Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 30. DESEMRER 1989. Afmæli & Alfred Möller Alfred Möller, fyrrv. forstjóri, Furulundi 11A, Akureyri, er áttræð- ur í dag. Alfred er fæddur í Miðhúsum í Óslandshlíð í Skagafirði, en alinn upp á Siglufirði. Eftir barnaskóla- nám á Sigluflrði fer hann að vinna hjá Síldarverkun ríkisins. Árið 1937 ílytur hann til Akureyrar og hefur nám í vélsmíði og rennismíöi hjá Vélsmiðjunni Odda hf. og í Iðnskóla Akureyrar. Að námi loknu 1942 stofnar hann ásamt öðrum Véla- og plötusmiðjuna Atla hf. og vann þar til ársins 1985. Alfred starfaði mikiö að félagsmálum járniðnaðarmanna og var m.a. gjaldkeri í Iðnaöar- mannafélagi Akureyrar í 25 ár. Á meðan hann var á Siglufirði tók hann virkan þátt í leik- og söngstarf- semi, söng með karlakórnum Vísi í mörg ár. Ennfremur söng hann i fleiri ár með Karlakórnum Geysi á Akureyri. Alfred sat í stjórn fleiri fyrirtækja á Akureyri. Alfred kvæntist þann 16.10.1937 Friönýju Sigurjónu Baldvinsdóttur húsmóður, f. 16.20.1918, d. 22.4.1988. Foreldrar hennar voru Baldvin Benediktsson og Kristín Guð- mundsdóttir. Þau bjuggu á Stóra- Eyrarlandi við Akureyri. Böm Alfreds og Friðnýjar eru: Lucinda Gfgja, f. 25.4.1937, hús- freyja og ritari, gift Halldóri Hall- grímssyni skipstjóra, f. 8.7.1932; Páll Geir rennismiður, f. 27.9.1940, kvæntur Gerði Guðvarðardóttur, f. 10.1.1940; Súsanna Jóna skrifstofu- maður, f. 7.9.1943, var gift Einari Guðnasyni, f. 1939; Alma Kristín húsmóðir, f. 21.91945, gift Birgi B. Svavarssyni bankastarfsmanni, f. 3.1.1945; Erla Elva húsmóðir, f. 13.9. 1946, býr með Sverri Sigurvinssyni bónda, f. 21.6.1941; Jóhann Gunnar bankafulltrúi, f. 25.7.1955, býr með Stefaníu Hauksdóttur, f. 15.5.1962 sjúkraliða. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin eru 17. Systkini Alfreds: William Thomas, f. 12.3.1914, d. 19.7.1965, kennari við Skógaskóla, var giftur Guðrúnu Sig- urðardóttur; Rögnvaldur Sverrir, f. 7.10.1915, kennari á Ólafsflrði, kvænur Kristínu Helgu Bjarnadótt- ur; Jóhann Georg, f. 27.5.1918, verk- stjóri hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, kvæntur Tryggvu Hel- enu Sigtryggsdóttur; Alvilda Frið- rika María, f. 10.12.1919, húsfreyja í Hrísey, gift Birni Kristinssyni; Unnur Helga, f. 10.12.1919, húsmóð- ir og iðnverkakona á Siglufirði, var gift Jóni Ólafi Sigurðssyni, en þau skildu; Kristinn Tómas, f. 8.7.1921, verkamaður í Kópavogi, var kvænt- ur Sigrúnu Björnsdóttur, en þau skildu; Jón Gunnar, f. 27.7.1922, verslunarmaður í Reykjavík, giftur Nönnu Þuríði Þórðardóttur. Foreldrar Alfreds voru Christian Ludvig Möller, f. 5.4.1887, d. 11.8. 1946, verslunarmaður og lögreglu- þjónn, og Jóna Sigurbjörg Rögn- valdsdóttir, f. 18.3.1885, d. 6.2.1972. Christian var sonur Jóhanns Ge- orgs Möller, verslunarstjóra á Blönduósi, sonur Christian Ludvig Möller, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur Norðfjörð. Móðir Christians var Katrina Al- vilda María Thomsen, dóttir Will- iams Thomsen, Nicolaj Henrich Thomsen, skipstjóra og kaupmanns í Haderslev. Móðir Williams var Cathrine Margrethe Christensen. Móðir Katrinu var Ane Margrethe Knuds- en, dóttir Lauritz Michael Knudsen, og Margrethe Andreu Hölter. Jóna Sigurbjörg, móðir Alfreds, var dóttir Rögnvalds, b. í Miðhúsum í Óslandshlíð í Skagafirði, Jónsson- ar, b. að Arnarstöðum í Sléttuhlíð, Jónssonar. Móðir Rögnvaldar var Gunnhildur Hallgrímsdóttir. Alfred Möller. Steinunn Helga Jónsdóttir, b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, Hallssonar, b. í Tungu, Þorkelsson- ar. Móðir Jóns var Ingunn Þorgeirs- dóttir. Móðir Steinunnar Hélgu var Sigurbjörg Indriðadóttir, b. á Ljóts- stöðum, Jónssonar, og Ingibjargar Helgadóttur. Alfreð tekur á móti gestum í Húsi aldraðra, Lundargötu 7 á Akureyri, Móðir Jónu Sigurbjargar var á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17. TiL hamingju með afmælið á gamlársdag 85 ára 60ára Ármann G. Jónsson, Bólstaöáíiiuu 45, Rcykjavík. Hannes Páimason, Ægisgötu 28, Akureyri. 50 ára 80 ára Alda Finnbogadóttir, Breiðvangi4, Hafnarfirði. Hólmar Bragi Pálsson, Minni-Borg, Grímsneshreppi. ÓlöfÁrnadóttir, Sólbrekku 12, Húsavík. Guðrún Andrésdóttir, Hellukoti, Stokkseyri. Hóimfríður Hjartardóttir, Grettísgötu 77, Reykjavík. Sveinbjörg Árnadóttir, Álftamýri 48, Reykjavík. Vilborg Helgadóttir, Eystra-Súlunesi 2, Leirár- og Mela- hreppi. 40ára Áskell Jónsson, Skipasundi 19, Reykjavik. 75ára Friðbjörn Friðbjamarson, Byggðarholti 22, Mosfellsbæ. Friðrik Marteinsson, Brekkubæ35, Reykjavík. Helgi Bergmann Sigurðsson, Vallholti 18, Selfossi. Hilmar Karlsson, Sigurlaug Jónasdóttir, Kárastöðum, Rípurhreppi. 70 ára Heiöarlundi 2H, Akureyri. Magnús Ágúst Magnússon, Halldór H. Þorvarðarson, Mýrarbraut 4, Blönduósi. Sigríður Þórðardóttir, Stigahlíð 36, Reykjavík. Þormóður Haukur Jónsson, Ugluhólum 12, Reykjavík. Hann tekur á mótí gestum á heimili sínu milli kl. 15 og 17 á gamlársdag. Nesbala 104, Seltjamamesi. Sigríður Adolfsdóttir, Hringbraut71, Keflavik. Sigríður Óladóttir, Hólavegi 42, Sauðárkróki. Tryggvi Karlesson, Hlíðargötu 25, Fáskrúðsfirði. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Reynihlíð2, Reykjavík. Ingvi Rafn Jóhannsson Ingvi Rafn Jóhannsson rafvirkja- meistari, Löngumýri 22, Akureyri, veröur sextugur á nýársdag, 1. jan- úar. Ingvi Kafn er íæddui á Akureyri og alinn upp þar og í Skógum á Þela- mörk. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Akureyrar 1951, sveinsprófi í raf- virkjun 1953 og fékk meistarabréf 1957. Árið 1954 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur með öðrum en síðan 1961 hefur hann rekið fyrirtækið Raftækni einn. Ingvi Rafn var for- maður í Rafvirkjafélagi Akureyrar í nokkur ár, 1953-57, formaður í Rafvirkjameistarafélagi Akureyrar og síðar Félagi rafverktaka á Norð- urlandi í 13 ár. Hann sat í stjórn LIR í níu ár og hefur verið formaður í Norðlenskum rafverktökum hf. lengst af frá stofnun þess 1982. Ingvi Rafn hefur starfað í söngkórum á Akureyri óslitið frá árinu 1951, fyrst í Kantötukór Akureyrar, síðan í Karlakór Akureyrar í 17 ár, þar sem hann var lengst af i stjórn og for- maður í eitt ár. Síðan 1973 hefur Ingvi starfað í Karlakórnum Geysi og er núverandi formaður kórsins. Með þessum kórum hefur hann oft verið einsöngvari. Þá er ógetið söngs með blönduðum kórum og kirkjukórum á Akureyri og ná- grenni, m.a. Passíukómum, Kirkju- kór Akureyrar, Kirkjukór Lög- mannshlíðaro.fl. Ingvi Rafn kvæntist þann 19.8. 1952 Sólveigu Jónsdóttur húsmóður, f. 18.8.1932. Hún er dóttir Jóns Sig- fúsar Hermannssonar, b. í Sæbóli og síöar á Læk í Aðalvík, og Elinóru Guðbjartsdóttur húsmóður. Börn Ingva og Sólveigar eru: Þorbjörg, f. 18.1.1953, sjúkraliði, búsett á Akureyri, gift Ólafi Tr. Kjartanssyni og eiga þau þrjú böm. Sólveig Sigurrós, f. 27.5.1954, fóstra, búsett á Akureyri, ógift, á eittbarn. Svanfríður, f. 4.12.1955, danskenn- ari, gift Steinari Þorsteinssyni, og eigaþau eittbarn. María Björk, f. 20.12.1959, félags- ráðgjafi, búsett á Sauðárkróki, gift Ómari Braga Stefánssyni og eiga þau tvö börn. Katrín Elfa, f. 5.2.1961, snyrtifræð- ingur, búsett á Akureyri, ógift, á eittbarn. Eyrún Svava, f. 26.4.1964, tal- meinafræöingur, gift Hólmari Svanssyni, eru þau bamlaus. Jóhann Ólafur, f. 18.12.1966, nemi iHáskólaíslands. Ingvi Rafn, f. 9.10.1970, nemi í Menntaskólanum á Akureyri. Foreldrar Ingva Rafns voru Jó- hann Ólafur Haraldsson, f. 19.8. 1902, d. 7.2.1966, endurskoðandi og tónskáld á Akureyri, og Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 11.7.1899, d. 11.12. 1931, húsmóðir. Jóhann var sonur Haralds Páls- sonar, b. og organista á Rauöalæk efri á Þelamörk, síðar á Dagveröar- eyri. Ingvi Rafn er sjötti liður frá Árna biskupi Þórarinssyni. Þorbjörg var dóttir Stefáns Hall-''' dórs, b. á Refsstöðum í Laxárdal í Húnavatnssýslu, Eiríkssonar, b. í Ingvi Rafn Jóhannsson. Blöndudalshólum, Halldórssonar, stúdents og hreppstjóra á Úlfsstöð- um, Sigurðssonar. Móðir Eiríks var Hildur Eiríksdóttir. Móðir Þorbjargar var Svanfríður Bjarnadóttir, b. og hreppstjóra á Vöglum, Arngrímssonar, prests að Bægisá, Halldórssonar. Móðir Bjama var Guðrún Magn- úsdóttir. Móðir Svanfríðar var Sig- urrós Þorláksdóttir, b. og hrepp- stjóra á Vöglum, Þorlákssonar. Hálíbróðir Svanfríðar var Frí- mann B. Arngrímsson, fyrsti raf- magnsverkfræðingur íslendinga, en hann lærði í Ameríku. Ingvi tekur á móti gestum í Lóni, félagsheimili Geysis, á afmælisdag- innmilli kl. 16ogl9. Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon, fyrrv. um- sjónarmaður Heilsuvemdarstöövar Reykjavíkur, Austurbrún 6, Reykja- vík, veröur áttatíu ára á nýársdag, l.janúar. Ólafur er fæddur á Mosfelli í Mos- fellsdal og þar ólst hann upp. Hann varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1927, starfaði við verslun- arstörf 1936-53 og var umsj ónar- maður Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1955-80. Ólafur hefur verið félagi í Karlakór Reykjavíkur frá 1934 og var gerður heiðursfélagi 1960. Einnig er hann félagi Ein- söngvarafélagsins og hefur komið frcim sem söngvari við ýmis tæk- ifæri. Þegar hann var 75 ára söng hann inn á einsöngsplötuna, „Églít íandaliðna tíð“. Ólafur kvæntist þann 21.1.1944 Rósu Jakobsdóttur húsmóður, f. 22.10.1911 að Bessastööum á Álfta- nesi. Foreldrar hennar voru Jakob Sigbjömsson sjómaður og Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir. Börn Ólafs og Rósu eru: Valgerður, f. 4.7.1944, kennari, gift Gylfa Sigurjónssyni, f. 13.3.1936, framkvæmdastjóra Bílvangs sf„ og em þeirra böm: Sif, f. 13.3.1967, nemi við Háskóla íslands, og Sigur- jón, f. 1.1.1970, nemi í Menntaskól- anumvið Sund. Einar, f. 25.11.1945, rafeinda- virkjameistari, kvæntur Emu F. Oddsdóttur, f. 13.3.1947, reka Mið- bæjarradíó, og em böm þeirra: Ól- afur Magnús, f. 12.9.1967, verslunar- stjóri hjá Þ. Þorgrímssyni; Kiistín Ása, f. 18.9.1969, bakaranemi, og RósaBjörk.f. 28.10.1979. Magnús, f. 12.3.1950, viðskipta- fræðingur, kvæntur Þórunni Sig- uröardóttur, f. 18.8.1955, kennara, reka verslunina Fífu, og eru böm þeirra: Sigurður Jarl, f. 2.10.1982; Lóa Bára, f. 19.9.1984, og Katrín Þyrí, f. 12.7.1988. Sonur Rósu frá fyrra hjónabandi: Skúli Kjartansson, f. 3.10.1933, fyrrv. stýrimaður, kvæntur Hrefnu Hákonardóttur, og er sonur þeirra ÁgústÞór.f. 13.9.1984. Systkini Ólafs: Kristín, f. 5.6.1899; Bergþór Njáll, f. 29.8.1900, b. í Reykjavík; Þorsteinn, f. 31.10.1901, starfsmaöur hjá Sláturfélagi Suður- lands í Reykjavík; Matthildur, f. 19.8.1903; Ástríður Guðmunda, f. 18.9.1904; Margrét, f. 25.1.1906; Ámi, f. 9.1.1912, verkstjóri í Reykjavík; Guðrún, f. 6.4.1913, símstjóri á Brú- arlandi. Foreldrar Ólafs voru séra Magnús Þorsteinsson, f. 3.1.1872, d. 4.7.1922, prestur á Mosfelli, og Valgerður Gísladóttir, f. 27.10.1873, d. 18.6.1940. Magnús var sonur Þorsteins, hér- aðslæknis í Vestmannaeyjum, Jóns- sonar, b. á Miðkekki í Flóa, Þor- steinssonar. Móðir Þorsteins héraðslæknis var Þórdís Þorsteinsdóttir, b. í Hærings- staðahjáleigu, Runólfssonar. Móðir Magnúsar var Matthildur Magnús- dóttir, b. á Fjaröarhorni í Helgafells- sveit, Þorkelssonar. Valgerður, móðir Ólafs, var dóttir Gísla Jónssonar, lausamanns í Garði og á Miðnesi, og Kristínar Gísladóttur ljósmóður. Kristín var dóttir Gísla, b. að Býj- Olafur Magnússon. arskerjum í Miðdal, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Hlíð, Jónssonar. Móðir Gísla var Ragnhildur Gísla- dóttir ljósmóðir. Móðir Kristínar var Þórunn Sigurðardóttir ljósmóð- ir, dóttir Sigurðar, b. að Steig í Mýrdal, Árnasonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur ljósmóður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.