Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 53 Blómstrandi halli hér og þar I þessu fjölmiðlafári er nú svo illa komið að ráðherrar mega ekki kaupa sér nokkur hundruð flöskur á sér- kjörum án þess að vera vændirum að hafa drukkið úr öllum þess- um flöskum. Eftir frétt- um að dæma hafa flösk- urnar ýmist verið tæmd- ar í húsakynnum rikis- ins, heima hjá ráðherr- um, ellegar í afmælis- boðum úti í bæ. Fyrir allmörgum árum varð ónefndum blaðamanni það á að hringja í nóbelskáldið okkar í árs- lok og varpa fram þeirri spumingu hvað skáldinu væri minnisstæðast frá árinu sem væri að líða. Gljúfrasteinsbúinn þagði um stund en spurði svo á móti: „Segið mér, ungi maður; má ekki alveg eins spyrja hvaða spil úr spilastokk er yður minnisstæðast frá árinu?“ Við þessari athugasemd átti blaðamaður engin svör og kaus að kveðja skáldið með einhverjum ámaðaróskum og sat síðan sem lamaður við ritvélina um stund. Það vill hins vegar svo til að ég hef aldrei fengið nóbelinn og að sjálfsögðu segir það sína sögu um sænsku mafíuna. En þar með tek ég mér það bessaleyfi að rýna í spilastokk ársins sem nú er að enda. Góðurhagur ríkissjóðs Eins og hjá öömm verða fjármál- in ofarlega á baugi þegar litið er um öxl. Um stund hafði ég af því nokkrar áhyggjur að ég ræki sjálf- an mig með halla og þótti eigi gott. Þar til fjármálaráðherra kom eitt kvöldið sem oftar á skjáinn og til- kynnti að ríkið væri rekið með nokkurra milljarða halla og það væri af hinu góða. Að vísu hafði þessi ráðherra fullyrt nokkru áður að ríkissjóður væri í gróða en ég hugsaði með mér að sælt væri sam- eiginlegt skipbrot og ef einn helsti ráðamaður þjóðarinnar hefði mis- reiknað sig um nokkra milljarða þá þyrfti ég ekki að kvarta undan mínum misreikningi. Blómstrandi halli heimila og ríkisins er senni- lega ein mesta gleðifrétt ársins. Hóflega drukkið vín Nú vill svo til að núverandi fjár- málaráðherra drekkur ekki áfenga drykki og skal ég veröa síðastur manna til að leggja það út á verri veg. En það verður að segjast eins og er að allir hinir ráðherrarnir hafa meira og minna legið undir grun um að hafa smakkað það á árinu. í þessu fjölmiðlafári er nú svo illa komið að ráðherrar mega ekki kaupa sér nokkur hundruð flöskur á sérkjörum án þess að vera vændir um að hafa drukkið úr öllum þessum flöskum. Eftír fréttum að dæma hafa flöskurnar ýmist verið tæmdar í húsakynnum ríkisins, heima hjá ráðherrum, ell- egar í afmælisboðum úti í bæ. Þama er illgirni fíölmiðlamanna rétt lýst. Eins og nokkrum manni detti í hug að kaupa sér flösku til að drekka úr henni. Svo ganga þessir pörupiltar fíöl- miðlanna það langt að þeir fara að tengja minnisleysi ráðherra við áfengiskaup sömu manna. Lengi getur vont versnað, ég segi nú ekki meira. Það er svo sannarlega kom- inn tími til að ríkisstjórnin kaupi Stöð 2 svo að hún eignist sinn eigin fíölmiðil. Jafnvel þótt það kosti einn ráðherrastól í viðbót handa Jóni óttalega. Hvers vegna ekki að hafa fíölmiðlaráðherra án ráðu- neytis fyrst við höfum umhverfis- ráðherra án umhverfis? Fyrirtækin blómstra Sjaldan eða aldrei hefur atvinnu- reksturinn staðiö í eins miklum blóma og nú. Flestir landsmenn em orðnir hluthafar 1 hinum og þess- um gróðafyrirtækjum og hefur reynst erfitt að skipa í bankaráð af þessum sökum. Allir eiga allt í öllu nema bóndinn í Auðbrekku sem hvergi á neitt nema ef vera skyldi ættingja sem eiga hitt og þetta. Helstu gróðafyrirtæki landsins á árinu 1989 tengjast fiskeldi og loð- dýrarækt. Þar hafa einstaklingar og fyrirtæki lagt fram milljarða af eigin fé til þess að gera aðra gjald- þrota. Það minnir mig á að þegar ég opnaði DV um daginn þá var engin grein eftir Guðmund G. Þór- arinsson um arðsemi fiskeldis og sýnir það best plássleysið í blöðun- um um þessar mundir. Aldraður frændi minn að austan hringdi í mig á dögunum og fór að ræða um þann vanda sem steðjaði að þessum búgreinum. Hann lagði til að seiðin yröu notuð til að ala loðdýrin eða öfugt. Þetta er náttúr- lega svo fáránleg tillaga að ég set hana hér fram í fullum trúnaði, enda er sá gamli hvorki hagfræð- ingur, þingmaður eða ráðherra. Hvað þá efnahagsráðunautur. Svo haldið sé áfram með atvinnu- reksturinn þá blómstrar sjávarút- vegur sem aldrei fyrr. Gróðinn er ofsalegur, vægast sagt. Að vísu hafa einhver frystihús í eigu SÍS farið á hausinn en hver heilvita maður hlýtur að skilja það að það kostar sitt að byggja nýjar höfuð- stöðvar inn við Sundin. Einu vandamálin, sem upp komu í at- vinnurekstri á árinu, voru þau er Ólafur Ragnar fór að innheimta söluskatt hjá öllum nema vinum og flokksbræðrum. Það mál leystist hins vegar farsællega með tilkomu virðisaukaskattsins sem hefur það í for með sér að allt verðlag stór- lækkar en tekjur ríkisins aukast. Almenn hamingja um allt land Ef horft er hlutlaust yfir svæðið, ef svo má segja, þá held ég að al-. menn hamingja sé ríkjandi meðal allra landsmanna. Þúsundir manna þurfa ekki lengur að slíta sér út á vinnu heldur sækja sitt kaup vikulega á næsta ríkiskontór. Aðrir hafa verið leystir undan böh yfirvinnu og vinna nú bara sína sex tíma á dag og hvíla síðan í faðmi flölskyldunnar í friði og ró þar til pósturinn kemur með næstu rukk- un. Vissulega er það gleðiefni hversu vel þjóðinni hefur vegnað á árinu sem er að ljúka. Allir eru með hýrri brá nema hvað Steingrímur sjálfur var þungur á svip um daginn þegar hann sagði að umræður á Alþingi væru þinginu til skammar. Hvað ég skil hann Steingrím vel. Vinsæl- asti stjórnmálamaður landsins í dag er samkvæmt nýjustu könnun- um Halldór nokkur Ásgrímsson. Hefur nokkur séð hann brosa í sjónvarpi? Ég bara spyr. Kannski er Þorsteinn svona neðarlega á list- anum vegna þess að honum verður á að brosa af og til í sjónvarpi. Hin hamingjusama þjóð vill ekki bros- andi leiðtoga. Nóg er hlegið heima fyrir þótt ekki sé verið að hlæja í flölmiðlum líka. Til að stöðva ham- ingjuhlátur fíölskyldna þarf fýldan mann á skjáinn. Fyrst ég fór að minnast á formann Sjálfstæðis- flokksins þá get ég ekki gleymt því hvað fáir mættu í afmælisveisluna. En það var bætt um á landsfundin- um þar sem varaformaðurinn var rekinn vegna þess að hann hafði lagt gífurlega vinnu og atorku í að halda flokknum saman. Auðvitað stendur Davíð fyrir sínu og meira en það en margir spyrja hver eða hverjir ráði Sjálfstæðisflokknum í dag. Ég hef ekki hugmynd, enda póhtískt viðrini en það verður ekki fram hjá því gengið að stærsti sfíórnmálaflokkur þjóðarinnar býr nú við styrkari forystu en áður hefur þekkst í sögu flokksins. Svo lokið sé við hamingjukaflann þá get ég ekki látið hjá líða að ít- reka hvað það gleður mig aö sjá og heyra fólk svo glatt í sinni. Frá stofnun lýðveldisins held ég að hér hafi aldrei setið vinsæhi ríkisstjórn og mega þeir skammast sín sem eru að gera þessar skoðanakannanir sem sýna aht annað. Slíkt andlegt ofbeldi verður að banna, jafnvel með bráðabirgðalögum. Við breyttum heiminum Ekki verður skilið við árið 1989 án þess að minnast á heimsmálin. Fram eftir ári var allt með fehdu. Svo fóru þeir að leggjast í ferðalög, Jón Baldvin og Steingrímur. Héldu ræður hér og þar og komust á síður erlendra blaða. Það var eins og viö manninn mælt. Algjör upplausn braust út í Austur-Evrópu. Al- menningur komst að því gegnum ræður Jóns Baldvins og Steingríms að kommúnismi væri ekki lengur til. Af einhverjum orsökum hélt Ólafur Ragnar sig heima við um þessar mundir og fékk því ekki rönd við reist. Kommúnisminn hrundi á augabragði og nú vih eng- inn kannast við sína gömlu trú. Hinir og þessir glæponar hafa verið eltir uppi viða um lönd og jafnvel skotnir eins og dæmið um Sjásesku í Rúmeníu sýnir best. Aörir, svo sem Nóriega, hafa leitað skjóls hjá páfaríki og er það ekki í fyrsta sinn sem kaþóhkkar ákveða að halda hlífiskildi yfir glæpa- mönnum. Um tíma leit úr fyrir að allt ætl- aði í steik varðandi samskipti EFTA og EB. Þorsteinn og kó báru fram vantrauststillögu á ríkis- stjórnina sem varð til þess að Jón Baldvin komst ekki á réttum tíma til Brussel á áríðandi fund. í sólar- hring eða svo leit út fyrir að sam- vinna EFTA og EB væri fyrir bí. En svo slapp utanríkisráðherra úr landi og greiddi úr öllum flækjum Evrópu á þremur vikum eða svo. Hvar væri heimurinn án okkar? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda. Og svo allt hitt Enn hef ég ekki minnst á bjórinn, fiskveiðikvóta né heldur nýjustu sögur um framhjáhald eöa skiln- aði. Það er náttúrlega ófyrirgefan- legt. Svo ekki sé minnst á ferða- skrifstofur sem runnu sundur og saman og útvarpsstöðvar sem ýmist urðu gjaldþrota eða ekki gjaldþrota. Og ótal margt fleira kemur upp í hugann. Þeir sögðu víst í Rómaborg í gamla daga: „Pa- nem et circenses" - brauð og leik- ir. Við skulum halda áfram að leika okkur - skítt með brauðiö. Sæmundur Guðvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.