Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. DV velur Sigurjón Óskarsson mann ársin Eins og einhv vaki yfir mé - segir aflakóngurinn og bjargvætturinn ú Órri^r Qar&MW** r',’7. ■ —- 7 J í ölduróti stjórnmála, flölmiöla og popplífs vilja þeir stundum gleymast sem vinna hörðum höndum til sjávar og sveita. Þeir eru ekki í sviðsljósinu, þeir birtast ekki daglega á sjónvarps- skjánum. En framlag þeirra til þjóð- félagsins er ekki síðra og afrek þeirra eru ekki minni fyrir það. Sigurjón Óskarsson er einn þeirra íslendinga sem skila sínu til þjóðar- búsins og vel það. Hann er margfald- ur aflakóngur í bátaflotanum og á síðustu vertíð sló hann öll fyrri met í afla. En Sigurjón er ekki aðeins fremstur meðal jafningja í sjómanna- stétt. Hann er einnig mikill gæfu- maður. Síðastliðinn vetur bjargaði hann sjö mönnum úr sjávarháska, þar á meðal bróður sínum. Þetta var Áróra Friðriksdóttir, umboösmaður DV í Vestmannaeyjum, afhenti manni ársins blóm og bókargjöf fyr- ir hönd ritstjórnar. jafnframt í fjórða skipti sem Sigurjón bjargaði sjómönnum frá drukknun. Ritstjórn DV telur Sigurjón vel að því kominn að vera útnefndur maður ársins og óskar honum til hamingju með kjörið. Bjargaði27 mönnum úr sjó Sigurjón Óskarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE frá Vest- mannaeyjum, þarf ekki aö kynna fyrir alþjóð. Hann er löngu orðinn landsþekktur aflakóngur og auk þess hefur hann orðið þeirrar gæfu að- njótandi að bjarga 27 mönnum úr sjávarháska í fjórum sjóslysuin, sem er einstakt á 18 ára skipstjóraferli, en Sigurjón er 44 ára gamall. Árið hefur verið einstaklega gott hjá Sigurjóni og áhöfn hans á Þór- unni Sveinsdóttur. Þann 7. mars bjargaði hann áhöfninni, sjö manns, af Nönnu VE sem sökk út af Vík í Mýrdal og í vertíðarlok stóö hann uppi sem aflakóngur í Vestmanna- eyjum og yfir allt landið. Aflinn á vertíöinni varð 1930 tonn sem er þaö mesta sem vertíöarbátur hefur kom- iö með að landi á einni vetrarvertíð og hefur hann því fengiö yfir 30 þús- und tonn af flski í sinni formannstíð. varla komið mörgum á óvart en ef einhver varð hissa þá var það Sigur- jón sjálfur. Þetta kom honum gjör- samlega í opna skjöldu. Á flestu hafði hann átt von en ekki þessu og segir það kannski sitt um manninn, Sigur- jón Óskarsson, sem er einstaklega hógvær og lætur lítið yfir afrekum sínum en hann neitar því ekki að hafa verið lánsamur í lífl sínu og starfl. Hvort það er honum aö þakka eða einhverjum sem vakir yfir hon- um er hann ekki viss um. „Mér flnnst oft eins og einhver vaki yfir mér,“ segir hann. Stundaði bryggjumar Sigurjón er sonur Óskars Matthí- assonar, skipstjóra og útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, og konu hans, Þóru Sigurjónsdóttur. Sem peyi stundaði hann bryggjurnar og fylgdist með öllu sem þar fór fram og má segja að sjómennsku hafl hann drukkið í sig með móðurmjólkinni. Aldrei kom annað til greina hjá hon- um en aö gera sjóinn að starfsvett- vangi sínum. „Ég byrjaði strax sem strákpolli að hjálpa til við útgerðina, hnýta á og allt sem að höndum bar. Svo fór maður að beita á vertíðinni og hjálpa til í beituskúrnum, skera síld og annað sem þurfti að gera i landi.“ - Þú varst í skóla á þessum tíma? „Þetta var náttúrlega allt með skól- anum en þá var maður ekki að læra fyrir sjálfan sig heldur mömmu sem hafði áhyggjur af okkur peyjunum. Við vorum þfflr hver á sínu árinu, óttalegir gemlingar, og komst ekkert annað að en veiðar á bryggjunni. Alltaf var hangiö eftir því að-bátur- inn, sem pabbi var með, kæmi að landi, sama hvort það var klukkan átta að kvöldi eða tólf, eitt að nóttu." Sigurjon asamt eiginkonunni, Sigurlaugu Alfreosdottur. Tókvélstjóra- próf Sextán ára hóf Sigurjón aö róa með fóður sínum á Leó VE, miklu afla- skipi, en áður var hann hálfdrætting- ur í beitningu á móti Matthíasi bróö- ur sínum og vann síöan viö að fella net og annað sem til féll á netavertíð- inni. Þar vann hann m.a. meö fngi- berg Gíslasyni og Einari Gíslasyni, núverandi forstöðumanni Fíladelflu- safnaðarins í Reykjavík. „Þetta voru hressir karlar og oft voru sagðar ýmsar sögur og mikið spjallað." Ekki lá leiðin beint í Stýrimanna- skólann. Fyrst tók hann vélstjóra- námskeið og var vélstjóri 17 ára á Leó áður en hann fór í Stýrimanna- skólann í Eyjum. Að skóla loknum hóf hann störf sem stýrimaður en 1968 bytjaöi hann sem skipstjóri á sumrin á móti fóður sínum. Sigurjón tók við Þórunni Sveinsdóttur árið 1971, sem kom ný það ár, og-hefur verið með hana síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.