Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 30
J - 38; LífsstOl LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. Stoltur hiröingi á úlfalda sínum. Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM tmmm -t0«6« Isgra ®'N-6 fjitSísí:: 611110 11 11115 1611120 2011125 ** Glas Þorbjörg Rannveig Hákonardóttir: Á ferð um Sahara - ferðalag á vit þess ókunnuga í Tassili-n- Ajjers er klettabelti sem liggur í Suöaustur-Alsír og er völ- undarhús gert úr klettum, gljúfrum og sandi. A þessu leiksvæði Sahara leiöir hvert skref sem markað er í sandinn til nýs sjónarspils náttúr- unnar. Þaö er ekki á hverjum degi sem hópur íslendinga leggur land undir fót og heldur til Saharaeyöimerkur- innar og ber þetta sjónarspil augum. í nóvember fór þó héöan 10 manna hópur í tveggja vikna ferö á þessar slóðir. Ein í hópnum var Þorbjörg Rannveig Hákonardóttir, heimspeki- nemi við Háskóla íslands. Á þeim slóöum sem hópurinn dvaldi í eyöimörkinni er ekki fært um á öðrum farartækjum en úlfóld- um og leiðsögumennirnir þá níu daga sem ferðast var um eyöimörk- ina voru hirðingjar af ættbálki tour- ega. Frá íslandi var flogiö til Lúxem- borgar, þaðan til Parísar og frá París til Algeirsborgar þar sem gist var eina nótt. Loks var haldiö þaðan til Djanet og síðan sömu leið til baka. í Djanet „Það var lítið um svefn nóttina sem við gistum í Algeirsborg því við vor- um vakin klukkan þrjú til að ná flug- inu til Djanet og um klukkan hálfsex vorum við komin í loftið. Flugleiðin liggur frá Miðjarðarhafsströnd Afr- íku, fyrst yfir há fjöll og svo yfir eyöi- mörkina. Á meðan flogið var yfir hana kom sólin upp. Sólarupprásin er einstaklega falleg á þessum slóð- um, sandurinn litast eirrauður, þetta endalausa haf af sandi sem er sund- urskoriö af giljum. Það búa ekki nema um 7000 manns í Djanet. íbúarnir þar eru af ættbálki touarega. Þeir rekja ættir sínar til faraóa sem fóru frá Nílarsvæðinu og gerðust hirðingjar í Saharaeyði- mörkinni fyrir hundruðum ára. To- uregarnir eru háir, grannir og ljósir á hörund og með allt annaö andlits- fall en arabar. Menning þeirra er sérstæö og mjög ólík menningu araba. Þeir eru fbrlagatrúar, miklir örlaga- og vættatrúarmenn. Og líkt og geröist meðal forfeðra okkar á fyrstu árum íslandsbyggðar velta þeir mikiö fyrir sér heiðri- og virð- ingu. Touregamir skiptast í fimm ættir og er samanlagður fjöldi þeirra um kvartmilljón. Þeir búa dreift og í fjór- um löndum; Alsír, Lýbíu, Níger og Malí. Þessar ættir hafa bæöi góð og slæm samskipti sín 1 milli. Einstaka sinnum hefur skorist í odda milli þeirra og þær lent í stríði. Touregana dreymir hins vegar ekki um að mynda sína eigin þjóð eða berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þjóðernishreyf- ingar eru nokkuð sem er óþekkt meðal þeirra. Þaö ríkir nokkurs kon- ar anarkismi innan ættanna. Ein- staklingurinn er settur ofar heildinni og það byggist allt á honum. Hans er valdið. Fyrir einni öld ákváðu tou- regarnir að taka múhaðmestrú, ekki af því að þeir væru svo strangtrúaðir á guðinn Múhameð heldur af dipló- matískum ástæðum. Þeir nenntu ekki að standa í trúarbragðastríðum við granna sína.“ Fyrsta nóttin í eyðimörkinni Hópurinn dvaldi einn dag í Djanet og á meðan var förin inn í eyðimörk- ina undirbúin. Svo var ekið á jeppum inn á eyðimerkursvæðið til Edjere- oufjallanna. „Við fórum að áliðnum degi á jeppum út í eyðimörkina. Þeg- ar við vorum komin á áfangastað var okkur sagt að hirðingjarnir væru uppi í fjöllum að ná í úlfaldana og að þeir myndu koma morguninn eft- ir. Við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir fyndu okkur ekki því að þeir vissu hvar við héld- um okkur. Eftir það yfirgáfu leið- sögumennirnir okkur og við vorum skilin eftir ein í eyðimörkinni. Þegar jeppakarlarnir voru farnir fóru um okkur undarlegar tilfmningar því viö vissum einhvern veginn ekki við hverju mætti búast. Við hófumst svo handa við að setja upp búðirnar - bjuggum til eldhús, gerðum okkur rúmstæði, breiddum úr svefnpokunum og tendruðum eld. Það var alltaf passaö upp á að nægur eldiviður væri á hverjum áningar- stað. Annaðhvort tíndum við upp sprek, sem við fundum í sandinum, eða við grófum upp trjárætur. Við vorum fljót að átta okkur á hvar væri nægan eldiviö að fá. Svo elduð- um við mat yfir eldinum og sátum svo nokkra stund kringum hann og spjölluðum saman. Tunglskin „Það dimmdi um klukkan hálfsjö og þá komu stjörnurnar í ljós. Ég hef margsinnis ferðast um hálendi ís- lands og þá hef ég oft gónt upp í him- ininn á stjörnurnar. Þaö er hins veg- ar mjög ólíkt aö horfa upp í stjörnu- sjálfum þér hvolfið yfir Sahara eða yfir hálendi íslands. í eyöimörkinni eru stjöm- urnar svo nálægt og maður hefur það á tilfinningunni að það sé stutt í fest- inguna. Það má líkja þessu við stjörnuteppi sem hangir yfir manni í lítilli hæð en er samt svo fjarlægt. Á þessum slóðum sér maður vetr- arbrautina skýrt og hún birtist manni líkt og stjörnuband. Tveimur tímum eftir að dimmdi kom tunglið upp yfir sjóndeildarhringinn og fyrstu nóttina mína í eyðimörkinni var blindfullt tungl. Það stafaði svo mikilli birtu af tunglinu aö víða mátti greina samspil ljóss og skugga. Og það var það sama með tunglið, manni fannst það svo nálægt sér og af því stafaði svo mikilli birtu og krafti. Stærð alheimsins Þegar við lögðumst til hvílu sváfum við þétt saman. Við röbbuðum smá- stund eftir aö við vorum kominn í pokana, svo hljóðnaði allt. Þá kom þessi einkennilega tilfmning yfir mann, eitthvað sem maður getur kannski kallað víðáttutilfinningu. Allt í einu fór ég að skynja stærð alheimsins, hvað heimurinn er ofsa- lega stór. í leiðinni fór ég að hugsa um hversu stór eyðimörkin væri. En vegna þess hversu lógískur og vest- rænn maður er í hugsun þá fór ég að velta því fyrir sér hvort hirðingj- arnir, sem þekkja eyðimörkina eins og lófann á sér, vissu hvað hún næði langt. Kannski skynja þeir hana miklu minni en ég geri. Þessa nótt fannst mér ég skynja svo sterkt þessar tugþúsundir ferkíló- Tasslli-n- Ajjers er klettabelti sem liggur í Suðaustur-Alsír og er völundar- hús, gert úr klettum, gljúfrum og sandi. „Ferðalag í eyðimörkinni er ferðalag á vit hins ókunnuga i heiminum jafnt og á vit þess ókunnuga i sjálfum þér,“ segir Þorbjörg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.