Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUK 30. DRSEMBER 1989. 18 Maður, líttu þér nær Ekki fer á milli mála að árið, sem nú er að líða, verður talið eitt sögu- legasta ár þessarar aldar. Atburða- rásin í Austur-Evrópu er mark- verðustu tíðindin í veraldarsög- unni frá því heimsstyrjöldinni síö- ari lauk fyrir fjörutíu og íjórum árum. Við höfum auðvitað upplifað þá sögulegu stund þegar fyrsti maðurinn steig fæti á tunglið og mörg eru þau tímamótin sem hafa markað spor. En fátt jafnast á við hrun kommúnismans austan járn- tjalds vegna þess að það hrun snertir daglegt líf milljóna manna og hefur varanleg áhrif á þróun heimsmálanna. Um áratugaskeið hefur kalda stríðið milli austurs og vesturs ver- ið miðpunktur alþjóðamála og samskipta ríkja í milli. Núlifandi kynslóðir þekkja varla annað munstur á alheimsmálum en átök í vígbúnaði, áróðri og þjóðfélags- deilum milli stríðandi fylkinga kommúnisma og kapítalisma, svo andstæðumar séu settar fram í sinni ýktustu mynd. Ekki aðeins hafa skihn verið skörp á landamærum járntjaldsins, heldur hafa eldar logað og átök geisað innbyrðis á Vesturlöndum. Þar hafa kenningar Marx og Leníns átt sér formælendur og þar hefur margur maðurinn látið lífið með kommúnistaávarpið á vör. „Égvissihverégvar" Heimsmyndin hefur verið í föst- um skorðum og Evrópumenn höfðu fyrir löngu sætt sig við þessi skil, þessa órjúfanlegu og óhaggan- legu staðreynd að deilan um para- dís á jörðu yrði ekki til lykta leidd á þessari öld, hvað þá á þessum áratug og á þessu ári. Hernaðar- bandalögin hafa grafið sig niður í skotgrafirnar og hugmyndafræð- ingamir hafa brynjað sig fyrir rök- um. Fólkið hefur virst sætta sig við hlutskipti sitt. Jafnvægi óttans, friður spjótsoddanna, virðingin fyrir óvininum hefur jafnvel verið þægileg útgönguleið fyrir þá sem fæðast og deyja í mismunandi heimsveldum og hafa ekki nennt að taka þátt í því að frelsa heim- inn. Það gerist þá ekkert á meðan. Eða eins og segir í bók þeirra Lúð- víks Hjálmtýssonar og Páls Líndal, þegar Eldeyjar-Hjalti tók mann tali og hélt að hann væri að tala við Guðbrand í Áfenginu. Þá sagði maöurinn í misgripunum: „Þetta var allt í lagi þótt Hjalti tæki mig fyrir Guðbrand. Ég vissi alltaf hver ég var.“ Já, menn vissu hverjir þeir voru, vestan megin og austan megin, á hverju sem gekk. Stórveldin gátu skákað þeim til í taflinu, hrókerað vopnum og ruglað menn í ríminu með Helsinkisáttmálum og Genfar- samningum. En almenningur lét sér fátt um finnast, því „hann vissi alltaf hver hann var“. Vissi hvar hann stóð í kalda stríðinu og þeirri niðurnjörvuðu heimsmynd aust- urs og vesturs, kommúnisma og kapítalisma sem ríkti þegar hann fæddist og mundi ríkja þegar hann dæi. Eða svo héldu menn. frammi fyrir nýrri heimsálfu, þar sem allt er á hverfanda hveli. Eng- inn veit neitt, enginn er samur og áður. Á sama tíma og þetta gerist er önnur bylting að eiga sér stað í vesturheimi. Evrópubandalagið er á næsta leiti, samruni gamalla stór- velda, bræðralag fjandvina á meg- inlandinu, sem þurrkar burtu landamæri, vegabréf, stéttaskipt- ingu og viðskiptamúra. Gamla Evr- ópa er að hverfa. Landakortið er Kerfi í lagi Svo var það á einni nóttu sem þessi heimsmynd hrundi. Hver þjóðin á fætur annarri austur þar hefur hrist af sér hlekkina, svipt kommúnista völdum. Múrinn er fallinn, harðstjórnin úr sögunni og Rauði herinn liggur enn í fleti sínu og hefst ekki að. í Rúmeníu biðu þeir ekki boðanna þegar þeim tókst að hiaupa Ceausescu uppi á flóttan- um. Þeir dæmdu hann til dauða og skutu á staðnum. í fjörutíu ár hafði Ceausescu boðað kommúnisma, farið eftir fræðunum og alið þjóð sína upp við það að biðja til sín kvölds og morgna. Hann var sann- kristinn í sínum marxísku fræðum og aðeins nokkrum vikum fyrir dauða sinn hafði Ceausescu verið hylltur á þjóðþinginu með svo eftir- minnilegum hætti að jafnvel ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur létu sér nokkuð um finnast. Það var ekki bilbugur á karh, jámagi á fagnaðarlátunum, samtakamáttur í húrrahrópunum. Þetta var kerfi í lagi. Eða svo var að sjá. Nú hefur þetta kerfi verið jafnaö við jörðu. Ceausescu hélt ekki lífi nema í nokkra klukkutíma eftir að pótemkintjöldin féllu. Það var nú öll ástin sem þjóðin hafði á þessum ástmegi sínum. Fjörutíu ára heila- þvottur ber þann árangur að líf- verðir kommúnismans verða að leita hæhs í rottuholum. Þeir em skotnir sem nást. Þessi atburðarás skapar auðvitað nýja heimsmynd, nýtt stöðumat, nýja sýn til framtíðarinnar. Skyndilega er eins og lögmáhn hafi brostið, veruleikinn horfið fyrir draumsýninni, lífssýnin orðið aö gjalti. Við stöndum aht í einu að taka á sig nýja mynd. Menn hafna gömlum hefðum, edikettum, afdönkuðum viðhorfum. Menn hugsa upp á nýtt. Valdiðfráguði En hvað höfumst við sjálf að? Hvar er breytingin í okkar eigin ranni? Maður, líttu þér nær. í öll- um þeim ólgusjó stórkostlegrar og nýrrar framtíðarsýnar situr allt við það sama í pólitíkinni uppi á gamla Fróni. Á meðan þjóðirnar í austri kollvarpa valdinu og afturhaldinu, meðan fólkið í vestri býr sig undir byltingarkenndar þjóðfélagsum- bætur, hvað gerist þá hér í okkar fijálsa landi? í fjörutíu ár hefur valdið færst frá Sjálfstæðisflokki yfir til Framsókn- arflokks yfir til Alþýðuflokks og til Sjálfstæðisflokks frá Alþýðuflokki yfir til Framsóknarflokks. Nýir menn hafa jú komist til valda í þessum flokkum þegar þeir eldri faha fyrir aldrinum. Nýju menn- irnir eru synir gömlu mannanna. Sem aftur eiga syni tíl að taka við af sér. Og ef þeir eru ekki skyldir í blóðböndum þá eru þeir skyldir í hagsmunum og hugsunum. Þeir eru jafnvel skyldir í úthti! Stundum fær Alþýðubandalag eða Borgara- flokkur að fijóta með ef þeir eru þægir og gegna og samþykkja að völdin verði óbreytt frá manni til manns. Hvað sagði ekki bankaráðsmað- urinn þegar hann var felldur fyrir nýjasta ættarlauknum: „Ég er bú- inn að vera í bankaráðinu í þrjátíu ár. Mér var úthlutað þessu sæti í upphafi af foringjum flokksins." Það sem hann átti við var þetta: í upphafi var orðið og orðið var guð. Hvers átti hann að gjalda, þessi góði maður, sem hafði setiö á valdastóli allan þennan tíma og sótti það vald sitt frá guði? Eða hinn bankaráðsmaðurinn sem orti níðvísur til þeirra sem sviku hann um áframhaldandi völd. Hvað gerðu svona menn ef þeir hefðu vopn til að styðjast við eða er einhver hissa á kónum eins og Ceausescu, þótt hann hafi setið sem fastast með sín völd fram í rauðan dauðann meðan engin var stjórnarandstaðan eðasvikarinn til að bola honum frá? Hjörleifur föðurlandsvinur stóð upp á hinu háa alþingi og gagn- rýndi erlendan sendiherra fyrir að hafa skoðun á íslenskum innanrík- ismálum. Erindrekinn dirfðist jafnvel að segja frá henni í opin- beru viðtali! Föðurlandsvinurinn okkar benti á að þessi lausmælgi varðaði við fertugustu og fyrstu grein Vínarsamningsins og forsæt- isráðhérra tók undir þessa gagn- rýni og taldi framhleypni sendi- herrans gróft brot gagnvart ís- lensku þjóðinni. Vaxtarbroddur Ekki sakar að minna á að hneykslun íslensku þjóðernis- sinnanna út í málfrelsi sendiherr- ans var gerð heyrinkunnug um það leyti sem rúmenska þjóðin og raun- ar öll Austur-Evrópa gekk fram fyrir byssustingina til að heimta frelsi til tjáningar, skoðunar og fundahalda. Við værum góðir ís- lendingar með alla okkar vínar- samninga og edikettur og um- vöndunartón ef við kæmumst í þá aðstöðu að þurfa ekki að hlusta á aðra. Maður, líttu þér nær. Taktu eftir stöðnuninni hér heima, sjáðu flokkana sem stjórna áratug eftir áratug, athugaðu hvar völdin hggja, spurðu um frelsið og end- urnýjunina sem lýðræðið á að tryggja okkur. Alhr þræðirnir hggja í eina hendi, sömu flokkana, sömu klíkurnar, sömu æðstu prest- ana í íslenskri póhtík. Þar eru að visu mismunandi andlit frá einum tíma til annars, en hvað hefur breyst? Ef bankaráðin breytast, þá er verið að ráðast á friðhelgi einka- lífsins hjá þessum mönnum. Ef út- lendingur opnar munninn, þá brýt- ur hann fertugustu og fyrstu grein Vínarsamningsins. Þeir geta sagt með sanni, þessir herrar: „Það er allt í lagi hvað þeir bylta sér mörg- um sinnum fyrir austan. Ég veit alltaf hver ég er.“ Sú endurvakning, sem fer eins og logi um akur um álfuna austan megin og vestan, er mikill vaxtar- broddur fyrir framtíðina. End- urnýjunin á sér stað vegna þess að fólk í þessum löndum neitar að við- urkenna ríkjandi völd sem eilífðar- lögmál. Atburðirnir í Austur-Evr- ópu kenna okkur að ekkert er heil- agt og eilíft. Ekki einu sinni al- mætti rússneska heimsveldisins. Ekki einu sinni aldagamah rígur Breta og Frakka eða Þjóðverja. Líttuþérnær Hvers vegna ætti þá ekkert að breytast hér heima? Hver segir að núverandi flokkar eigi að ráða um aldur og ævi? Hvaðan kemur það vald og sú viska að ellimóðir stjórn- málaflokkar eigi að skipta með sér ránsfengnum þar tU yfir lýkur? Nú kann einhver að segja að þetta sé vilji kjósenda, þeir veiti þessum sömu flokkum brautargengi ár eft- ir ár. En á móti má spyija: Hefur verið boðið upp á eitthvað annað? Er ekki sífellt verið að heUaþvo okkur á halelújasamkomum og hástemmdum lýsingum á'Toringj- unum? Og svo bijótast út gífurleg fagnaðarlæti og dynjandi lófatak þegar þessi ódauðlegu foringi flokksins okkar stígur til hásætis og veifar til mannfjöldans. Kannast einhver við þennan leikþátt? Já, maður, líttu þér nær. Gáðu nú vel í kringum þig og athugaðu hvar við stöndum, íslendingar, í umrótinu og vakningunni í heim- inum. Byltingar vUjum við ekki, en mætti ég fá meira að heyra um vaxtarbroddinn í hinu margróm- aða lýðræði? Mætti ég hafa spumir af þeirri kynslóð sem hefur ekki ennþá ánetjast valdinu og stöönun- inni? Ef hún er þá til. VUl einhver vera svo góður að láta mig vita ef hann verður hennar var á nýju ári? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.