Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. Bankaráð Landsbankans sammála: Nýtt boð í Samvinnubanka Bankaráð Landsbankans sam- þykkti samhljóða í gær kauptilboð í 52 prósenta hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Þetta kaup- - tilboð kemur eftir marga fundi bankans og Sambandsins siðustu daga en á þessum dögum hefur helsta þrætueplið verið um lífeyris- greiðslur og töpuð útlán Sam- vinnubankans. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagðíst í gærkvöld eiga eftir að fá fullar upplýsingar um tilboðið og því ekkí geta sagt neitt um það hvort Sambandið gengi að því eða ekki. „Eg get staðfest að bankaráðið samþykkti samhljóða kauptilboð í hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum, meira vil ég ekki segja,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, við DV í gær. Bankaráðsfundur Landshankans hófst klukkan tíu i gærmorgun og stóð langt fram eftir degi. Fyrir fundinn mátti ætla að bankaráðs- mennirnir Lúðvík Jósepsson og Eyjólfur K. Sigurðsson yrðu á móti kaupunum. En þeir voru ekki sátt- ir við bróðabirgðakaupsamning Sverris Hermannssonar og Guð- jóns B. Ölafssonar frá í september en hann hljóðaði upp á að Lands- bankinn keypti hlut Sambandsins á 828 milljónir króna. Þetta töldu þeir of hátt verö, sérstaklega Lúð- vík. Eftir því sem DV kemst næst felst í kauptilboði Landsbankans, sem bankaráðið samþykkti í gær, að ýmsir fyrirvarar eru metnir svo að þeir lækki kaupverðið um hátt í 200 milljónir króna. Endanlegt kaup- verð verði þvi x kringum 628 millj- ónir í stað 828 milljóna áður. „Ég á eftir að fá fullar upplýsing- ar um þetta tílboð bankans. Eg þarf að skoða það gaumgæfilega og hafa samband við stjóm Sam- bandsins um það," sagði Guðjón B. Óiafsson, forstjóri Sambandsins, í gærkvöldi. Hann átti ekki von á því að stjóm Sambandsins tæki afstööu til þess fyrir áramót. Bankaráðsfundur Landsbankans í gær var síðasti fundur þess bankaráðs sem nú situr. Eftir ára- mót kemur nýtt bankaráð saman. Einn heimildarmanna DV taldi í gær fullvíst að nýtt bankaráð yrði mótfallið kaupunum á Samvinnu- bankanum þannig að fyrír Sam- bandið hefði samþykkt bankaráðs Landsbankans í gær verið nauð- synleg vegna þessara mála. Því er talið líklegt að stjórn Sambandsins fallist á kauptilboð Landsbankans. -JGH Bílvelta Útlendingur varð fyrir því óhappi að bíll hans valt út af mjög hálum veginum á Öxnadalsheiði í gær. Hann var einn i bílnum. Maðurinn var nokkuð slasaður en hann komst út úr bílnum af eigin rammleik'. Hann gerði viðvart með því að stoppa bíl sem kom að og var ekið með hann til Akureyrar. -ÓTT Smáauglýsingadeild DV verður opin sem hér segir um áramótin: í dag, laugardaginn 30. desember, er opið kl. 9-14. Sunnudaginn 31. des. og mánudaginn 1. janúar verður lokað. Þriðjudaginn 2. janúar verður opið kl. 9-22. Fyrsta blað eftir áramót kemur út þriðjudaginn 1. janúar. Gleöilegt nýár! Kgntucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjullahrauni 15, Hafnarfírði Kjúkljngar sem bragö er aö Opið alla daga frá 11-22 BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 LOKI Á þessi þá að heita S-lslandsbanki? Sigurjón Óskarsson, aflakóngur og bjargvættur úr Vestmannaeyjum, var kjörinn maður ársins 1989 af ritstjórn DV. Af því tilefni var honum veitt bókargjöf. Hér óskar Ellert B. Schram, ritstjóri DV, Sigurjóni til hamingju með þenn- an nýja titil um borð í Þórunni Sveinsdóttir VE, aflaskipi ársins. Sigurjón hefur bjargað 27 mönnum úr sjávarháska á undanförnum árum og þykir með eindæmum happasæll sjómaður. DV-mynd GVA - sjá viötal við mann ársins í miöopnu blaðsins Ríkisstjórnin hafnar að veita Stöð 2 ríkisábyrgð Ríkisstjórnin hefur hafnað að veita Stöð 2 ríkisábyrgð fyrir allt að 400 milljóna króna erlendu láni. Menn Stöðvar 2 róa nú lífróður og hefur Verslunarbankinn gefið Stöðinni frest fram á hádegi í dag til að koma sínum málum á hreint gagnvart bankanum. „Ríkisstjórnin mun ekki veita þessa ríkisábyrgð með bráðabirgða- lögum,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra við DV í gær. Það var fyrir um tveimur dögum sem forráðamenn Stöðvar 2 gengu á fund Steingríms Hermannssonar vegna ríkisábyrgðarinnar. Síðar ræddu þeir málið við Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson íjármálaráðherra. Það varð til þess að málið var lagt fyrir ríkisstjórnina í gær. Viðræður Verslunarbankans við forráðamenn fimm fyrirtækja hóps- ins, sem hefur gert óformlegt tilboð í meirihluta Stöðvar 2, hafa legið niðri undanfarna daga. Þar hefur allt verið járn í járn og hefur Versl- unarbankamönnum þótt hópurinn gera of miklar kröfur. Kröfur fimm fyrirtækja hópsins hafa gengið út á að koma með nýtt hlutafé upp á 250 milljónir króna en Verslunarbank- inn taki sjálfur á sig hátt í 200 millj- ónir króna en neikvætt eigið fé Stöðvar2er450milljónir. -JGH Á morgun verður rigning eða súld, einkum á sunnan- og austanverðu landinu. Úrkomulítið verður á Norðurlandi. Milt verður í veðri. Á nýársnótt snýst vindur til suðvestanáttar og kólnar, fyrst vestanlands. É1 verða sunnanlands og vestan en léttskýjað á Norður- og Aust- urlandi þegar líður á daginn. Hitastig verður á bilinu frá frostmarki og niður í fjögurra stiga frost. Gamlársdagur yeðriö um áramót: Nýársdagur ilt veður með úrkomu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.