um þjóðlegefni. Kona Gils er Guðný Jóhannes- dóttir, f. 21.4.1903, dóttir Jóhannes- ar Jóhannssonar, prests að Kvenna- brekku í Miðdölum í Dalasýlsu, og seinni konu hans, Guðríðar Helga- dóttur. Dóttir Gils og Guðnýjar er Erna Gilsdóttir, húsmóðir í Danmörku, en hún á þrjár dætur og er gift Per Jensen, fasteignasala. á Jótlandi. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi, ijögurra barna faöir, en hann á sænska konu, Lenu að nafni. Gils átti níu systkini en ein systir hans er látin. Systkini hans: Ingi- björg, húsmóðir á Spóastöðum í Biskupstungum; Helga, dó um tví- tugt; Þórunn, húsmóðir á Siglufirði; Hagalín, b. í Hjarðardal; Páll, skip- stjóri og fulltrúi hjá Siglingamála- Gils Halldór Guðmundsson. stofnun; Kristján, trésmiður í Kópa- vogi; Magnús, b. á Tröð í Önundar- flrði; Ragnheiður, húsmóðir í Auðs- holti í Biskupstungum, og Bjarni, trésmiður í Reykjavík. Foreldrar Gils voru Guðmundur Gilsson, útvegsbóndi í Hjarðardal, og kona hans, Sigríður Hagalíns- dóttir. Föðurforeldrar Gils voru Gils, b. á Mosvöllum, Bjarnason og Guðmundína Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafs- sonar alþingismanna. Móðurforeldrar Gils voru Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir. Gils verður að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmaelið 30. desember 85 ára Hörður Jóhannesson, Hjarðarholti 3, Ákranesi. Jórunn Þorgeirsdóttir, Stöðlakoti, FljótsMíðarhreppi. 50 ára 80 ára Finney Kjai-tansdóttir, Austurbrún 2, Reykjavík. Þorsteinn Björnsson, Þernunesi, Fáskrúðsfjarðarhreppi. Kristján Ólafsson, Bjarkarbraut 11, Dalvík. Svava Björg Karlsdóttir, Mararbraut 21, Húsavík. 40 ára 75 ára Da víð Guðmundsson, Hörðalandi 10, Reykjavík. 70 ára Aðalsteinn Ámason, Merkurteigi 3, Akranesi. Magnús Guðmundsson, Heiðargerði 55, Reykjavík. 60 ára Hjalti Kristjánsson, Hjaltastöðum, Ljósavatnshreppi. Björn ValdimarGunnarsson, Framnesvegi 24, Reykjavík. Elísabet María Pétursdóttir, Traðarstíg 9, Bolungarvík. Gísli Öm Ólafsson, Hverfisgötu 102, Reykjavík. Hafsteinn Þórðarson, FjóluhvammilS, Hafnarflrði. Karitas Erlingsdóttir, Hraunhvammi 6, Hafnarfirði. Kristjana Kristjánsdóttir, Reynigrund 45, Kópavogi. Nanna Björnsdóttir, Heiðarhrauni56, Grindavik. Sigríður Jónsdóttir, Blómvangi 3, Hafnarfirði. Þórey Vigdís Óiafsdóttir, Frostaskjóli 27, Reykjavík. Nti þegar gainh órid kveðnr seiuhim i'ið viðskiptavimim og samsrarfsniömitun þakkirfyrir samskipti. Við ósktim ykkttr farsœldar á nýjtt ár og hlökknm til að sjá ykkiir sem oftast. Starfsfólk Arnarfhtgs ................. f./^ - •, U,\WV'. 'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.