Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989.
Sérstæð sakamál
Kona
forstjórans
Ungi maðurinn sem ráðinn var í
söludeildina reyndist betur í staríi
en nokkurn hafði grunað. Hann
hafði sérstakt lag á að selja sturtu-
klefa. Engan grunaði þó að í slíkum
klefa ætti eftir aö gerast atburður
sem hefði mjög afdrifaríkar afleið-
ingar, ekki aðeins fyrir hann sjálf-
an heldur fleiri.
Nigel Rooke var ungur maður
þegar hann réð sig til starfa hjá
Cecil King sem rak verslun meö
sturtur og sturtuklefa í Bedford á
Englandi. Hann var aðeins tuttugu
og níu ára þegar hann tók við starf-
inu fyrir þremur árum.
Cecil King var ekki ánægður meö
hvemig fyrirtækið gekk er hann
réð Nigel Rooke til starfa. Salan
haföi ekki gengið vel og King var
ljóst að hann þyrfti á duglegum
sölumanni að halda til að rétta við
hag fyrirtækisins. Góðir sölumenn
af því tagi sem hann þurfti á aö
halda voru þó ekki á hverju strái
því það er sérhæft starf að selja
sturtuklefa. Það var því með nokk-
urri eftirvæntingu sem King fylgd-
ist með unga sölumanninum eftir
að hann kom til starfa.
Afbragðssölumaöur
Nigel hafði ekki verið lengi að
störfum er í ljós kom að hann var
einstakur starfsmaöur á sínu sviði.
Hann virtist geta selt sturtur og
sturtuklefa þeim sem aðrir hefðu
talið litlar líkur á að sýndu á þeim
áhuga. Er kom fram í september
árið 1986, en þá hafði Nigel gegnt
sölumannsstarfinu í tvo mánuði,
hafði umsetning fyrirtækisins tvö-
faldast og salan var enn aö aukast.
Cecil King var því afar ánægöur
með nýja sölumanninn sinn.
Það var kona Cecils, Janet, líka.
En hún var ekki bara ánægð yfir
því aö til fyrirtækisins skyldi hafa
verið ráðinn maður sem var að efla
hag þess umfram allar vonir heldur
leist henni vel á Nigel. Henni fannst
hann mjög myndarlegur ungur
maður og fann að hann vakti hjá
henni tilfinningar sem hún hafði
ekki þekkt lengi.
Gafhonum
undir fótinn
Þar kom að Janet fór að gera
Nigel ljóst aö henni litist vel á
hann. í raun fór hún að gefa honum
undir fótinn. í fyrstu þó aðeins
þannig að ekki bæri mikið á því.
En brátt fór hún að gera honum
ljóst svo ekki var um að villast hve
vel henni leist á hann. Og tii þess
fékk hún gott tækifæri þ'ví hún
vann hálfan daginn á skrifstof-
unni. Ekki þó vegna þess að hún
þyrfti þess af fjárhagsástæðum
heldur af því að henni leiddist að
vera aðgerðarlaus heima fyrir all-
an daginn.
í fyrstu lét Nigel sem hann tæki
Janet ekki alvarlega enda var hún
um tíu árum eldri en hann. En
Janet gafst ekki upp og dag einn
króaði hún Nigel af úti í horni og
kyssti hann. Hann stífnaði dálítið
í fyrstu en endurgalt svo koss
hennar.
Leynifundir
Sannleikurinn um Janet King
var sá að maður hennar hafði um
langt skeið sýnt henni lítinn áhuga.
Áður en Nigel kom til starfa hafði
hann haft áhyggjur af rekstri fyrir-
tækisins og eftir að salan fór að
aukast tók hann að helga sig starf-
inu meira en áður. Hann hafði því
lítinn tíma fyrir konu sína og heim-
ilið. Það var því ef til vill ekki að
furða þótt kona hans leitaöi í fang-
ið á öðrum manni.
Fyrsta stefnumót Nigels og Janet
var á gistihúsi í Biggleswade. Fleiri
fylgdu á eftir. Nigel hafði að vísu
nokkrar áhyggjur af því að standa
í ástarsambandi við konu yfir-
manns síns því hann óttaðist að það
gæti valdið honum tjóni í starfi og
jafnvel orðið til þess að hann missti
það. Honum fannst hins vegar
Nigel Rooke.
nokkuð til þess komá að kona sem
var eldri en hann, og þvi vafalítið
lífsreyndari, skyldi sýna honum
svona mikinn áhuga. Og þar að
auki borgaöi Janet alltaf fyrir dvö-
lina á gistihúsunum.
Horfst í augu
yiö vandann
Þegar kom fram í marsmánuð
1987 varð Nigel skyndilega ljóst að
hann gæti ekki lengur haldiö áfram
að eiga leynilega fundi með Janet.
Hann ræddi málið við hana en hún
þvertók fyrir að slíta sambandinu
við hann. Það haíði þá staðið lengi
og hún gat ekki hugsað sér að snúa
baki við elskhuganum.
Er þau höfðu rætt málið oftar en
einu sinni lýsti Janet yfir því að
geröi hann alvöru úr því að snúa
baki við henni myndi hún segja
manni sínum alla söguna. Jafn-
framt myndi hún fara fram á skiln-
að við Cecil svo að þau Nigel gætu
gift sig.
Þetta þóttu Nigel slæm tíðindi.
Hann fylltist örvæntingu því hon-
um fannst hann vera milii steins
og sleggju.
Lausnin
Um hríð íhugaði Nigel hvað hann
gæti gert til aö losna úr þeirri klípu
sem hann var kominn í. Auðvitað
kæmi til greina að segja lausu
starfinu en það hefði þá vafalaust
í för með sér að Janet segði manni
sínum allt. Og þá gæti uppsögn
hans tekið á sig blæ brottvikningar
sem gæti haft sínar afleiðingar á
starfssviðinu. Hneyksli af þessu
tagi gæti jafnvel orðið til þess að
hann fengi hvergi starf við sitt
hæfi. Því lengur sem Nigel Rooke
íhugaði þessa hlið málsins því ótt-
aslegnari varð hann. Loks komst
hann á þá skoðun að aðeins væri
um eina leið að ræða út úr vandan-
um. Hánn fór því að gera um það
áætlun hvernig hann gæti losnað
við Janet á þann hátt aö hún gæti
aldrei leyst frá skjóðunni um ástar-
samband þeirra. Hann ákvað, með
öörum orðum, að ryðja henni úr
vegi.
Síöasta stefnumótiö
Miövikudaginn 20. mars 1987
hringdi Nigel til Gravleygistihúss-
ins í Stenage, en það er um fjörutíu
kílómetra frá Bedford. Kvaðst
hann heita John Buchan frá
Portsmouth. Pantaði hann her-
bergi fyrir sig. Enginn á gistihús-
inu gat séð neitt athugavert við
unga manninn þegar hann kom.
Og engum fannst heldur neitt at-
hugavert við konuna miðaidra sem
kom nokkru síöar um daginn og
spurði hvar herbergi 12 væri en þar
beið Nigel eftir Janet.
Kona forstjórans og sölumaöur-
inn áttu sinn ástarfund eins og svo
Cecil King.
oft áður. Að honum loknum fór
Janet fram í baöherbergið til að
fara í sturtu.
Atvikið í
sturtuklefanum
Janet var svo upptekin við að þvo
sér í klefanum að hún tók ekki eft-
ir því þegar Nigel læddist inn í
baðherbergiö. Honum tókst að
komast aftan að henni og veita
henni þungt höfuðhögg. Samstund-
is féll Janet meðvitundarlaus á
gólfið.
Nigel skrúfaði fyrir vatnið og
færöi líkiö til. Síðan fór hann sjálf-
ur í sturtu. Er hann hafði þurrkaö
sér og klætt sig settist hann á rúm-
stokkinn og beið. Hann hafði ekki
í huga að láta neinn sjá sig fara úr
gistihúsinu. Því sat hann ýmist eða
gekk um gólf þar til klukkan var
orðin þrjú um nóttina. Þá læddist
hann óséður úr gistihúsinu og ók
beinustu leiö heim til sín en hann
bjó í Cardington nærri Bedford.
Rannsóknin hefst
Um ellefuleytið morguninn eftir,
er gestirnir í herbergi 12 höfðu enn
ekki látið heyra frá sér og fyrir lá
að þeir svöruöu ekki síma, fór
starfsmaður gistihússins inn í her-
bergið. Sá hann þá hvað gerst hafði
og gerði lögreglunni þegar aðvart.
Ekki hafði rannsóknin staðiö lengi
er ljóst var aö látna konan var frú
Janet King frá Bedford. Samtímis
hófst áköf leit að John Buchan frá
Portsmouth.
Er lögreglan hafði samband við
Cecil King og skýrt honum frá því
að kona hans hefði verið myrt var
hann að þvi spuröur hvort hann
hefði nokkrar upplýsingar sem
gætu orðið til að varpa ljósi á mál-
iö. í slíkum tilvikum er venjulega
lítið um svör en í þetta sinn fékk
lögreglan þær upplýsingar sem
komu henni á sporið.
„Hún hélt við Nigel Rooke,“ sagði
Cecil King þá. „Hann er sölumaður
hjá mér. Það gæti verið að hann
hefði eitthvað að segja sem varpaö
gæti Ijósi á morðiö." Síðan skýrði
King lögreglunni frá því að daginn
áður hefði Janet skýrt sér frá því
að um alllangan tíma heföi hún átt
leynilega ástarfundi með Nigel.
Heföi hún rætt um skilnað og látið
að því liggja að hún kynni að gift-
ast sölumanninum unga.
Lögreglan hafði þegar samband
við Nigel og skömmu síðar var
hann færður til yfirheyrslu. Hann
þóttist ekkert vita er lögreglan kom
á heimili hans og lést vera mjög
miður sín yfir því að Janet hefði
verið myrt. Lögreglan taldi þó afar
líklegt að hann tengdist málinu og
sakir þess hve sterklega hún hafði
hann grunaðan var hann hafður í
haldi á lögreglustöðinni í nokkrar
klukkustundir á meðan frekari
gagna var leitað.
Fingraförin
Meðan Nigel var á lögreglustöð-
inni unnu tæknimenn lögreglunn-
ar ákaft að því að greina sundur
fmgraför sem fundist höföu í her-
bergi 112 í Graveleygistihúsinu.
Síðan voru tekin fmgraför af Nigel
Rooke og kom þá í ljós að hann
hafði verið þar. Hann hafði ekki
tahð að neinn vissi um samband
hans við Janet og því hafði hann
ekki haft fyrir því að þurrka burt
fingrafórin úr gistihússherberginu.
Og það varö honum að falli.
Nigel Rooke fékk langan fangels-
isdóm.